Minnisvarðar á Norðurlandi

Strandir

Hólmavík

Spánverjavígin
Spánverjavígin

Reist árið 2015 í minningu baskneskra hvalfangara, 31 talsins, sem drepnir voru árið 1615, “hverjir sín skip brutu í einum firði nærri Trékyllisvík fyrir ís og veður nóttina fyrir S. Mattheusmessu, 21. september, en síðan eftir það þá voru þeir afslegnir af stríðsfólki bóndans Ara Magnússonar í [Ögri], sem staddir voru fimm í Æðey en 13 á Sandeyri, en áður nokkru fyrri voru menn af öðrum tveimur bátum sama skips afslegnir í Dýrafirði, utan einn skyldi þar hafa afkomizt […]. Hlýði nú þeir sem vilja, en hinir gangi frá sem ekki girnast.”

(Jón lærði Guðmundsson: Sönn frásaga af spanskra manna skipbrotum og slagi).

Húnavatnssýslur

Hjaltabakki
Hjaltabakki

Kirkju er fyrst getið á Hjaltabakka um 1318 og var hér prestssetur um aldir.
Ný kirkja var vígð á Blönduósi 1895 og grafreitur árið 1900. Gamla kirkjan var þá rifin en sléttað yfir grafreitinn um miðja 20. öld.

Minnisvarðinn var reistur árið 2011 og stendur í túninu á Hjaltabakka þar sem gamla kirkjan og kirkjugarðurinn voru.

Landpóstar
Landpóstar
Minnisvarði um landpósta
Minnisvarðinn stendur við Staðarskála í Hrútafirði. Hann er eftir Grím Marinó Steindórsson og var afhjúpaður árið 1992, fyrst við gamla Staðarskála, en var fluttur þegar nýi Staðarskáli var opnaður.
Ásdís á Bjargi

Ásdís Bárðardóttir á Bjargi í Miðfirði

Lágmyndir eru eftir Halldór Pétursson.

Tilvitnanir í Grettissögu eru á lágmyndunum:

,,Nú fari þit synir mínir tveir, og mun ykkarr samdauði tegask, og má engi renna undan því sem honum er skapat. Mun ek hvárigan ykkar sjá sinni síðan. Látið nú eitt yfir ykkr ganga.”

,,Mundut síðr en sauðir, sýrar graps, fyri dýri. Komit es norðr af Njörðum nýtt skaup, á sjá hlaupa, ef styrviðir stæði, stála Freyr í eyju. Verit hefk lofs of lýði létt, ósjúkan Gretti.” 

,,Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin”

,,Sverð þetta átti Jökull föðurfaðir minn, ok inir fyrri Vatnsdælar, og var þeim sigrsælt. Vil ek nú gefa þér sverðit, og njót vel”

 

Minnisvarðinn stendur við Bjarg í Miðfirði

 

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940)
Hér fæddist Bríet Bjarnhéðinsdóttir 27. september 1856.
Stofnandi og fyrsti formaður Kvenréttindafélags Íslands
og brautryðjandi í kvennabaráttu á Íslandi.
Kvenréttindafélag Íslands.

 

Minnisvarðinn stendur við bæinn Haukagil í Vatnsdal

Einar, Friðrik og Guðmundur M. Björnssynir
Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu var stofnaður fyrir tilstilli bræðranna Einars, Friðriks og Guðmundar M. Björnssona.
Markmið sjóðsins er að rækta skóg í Húnavatnssýslum
… menning vex í skjóli nýrra skóga. Hannes Hafstein
 
Minnisvarðinn stendur í skógarlundi í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu
Ingimundur gamli

Til minningar um Ingimund gamla fyrsta landnámsmann Húnvetninga – 895-1995

Minnisvarðinn stendur við Hof í Vatnsdal

Hvammstangi - Vatnsnes

Minnisvarði
Sæfari

Öll eru gengin ævispor
dauði vill oss granda
mildur Drottinn minnstu vor
með tak þú vorn anda.

Agnar Jónsson Illugastöðum
17.3.1848 – 16.10.1875

 

Gefið af kvenfélagasambandinu og fleirum í Húnaþingi vestra til minningar um drukknaða sjómenn.

Hönnun og smíði: Árni Jóhannesson frá Syðri Þverá

Guðmundur Bergþórsson 1657
Guðmundur Bergþórsson (1657-1705)
Guðmundur Bergþórsson (1657-1705) rímnaskáld,
fæddur á Stöpum á Vatnsnesi.

Með þessum minnisvarða er minnst þeirra alþýðuskálda sem með rímnakveðskap sínum studdu drjúgt að áhuga almennings á skáldskap og fróðleik. Guðmundur Bergþórsson er góður fulltrúi þessa hóps sem mikilvirkasta rímnaskáld sinnar tíðar, en eftir hann hefur varðveist fjöldi rímna-flokka og kvæða um margvísleg efni.

Minnisvarðinn er reistur árið 2010 af þremur kvæðamannafélögum, Gefjunni á Akureyri, Iðunni í Reykjavík og Vatnsnesingi á Vatnsnesi, og á einnig að minna á að kvæðahefð hefur lengi verið við lýði á Vatnsnesi. Einn þekktasti kvæðamaður lands, Jón Lárusson (1873-1959) bjó að Hlíð á Vatnsnesi og margir merkir kvæðamenn og -konur sem teljast með brautryðjendum í Kvæðamannafélaginu Iðunni voru einmitt upprunnir á Vatnsnesi.

Páll Guðmundsson á Húsafelli hjó í steininn sem tekinn var í fjörunni hér fyrir neðan. Á skiltinu sést skrift Guðmundar Bergþórssonar á Olgeirs rímum Danska í handritinu ÍB 190 4to sem varðveitt er á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Minnisvarðinn stendur við Stapa á Vatnsnesi.

