Minnisvarðar í Reykjavík og nágrenni

Agnar Lúðvíksson (1918-2013)
Agnar Lúðvíksson

 

Knattspyrnufélagið Víkingur

Til minningar um Agnar Lúðvíksson
Heiðursfélaga og velgjörðarmann
1918-2013.
 
Reist 24.4.2014. Myndin er tekin við afhjúpun skjaldarins sem festur var á stúku knattspyrnuvallarins í Víkinni. Björn Einarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings og Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs Víkings afhjúpuðu skjöldinn.
Agnar Lúðvíksson
Agner F. Kofoed-Hansen (1869-1957)
Agnar F. Koefod-Hansen
_MG_7939-e

 

Agner F. Kofoed-Hansen (1869-1957)

Skógræktarstjóri 1908-1935
Brautryðjandi í verndun og ræktun birkiskóga og sandgræðslu á Íslandi.

Kjörorð A.F. Kofoed-Hansen í upphafi starfs voru:
“Verndaðu vel og rétt kjarrið sem til er og það mun þroskast og verða skógur meðan þú sefur”.

Minnisvarði reistur 2014 af Skógræktarfélagi Reykjavíkur ásamt Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Skógræktarfélagi Íslands.

Minnisvarðinn er í Heiðmörk.

Agner Koefod-Hansen
Albert Guðmundsson (1923-1994)
Albert Guðmundsson

 

Til minningar um
Albert Guðmundsson

fyrsta íslenska atvinnumanninn í knattspyrnu.

 

Styttan, sem er eftir Helga Gíslason myndhöggvara, stendur framan við Íþróttaleikvanginn í Laugardal, aðalstöðvar KSÍ. Hún var afhjúpuð árið 2010 af Albert Guðmundssyni, barnabarni Alberts.

Bjarni Benediktsson (1908-1970)
Bjarni Benediktsson


Bjarni Benediktsson

formaður Sjálfstæðisflokksins 1961-1970

Fæddur í Reykjavík 30. apríl 1908, dáinn 10. júlí 1970. 
Prófessor í lögum við Háskóla Íslands 1932–1940. Borgarstjóri í Reykjavík 1940–1947. Skipaður 4. febrúar 1947 utanríkis- og dómsmálaráðherra, fór einnig með verslunarmál, lausn 2. nóvember 1949, en gegndi störfum til 6. desember. Skipaður 6. desember 1949 utanríkis-, dóms- og menntamálaráðherra, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður 14. mars 1950 utanríkis- og dómsmálaráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður sama dag dóms- og menntamálaráðherra, lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júlí. Ritstjóri Morgunblaðsins 1956–1959. Skipaður 20. nóvember 1959 dóms-, kirkju-, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra, leystur frá þeim störfum 8. september 1961 frá 14. september til 31. desember að telja og jafnframt falið að gegna störfum forsætisráðherra þann tíma, tók við fyrri störfum 1. janúar 1962, lausn 14. nóvember 1963. Skipaður sama dag forsætisráðherra og gegndi því starfi til æviloka.

Var í bæjarstjórn Reykjavíkur 1934–1942 og 1946–1949. Átti sæti í útvarpsráði 1934–1935. Endurskoðandi byggingarsjóðs 1935–1946. Skipaður 1939 í nefnd til þess að endurskoða framfærslulögin. Formaður nýbyggingarsjóðsnefndar 1941– 1944. Átti sæti í milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu 1942–1947 og síðar formaður í annarri stjórnarskrárnefnd. Skipaður 1943 í skipulagsnefnd bygginga við Lækjargötu. Í skilnaðarnefnd 1944. Formaður Landsmálafélagsins Varðar 1945–1946. Var í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 1952–1964, í stjórn Eimskipafélags Íslands (varaformaður) 1954–1964, í stjórn Árvakurs frá 1955 og stjórnarformaður Almenna bókafélagsins frá stofnun þess 1955 til æviloka. Átti sæti í Norðurlandaráði 1957–1959. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1961–1970, var í miðstjórn flokksins frá 1936. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1946.

Alþingismaður Reykvíkinga 1942–1946 og 1949–1970, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1946–1949 (Sjálfstæðisflokkur).

Utanríkis- og dómsmálaráðherra 1947–1949 og 1950–1953, utanríkis-, dóms- og menntamálaráðherra 1949–1950, dóms- og menntamálaráðherra 1953–1956, dóms-, kirkju-, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra 1959–1961 og 1962–1963, forsætisráðherra 1961 og 1963–1970.

Forseti sameinaðs þings 1959. 2. varaforseti sameinaðs þings 1942–1943. [Alþ.]

Séra Bjarni Jónsson (1881-1965)
Bjarni Jónsson


Séra Bjarni Jónsson

dr. Theol. – Vígslubiskup
dómkirkjuprestur 1910-1951
heiðursborgari Reykjavíkur

Bjarni Jónsson ( 21. október 1881 – 19. nóvember 1965) var prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og vígslubiskup. Bjarni var í framboði til embættis forseta Íslands árið 1952.

Bjarni lauk  stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1902 og lauk embættisprófi í guðfræði árið 1907 frá Kaupmannahafnarháskóla. Samhliða námi kenndi Bjarni við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík. Haustið 1907 varð hann skólastjóri Barnaskólans á Ísafirði. Hann varð prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík árið 1910, var prófastur í Kjarlarnesprófastsdæmi 1932-1938 og dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi frá 1945-1951. Hann varð vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi forna frá 1937 og til æviloka. Starfsferill Bjarna var langur og hann var starfandi prestur og vígslubiskup í rúmlega hálfa öld. Hann varð heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands árið 1941 og hlaut ýmsar orður og heiðursmerki m.a. stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu og hina dönsku Dannebrogsorðu. Bjarni var heiðursfélagi í fjölda félaga og árið 1961 varð hann heiðursborgari Reykjavíkurborgar en Bjarni þótti með þekktari borgurum Reykjavíkur og vakti athygli vegfarenda þegar hann gekk hempuklæddur milli Dómkirkjunnar og heimilis síns að Lækjargötu 12b.

