Esjuganga 7. maí 2006

Í frábæru veðri var gengið á Esjuna ásamt þúsundum annarra þennan frábæra sumardag. Hitinn um og yfir 20°C. Það mættu flestir í gönguna enda bauð veðrið ekki upp á annað. Nokkrir fóru alla leið á toppinn en flestir fóru upp að Steini. Við fengum danska gesti með í hópinn og þau fóru bæði á toppinn.

Að göngu lokinni hafði frú Alma dekkað borð og tók á móti okkur með kaffi, kleinum og snuðum - frábært í þessu yndislega veðri. Á myndinni hér til hliðar eru bara örfáir úr hópnum, en það var ekki pláss fyrir alla við borðið.


Danskir gestir okkar í göngunni