Lagaritun
Lagaritun

Á Breiðabólstað í Vesturhópi að Hafliða Mássonar voru fyrst skráð lög á Íslandi.

Lögmannafélag Íslands reisti minnisvarða þennan á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. 

Skagafjörður

Upplýsingar um minnisvarða í Skagafirði eru að nokkru leyti teknar úr riti sem tekið var saman af nemendum Varmahlíðarskóla í Skagafirði og heitir Minnisvarðar í Skagafirði og kom út árið 2005. Þar eru upplýsingar um 45 minnisvarða sem nemendur skólans tóku myndir af og rituðu upplýsingar um hvern og einn. Ritið er aðgengilegt á netinu.

Óslandshlíð
ÓslandshlíðByggð í Óslandshlíð
Átthagafélagið Geisli
 
Lifðu vel sveitin mín
lánið þér fagni.
Láti þér hamingjan
allt verða að gagni.
 
Á steininum eru taldir bæir í Óslandshlíð, á einni hlið þeir sem eru í byggð og aðra hlið þeir sem ekki eru lengur í byggð.

Steinninn stendur í Hlíðarlundi í Óslandshlíð.

Farskólar
Farskólar
Farskólar

“… Á stöku stað fléttaðist saman reglulegt barnaskólahald og farskólahald eins og hér í Óslandshlíð þar sem farskólahald hófst 1903 og lauk árið 1967 eftir að hafa staðið þar hvað lengst allrar farkennslu í landinu.
Fullyrða má að farkennslan markar fyrsta stóra framfarasporið í menntun fyrir alla alþýðu manna. Það er tæpast tilviljun að þessi þáttaskil haldist í hendur við upphaf mesta framfaraskeiðs þjóðarinnar í efnahagslegum skilningi og lokahnykkinn í sjáfstæðibaráttunni sem í hönd fór.
Saga farkennslu á Íslandi hefur ekki verið skráð með heillegum hætti. Hún skipar hins vegar mikilvægan sess í skólasögunni og alþýðumenntun þjóðarinnar.” [Úr texta á minnisvarða]

Menntamálaráðuneytið og Átthagafélag Óslandshlíðar stóðu að gerð þessa varða sumarið 2004 til að minnast og þakka allt hið merka og góða starf sem unnið var á þessum vettvangi.
 
Minnisvarðann afhjúpaði Páll Pétursson ráðherra 31. ágúst 2002. Hann stendur í Hlíðarlundi í Óslandshlíð. [Minnisvarðar í Skagafirði, 2005.]
Hofsós
Hofsós

Minnisvarði um drukknaða sjómenn.

Minnisvarðinn er reistur í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að mótorbáturinn Svanur SK fórst við Hofsós 9. nóvember 1959.
Með honum fórust;
Gísli V. Gíslason
Hafsteinn Friðriksson
Jón Friðriksson

Blessuð sé minning þeirra.

Minnisvarðinn stendur við höfnina á Hofsósi.

Ingibjög Jóhannsdóttir
Húsmæðraskóli á Löngumýri

Ingibjörg Jóhannsdóttir sendi minningarstein norður árið 1988 um stofnun Húsmæðraskólans á Löngumýri 1944. 

Steinninn stendur í garðinum á Löngumýri

Flugusteinn
Flugusteinninn

Steinn þessi er tekin þar sem áður var Brimnesskógur og er til minningar um hryssuna Flugu, sem er eina hrossið er nafngreint er í fornum heimildum og frá skýrt að flutt var til Íslands. Fluga stökk frá borði í Kolbeinsárósi og týndist í Brimnesskógi en Þórir dúfunef keypti í henni vonina og fann hana síðar og nefndi Flugu. Reyndist Fluga kostagripur, allra hrossa fljótust á skeiði, og hafði sigur í fyrstu kappreiðum er sögur fara af og þreyttar voru suður á Kili, milli Dúfunefsfells og Rjúpnafells. [Texti á steininum]

Steinninn stendur við Vallhólma í Skagafirði

Hóftunga
HóftungaHóftunga
Í landi Vindheima eru Vindheimamelar en þar hafa verið haldin mörg hestamót. Fyrir Landsmót hestamanna 1990 var plantað trjálundi. Var hann vígður og gefið nafn af þáverandi forseta Vigdísi Finnbogadóttur sem kom norður og setti landsmótið. Í þennan trjálund var settur minnisvarði um komu Vigdísar.
Minnismerki þetta má finna austan við aðalkeppnisvöllinn og er hann gjöf frá sunnlensku hestamannafélögunum.

Aðrir sem lagt hafa hönd að verki við þennan skógarlund: 
Kaupfélag Skagfirðinga; Sauðárkrókskaupstaður; Skógræktarfélag Íslands; Skógræktarsjóður Skagfirðinga; Bekaert International Trade, Belgia
[Minnisvarðar í Skagafirði, 2005]

Ófeigur
Ófeigur

Til minningar um stóðhestinn Ófeig 882 frá Flugumýri
Fæddur 1974 – dáinn 1999

Hann markaði djúp spor í íslenskri hrossarækt.

Minnisvarðinn er á hlaðinu á Flugumýri í Skagafirði

Stígandi
Stígandi

Reiðhestur Jóns Péturssonar frá Valadal
1911-1931.

Stígandi var undan grárri hryssu á Hofsstöðum árið 1911. Hann var taminn fimm vetra og var rólegur fyrsta árið, en sjö vetra gamall var hann orðinn svo viljugur að hann var aðeins fyrir fullvana reiðmenn. Hann var sjálfráður en þegar ,,saman fór vilji hans og húsbóndans lagði hann fram meiri kosti en flestir hestar samtíða” (Stígandi (1995), bls. 163).
Stígandi var felldur 21 vetrar gamall á Skiphóli og heygður þar. Skiphóll er skammt fyrir norðan Vindheimamela. Hestamannafélagið Stígandi sem stofnað var árið 1945 er nefnt eftir þessum eftirminnilega hvíta hesti. Flestir Skagfirðinar, sem einu sinni höfðu séð hann, geymdu hann í minni sínu löngu eftir að hann var felldur.