Árið 1952 gafst íslenskum kjósendum í fyrsta sinn færi á því að kjósa sér forseta en fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson var þingkjörinn árið 1944 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1945 og 1949. Þrír frambjóðendur gáfu kost á sér Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Jónsson og Gísli Sveinsson forseti sameinaðs þings. Kosningarnar voru afar pólitískar og naut Bjarni stuðnings framsóknar- og sjálfstæðisfólks en vinstra fólk, einkum alþýðuflokksfólk studdi Ásgeir. Bjarni naut stuðnings Morgunblaðsins, málgagns Sjálfstæðisflokksins og á kjördag hvatti blaðið til þess í forsíðufrétt sinni að kjósendur myndu sameinast um Bjarna og sagði að „allir þjóðhollir Íslendingar kjósa séra Bjarna Jónsson.“ Niðurstaða kosninganna varð sú að Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti með 48,3% atkvæða en Bjarni hlaut 45,5,%. Þriðji frambjóðandinn Gísli Sveinsson hlaut 6,2% atkvæða. [Wikipedia]

Minnisvarðinn sendur við Dómkirkjuna í Redykjavík og er eftir Sigurjón Ólafsson

_MG_0353-e
Björg C. Þorláksson (1874-1943)

Björg C. Þorláksson (1874-1934)

Dr.Phil. frá Sorbonne háskóla París 17. júní 1926.

Maður lærðu að skapa sjálfan þig.

Brjóstmyndin er eftir Ásmund Sveinsson gerð í París 1928.
Minnisvarðinn var reistur að frumkvæði áhugamanna og stendur við Odda, hús félagsvísindadeildar Háskóla Íslands

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) 
Bríet Bjarhéðinsdóttir


Bríetarbrekka
(2007)

Minningarreitur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu 1856-1940.
Í hringnum í plötunni eru eru þessar línur:
,,Stígðu ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði, yfir geiminn yfir græði, allan heiminn skoða í næði”
 
Verkið er eftir Ólöfu Nordal myndlistakonu og stendur á lóð Þingholtsstrætis 7 í Reykjavík.
Einar Benediktsson (1864-1940)
Einar Benediktsson

Einar Benediktsson
skáld

Listaverkið er eftir Einar Jónsson og stendur við Höfða í Reykjavík

Einar G. E. Sæmundsen (1917-1969)
Einar G. E. Sæmundsen

Þennan stein reistu skógræktarmenn og hestamenn 1971
til minningar um Einar G. E. Sæmundsen.
 

Steinninn stendur í Heiðmörk

Eiríkur Hjartarson (1885-1981)
Eiríkur Hjartarson

Eiríkur Hjartarson
hóf hér trjárækt 1929.

Hann var rafvirkjameistari, ræktaði matjurtir og fleira í Laugardalnum frá 1920, á reit sem hann kallaði Engidal. Hann byggði sér hús og settist að í Laugardalnum 1929 og hóf þegar trjárækt með fjölskyldu sinni og stundaði ræktunarstörf á jörð sinni í Laugardal til ársins 1955 þegar hann flutti úr Laugardalnum og Reykjavíkurborg tók við starfi hans og þar er síðan Grasagarðinn í Laugardal. Hann átti einnig jörðina Hánefsstaði í Svarfaðardal og gróðursetti hann tæplega 100.000 tré á jörðinni, tré sem hann flutti úr Laugardalnum þar sem hann hafði ræktað þau af fræjum. Jörðina gaf hann síðar Skógræktarfélagi Eyfirðinga.

Minnisvarðinn er lágmynd í steinsteypu eftir Ragnar Kjartansson og stendur í Grasagarðinum í Laugardal. Börn Eiríks gáfu minnisvarðann.

Friðrik Friðriksson (1868-1961)
Friðrik Friðriksson

Síra
Friðrik Friðriksson

leiðtogi KFUM og KFUK

Minnisvarðinn stendur við Lækjargötu í Reykjavík og er eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara

Friðrik Friðriksson (1868-1961)
Friðrik Friðriksson

Síra
Friðrik Friðriksson 

Látið kappið aldrei bera fegurðina ofurliði.

Minnisvarðinn stendur á Hlíðarenda, íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins Vals sem séra Friðrik stofnaði árið 1911 ásamt nokkrum KFUM-drengjum. Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson árið 1924.

Georg Schierbeck (1847-1911)
Georg Schierbeck

Hans Jakob Georg Schierbeck
landlæknir
fæddist 24. febrúar 1847 og lést 7. september 1911. Hann varð landlæknir á Íslandi 1883 og starfaði til 1894.

Hann var hvatamaður að gróðurrækt í Reykjavík og var fyrsti formaður Hins íslenska Garðyrkjufélags. Minnisvarðinn stendur (2016) í  Víkurkirkjugarði við Aðalstræti í Reykjavík, en er þar ekki lengur (2022).

Rannsóknastöðin að Neðra-Ási í Hveragerði gaf minnisvarðann sem Helgi Gíslason myndhöggvari gerði.

 

Gísli Halldórsson (1914-2012)
Gísli Halldórsson

Gísli Halldórsson
arkitekt

Þökkum frábær störf
ÍSI, ÍBR, OL, KR  Reykjavíkurborg

Gísli Halldórsson arkitekt var afar afkastamill á langri ævi. Hann lést 8.október 2012 þá 98 ára gamall. Hann teiknaði fjölda bygginga um ævina, svo sem Tollstöðina, Laugardalshöll, flugstöðvar og félagsheimili auk fjölda íbúðarhúsa. Fjallað var um Gísla í útvarpsþættinum Flakki 17. október 2015 á Rás 1.

Gísli var pólitíkus og íþróttafrömuður og vann ötullega að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Auk þess var hann afkastamikill í íþróttahreyfingunni. 

Margrét Leifsdóttir arkitekt býr nú í húsi afa síns að Tómasarhaga 31. Mjög haglega hannað hús á tveimur plönum og stofan hvílir á mjóum súlum og svífur yfir garðinum. Súlur eru einkenni margra húsa Gísla.

Gísli rak teiknistofu sína í garðinum um tíma, en hann stækkaði bílskúrinn svo allir kæmust fyrir. Enn er rekin þar teiknistofa. Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir reka Arkibúlluna í húsnæðinu og segja eins og Margrét sem nýlega gekk til liðs við þær, að Gísli hafa haft áhrif á störf þeirra, og þá sérstaklega heimilið sem ber fyrir augu þeirra alla daga.

Styttan af Gísla er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara og stendur við íþróttamiðstöðina í Laugardal.

