Gengið um Geldinganes

Sunnudagurinn 24. febrúar rann upp bjartur og fagur. Það stóð stil að ganga um Geldinganesið í janúar en veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir þá. Það var annað uppi á teningnum í þetta sinn eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Við gengum um tilvonandi byggingarland Reykvíkinga, skoðuðum hafnarstæði sem sprengt var inn í suðurhluta nessins í tíð Ingibjargar Sólrúnar. Engin er höfnin þar ennþá. Það var gantast með að við mundum velja stæði fyrir elliheimili okkar sem byggt yrði einhvern tíma í framtíðinni. Ekki það að við værum neitt gömul - alls ekki, og það stæði ekki til í náinni framtíð.

Mæting í þessa gönguferð var góð, 17 manns komu og ný andlit sáust. Á eftir fóru nokkrir í kaffi til Sissa bakara í Bakarameistaranum í Húsgagnahöllinni.

Þetta var góður dagur í góðu veðri með góðum félögum og nokkru frosti sem ekki kom að sök. Allir voru vel búnir og hitinn býr innra með okkur!!

Myndirnar tók Eiríkur