Hestur
Sauðkindin
Áður gaf það gæfu mesta
góða reka sauðahjörð.
Fólk með kindur hund og hesta
heldur niður Gönguskörð. 
(J.G.)

Sauðkindin hefur verið samofin landinu og búskaparsögu þjóðarinnar frá upphafi. Einn þáttur þessarar sögu, sem nú er aflagður, er rekstur á fjall að vori og í heimahaga að haustgöngum loknum.
Það er komið haust, göngum lokið og réttarstörf afstaðin. Safnið af Nesinu er rekið niður Skörðin gegnum Krókinn og er á leið austur Sandinn. Hann er léttstígur forystusauðurinn, sem rennur á undan síðasta spölinn í heimahagann eftir að hafa notið sumarsins á Skálahnúksdal og Tröllabotnum. 
Þetta er það sem var, nú aðeins minning þeirra, sem þarna voru þátttakendur.
Listaverkið er til að minnast þessa þáttar bænda í Hegranesi.
Steinninn er úr Miðmundaborg í landi Hellulands. Verkið er unnið af Einari Gíslasyni.
Lengi fyrna falinn auð
fósturland og saga
. (DS)
Ágúst 2005 [Texti á skildi]
 
Þessir minnisvarðar standi í Vallhólma, Skagafirði
Vegagerð
Minnisvarði um vegagerð

Hér störfuðu
Jörvi hf og Borgarverk hf
sumarið 1990
Gæfa fylgi góðfúsum vegfaranda

Steinninn stendur við vegamót Norðurlandsvegar og vegar á Kjálka, skammt frá Silfrastöðum.

Vegagerð
Minnisvarði um vegagerð

Bundið slitlag
Reykjavík – Akureyri
september 1994

Vegagerðin

Stendur á Öxnadalsheiði

Herselía Sveinsdóttir
Herselía Sveinsdóttir (1900-1983) frá  Mælifellsá
Herselía Sveinsdóttir frá Mælifellsá 1900-1983.
Skólastjóri í Lýtingsstaðahreppi 1942-1949 og Steinsstaðaskóla 1949-1965.
Minnisvarðinn var reistur af nemendum hennar 2002.

 

Minnisvarðinn stendur rétt ofan við gamla skólahúsið á Steinsstöðum

Ingibjörg Jóhannsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir (1905-1995); Björg Jóhannesdóttir (1899-1995)

Þessi trjálundur er gefinn til minnigar um 
Ingibjörgu Jóhannsdóttur, skólastjóra og
Björgu Jóhannesdóttur, kennara.

Frá nemendum Staðarfellsskóla 1943-44.

Lundurinn var gróðursettur við Löngumýri í Skagafirði
[Texti á steininum]

Ingibjörg Jóhannsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir (1905-1995) Björg Jóhannesdóttir (1899-1995)
Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri
Björg Jóhannesdóttir kennari
Með virðingu og þökk
Nemendur Löngumýrarskóla

 

Ingibjörg fæddist á Löngumýri 1. júní 1905. Hún sótti námskeið í Húsmæðraskólanum í Reykjavík, námskeið í garðyrkju og síðar fór hún í Kennaraskólann. Ingibjörg var skólastjóri á Staðarfelli 1937-1944. Björg Jóhannesdóttir kom að Staðarfelli sem kennari haustið 1940 og eftir það fylgdi hún Ingibjörgu og studdi á allan hátt. Ingibjörg stofnaði húsmæðraskólann á Löngumýri 1944 og var skólastjóri þar til ársins 1967. Björg kenndi allan þann tíma sem Ingibjörg var skólastjóri. [Minnisvarðar i Skagafirði 2005]

Minnisvarðinn stendur í garðinum á Löngumýri, Skagafirði

 

Jón Arason
Jón Arason
Jón Arason (1484-1550)
Turn Hólakirkju er minnisvarði um Jón Arason byskup á Hólum 1524-1550. Mósaik-verkið í turninum er eftir listamanninn Ferro sem síðar kallaði sig Erro (Guðmundur Guðmundsson)
Jón Arason (1484-1550)
Jón Arason var byskup á Hólum frá 1524 þar til hann var líflátinn í skálholti 1550.
Listaverkið er eftir Gunnfríði Jónsdóttur.

Verkið stendur skammt frá Hóladómkirkju
Sigurður Jónasson (1910-1978)
Sigurður Jóhannsson skógarvörður á Norðurlandi vestra 1947-1978.
Þakkir fyrir margháttuð störf til eflingar trjá- og skógræktar í umdæminu.
Þennan stein reistu Skógrækt ríkisins, Héraðsnefnd Skagfirðinga, Skógræktarfélag Skagfirðinga.

Þegar uppeldi plantna í Varmahlíð hófst á vegum skógræktarnefndar Skagafjarðarsýslu árið 1944 var Sigurður Jónasson ráðinn til að annast það. Fyrstu plönturnar voru afhentar árið 1947 en árið 1950 tók Sigurður við starfi skógarvarðar á Norðurlandi vestra þegar Skógræktin tók við landinu á Reykjarhóli og gróðrarstöðinni. Sigurður gegndi starfinu til dauðadags árið 1978. Hann getur með réttu kallast faðir skógræktar í Skagafirði. Honum tókst að þróa aðferðir í plöntuuppeldi í Varmahlíð og Laugabrekku við mjög erfiðar aðstæður svo að árangur varð smám saman góður. Hann færði hinum mörgu eigendum skógarreita í Skagafirði og Húnavatnssýslum trjáplöntur heim í hlað og leiðbeindi þeim með gróðursetningu. Aðferð hans til þess að hlífa trjáplöntunum við hinum mikla vexti snarrótarpunts var að gróðursetja þétt til að kæfa grasvöxtinn sem kallaði á grisjun skógarins síðar. Vegna þessa uxu upp hinir mörgu trjálundir við sveitabæi á svæðinu sem nú blasa við, auk skóganna á Reykjarhóli og Hólum í Hjaltadal. [https://www.skogur.is/is/thjodskogar/nordurland/reykjarholsskogur]
Víðivallabræður
Víðivallabræður

Dr. Pétur Pétursson, biskup, 1808-1891
Brynjólfur Pétursson, Fjölnismaður, 1810-1851
Jón Pétursson, háyfirdómari, 1812-1896
Varðann reistu ættingjar í minningu þeirra.

