Selvatn

Fyrsta göngferð haustsins var óvissuferð. Það var Sölvi sem leiddi okkur á vit ævintýranna – að sinni paradís, Selvatni, sem liggur skammt frá Nesjavallavegi. Gengið var frá hesthúsum við Sólheimakot  - um afar gróðursælt lækjargil - að vatninu. Ýmislegt er til trafala ef gengið er alveg á vatnsbakkanum svo gengið var yfir holtin sem umlykja vatnið að bústað þeirra Sölva og Magneu, þar sem móttökur voru að hætti höfðingja – nema hvað. Eins og sjá má af myndunum voru haustlitirnir sérlega fallegir þennan dag, enda veður þannig að litadýrðin naut sín. –  Frábær ferð í einu orði sagt – og hefur þegar verið tilnefnd til verðlauna í keppninni um fegurstu ferðina!! – Við þökkum Sölva og Magneu einstakar móttökur – Þau lengi lifi!
Fleiri myndir hér.

Myndir tók Guðrún Pálsdóttir