Kópavogsganga í mars 2007

Vegna veðurs og færðar var ákveðið að ganga í Kópavoginum að þessu sinni í stað þess að fara á Úlfarsfell sem var fyrsti kostur. Við hittumst við Salinn í Kópavogi og gengum þaðan niður að sjó á Kársnesinu og síðan út með nesinu til að skoða með eigin augum uppfyllingar Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi. Einnig varð fuglaskoðun úr þessari ferð. Við gengum hring um Kársnesið í ágætis gönguveðri, en við fengum að mestu þurrt á meðan á göngunni stóð. Eftir gönguna settumst við á kaffihús og nutum veitinga.
Mæting var góð og þeir sem ekki hafa komið áður voru Jón Elíasson og Sigrún Valtýsdóttir sem kom úr Stykkishólmi með son sinn.

Myndir tóku Guðrún Pálsdóttir og Eiríkur Þ. Einarsson