Minnisvarðinn stendur við Víðivelli í Skagafirði

Sauðárkrókur

Sauðá
Sauðá
Hér stóð bærinn Sauðá í Borgarhreppi
Þennan minnisvarða reistu afkomendur hjónanna
Christians Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur Hansen
sem voru hér ábúendur 1882-1940.

Eyjafjörður

Sauðárkot
SauðárkotSauðárkot
Síðustu ábúendur hér í Sauðárkoti þar til bærinn brann 1905
og lagðist í eyði, voru
Jórunn Magnúsdóttir, fædd 9.8.1881, dáin 29.12.1969 
Símon J. Jónsson, fæddur 28.7.1875, dáinn 14.6.1963.
Minnisvarða þennan reistu afkomendur þeirra hjóna árið 1987. [Texti á skildi].
Karlsá
Eyvindur Jónsson duggusmiður
Hér við naustin á Karlsá var mikil skipa- og bátasmíðastöð á 18. öld. Stærst og frægast var haffært skip með hollensku lagi. Yfirsmiður og eigandi var Eyvindur Jónsson duggusmiður, f. 1678, d. 1746. Duggan fórst við land í ofvirði 1717.
Meðan íslenskt flýtur far
og fornar sagnir geymst
afrek Duggu-Eyvindar
aldrei munu gleymast.
 

Minnisvarðinn stendur við Karlsá.

Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson (1807-1845)

Ungur var eg og ungir
austan um land á hausti
laufvindar blésu ljúfir,
lék eg mér þá að stráum.

Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar
annaðhvurt afturábak ellegar nokkuð á leið.

 

Brjóstmynd Jónasar gerði Kristinn E. Hrafnsson.

 

Minnisvarðinn stendur í Jónasarlundi við þjóðveg 1 í Öxnadal á móts við Hraun. Hann var afhjúpaður þann 28. júní 1997 af Halldóri Blöndal. [Dagur-Tíminn, 1.7.1997]

Látra-Björg
Látra-Björg (1716-1784)
Björg Einarsdóttir skáldkona er talin fædd í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd en fór með foreldrum sínum Margréti Björnsdóttur og Einari Sæmundssyni að Látrum á Látraströnd árið 1722. Foreldrarnir fluttu þaðan aftur þremur árum síðar en Björg varð eftir þá 9 ára. Á Látrum átti hún að líkindum heima fram um miðjan aldur og var því kennd við þann bæ. Á seinni hluta ævinnar gerðist hún förukona og flakkaði milli sveita. Hún lést á vergangi í Svarfaðardal í Móðuharðindunum 1784 og var jarðsett að Upsum.
Björg var alla tíð einhleyp. Hún var kona stórskorin og mikil vexti og þótti karlmannsígildi til allra verka. Hún sótti sjó frá Látrum á sínum yngri árum og kvað um sjósókn og um átök hafsins. Vísur Látra-Bjargar eru margar hverjar sérkennilegar, kraftmiklar og stundum kaldhæðnar. Snúast þær oftast um daglegt líf og baráttu manna við náttúruöflin. Eftir hana liggur fjöldi vísna um sveitir (t.d. Fnjóskadal, Fjörður, Melrakkasléttu o.fl.) þar sem hún ber lof á sumar en last á aðrar. Meðal þekktustu vísna Látra-Bjargar eru Fagurt er í Fjörðum þá frelsarinn gefur veður blítt. [Wikipedia].


Minnisvarðinn er eftir Sigurð Guðmundsson, myndhöggvara og var afhjúpaður árið 2016. Hann stendur í Stærra-Árskógi, Árskógsströnd.

In memory of
Flying Officer Arthur Kavhan Round, RAF
Pilot Officer Henry James Talbot, RAF
Flight Sergeant Keith Garrett, RAF
Flight Sergeant Reginald Albert Hopkins, RAF
who tragically died when their Fairy Battle aircraft P-2330 of 98 Sqn.
crashed near Akureyri, Iceland on the 26th May 1941.
This memorial was erected by members of RAF Mountain Rescue Service
during the recovery of the aircraft in August 2000.

Minnisvarðinn stendur á flugvellinum á Melgerðismelum í Eyjafirði.

Arthur G Wagstaff
Arthur Grant Wagstaff (1959-2015)
Arthur Grant Wagstaff, August 3rd 1959 – August 9th 2015
 Flugið er frelsið í hreinustu myndum
að fylgja eftir skýjum sem dansa með vindum.
 Að svífa og vagga, með stýrinu vinna
og vaxandi gleðina innra með finna.
 Frá vanda á jörðu sér vinda á flug
er vorið með hlýjunni fangar þinn hug.
 Og lenda svo aftur er líður á nóttu
laus við þær raunir, sem að þér sóttu.
 Ef mín endalok koma meðan á flugi ég er
á myrkri nóttu eða degi, hvert sem mig ber.

 Enga skalt vorkun né meðaumkun veita,
vitandi það að ég myndi engu breyta.
 Því dauðinn á endanum heimta mun alla
og frá fæðingu heyri ég flugið kalla.

Myndir af flugmanni
eftir Gary Claud Stoker
Þýðing: Vilhjálmur B. Bragason.

