Gengið um Reykjavík

Fyrir sunnudagurinn 27. apríl var ákveðið að bjóða út göngu dagsins og var tilboði Sigrúnar Valdimarsdóttur tekið og gengið um Reykjavík. Göngufólk hittist við Arnarhól kl. 14:00, gekk upp Skólavörðustíg, þaðan niður Njarðargötu og út í Skerjafjörð, eftir göngustígum Reykjavíkur meðfram ströndinni, upp Hofsvallagötu og niður Ægisgötu niður á Tryggvagötu og Sæbraut, upp Rauðarárstíg að Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíginn og endað í kaffi og kakó á Lækjarbrekku.
Eins og sjá má var góðmennt í göngunni að vanda þó nokkur andlit vanti. Göngumenn mættu þarna syni okkar gamla kennara (sumra a.m.k.), Árna Kristjánssonar, Jóni Árnasyni og frú. Annars skýra myndirnar sig sjálfar.
Þetta er sennilega fyrsta gangan innan borgarmarka sem MA-hópurinn hefur lagt upp í. Hafðu þökk Sigrún!!

Myndirnar tók Guðrún Pálsdóttir