Úlfarsfell

Sunnudaginn 25. apríl 2010 hittumst við í Úlfarsárdal og var ætlunin að ganga á Úlfarsfellið. Veður var skýjað og blés lítilsháttar, en ekki mjög kalt.

Mæting var frekar dræm sem má skrifa á það að skilaboð um gönguna voru send of seint út. Það er eingöngu ljósmyndaranum að kenna. En 10 manns og einn hundur mættu og gengu á fellið. Gangan tók um einn og hálfan tíma og var mjög hressandi eins og þessar morgungöngur eru venjulega.

Á myndirnar vantar Bryndísi konu Sigurðar Jónssonar.

Myndir tók Eiríkur Þ.

   
   
 
Gert 26.apríl 2010