Ljóðið einnig á ensku á minnisvarðanum sem stendur á flugvellinum á Melgerðismelum í Eyjafirði.

Erlendur Árnason (1972-1990)
Erlendur Árnason
f. 26.5.1972 – d. 22.12.1990
Verð ég varfleygur
er vinir þverra.
 
Minnisvarðinn stendur á flugvellinum á Melgerðismelum í Eyjafirði

Siglufjörður

Gústi guðsmaður
Gústi guðsmaður
Ágúst Gíslason 1897-1985 sjómaður og kristniboði.
Hann var alþýðuhetja og mikill mannvinur sem gaf allt sitt aflafé til fátækra barna víða um heim,
Gústi lifði eftir orðum Krists: Sælla er að gefa en þiggja.

Gústi gerði út bátinn Sigurvin SI 16 í kompaníi við Guð almáttugan. Báturinn er nú á Síldarminjasafninu á Siglufirði.
Minnisvarðinn, sem Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari gerði, strendur á Ráðhústorginu á Siglufirði þar sem Gústi var vanur að predika.

Bjarni Þorsteinsson
Bjarni Þorsteinsson
Minningamörk á leiði sr. Bjarna Þorsteinssonar og konu hans Sigríðar Lárusdóttur í Hvanneyrarkirkjugarði
Bjarni Þorsteinsson (1861-1938)
Bjarni Þorsteinsson 1861-1938
prestur, þjóðlagasafnari, heiðursborgari Siglufjarðar

Við lok þjóðlaga­hátíðar á Sigluf­irði árið 2013 var vígður minn­is­varði um séra Bjarna Þor­steins­son, tón­skáld og heiðurs­borg­ara Siglu­fjarðar. Um leið var vígt svo­nefnt Bjarna­torg, skreytt ís­lensku stuðlabergi. Minn­is­varðinn stend­ur fyr­ir fram­an Siglu­fjarðar­kirkju.

Minn­is­varðann  gerði listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir, en torgið hannaði Fanney Hauksdóttir arkitekt, Steinverkið gerði Þór Sigmundsson steinsmiður. Minnisvarðinn og Bjarna­torgið voru af­hjúpuð af gef­end­um verk­anna. Þeir eru Arnold Bjarna­son, afa­barn séra Bjarna, sem gaf mynda­stytt­una, og Sigl­f­irðing­ur­inn Páll Samú­els­son sem gaf efni og vinnu við torgið.

Meðal gesta við at­höfn­ina voru Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is- og þjóðmenn­ing­ar­ráðherra, tengda­son­ur Páls Samú­els­son­ar, gef­anda Bjarna­torgs, og Sigl­f­irðing­ur­inn Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Við at­höfn­ina lék Sig­urður Hlöðvers­son, formaður sókn­ar­nefnd­ar, lagið Blessuð sértu sveit­in mín á trom­pet úr kirkjut­urni Siglu­fjarðar­kirkju. Síðar verður lagið Ég vil elska mitt land sungið af viðstödd­um en bæði lög­in eru eft­ir séra Bjarna.

Séra Vig­fús Þór Árna­son, fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur Sigl­f­irðinga, flutti ávarp um Bjarna og áhrif hans á ís­lenska menn­ingu. Séra Sig­urður Ægis­son, sókn­ar­prest­ur Sigl­f­irðinga, bless­aði mann­virk­in. [Mbl. 5.7.2013]

Siglufjörður
Lífsbjörg

Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Siglufirði
Afhjúpaður 5. júní 1988

Minnisvarðann gerði Ragnar Kjartansson

Ólafsfjörður

Ólafsfjörður
Minnisvarði um drukknaða

Minnisvarði drukknaðra sjómanna á Ólafsfirði 

Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa.

Lágmyndin á minnisvarðanum er eftir Ríkarð Jónsson

Minnisvarði
Minnisvarði

Sjá, ég hef rist þig í lófa mína.

Jesaja, 49.16a

Þessi minnisvarði stendur í kirkjugarðinum á Ólafsfirði.

“Markmiðið er ekki að losna algjörlega við áhyggjur heldur að hafa góða kjölfestu og rétta stefna. Þá bíta ekki áhyggjurnar á mann og setja mann ekki úr skorðum í lífinu. Áhyggjurnar verða viðráðanlegar ef við erum viss um það að bjargið sem líf okkar hvílir á hreyfist ekki.” [kirkjan.is]

Norrænt samstarf
Norrænt samstarf
Detta ankera är en gåva från Olafsfordurs vänorter i Norden
– Borre i Norge – Hilleröd i Danmark – Karlskrona i Sverige
– Lovisa i Finland –
Det är en symbol för trygghet, säkerhet och vänskap.
(Síðasta línan ólæsileg)
 
Reist 1991? og stendur í mynni Ólafsfjarðar

Dalvík - Svarfaðardalur

Dalvík
Minnismerki um drukknaða
Minnismerki um drukknaða sjómenn frá Dalvík og Svarfaðardal
Það er eins og Ísland bendi
yfir vík og fjörð:
sjómannslíf í herrans hendi
helgast fósturjörð. 
 
Minnisvarðinn er eftir Jónas Jakobsson og stendur í kirkjugarðinum á Dalvík
Nýibær Dalvík

Í minningu hjónanna í Nýjabæ
Rósu Þorsteinsdóttur, f. 12.7.1856, d. 29.3.1928 og Jón Stefánssonar, f. 21.8.1859, d.18.3.1935
frumbyggja Dalvíkur, en hér hófu þau búsetu á vordögum 1887 

…allt, sem grær, ber merki fornra minja.
Hvert moldarfræ er vöxtur tveggja kynja.
Og sami réttur er þeim báðum borinn.
Frá barnsins vöggu liggja ævisporin,
að myrkri gröf, sem eilíft vakir yfir.
Við yrkjum sömu jörð – og stofninn lifir.

