Hraunin sunnan Straumsvíkur

Sunnudaginn 29. október hittumst við í Straumi, sunnan Hafnarfjarðar og gengum um Hraunin. Á þessum stað eru miklar mannvistarleyfar, og reyndar eru þarna líka sumarhús, rústir og gamlar varir en útræði var mikið á sínum tíma frá þessum stað því stutt var á fengsæl fiskimið.
Að lokum lentum við svo óvænt inn á sýningu á módeli sem nokkrir áhugasamir listamenn hafa unnið og sýnir skemmtigarð sem byggður er á Eddu-kvæðum og heimum goða og jötna. Virkilega áhugavert efni.
Veður var eins og best verður á kosið, fallegt haustveður og lítils háttar snjóföl á jörðu, og svalt.

Hópurinn taldi 17 manns.

Hér eru svo fleiri myndir

Myndir tóku Guðrún Páls og Eiríkur Þ.