Myndir af fólkinu á Landagötunni


Vatnsdalsfólkið á leið á þjóðhátíð (Sísí í Vatnsdal)

Haukur og Gummi í Vatnsdal (Sísí í Vatnsdal)

Ölver Hauksson fermdur árið 1957 (Sísí í Vatnsdal)

Óli og Högni í Vatnsdal á Skjónu - Akur í baksýn
(Sísí í Vatnsdal)

Hér vinstra megin erum við feðgarnir fyrir utan Hofið. Sennilega er þessi mynd tekin um árið 1958 þegar pabbi var að byggja upp í Fjólugötu. Við erum greinilega að fara þangað til að hjálpa við húsbygginguna. Allt var reitt á hjólinu góða, Við bræðurnir og allur farangur. Mig minnir þetta vera Möwe. Við fluttum í Fjólugötuna árið 1960.

Þetta er pabbi, Einar Haukur Eiríksson, ég, Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðingur og skjalastjóri á Siglingastofnun og Óskar bróðir, Óskar S. Einarsson skólastjóri Fossvogsskólans í Reykjavík.

 

Hægra megin er Einar Haukur að pæla kartöflugarðinn í Hofstúninu. Takið eftir fótabúnaðinum. Mér sýnast þetta vera spariskórnir - eða því sem næst - og skóhlífar.


Við bræðurnir með kött - Óskar virðist eitthvað hræddur við hann.
Húsið hans Hauks í Vatnsdal í baksýn og hlaðan í Vatnsdal

Sleðabrekkan í Hofstúninu. Takið eftir bröggunum í baksýn. Þessi mynd gæti verið tekin um það bil á árunum 1953-54