_MG_9759-e
Guðmundur Magnússon (1881-1958)
Guðmundur Magnússon
 
Guðmundur Magnússon skálavörður í Lækjarbotnum
f. 20.11.1881 – d. 26.9.1958
Eitt sinn skáti  ávallt skáti

Reist fyrir hönd Skátafélags Reykjavíkur af foringjaklúbb S.F.R. í september 1966.

Minnisvarðinn stendur í Lækjarbotnum þar sem jarðneskar leyfar Guðmundar hvíla. 

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Marteinsson (1894-1979)
Guðmundur Marteinsson

Þennan stein reistu skógræktarmenn til minningar um Guðmund Marteinsson verkfræðing, formann Skógræktarfélags Rerykjavíkur frá 1946 -1979.

Steinninn er í Heiðmörk.

Gunnar Bjarnason (1915-1998)
Gunnar Bjarnason


Gunnar Bjarnason
f. 13.12.1915 – d. 15.9.1998

Fáksins dunandi hófahljóð
á hrynjandi guðlegs máls.
 

Af eldmóði með orðsins list kynnti Gunnar 
íslenska gæðinginn fyrir þjóðum heims.

Minnisvarðinn stendur við höfuðstöðvar Hestamannafélagsins Fáks við Elliðaár.
Annar minnisvarði um Gunnar er á Hvanneyri í Borgarfirði.

Halldór Laxness
Halldór Laxnes


Halldór Laxness
fæddist á Laugavegi 32

 „Fróðir menn segja mér að ég muni ekki hafa fæðst í timburhúsinu uppí lóðinni á Laugavegi 32 þar sem stelpan misti mig útum gluggann, heldur muni það hafa gerst í steinbænum fast við götuna þar sem kötturinn stökk uppí vögguna til þess að læsa klónum í andlitið á barninu meðan það svaf; og var heingdur fyrir vikið.“  Í túnínu heima.

Laugavegur
Laugavegur 32
Hallgrímur Pétursson (1614-1674)


Hallgrímsharpan

Hallgrímur Pétursson
1614-1674

Fyrir blóð lambsins blíða
búinn er nú að stríða
og sælan sigur vann.  PS 25.12.

Hallgríomsharpan er eftir Júlíus Schou og stendur við Hallgrímskirkju

Hallgrímur Pétursson
Hannes Hafstein (1861-1922)
Hannes Hafstein


Hannes Hafstein
, skáld og ráðherra

Fyrsti íslenski ráðherrann í dönsku ríkisstjórninni með aðsetur á Íslandi 1904-1909.

Hannes Hafstein var löfræðingur að mennt og var settur sýslumaður Dalamanna 1886, málaflutningsmaður við landsyfirrétt 1887 og 1890-1893, en á milli gegndi hann ýmsum lögfræðistörfum. Varð sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896-1904. Ráðherra 1904-1909 og aftur 1912-1914. Bankastjóri Landsbankans 1909-1912 og 1914-1917. Hann gegndi einnig ýmsum nefndarstörfum fyrir þing og ríkisstjórn. Hannes er eitt af þjóðskáldum Íslendinga.

Styttan frá 1923 er eftir Einar Jónsson. Hún er í eigu ríkisins og stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík.

Annar minnisvarði um Hannes Hafstein er á Ísafirði

Hákon Bjarnason (1907-1989)
Hákon Bjarnason

Hákon Bjarnason skógræktarstjóri 1935-1977.

Hann gaf landi sínu nýjan gróður.

Steinninn stendur í Heiðmörk

Héðinn Valdimarsson (1892-1948)
Héðinn Valdimarsson
 
Héðinn Valdimarsson var fæddur í Reykjavík 26. maí 1892, dáinn 12. september 1948.
Skrifstofustjóri Landsverslunar 1917-1926, meðal stofnenda Tóbaksverslunar Íslands hf. 1926 og var framkvæmdastjóri hennar til 1929, stofnaði Olíuverslun Íslands hf. árið 1927 og var framkvæmdastjóri hennar til æviloka. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1922-1928, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1922-1924, 1927-1935, 1938-1940 og 1941, í landsbankanefnd 1928-1931, í bankaráði Landsbankans 1930-1934, formaður Byggingafélags alþýðu frá stofnun 1931, í skipulagsnefnd atvinnumála 1935, í samninganefnd við Ítali 1935 og við Breta 1936, formaður fiskimálanefndar 1935-1937, formaður Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins 1938-1939. Alþingismaður Reykvíkinga 1926-1942 (fyrir Alþýðuflokk, Sameiningarflokk alþýðu – Sósíalistaflokkinn og utan flokka). [Alþ.]
Helgi Hóseasson (1919-2009)

 Krossláfur
Helgi Hóseasson f. 24. nóvember 1919 – d. 6. september 2009.
Bekknum var komið fyrir á horni Holtsgötu og Langholtsvegar af Vísindafélagi MS og versluninni BECO.

Dr. Helgi Pjeturss (1872-1949)

Helgi Pjeturss


Dr. Helgi Pjeturss 1872-1949

Hann opnaði nýja sýn á ísöldina og jarðmenjar hennar.
Til minningar um framlag Helga til jarðfræði Íslands þegar öld er liðin frá því að hann varð doktor í jarðfræði, fyrstur Íslendinga.
Minnisvarði reistur í desember 2005 fyrir atbeina afkomenda hans.
Vangamynd gerði Ívar Valgarðsson eftir ljósmynd Jóns Kaldal.

Minnisvarðinn er utan á Öskju, húsi náttúrufræða við Háskóla Íslands.

Aðrir minnisvarðar um Dr. Helga Pjetuss eru við bæinn Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og í Hellisholtum í Hreppum.

Hjallavöllur
Hjálmar Kristinsson
 
Í minningu Hjálmars Kristins Aðalsteinssonar (1954-2020) 

Íþróttakennara og spaðaíþróttamanns.

Þann 4. september 2020 var afhjúpaður minningarskjöldur um Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson fyrrverandi íþróttakennara í Hagaskóla á nýlegum tennisvelli við norðurhlið Íþróttahúss Hagaskóla. Hjálmar var ötull talsmaður spaðaíþrótta og margfaldur meistari, landsliðsmaður og þjálfari í borðtennis auk þess að vera góður tennisleikari og talsmaður þeirrar íþróttar. 

