Úlfarsfell

Nú var ákveðið að fara í fjallgöngu. Gréta valdi Úlfarsfellið þar sem það er mátulega langt frá Reykjavík, fjallgangan ekki erfið og göngutíminn mátulegur. Lagt var af stað frá bílastæði við fjallið og gengið upp sem leið liggur. Farið var á alla toppa. Þar sem við sátum og hvíldum gekk annar hópur að okkur og reyndist það vera útskriftarhópur frá MA árið 1968. Þarna urðu skemmtilegir endurfundir - en margir höfðu ekki sést síðan í menntaskóla.
Enginn nýr var með okkur en Didda og Andrés höfðu með sér barnabarn í bakpoka.

Myndir tóku Guðrún Pálsdóttir og Eiríkur Þ. Einarsson