Grótta 2009

Þann 25. janúar var ákveðið að heimsækja Gróttu aftur en það höfðum við gert áður árið 2005. Núna höfðum við lykil að vitanum og gátum farið upp í vitann og virt fyrir okkur nánasta umhverfi hans þaðan.

Gróttuvitinn skartaði sínu fegursta á þessum svala vetrarmorgni en við fengum okkur nestið okkar utan dyra við útihúsin sem upphaflega voru byggð 1927, en er nú búið að innrétta sem samkomuhús.

Staðreyndir um Gróttuvitann:
Byggður 1947, Ljóshæð 24 m. Hönnuðir voru Axel Sveinsson verkfræðingur og Einar Stefánsson húsateiknari.

Myndir: Eiríkur Þ. Einarsson