Minnisvarðann reistu niðjar þeirra, sumarið 1983.

Friðrik Friðriksson
Friðrik Friðriksson (1868-1961)
Séra Friðrik Friðriksson,
æskulýðsleiðtogi og stofnandi KFUM og KFUK,
fæddist hér að Hálsi í Svarfaðardal 25. maí 1868.
Hann lést í Reykjavík 9. mars 1961.
Ó, kallaðu á æskuna, kærleikans andi,
að koma nú skjótt
til Jesú, að frelsist hér lýður í landi
og lifni vð drótt …

Lágmyndina gerði Jónas S. Jakobsson, myndhöggvari.
Minnisvarðann reistu nokkrir áhugamenn til minningar um sr. Friðrik Friðriksson árið 1955. Minnisvarðinn stendur við Háls í Svarfaðardal.

Hörgársveit

Jón Sveinsson Nonni
Jón Sveinsson Nonni 

Pater Jón Sveinsson Nonni
fæddur á Möðruvöllum 16.11.1857
dáinn í Köln 16.10.1944

Minnisvarðinn stendur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Akureyri

Ármann Dalmannsson
Ármann Dalmannsson (1894-1978)
Í minningu Ármanns Dalmannssonar
skógarvarðar sem hóf hér skógrækt árið 1947.

 

Minnisvarðinn stendur í Kjarnaskógi

Jón Sveinsson Nonni (1857-1944

Jón Sveinsson Nonni 
Íslenskur Jesúaítaprestur og höfundur Nonnabókanna.

Íslensk listakona, Nína Sæmundsson (1892-1965) gerði þessa styttu 1958.

Zontaklúbbur Akureyrar lét reisa styttuna við Nonnahús honum til heiðurs.

Káinn
Kristján Níels Júlíus Jónsson – Káinn (1859-1936)

Káinn
Kristján Níels Júlíus Jónsson 
Fæddur á Akureyri 7. apríl 1859
Dáinn í Mountain, Norður-Dakota 25, október 1936.

Kæra foldin, kennd við snjó,
hvað ég feginn yrði,
mætti hldið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.

Miðvikudaginn 25. október 2017, sem er dánardagur skáldsins Kristjáns Níelsar Júlíusar Jónssonar eða KÁINS, var minnismerki um hann vígt í innbænum á Akueyri, skammt sunnan Minjasafnsins á Akureyri.
,,Icelandic Roots, The Icelandic Communities Association of NE North-Dakota og aðrir velunnarar Káins vestan hafs létu gera afsteypu af lágmynd sem prýðir minnismerki um skáldið í Norður-Dakota og færðu Akureyringum að gjöf. Lágmyndin hefur verið felld í stuðlabergsdranga sem myndar nýja minnismerkið.” [kaffid.is]
Akureyri
Minnisvarði um flugslys

Til minningar um
Pál Steindór Steindórsson, f. 3. des. 1966 og
Pétur Róbert Tryggvason f. 14. nóv. 1977Minnisvarðarsem fórust með sjúkraflugvélinni TF-MYX
þann 5. ágúst 2013.

Minningar um dáðadrengi munu ætíð lifa

Minnisvarðinn stendur á svæði Bílaklúbbs Akureyrar

Minnisvarði um félaga

Núna eru okkur allir vegir færir
Til minningar um látna félaga Bílaklúbbs Akureyrar.

Reist af félögum Bílaklúbbs Akureyrar 5.8.2016

Minnisvarðinn stendur á svæði Bílaklúbbs Akureyrar

Grímsey

Orbis et Globus

Heimskautsbaugur. Á mörgum stöðum er valið að staðsetja tákn um heimskautsbauginn við 66°33’N. Á Grímsey er táknið “Brúin og vegpresturinn” við 66°33,3’N, rétt norðan við gistiheimilið Bása sem er við flugstöðina og nýja táknið (2017) Hringur og kúla / Orbis et Globus við norðurenda eyjarinnar við 66°33,916’N.

Þetta verk heitir Hringur og kúla (Orbis et globus) og var endanlega staðsett á heimskautsbaugnum í Grímsey. Á þessari mynd er verkið ekki á endanlegum stað, heldur þar sem það var skilið eftir þegar það var flutt í eyjuna 2017. Verkið er eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda.

 

Heimskautsbaugur
Brúin og vegpresturinn

Heimskautsbaugurinn á Grímsey.
Þessi heimskautsbaugur er við flugvöllinn í Grímsey og er heimsóttur af nánast öllumj sem heimsækja Grímsey.

Þingeyjarsýslur

Einar Benediktsson (1864-
Einar Benediktsson skáld
“Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar”
“Mín léttustu spor eru grafir í þína sanda”

Vangamynd af Einari á minnisvarðanum er eftir Ríkarð Jónsson
Jóhann Björnsson á Húsavík sagði fyrir um gerð minnisvarðans sem var reistur árið 1972 í túnfætinum á Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem skáldið ólst upp og bjó fram á þrítugsaldur.
Hjálmar R. Bárðarson
Hjálmar R. BárðarsonHjálmar R. Bárðarson (1918-2009) Else Sörensen Bárðarson (1920-2008)

Til minningar um
Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009)
Else Sörensen Bárðarson (1920-2008)

Með virðingu og þakklæti fyrir gjöf til landgræsluskógræktar.
Landgræslusjóður 2011

Minnisvarðinn stendur fyrir framan Ásbyrgi

Jóhann Sigurjónsson
Jóhann Sigurjónsson (1880-1919)
Jóhann Sigurjónsson skáld 19.6.1880-30.8.1919.
Á hvítum hestum hleyptum við 
upp á bláan himinbogann
og lékum að gylltum hnöttum


Lágmynd á minnisvarðanum gerði Ríkarður Jónsson myndhöggvari en Einar Hákonarson gerði minnisvarðann sem stendur við Heiðarendann á nesi því er skilur að Laxá og Reykjakvísl við Laxamýri. Minnisvarðinn var afhjúpaður með athöfn 17. júní 1980.