Hópur úr 1954 árganginum í Vesturbæ Reykjavíkur hafði forystu um að setja skjöldinn upp í samráði við fjölskyldu Hjálmars, Hagaskóla og Reykjavíkurborg. [Hagaskóli.is]. 

Hólmfríður Guðjónsdóttir (1937-2015) Valur Sigurbergsson (1940
Hólmfríður Guðjónsdóttir

 

Hólmfríður Guðjónsdóttir og Valur Sigurbergsson 

Með þakklæti fyrir gott og farsælt starf í þágu Óháða safnaðarins.

Hólmfríður var m.a. formaður Óháða safnaðarins í 15 ár.

Minnisvarðinn stendur fyrir framan kirkju Óháða safnaðarins.

_MG_8406-e
Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941)
Ingibjörg H. Bjarnason
 

Ingibjörg H. Bjarnason var fædd 14. desember 1867 á Þingeyri og lést 30. október 1941.
Hún var fyrst kvenna kjörin til setu á alþingi. Hún var landskjörin og sat á þingi árin 1922-1930, fyrst fyrir Kvennalistann eldri, síðar fyrir Íhaldsflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Hún gegndi embætti 2. varaforseta efri deildar þingsins árin 1925-1927. [Alþ.]

Gjöf til alþingis á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015.

Verkið sem er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, var afhjúpað 19. júni 2015 og stendur við Alþingishúsið.

Ingólfur Arnarson
Ingólfur Arnarson


Ingólfur Arnarson
 fyrsti landnámsmaðurinn

Styttan af Ingólfi stendur á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur. Hana gerði Einar Jónsson myndhöggvari árið 1923. Styttan er í eigu ríkisins.

Afsteypa af þessu verki stendur í Noregi

Jean Baptiste Charcot (1867-1936)


Dr. Jean Baptiste Charcot

Fæddur í París 15.7.1867, fórst með skipi sínu Pourqui pas? á Þormóðsskeri 16.9.1936.

Hann unni Íslandi og þar mun minningin um hann og skip hans lifa.

Vangamyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara

 Minnisvarðinn stendur við Öskju, hús náttúrufræða við Háskóla Íslands.

Jean Charcot
Jóhannes Kolbeinsson (1906-1982)
 

Jóhannes Kolbeinsson f. 1906 d.1982 stjórnaði landgræsðlu Ferðafélgs Íslands í Heiðmörk 1950-1976, félagið þakkar handtök hans við þennan skógarreit.

Minnisvarðinn er á kletti í Heiðmörk

Jóhannes Kolbeinsson
Jón Sigurðsson forseti (1811-1879)
Jón Sigurðsson
 

Jón Sigurðsson leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld
17.6.1811 – 7.12.1879

Jón Sigurðsson var fæddur á Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Hann var frelsishetja og leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld og bjó lengst af í Kaupmannahöfn. Hann lést 7. desember 1879. Kona hans hét Ingibjörg Einarsdóttir, f. 9. október 1804 og lést 16. desember 1879. Þau voru barnlaus. 

Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta við Austurvöll er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og upphaflega reist við Stjórnarráðshúsið árið 1911, á 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar, en flutt á Austurvöll, gegnt Alþingishúsinu, árið 1931. Íslendingar austan hafs og vestan söfnuðu fé til að láta gera styttuna. Afsteypa af henni er í Kanada.

Styttan er í eigu ríkisins. 

Jón Sigurðsson
Lágmyndina „Brautryðjandinn“ , sem er á stalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni, gerði Einar Jónsson myndhöggvari í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 1911.
Jón Vídalín (1666-1720)


Jón Þorkelsson Vídalín
 (21. mars 1666 – 30. ágúst 1720) var biskup í Skálholti, lærdómsmaður, mikill prédikari og helsta latínuskáld sinnar tíðar.

Jón var sonur séra Þorkels Arngrímssonar, prests í Görðum á Álftanesi, sonar Arngríms lærða, og konu hans Margrétar Þorsteinsdóttur. Hann tók sér snemma nafnið Vídalín eins og margir afkomendur Arngríms. Bræður hans voru þeir Þórður Þorkelsson Vídalín, skólameistari í Skálholti um tíma en síðan bóndi í Þórisdal í Lóni, og Arngrímur Vídalín skólameistari í Nakskov í Danmörku. Systir þeirra var Guðrún prófastsfrú á Þingvöllum.

Hann stundaði skólanám hjá frænda sínum, Páli Björnssyni í Selárdal. Síðan sigldin hann og lærði við Kaupmannahafnarháskóla, samtíða Árna Magnússyni, og lauk þaðan guðfræðiprófi. Síðan var var um tveggja ára skeið sjóliði í danska flotanum og mun hafa átt von á að hækka fljótt í tign en þegar það varð ekki keypti móðir hans hann lausan með milligöngu Kristofers Heidemann landfógeta.

Hann kom svo heim til Íslands 1691, sagður fátæklega til fara. Árið eftir varð hann kennari við Skálholtsskóla og 1693 dómkirkjuprestur í Skálholti. Hann varð svo prestur í Görðum og var valinn biskup í Skálholti 1697 (vígður 1698), aðeins sex árum eftir að hann kom heim. Við það tækifæri færði hann Þingvallakirkju bjöllu sem nú hangir þar í klukkuturninum.

Jón Vídalín var mikill mælskumaður og kennimaður. Hann er þekktastur fyrir rit sitt Vídalínspostillu sem er húslestrarpostilla, með einni predikun fyrir hvern hátíðisdag ársins, ætluð til upplestrar á heimilum. Postillan var ein mest lesna bók á Íslandi um tveggja alda skeið og hafði veruleg áhrif á íslenska menningu, trúarlíf og bókmenntir fram á 20. öld. Jón var, auk Hallgríms Péturssonar, einn helsti fulltrúi lúthersku rétttrúnaðarstefnunnar (píetismans) á Íslandi.

Jón er sagður hafa verið lítillátur og lítt gefinn fyrir íburð, stórgjöfull við fátæka og tók oft skólasveina og aðra efnilega unglinga til sín án þess að hirða um borgun, en ekki góður fjármálamaður. Hann var áhugasamur um framfarir, reyndi kálræktun og hvatti til nýjunga eins og hreindýraræktar og saltvinnslu. Hann þótti nokkuð drykkfelldur og gengu sögur um drykkjuskap hans á Alþingi og víðar. Hann var líka skapmaður mikill og átti til dæmis í deilum og jafnvel handalögmálum við Odd lögmann Sigurðsson.

