Bessastaðatjörn

Sunnudaginn 27. nóvember hittust 22 MA-félagar á bílastæði við Íþróttahús Álftaness í þeim tilgangi að ganga hringinn í kring um Bessastaðatjörn.
Búið var að fá leiðsögumann í ferðina, Maríu B. Sveinsdóttur, sem er borin og barnfæddur Álftnesingur. Hún gekk með okkur hringinn og sagði frá ýmsu markverðu um nesið og umhverfi tjarnarinnar. Þarna eru miklar minjar eftir herinn á stríðsárunum, m.a. varðturnar, skorsteinn sem var í bíóhúsi hersins og aðrar minjar um hið mikla braggahverfi sem þarna var.
Ekki má gleyma skansinum sem byggður var eftir Tyrkjaránið 1627 þar sem danskir biðu á meðan tyrkir umskipuðu föngum og ránsfeng eftir að eitt skipa þeirra strandaði á Lönguskerjum. Þar er líka sögusvið ljóðsins um Óla skans og Völu konu hans, sem allir þekkja.
Að göngu lokinni var farið á kaffihúsið Súfistann í Hafnarfirði og fengu göngumenn sér hressingu eftr góða göngu.


Myndirnar tóku Guðrún Pálsdóttir og Eiríkur Þ. Einarsson

Við upphaf göngu...

...ljómaði fólkið í kapp við morgunsólina

Stríðsminjar á Álftanesi

Þátttaka var góð

María leiðsögumaður og Gréta göngustjóri

Okkur þótti við hæfi að enda við Bessann!!

Til baka