Sigvaldi E. Sigurgeirsson
Sigurlaug Jósefsdóttir (1874-1959) – Sigvaldi E. Sigurgeirsson (1871-1922)
Minningarreitur um hjónin 
Sigurlaugu Jósefsdóttur f. 131.2.1874 d. 20.11.1959 og 
Sigvalda E. Sigurgeirsson f. 3.7.1871 d. 7.10.1922
Reistur 1999 að tilhlutan Sigurðar Óskas Sigvaldasonar

Sigurlaug og Sigvaldi fluttu að Gilsbakka vorið 1901 og bluggu þar til æviloka. 
Gilsbakki hefur síðan verið í ábúð afkomenda þeirra hjóna.
Börn þeirra voru:
Benjamín, f. 1895; Sigurður, f. 1897; Friðgeir, f. 1899; Sigrún, f. 1900; Halldór f. 1902;
Ástríður f. 1904; Kristín f. 1906; Sigurður Óskar, f. 1908; Rakel, f. 1910; Guðný Ingibjörg f. 1911; Sesselja f. 1913; Guðbjörg f. 1915. Fósturdóttir: Margrét f. 1923.
Skúli Magnússon (1711-1794)
Skúli Magnússon landfógeti
fæddist í Keldunesi 12.12.1711
 

Minnisvarðinn stendur við félagsheimilið Skúlagarð

Ljósvetningagoði
Þorgeir Ljósvetningagoði
“En nú þykir mér það ráð, að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.”
Með þessa fornu lögspeki að leiðarljósi vann Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson það afrek að miðla málum þegar stefndi í átök milli heiðinna manna og kristinna á Alþingi árið 1000.
 

Minnisvarðann lét Lögmannafélag Íslands reisa árið 1997 til minningar um Þorgeir Ljósvetningagoða og afrek hans. 

Minnisvarðinn stendur við Goðafoss.

Laugar

Ljóðið við rokkinn
Halldóra Sigurjónsdóttir (1905-1994)
Til minningar um ævistarf Halldóru Sigurjónsdóttur 1905-1994, sem var kennari við 
Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum 1930-1966 og jafnframt skólastjóri frá 1946.
Frá Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga, Menningarsjóði þingeyskra kvenna,
samstarfsfólki og nemendum.
Verkið gerði Ásmundnur Sveinsson 1893-1982): Ljóðið við rokkinn.
 
Minnisvarðinn stendur við Laugaskóla.
Minningarlundur
Minningarlundur á Laugum

Þennan lund gerðu Laugamenn árg. 1970 
til minningar um
Þórólf Arnkelsson, f. 14.2.1952 d. 1.8.1971
Tryggva Ingason, 18.10.1953 d. 1.8.1984
Hilmar Hermóðsson, f.  30.8.1953 d. 1.6.1999

Lundurinn er sunnan við Laugaskóla.

Laxárdalur

Hulda skáldkona
Hulda skáldkona (1881-1946)
Hulda Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, fædd á Auðnum 1881
Aldarminning 6. ágúst 1981.
 
Gefðu mér lind og lítinn fugl
sem ljóðar um Drottins frið,
á meðan sólin á morgni rís
við mjúkan elfarnið.
 
Kyrrlátann dal með reyr og runn,
rætur og mold og sand
sólheita steina ber og barr
 – blessað ósnortið land. 
 

Með virðingu og þökk
Kv. S.Þ.

Minnisvarðinn stendur í Huldulundi við Auðnir í Laxárdal.

Jón J. Víðis
Jón J. Víðis (1894-1975)
Jón J. Víðis fæddist á Þverá 1894. Lést 1975.
Hann var ættarhöfðingi.
Hann mældi hafnir, bæi og vegi um land allt.
Hann teiknaði útsýnisskífur og hús.
Reist af frændfólki, Ingólfsbræðrum og Vegagerðinni 2009.

Stendur við fæðingarstað hans,  Þverá í Laxárdal

Húsavík

StrandfuglarSigurjón Ármannsson (1896-1958)

Strandfuglar

Eftir Sigurjón Pálsson
Tileinkað afa hans, Sigurjóni Ármannssyni (1896-1958)
kennara og bæjargjaldkera á Húsavík
 
Reist 2015 á bökkunum fyrir framan Húsavíkurkirkju
Geimfarar
Apollo Astronaut training 1965 & 1967
Apollo Astronaut training in Iceland 1965 & 1967
Geology field trips 1965 &1967.
William Anders
Neil Armstrong
… and 30 others
 
Æfingar Apollo geimfara á Íslandi 
Jarðfræðiferðir 1965 og 1967
 
Minnisvarðinn sendur norðan hafnarinnar á Húsavík.

Mývatnssveit

Miðkvíslarstífla
Miðkvíslarstífla
Miðkvíslarstífla
reist 1960.
Heimamenn sprengdu stífluna 25. ágúst 1970 til að mótmæla stórvirkjun við Brúar.
Tímamót i náttúruvernd á Íslandi.
 
Stendur við Miðkvísl Laxár.
Reykjahlíð
Búsetuafmæli Einarsættar 1995
Innkomnir í Reykjahlíð 1895 frá Svartárkoti
Hjónin 
Einar Friðriksson 55 ára
Guðrún Jónsdóttir 49 ára
Börn þeirra:
Jón Frímann 24 ára, Illugi Arinbjörn 22 ára, Guðrún Friðrika 19 ára, Ingólfur Ísfeld 16 ára, Þuríður 12 ára, Sigurður 11 ára, Anna Sigríður 8 ára, María 6 ára, Jónas 4 ára, 
Vinnufólk:
Björg Júlíana Friðriksdóttir 47 ára, Gerður Jónsdóttir 12 ára, Guðfinna Þorláksdóttir 26 ára, Sigurður Jónsson 20 ára.
 