Jón biskup andaðist í Biskupsbrekku á Uxahryggjaleið síðsumars 1720. Hann hafði verið á leið vestur að Staðarstað til að vera við útför mágs síns, séra Þórðar Jónssonar, en veiktist og komst ekki lengra. Kross var reistur á staðnum fyrir nokkrum árum til minningar um Jón en þess má geta að Jón Þorkelsson Thorcillius mun fyrstur manna hafa stungið upp á því árið 1745 að Jóni yrði reist minningamark í Biskupsbrekku.

Kona Jóns var Sigríður yngri (1677 – 16. júní 1730), dóttir Jóns Vigfússonar Hólabiskups og Guðríðar Þórðardóttur konu hans. Hún þótti skynsöm kona og vel menntuð og kenndi meðal annars undirstöðuatriði í latínu. [Wikipedia]

Minnisvarðinn stendur við Dómkirkjuna í Reykjavík og er eftir Ríkarð Jónsson

Jónas Hallgrímsson (1809-1845)
Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson
 
Jónas Hallgrímsson 
1807-1845

Jónas var sonur Hallgríms Þorsteinssonar aðstoðarprests og Rannveigar Jónasdóttur. Hann átti þrjú systkini, Þorstein (1800), Rannveigu (1802) og Önnu Margréti (1815). Á öðru ári fluttist Jónas ásamt fjölskyldu sinni til Steinsstaða í Öxnadal og var það árið 1809. Faðir hans drukknaði í Hraunsvatni árið 1816 og var Jónas þá sendur í fóstur að Hvassafelli í Eyjafirði, þar sem móðursystir hans bjó. Síðar var honum komið til náms hjá séra Jóni lærða Jónssyni í Möðrufelli. Þar hlaut hann kennslu veturinn 1819-20. Jónas var fermdur vorið 1821 heima í Öxnadal. Því næst fór hann í heimaskóla í Goðdölum í Skagafirði þar sem hann stundaði nám veturna 1821-1823 hjá séra Einari H. Thorlacius, tengdasyni Jóns lærða. Þaðan lá leið hans til Bessastaðaskóla og þar var hann við nám í sex vetur til 1829.

Að loknu stúdentsprófi starfaði Jónas sem skrifari hjá Ulstrup bæjar- og landfógeta í Reykjavík þar sem hann bjó einnig. Þá starfaði hann sem verjandi í nokkrum málum fyrir landsrétti. Segir sagan að Jónas hafi beðið Christiane Knudsen veturinn 1831-32, en hún hafi hafnað honum.

Jónas hélt til Kaupmannahafnar til náms árið 1832. Hann lagði í fyrstu stund á lögfræði, en skipti síðar yfir í bókmenntir og náttúrufræði og er þekktur fyrir störf sín á þeim sviðum. Hann lauk svokölluðu fyrsta og öðru lærdómsprófi, báðum með 1. einkunn. Jónas fékk styrk úr ríkissjóði til rannsókna á náttúrufari Íslands og vann að því verki árin 1839-1842. Eftir það hélt hann til í Danmörku og var þá ýmist í Sórey eða í Kaupmannahöfn. Hann fékk styrk til að skrifa landlýsingu Íslands. Einnig ritstýrði hann Fjölni, sem hann hafði stofnað ásamt nokkrum öðrum Íslendingum á námsárunum. Voru þeir kallaðir Fjölnismenn. Þar birti hann mörg kvæða sinna og ritgerða. Auk þess stundaði hann þýðingar og meðal annars þýddi hann alþýðlega bók um stjörnufræði, sem var gefin út 1842, prentuð í Viðey. Í því riti er að finna mikinn fjölda nýyrða, sem Jónas bjó til, meðal annarra orðin sporbaugur og reikistjarna.

Jónas lést í Kaupmannahöfn 26. maí 1845. Löngu seinna voru bein hans flutt til Íslands og þau jarðsett í þjóðargrafreit á Þingvöllum

Stytta af Jónasi eftir Einar Jónsson var afhjúpuð 1907 við Lækjargötu en var síðan færð árið 1947 í Hljómskálagarðinn þar sem hún stendur í dag. (Wikipedia)
Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968)
Jónas Jónsson
 

Jónas frá Hriflu fæddist á Hriflu í Bárðardal og lést í Reykjavík.
Hann var kennari og síðar skólastjóri Samvinnuskólans. Var í nefndum og bankaráðum um árabil.
Þingmaður og ráðherra 1922-1949.

Hann var einnig afkastamikill rithöfundur og skrifaði greinar og bækur. Ævisaga hans kom út á árunum 1991-93 eftir Guðjón Friðriksson, Indriði G. Þorsteinsson ritaði viðtalsbók við Jónas 1977 og Jónas Kristjánsson sá um útgáfu á bók um Jónas sem kom út árið 1965.

Brjóstmyndin á minnisvarðanum er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og stendur minnisvarðinn á horni Sölvhólsgötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík.

Kjartan Sveinsson (1913-1998)
Kjartanslundur

Kjartanslundur
Til heiðurs Kjartani Sveinssyni starfsmanni Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir þrotlausa umhyggju í áratugi fyrir trjárækt í Elliðaárdalnum.
Rafmagnsveita Reykjavíkur 1995.
 
Minnisvarðinn stendur í Elliðaárdalnum
Kjartan Sveinsson
Kristján IX
Hannes Hafstein


Kristján IX.
konungur Danmerkur og Íslands

Styttan stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík

Einar Jónsson gerði styttuna árin 1907-08. Er hún í eigu ríkisins.

 

Kristján 9.
Lárus Sigurbjörnsson (1903-1974)
Lárus Sigurbjönsson
 
Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörður.

Hann lagði grunn að Árbæjarsafni.

Minnisvarðinn stendur í Árbæjarsafni

Leifur Eiríksson
Leifur heppni
 

Leifr Eiriksson, discoverer of Vinland

The United States of America to the people of Iceland on the one thousandth anniversary of the Althing AD 1930.

