Staðarborg

Sunnudaginn 26. október var ekið sem leið lá að golfvellinum á Kálfatjörn á Reykjanesi. Ákveðið hafði verið að ganga að Staðarborg, fjárskjóli sem þar er í hrauninu stutt frá Kálfatjörn.

Það var góður hópur sem mætti í norðaustan garra og kulda sem reyndar gekk niður eftir því sedm leið á gönguna. Það var rösklega gengið enda ekki langur spölur að fara frá golfvellinum að Staðarborg. Hraunið þarna er nokkuð vel gróið og sóttist því ferðin vel. Stoppað far stuttlega í borginni, sagan rifjuð upp og tekið til nestis. Eftir stuttan stans var haldið til baka. Sagan um Staðarborgina birtist á vef Ferlis.

Myndirnar tók Eiríkur Þ. Einarsson

Gert 4. nóv. 2008