Helgafell - Gullkistugjá 2006

Sunnudaginn 1. október var stefnan sett á Gullkistugjá sunnan Helgafells. Þegar til kom komst göngustjóri ekki með í ferðina svo að eitthvað riðlaðist upphaflegt skipulag og var ákveðið að sleppa Gullkistugjá í þetta sinn og fara í staðinn á Helgafell í þessari líka rjómablíðu.

Það ánægjulegasta er að alltaf er að fjölga í gönguhópnum og mæta nú í göngurnar skólafélagar sem ekki hafa komið áður með hópnum.

Þar sem hvorugur ljósmyndari ferðanna var með í þetta skipti tók Ingimundur myndirnar sem hér birtast.

Hér er líka myndasýning með myndum Ingimundar og Brynju.