Guðmundarlundur


Hópurinn við styttu Guðmundar Jónssonar í BYKÓ í Guðmundarlundi (EÞE)

 

Sunnudaginn 3. apríl mættu um 20 manns við Elliðavatnsbæinn í dásamlegu vorveðri, sólskini og hægum vindi en allt var hvítt af snjó, sem jók á ævintýrablæinn. Stefnan var tekin til suðvestur og gengið meðfram Elliðavatni, að Þingnesi og litið á skilti með upplýsingum um uppgröft á þingstað sem Eiríkur Páll fullyrður að sé sá þingstaður sem Þorsteinn Ingólfsson stofnaði og kallaður var Kjalarnesþing í Kjalnesingasögu. Þaðan var svo haldið yfir snævi þakta grund og fyrirheitna landið, Guðmundarlundur, litið nokkrum mínútum síðar. Lundurinn heitir eftir Guðmundi Jónssyni, stofnanda BYKO í Kópavogi, sem fékk landið um 1967 og hóf þá trjáplöntun á þessum stað. Hann gaf síðan Skógræktarfélagi Kópavogs landið og hefur félagið umsjón með því nú. Þetta er falin perla í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, ein af mörgum.

Myndirnar tóku Guðrún Pálsdóttir og Eiríkur Þ. Einarsson.


Á bílastæðinu við Elliðavatnsbæinn (GP)

Á bílastæðinu við Elliðavatnsbæinn (GP)

Eiríkur Páll við skiltið með upplýsingum um Þingnes (EÞE)

Stutt stans á leiðinni (GP)

Spjalltími (EÞE)

Litið yfir fyrirheitna landið (EÞE)

Nestistími í Guðmundarlundi (GP)

Eiríkur Páll við Styttu Guðmundar Jónssonar í BYKÓ (EÞE)

Skógurinn er víða þéttur í Guðmundarlundi (EÞE)