Gljúfrasteinn - Helgufoss

Sunnudaginn 30. október lögðu 8 manns af stað frá Gljúfrasteini í Mosfellssveit í gönguferð um hina svo kölluðu Skáldaleið, sem er sú gönguferð sem skáldið á Gljúfrasteini fór oft austur að Helgufossi sem er lítill og fallegur foss í fallegu umhverfi, jafnvel í vetrarríki eins og var á sunnudaginn. Við fossinn tóku göngumennupp nesti og nutu kyrrðarinnar í snjónum.
Sumir mættu seint en það var bætt upp með því að fara dálítinn krók ásamt Andrési Arnalds og Finnboga Jónssyni, en þeir og Eiríkur (sem var seinn!) fóru upp á Grímarsfell (Grímannsfell) rétt austan við hvamminn sem Helgufoss fellur í og var síðan gengið eftir fellinu til vestur og niður af því á móts við Gljúfrastein. Það voru því sjö manns sem enduðu gönguna við Gljúfrastein, þreyttir en sælir eftir góða gönguferð í fallegu umhverfi og ágætu veðri þrátt fyrir næðing á köflum og þeir þrír sem lengdu leiðina komu niður um klukkustund seinna ekki síður ánægðir.

Myndirnar tóku Guðrún Pálsdóttir og Eiríkur Þ. Einarsson.


Hópurinn kominn til baka á bílastæðið við Gljúfrastein. - Mynd GP


Það var stoppað öðru hvoru og göngumenn hresstu sig. - Mynd GP

Upplýsingaskilti eru við gönguleiðina. - Mynd GP
kk

Á áfangastað fengu menn enn hressingu... - Mynd EÞE

... og hresstust auðvitað!! - Mynd EÞE


Flestir héldu til baka...- mynd EÞE
kk


... en þrír úr hópnum héldu í fjallgöngu, Andrés, Finnbogi og ljósmyndarinn - mynd EÞE

Útsýn af fjallinu - Mynd EÞE