Búrfellsgjá

Á fallegu vorkvöldi í lok maí var blásið til Búrfellsgöngu. Við hittumst í Heiðmörk fyrir gönguna og síðan var sameinast í bíla og ekið að bílastæði og lagt upp í gönguferðina. Mættir voru um 20 manns og þar af einn gestur, sem var reyndar með okkur í 3. bekk, Dagný Þorgilsdóttir. Hún hefur búið í Bandaríkjunum í mörg ár en alltaf haldið sambandi við Kristínu Magnúsdóttur. Hún var stödd á landinu og kom með okkur í göngutúrinn.

Myndirnar eru sem fyrr teknar af okkur Guðrúnu Pálsdóttur. Ég vil endilega biðja aðra sem voru með myndavél að senda mér myndir líka. Það er meira gaman að fá fleiri sjónarhorn.

Búrfell 27. mái 2005