Þríhnúkar 2006

Í frábæru veðri mættu 14 manns í kvöldgöngu upp að Þríhnúkum í Gönguskörðum. Við hittumst við Rauðavatn og ókum svo sem leið lá upp í Bláfjöll. Af Bílastæði við Breiðabliksskála var síðan haldið af stað í átt að Þríhnúkum. Gangan tók ekki nema um eina klukkustund með stuttum stoppum við hellaskoðun. Gengið var á alla hnúkana þrjá og síðan niður á Bláfjallaveginn frá Hafnarfirði þar sem einn bíll hafði verið skilinn eftir til að ferja bílstjóra aftur í bílana við Breiðabliksskálann. Erfitt var slíta sig frá Frábæru útsýni og litaspili sólarinnar þegar hún settist. Svalt var í veðri en göngumenn gengu sér til hita.

Fleiri myndir úr ferðinni eru hér sem myndasýning (slide-show). Smellið á fyrstu myndina og síðan ör til hægri yfir miðri mynd og þá fer sýningin af stað. Til að stoppa er smellt á strikin tvö sem komu í stað örvarinnar.

Myndirnar eru teknar af Guðrúnu Pálsdóttur og Eiríki Þ. Einarssyni.

Tvær greinar um Þríhnúka eru hér:

1) Morgunbl. 4. jan. 2004
2) Náttúrufræðingurinn, 61:229-242.