Verkið er eftir Alexander Stirling Calder og stendur á Skólavörðuholti framan við Hallgrímskirkju. Hann vann í samkeppni um styttuna. Eftirmynd stendur í bænum Newport News í Virgina í Bandaríkjunum

Marteinn Meulenberg (1872-1941)
Muelenberg biskup
 
Marteinn Meulenberg S.M.M.

biskup 1929-1941.

Marteinn fæddist í Hillensberg í Þýskalandi. Faðir hans var þýskur en móðirin hollensk. Séra Meulenberg tilheyri Montfortreglunni sem er kaþólsk prestaregla og nefnist Societas Mariae Montfortana (skammstöfun: SMM) á latínu. Hann kom til Íslands árið 1903 og hafði þá verið tvö ár sóknarprestur í Danmörku.

Þegar Ísland varð fullvalda ríki, árið 1918, sótti séra Meulenberg fyrstur útlendra manna um ríkisborgararétt á Íslandi. Í samband við fullveldið stofnaði Páfastóll sjálfstæða trúboðskirkju fyrir Ísland og varð Marteinn Meulenberg yfirmaður hennar. Árið 1929 var trúboðskirkjan gerð að postullegu umdæmi og séra Meulenberg stjórnandi. Hann var vígður biskup í nýju kaþólsku dómkirkjunni, Landakotskirkju í Reykjavík, í júlí sama ár. Það gerði yfirmaður trúboðsdeildarinnar í Róm, „De Propaganda Fide“, kardínálinn William van Rossum, og varð Marteinn þar með fyrsti biskupinn í hinni endurreistu kaþólsku kirkju á Íslandi. Meulenberg dó árið 1941.

Nína Tryggvadóttir (1913-1968)
ína Tryggvadóttir
 
Í minningu
Nínu Tryggvadóttur
f. 16. marz 1913  d. 18. júní 1968.
 
Verkið er eftir Sigurjón Ólafsson og stendur við Kjarvalsstaði
Ólafur Thors (1892-1964)
Ólafur Thors


Ólafur Thors
alþingismaður og ráðherra

Framkvæmdastjóri togarafélagsins Kveldúlfs hf. í Reykjavík 1914–1939. Skipaður 14. nóvember 1932 dómsmálaráðherra, lausn 23. desember 1932. Skipaður 17. apríl 1939 atvinnumálaráðherra, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 atvinnumálaráðherra að nýju, lausn 16. maí 1942. Skipaður 16. maí 1942 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 14. nóvember 1942, en gegndi störfum til 16. desember. Skipaður 21. október 1944 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947. Skipaður 6. desember 1949 forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður 14. mars 1950 sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður sama dag forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra, lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júlí. Skipaður 20. nóvember 1959 forsætisráðherra, lausn 14. nóvember 1963.

Formaður Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1918–1935. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1934–1961. Skipaður 1925 í gengisnefnd. Kosinn 1926 í alþingishátíðarnefnd, en skoraðist undan að taka sæti í henni. Sat í landsbankanefnd 1928–1938 og í samninganefnd við Norðmenn um kjöttoll 1932. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1937–1942, orðunefnd 1939–1944. Í skilnaðarnefnd 1944, í bankaráði Landsbankans 1936–1944 og frá 1948 til æviloka. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947 og 1948.

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1926–1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1964 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn).

Dómsmálaráðherra 1932, atvinnumálaráðherra 1939–1942, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra 1950–1953, forsætisráðherra 1942, 1944–1947, 1949–1950, 1953–1956 og 1959–1963. [Alþ.]

Styttan er eftir Sigurjón Ólafsson og stendur framan við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík

Páll Gunnarsson (1951-1999)
Páll Gunnarsson


Páll Gunnarsson
líffræðingur
f. 20.5.1951 – d. 7.10.1999.

Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Páls Gunnarssonar líffræðings. Stofnendur eru Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, móðir Páls og systkini hans, Hallgrímur Gunnarsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir og fjölskyldur þeirra. Stofnframlag í sjóðinn er 14 milljónir króna. Systkini Páls skipa stjórn sjóðsins.
Vöxtum af stofnframlagi verður úthlutað ár hvert og verður vöxtum úthlutað 20. maí árið 2005 í fyrsta sinn og síðan árlega til helminga í tvo staði.
“Tilgangurinn er að ánafna helminginn til skógræktar. Með stofnun sjóðsins er heiðruð minning Páls en sem lítill drengur hafði hann orð á því við ömmu sína, Áslaugu og mömmu: “Ef ég verð ríkur, þegar ég verð stór, þá ætla ég að klæða Ísland skógi.”
Hinum helmingnum af arðinum er ánafnað til Klúbbsins Geysis eða annarra geðverndarmála. Veikindi sín bar hann með hetjuskap og drenglyndi og gerði sér fulla grein fyrir hvað þyrfti með til hjálpar.
Í Heiðmörk hefur verið komið upp skógarlundi, sem ber nafn Páls eða “Pálslundur”.”

Minnisvarðinn stendur í Pálslundi í Heiðmörk [Mbl. 2004]

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)
Sigvaldi Kaldalóns
 

Í minningu Sigvalda Kaldalóns tónskálds, f. í Reykjavík 13. janúar 1881, d. 28. júlí 1946. 

Sigvaldi S. Kaldalóns var læknir að mennt og lærði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Kom heim og hóf læknisstörf árið 1909 í Hólmavíkurhéraði, síðan í Nauteyrarhéraði 1909 með búsetu í Ármúla til 1922 er hann fékk lausn vegna vanheilsu og fór til Kaupmannahafnar, héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1927-1929, í Keflavíkurhéraði og Grindavík 1929-1945 og fékk þá lausn á fullum launum og flutti til Reykjavíkur. Naut styrks úr ríkissjóði sem tónskáld frá 1923 til æviloka.

Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason og stendur í Grjótaþorpi.

Aðrir minnisvarðar um Sigvalda Kaldalóns eru i Grindavík, í Flatey á Breiðafirði og í Kaldalóni, Nauteyrarhreppi.

