Gengið á Mosfell

Sunnudaginn 25. maí var gengið á Mosfell, en það hafði verið á dagskrá hjá skipuleggjendum lengi, en ekki orðið af þeirri ferð fyrr en nú. Sunnudagurinn var bjartur og fagur, og varla hægt að hugsa sér betri dag fyrir ferðina. Á Mosfelli tók á móti okkur presturinn, Jón Þorsteinsson og kona hans Sigríður Anna Þórðardóttir, en þau eru bæði norðanmenn reyndar á undan okkur. Á Mosfelli hittum við líka göngumenn úr 1971-árgangnum. Fyrir ferðina var rifjað upp frægt kvæði Einars Benediktssonar um Messuna á Mosfelli (Vogar) sem byrjar svo:

Ein saga er geymd og er minningamerk
um messu hjá gömlum sveitaklerk.
Hann sat á Mosfelli syðra.
Hann saup; en hann smaug um Satans garn.
Í sál bar hann trú, en dró kjólinn í skarn,

- einn herrans þjónn og eitt heimsins barn,
með hjarta sem kunni að iðra.

Vel var mætt í gönguna og eftir göngu var skroppið í kaffi í Mosfellsbakarí.

Myndirnar tóku Eiríkur og Guðrún Páls

Íslandsklukkan
Kirkjan á Mosfelli Presturinn á Mosfelli
Teitur, Sigríður Anna og Guðmundur Á toppnum
Gengið á Mosfell Hópurinn
Útsýn til vesturs
Ólafía
Hópurinn í lok göngu
Minninsmerki um Magnús Grímsson