Heiðmörk

Sæl verið þið

Nú er komið að Heiðmerkurgöngu. Kortið hér að ofan sýnir leiðina
sem við þurfum að aka (bláa línan) til að komast sem næst Torgeirsstöðum
(rauður kross) sem er sá staður sem við ætlum að nota sem bækistöð,
upp á bílastæðið (gulur hringur). Þar er reyndar ekki ljós, hiti né rennandi
vatn en við höfum skjól þarna. Takið með ykkur drykki (t.d. kaffi, te) og
eitthvað til að næra ykkur á ef þið viljið. Við ætlum að mæta kl. 10:30 á
sunnudagsmorguninn 30. janúar. Við göngum sem næst eftir rauðu línunum
við bílastæðið. Við ráðum hvað við förum langt, en við höfum þetta passlegt.

Sjáumst hress!!

Hópurinn sem mætti í göngutúrinn - Það var dálítill klaki á stígum en enginn brotnaði og allir komu aftur.
Myndin er tekin við Torgeirsskála í Heiðmörkinni þar sem við áðum og innbyrtum nesti.