Minnisvarðinn stendur á bökkum Mývatns við Reykjahlíð

Til minningar um 

Böðvar Björgvinsson, fæddur 1942, starfsmaður Símans,
Jón Kjartansson, fæddur 1945, starfsmaður Símans,
Sigurgeir Stefánsson, fæddur 1962, starfsmaður Kísiliðjunnar
sem drukknuðu í Mývatni við lagningu ljósleiðara þann 26. október 1999.
Blessuð sé minning þeirra.

Reist af Félagi íslenskra símamanna og Rafiðnaðarsambandi Íslands 2003.

Minnisvarðinn stendur við Mývatn norðanvert.

Böðvar Jónsson
Böðvar Jónsson frá Gautlöndum (1925-2009)

Því get ég kvatt mín fögru föðurtún
án geigs og trega, þegar yfir líkur,
að hugur leitar hærra fjallsins brún,
og heitur blærinn vanga mina strýkur.

Í lofti blika ljóssins helgu vé
og lýsa mér og vinum mínum öllum.
Um himindjúpin horfi ég og sé,
að hillir uppi land með hvítum fjöllum.
Davíð Stefánsson

Minnisvarðinn stendur uppi á Sandfelli í Mývatnssveit

Kópasker - Melrakkaslétta - Þistilfjörður

Björn Kristjánsson
Björn Kristjánsson (1880-1973) 

Björn Kristjánsson kaupfélagsstjóri KNÞ 1916-1946 og Rannveig Gunnarsdóttir
byggðu Útskála 1934.
Þau voru önnur fjölskyldan sem settist að á Kópaskeri og bjuggu þar 1918 til 1957.

Minnisvarðinn stendur við Útskála á Kópaskeri

Hvammur Þistilfirði
Jóhanna Sigfúsdóttir (1881-1925)  Aðalsteinn Jónasson (1875-1958)
Jóhanna Sigfúsdóttir, f. 20.5.1881, d.22.6.1925
Aðalsteinn Jónasson, f. 21.6.1875, d. 4.5.1958

Niðjar

Steinninn stendur á Krummahól þar sem gamli bærinn í Hvammi stóð og var minnisvarðinn afhjúpaður á ættarmóti árið 1980.

Langanesbyggð

Arnljótur Ólafsson
Arnljótr Ólafsson (1823-1904)
Arnljótr Ólafsson prestur og rithöfundur
fæddur 21-11-823, dáinn 29-10-1904.
Þ. Hólmfríður Þorsteinsdóttir kona hans.
fædd 22-10-1839, dáin 8-3-1904.
 
Minnisvarðinn stendur við Sauðaneskirkju
Kristján frá Djúpalæk (1926-1994)

Kristján Einarsson frá Djúpalæk, f. 16.7.1916, d. 15.4.1994 

Minnisvarðinn stendur við Djúpalæk þar sem Kristján ólst upp. Bærinn er nú í eyði.
Drangarnir þrír tákna fegurð, gleði og frið, sem eru lokaorðin í kvæðinu Mitt faðirvor sem er á einum steinanna.
 

Mitt Faðirvor

Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda
sé vilja beitt.


Þar einn leit naktar auðnir
sér annar blómaskrúð.
Það vex sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt
og búast við því besta
þó blási kalt.

Þó örlog öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður –
mitt Faðirvor.

Strengir

Steinarnir eru strengir,
strengina vatnið knýr.
Gaman það væri’ að vita
hvað í vatnsins huga býr.

Hvaðan skyldi það koma
hvert er heitið þess ferð!
Síðan á öldum söngsins
samferða því ég verð.

Lyngið á líka strengi,
leikur blærinn á þá
söngva sorgar og gleði
er í sálum kveikja þrá.

Vorljóð draums og vonar
veröldin syngur öll.
Berast vil ég með’ blænum
burt yfir hæstu fjöll.

Flugvél
Minningarskjöldur
Russell W. Sims, jr. 

CDR. – USN
On July 25, 1969 command pilot Commander Russell W. Sims, Jr., and co-pilot Lt. Daniel A. Blycker, crash landed this United States Navy R$D-6 cargo aircraft on a supply mission in support of the US Air Force 667 Aircraft Control and Warning Squadron located at the Langanes Air Station. The plane remains at the original site of the crash and the former Þórshöfn runway.

Skjöldurinn er inni í flugvélinni, sem er enn á gamla flugvellinum á Þórshöfn og skýlir nú hestum.

Enskir menn
Krosshæð

Hér hvíla 11 enskir menn

Sagt er að þeir hafi verið enskir skipbrotsmenn sem ekki náðu til byggða.

Engelskagjá er í sjávarbjarginu við Font á Langanesi. Mannskæð sjóslys hafa orðið við Font í gegnum tíðina en Engelskagjá dregur nafn sitt af einu slíku. Enskt skip með 12 manna áhöfn er sagt hafa strandað við bjargið snemma á 18. öld og náði áhöfnin að klifra upp gjána. Skipstjórinn lifði einn af en hinir mennirnir eru sagðir hafa örmagnast og látið lífið. Stór hvítur kross sem hefur verið endurnýjaður í gegnum tíðina stendur enn í dag til minningar um mennina. 

Krossinn er á Krosshæð milli Skoruvíkur og Skála þar sem líkin eru talin grafin. [Texti á heimasíðu Langanesbyggðar].

Minnisvarði um norska sjómenn
Disse nordmenn omkom ved Langanes da
d/s “Frithjof” av Tromsö forliste
5. oktober 1907.

Á steininum eru nöfn þeirra sem fórust með skipinu. Einn lifði af.

Þessi minnisvarði stendur í Sauðaneskirkjugarði á Langanesi.