Gálgahraun

Sunnudaginn 31. janúar 2010 hittumst við í Garðabæ og gengum gegn um Sjálandið og út í Gálgahraun. Höfðum við ákveðið að ganga svokallaðann Fógetastíg og freysta þess að finna Gálgaklett sem hraunið er kennt við. Veður var eins og best verður á kosið, fallegt vetrarveður og lítils háttar snjóföl á jörðu.
Eftir leit og miðun með GPS sem var greinilega ekki með alveg réttan punkt, fundum við Gálgaklett. Þar var stoppað og hugsað til þeirra sem þar voru teknir af lífi. Gengum svo ströndina til baka.
Ákveðið var svo að fara í kaffi og vöfflur á veitingastaðnum Hliði á Álftanesi. Þar sátum við í góðu yfirlæti og nutum veitinga áður en haldið var heim á leið á ný.

Hópurinn taldi 14 manns.

Myndir tók Eiríkur Þ. og Guðrún Páls

 
 
Gert 13.mars 2010