Esjan

Sunnudaginn 28. mars 2010 hittumst við við Esjurætur og var ætlunin að ganga á Esjuna. Veður var bjart en blés dálítið og var ískalt á göngunni.

Það mætti góður hópur, en okkur fækkaði og upp við Stein taldi hópurinn 11 manns, en 15 manns hófu gönguna. Við stoppuðum í skjóli á leiðinni og snæddum nesti, en þar sem fólk hafði misjafnlega mikinn tíma eftir gönguna var ekki farið á kaffihús að göngu lokinni að þessu sinni.

Stúlkan á myndinni hér fyrir neðan kom okkur ekkert við, en hún var á gönguferð með hundinn sinn í barminum og var skemmtilegt myndefni og lét ég því myndina fljóta með.

Myndir tók Eiríkur Þ.

  Stúlkan með hundinn
   
 
Gert 24.apríl 2010