Álftanes - fuglaskoðun

 

.

Fuglaskoðun á Álftanesi var yfirskrift ferðarinnar í dag. Veðrið lék við þá 19 þátttakendur sem mættu vopnaðir sjónaukum og fulgabókum.
Hér eru myndir úr ferðinni en þar sem veðrið var svo gott þá tók þessi stutta ganga okkar um 3 klst. Við hittumst við Íþróttahúsið á Álftanesi, gengum þaðan að Kasthúsatjörn og síðan suður með ströndinni að Hliði og síðan að bílunum. Við tókum stutta nestisstund í góða veðrinu á miðri leið.

Það er greinilegt að flestir farfuglar og fargestir eru komnir og sáust m.a. tildrur og tjaldar, margæsir og mófuglar, sandlóur og sendlingar.

Vorverk grásleppukarla voru hafin og þeir jafnvel farnir á sjó.

 

 

Myndir: EÞE