Minnisvarðar á Austurlandi

Vilhjálmur Sigurbjörnsson
Vilhjálmur Sigurbjörnsson

Til minningar um Vilhjálm Sigurbjörnsson frá Gilsárteigi
sem lést af slysförum 28. okt. 1975.

Deyr fé
deyja frændur
deyr sjáfur hið sama
en orðstýr 
deyr aldrigi
hveim sér góðan getur.

Minnisvarðinn stendur á Fagradal þar sem Vihjálmur fórst í bílslysi

Vopnafjörður

Vopnafjörður
Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Blessuð sé minning þeirra.

Stendur á hafnarsvæðinu í Vopnafirði.

Á minnisvarðanum eru 5 plattar með nöfnum Vopnfirðinga sem hafa farist

Seyðisfjörður

Ingi T. Lárusson
Ingi T. Lárusson (1892-1946) tónskáld
Ingi Lár
Svanur ber
undir bringudúni
banasár.
– Það er ævintýrið
um Inga Lár.
Tærir berast
úr tjarnarsefi
tónar um fjöll.
– Heiðin töfrast
og hlustar öll.
Sumir kveðja
og síðan ekki
söguna meir.
– Aðrir með söng
er aldrei deyr.
[Þ.Vald.]
 

Frá austfirskum átthagafélögum vinum og aðstandendum 1976.

Minnisvarðinn stendur við Seyðisfjarðarkirkju.

Margrét Friðriksdóttir
Margrét Friðriksdóttir (1891-1971)

Minning

Þakka vinir
þöglum huga
leiðsögn liðinna ára.
Fylgdu önn hverri
andleg bita
Gengin til giftu spor.
[EHG]

Minnisvarðinn sendur í skrúðgarði við Seyðisfjarðarkirkju.

Margrét Friðriksdóttir fæddist á Akureyri hinn 14. nóvember 1891 og lést í Reykjavíkk 18. október 1971. 

Margrét var mjög mikilhæf kona. Hún var frábærum gáfum gædd og mjög vel menntuð. Til dæmis var tungumálakunnátta hennar sérstök. Fyrr á árum var það ekki svo að menn væru færir í mörgum tungumálum. Því var það. að egar Margrét kom til Seyðisfjarðar spurðist það fljótt að hún væri vel að sér í að minnsta kosti fjórum erlendum tun gumálum (ensku, dönsku, þýsku og frönsku). 

Margrét tók mikinn þátt í félagsmálum kvenna á Seyðisfirði og einnig í sambandi austfirskra kvenna. Þá tók hún einnig þátt í leikstarfdsemi í bænum. Allt þetta fór henni svo vel úr hendi sem best verður á kosið.

Eitt af aðaláhugamálum hennar var skógrækt. Hún var stofnandi Skógræktrfelags Seyðisfjarðar og formaður þess frá upphafi. Þá kom hún upp fallegum trjágörðum við heimili þeiorra hjóna á Seyðisfirði, enda hafði hún mjög góða alhliða þekkingu á þessu sviði. Varla var svo nefnd nokkur plöntu- eða trjátegund að hún ekki kynni á hen ni sklil og oftast latneska nafnið líka. 

Margrét Friðriksdóttir varf glæsileg kona. Framkoman var höfðingleg en jafnframt látlaus. Strax og menn byrjuðu tal við hana kom fram að hér fór menntuð kona og siðfáguð.

Maður ennar var Þorsteinn Gíslason, póst- og símamálastjóri á Seyðisfirði. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp kjördóttur.

(Úr minningargrein eftir Jónas Jónsson í Mbl. 27/10/71)

Snjóflóð
Snjóflóð

Minnisvarði um snjóflóð.

Veit ekkert um hann annað en að hann er gerður úr járni sem var í burðarvirki húss sem splundraðist í snjóflóði á Seyðisfirði

Fáskrúðsfjörður

Í minningu skipstapa dr. Charcot

Eftir Einar Jónsson myndhöggvara.

Gjöf frá Ríkisstjórn Íslands

Stendur á Fáskrúðsfirði

Annar minnisvarði um Charcot er í Straumfirði á Mýrum.