3

Gengið í Jósefsdal

Sunnudaginn 30. mars lá leið okkar MA-inga í Jósefsdal á vit Jósefs járnsmiðs, þess er blótaði svo mikið að sögufrægt varð. Grímur Thomsen orti um karlinn og er þetta ein vísan:

Jósef hét einn hagleikssmiður
á heiðinni sem fyrrum bjó,
var það karlsins vondur siður
í víti öllu’ að bölva niður
jafnan þegar járn hann sló.

Allt var þarna snævi þakið og glóði á ískristallana í sólskininu. Fæstir höfðu komið á þessar slóðir áður þar sem Ármenningar áttu sitt skíðasvæði á árum áður. Þarna mátti sjá steyptan grunn frá þeim árum, leyfar af skíðalyftu voru í Ólafsskarði og lyftuhús sem mátti muna fífil sinn fegurri. Upp í skarðinu á móti suðri var níðurnítt hús. Þar léku vindar um innviði og var fátt um skjól í þeim kofa. Hann hefur verið vel byggður og synd á sjá hús á jafnfallegum stað grotna svona niður.

Allvel var mætt í þessa göngu eins og sjá má af myndum. Þar var einn ferfætlingur sem skoppaði í kringum okkur, frelsinu feginn.

Myndirnar tók Eiríkur

Í Jósefsdal
Jósefsdalur framundan Hópurinn í Jósefsdal
Úr Ólafsskarði Húsið í Ólafsskarði
Jósefsdalur og lyftukofinn Í Jósefsdal
 
Gert 5. apríl 2008