Grótta

Sunnudagurinn 24. apríl rann upp, bjartur og fagur. Upplagt veður fyrir Gróttuferðina, enda var fjölmenni á bílastæðinu við Bakkatjörn og nokkrir höfðu lagt á stæðinu við Gróttu. Það reyndist vera umhverfisdagur á Nesinu í dag og því var von á fjölda fólks í Gróttu.

Það gleymdist að telja hópinn en a.m.k. 29 manns komu. Nokkrir mættu sem ekki hafa sést áður í gönguferðunum. Má þar fyrstan nefna Þorstein Guðmundsson, sem býr í Þýskalandi, Tómas Ísleifsson, Sigrúnu Vald. og læknagengið Pál Þorgeirsson og Ólaf Ingimarsson.

Gróttuvitinn skartaði sínu fegursta og bæjarstjórinn líka sem vildi endilega fá mynd af hópnum við nýtt skilti sem sett var upp í Gróttu daginn áður. Síðan fengum við okkur pönnukökur í útihúsum sem upphaflega voru byggð 1927, en er nú búið að innrétta sem samkomuhús.

Staðreyndir um Gróttuvitann:
Byggður 1947, Ljóshæð 24 m. Hönnuðir voru Axel Sveinsson verkfræðingur og Einar Stefánsson húsateiknari.