Skúli Magnússon (1711-1794)
 

Skúli Magnússon var fæddur 12. desember 1711 og lést 9. nóvember 1794. Hann lærði lögfræði í Kaupmannahöfn án þess þó að taka próf, fékk Austur-Skaftafellssýslu og síðar vestursýsluna líka,1734-1736. Fékk Hegranesþing í Skagafirði 1737,  var ráðsmaður Hólastóls 1741-1746. Fór síðan til Reykjavíkur og varð landfógeti 1749 fyrstur Íslendinga og bjó í Viðey frá 1751. Hann var helsti hvatamaðurinn að stofnun Innréttinganna í Reykjavík og um umbætur í verslunarrekstri meðal annars. Hann fékk lausn frá embætti 1793 og lést árið eftir. Kona hans var Guðrún Björnsdóttir Thorlacius og áttu þau 7 börn.

Verslunarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkurbæ styttu þessa til minningar um 100 ára frjálsa verslun á Íslandi 1954. Styttan er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og stendur í Víkurkirkjugarði við Aðalstræti, skammt frá þeim stað er Innréttingar Skúla voru byggðar

Annar minnisvarði um Skúla Magnússon er í Skúlagarði, S-Þing.

Skúli Magnússon
Skúli Magnússon
Stanislas Bohic (1948-2012)
Stanislas Bohic


Vinabekkur

Til heiðurs föður okkar
Stanislas Bohic 1948-2012.
Friðrik og Arnór Bohic.

Stanislas Michéle André Bohic, landslagsarkitekt, fæddist 12. febrúar árið 1948 í Bordeaux í Frakklandi. Hann fluttist frá Frakklandi til Íslands árið 1978 og bjó hér alla tíð síðan. Stanislas lærði við háskólann La Ferte de Milton og útskrifaðist sem landslagsarkitekt árið 1971.

Hann vann til margra verðlauna fyrir hönnun sína. Margir fallegir garðar eftir Stanslas prýða götur borgarinnar. [Mbl.]

Stanislas Bohic
Steingrímur Jónsson (1890-1975)
Steingrímur Jónsson
Steingrímur Jónsson


Steingrímur Jónsson

Rafmagnsstjóri í Reykjavík 1921-1960

F. 18. júní 1890 – D. 21. janúar 1975.

Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að koma Íslandi í röð iðnvæddra ríkja.
Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Kaupmannahöfn fyrstur Íslendinga árið 1917.

Skömmu síðar tóku stjórnendur Reykjavíkurbæjar ákvörðun um að stofna rafmagnsveitu og ráðast í virkjun Elliðaánna. Var það langstærsta verkefni Íslendinga við beislun rafmagns, en fram að því var Seyðisfjörður eini bær landsins sem teljast mátti rafvæddur.

Steingrímur var ráðinn til að stýra þessu óskabarni Reykvíkinga. Rafmagnsveitan tók formlega til starfa um leið og Elliðaárstöðin árið 1921 og Steingrímur gegndi stöðu rafmagnsstjóra (forstöðumanns Rafmagnsveitunnar ) til sjötugs. Á þeim tíma urðu miklar breytingar á orkumálum Reykvíkinga. Elliðaárstöðin var stækkuð og kannað var hvort virkja mætti jarðvarmann í Þvottalaugunum til raforkuframleiðslu. Boranir í Laugunum hófust undir stjórn Steingríms, en síðar varð úr að nýta heita vatnið beint til húshitunar með því að koma upp hitaveitu í Reykjavík.

Í stað gufuorkunnar horfðu Reykvíkingar nú austur fyrir fjall. Sogið, afrennsli Þingvallavatns, var virkjað með þremur stjórvirkjunum á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Ljósafossvirkjun kom fyrst, gangsett 1937. Írafossvirkjun var reist skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina og sú þriðja, Efra-Sog, var tekin í notkun árið 1960. Hlaut hún nafnið Steingrímsstöð til heiðurs forstjóranum, sem þá var við lok starfsferils síns.

Auk þess að gegna starfi Rafmagnsstjóra og forstjóra Sogsvirkjunar, félagsins sem stofnað var um virkjanirnar í Bláskógabyggðinni – og sem síðar varð hluti Landsvirkjunar, gegndi Steingrímur Jónsson margvíslegum störfum innan orkugeirans. Hann var um árabil formaður Sambands íslenskra rafveitna, sem var faglegur samráðsvettvangur stjórnenda raforkufyrirtækjanna. Segja má að á þeim vettvangi hafi stefna Íslendinga í orkumálum verið mótuð miklu fremur en á Alþingi eða innan ríkisstjórna.

Þá var Steingrímur einn helsti forystumaður Verkfræðingafélags Íslands. Á þeim vettvangi beitti hann sér til dæmis mjög á sviði málræktar og nýyrðasmíðar. Ekki var vanþörf á, enda fylgdu nýjum tæknikerfum á borð við rafmagnsgeirann aragrúi nýrra fyrirbæra og hugtaka sem finna þurfti nothæf íslensk heiti á.

Enn er eftir að geta þess sem fæstir Reykvíkingar hafa hugmynd um, en það er þáttur Steingríms Jónssonar í að móta umhverfi borgarinnar. Að hans frumkvæði hóf Rafmagnsveitan árið 1951 að planta trjám í Elliðaárdalnum, sem fram að því hafði verið gróðurlítill melur. Skógurinn í Elliðaárdal, þessari útivistarperlu Reykvíkinga, er að miklu leyti sprottinn af þessu fræi.

Brjóstmyndin er eftir Aage Nielsen-Edwin Sculpteur Danois 1952

Sverrir Runólfsson (1831-1879)
Sverrir Runólfsson


Skólavarðan

Reist í minningu Sverris Runólfssonar 
fyrsta seinsmiðs Íslands.

Grásteinn ehf og Steinkompaníið byggðu skólvöðruna.

Þakkir til Verís. B.M. Vallá, Viðhald og nýsmíði. 
Þór Sigmundsson

_MG_5791-e
Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)
Sveinbjörn Beinteinsson


Sveinbjörn Beinteinsson
 
allsherjargoði og skáld.

Dalahalur háu nærri fjalli
hreinn og beinn í háttum var
hlýr og skýr í spjalli.  S.B.

Sveinbjörn Beinteinsson var einn af stofnendum Ásatrúarfélagsins og fyrsti allsherjargoði félagsins frá stofnun þess 1972 til dánardags 1993.
Hann fæddist í Grafardal norðan við Botnsheiði þann 4. júlí 1924, en var jafnan kenndur við Dragháls í sömu sveit, þar sem hann bjó lengst af.
Sveinbjörn var skáld gott, kvæða- og fræðimaður, og eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur og kver, auk bókarinnar Bragfræði og háttatal, sem er undirstöðurit kvæðamanna. Hann var skógræktaráhugamaður og mikið náttúrubarn. Sveinbjörn var stoð og stytta Ásatrúarfélagsins á mótunarárum þess og allt til dánardags og varð heimsþekktur fyrir. Sveinbjörn lést þann 23.desember 1993. [Ásatrú]

Sveinbjörn Beinteinsson
Thor Jensen (1863-1947) 
Margrét Kristbjörg Kristjánsdóttir (1867-1945)
Thor Jensen
 

Minnisvarði um Thor Jensen og konu hans Margréti Kristbjörgu Kristjánsdóttur.

Thor Philip Axel Jensen (f. 3. desember 1863 í Danmörku, d. 12. september 1947) var danskur athafnamaður sem fluttist ungur til Íslands og varð þjóðþekktur fyrir umsvif sín á fyrri hluta 20. aldar. Útgerðarfélag hans Kveldúlfur hf. var það stærsta á Íslandi á millistríðsárunum. Synir hans urðu þjóðþekktir sömuleiðis, Ólafur Thors var forsætisráðherra Íslands og Thor Thors var fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. 

Minnisvarðinn stendur í Hallargarðinum við húsið sem Thor Jensen reisti í miðborg Reykjavikur, við Fríkirkjuveg. Minnisvarðann gerði Helgi Gíslason myndhöggvari

IMG_2595-e-3
Tómas Guðmundsson (1901-1983)
Tómas Guðmundsson


Tómas Guðmundsson
skáld

Tómas fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi, 6. janúar 1901. Foreldrar hans hétu Guðmundur Ögmundarson og Steinunn Þorsteinsdóttir. Á meðal fyrri starfa utan verksviðs skáldsins er vert að nefna; málflutningsstörf í Reykjavík 1926-1929 og störf við Hagstofu Íslands 1928-1943.

Segja má að Tómas hafi verið iðinn við útgáfustörf. Til að mynda var hann einn af frumkvöðlum útgáfu tímaritsins Helgafells og síðar Nýs Helgafells. Hans helstu verk í þeim ritum eru meðal annars; Myndir og minningar 1956, Léttara hjal 1975 og Að haustnóttum 1976. Einnig skrifuðu þeir Tómas og Sverrir Kristjánsson og gáfu út tíu binda verk með æviþáttum fólks frá liðinni tíð. Árið 1960 kom út Svo kvað Tómas; samtalsbók Matthíasar Johannessens og Tómasar. Samtalsbókin var seinna gefin út árið 1990 í bókinni Vökunótt fuglsins. Þýðingarstörf Tómasar eru talsverð. Tómas þjónaði titlinum formaður bókmenntaráðs í 21 ár en hann var einn af aðal frumkvöðlum stofnunar Almenna bókafélagsins á Íslandi. Tómas lést í Reykjavík 14. nóvember 1983.

Tómas Guðmundsson er þó fyrst og fremst þekktur sem ljóðskáld og er hann talinn eitt af stórskáldum íslands á 20. öldinni. Hann var aðeins 24 ára þegar fyrsta bók hans kom út og þótti þá þegar eitt fremsta skáld Íslendinga. Átta árum síðar þegar Fagra veröld kom út og seldist samstundis upp var ljóst að orðstír Tómasar var gulltryggður og mörg ljóða hans á hvers manns vörum. Hann hefur oft verið kallaður Reykjavíkurskáldið og árið 1994 hóf Reykjavíkurborg að veita Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í minningu skáldsins. [Wikipedia]

Tryggvi Gunnarsson (1835-1917)
Tryggvi Gunnarsson
 

Minnisvarði um Tryggva Gunnarsson þingmann og bankastjóra í Alþingisgarðinum sem var Tryggva hjartans mál að rækta og gera fallegan. 

Tryggvi var stofnandi og kaupfélagsstjóri Gránufélagsins á Akureyri en átti að mestu heima í Kaupmannahöfn frá 1873 þar til hann tók við bankastjórastöðu Landsbankans 1893. Hann var þingmaður flest ár frá 1869 til 1907 og gegndi ýmsum nefndastörfum og embættum þinsins. Tryggvi gegndi ýmsum félagsstörfum í Reykjavík og var í bæjarstjórn. Hann sá um byggingu Ölfusárbrúar 1891.

Tryggvi lést 21. október 1917 og er hann jarðsettur í Alþingisgarðinum.

Minnisvarðinn er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara og stendur á leiði Tryggva í Alþingisgarðinum.

Tryggvi Guðmundsson
Þorsteinn Einarsson (1911-2001)
 
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi
“Ég eignaðist ungur það hugfang að fylgjast með fuglum og leggja hlustir við raddir þeirra. Ég varð bergnuminn (Fuglahandbókin Þ.E. 1987).”

“Á sínum efri árum gengu Þorsteinn og kona hans Ásdís daglega um Laugardalsgarðinn og gáfu fuglunum á þessari flöt. Þetta var þeirra unaðsreitur.” [Texti á minnisvarðanum]

Minnisvarðinn stendur í Laugardalnum og brjóstmyndina gerði Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari árið 2002.

Þorsteinn Erlingsson (1858-1914)
 
Þorsteinn Erlingsson 1858-1914

Jeg trúi því sannleiki,
að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni.

 

Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson árið 1960. Minnisvarðinn stendur á Klambratúni.
Þórbergur Þórðarson (1888-1974)
Þórbergur Þórðarson
Þórbergur Þórðarson


Í þessu húsi bjó og starfaði rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson 1943-1974.
,,Ég fagna aldrei svo ljósi dagsins að ég tárist ekki yfir heimsku og mannúðarleysi”.

Þórbergur Þórðarson (12. mars 1888 á Hala í Suðursveit – 12. nóvember 1974 í Reykjavík) var íslenskur rithöfundur. Hann ólst upp í sveit og fór ungur til Reykjavíkur til að vinna á skútu. Árið 1924 kom út fyrsta stóra bók hans, Bréf til Láru, sem olli gríðarlegu uppnámi og gerði Þórberg þjóðfrægan og illræmdan á einni nóttu.

Þórbergur hlaut framan af litla formlega menntun meðal annars sökum þess að hann þurfti sjálfur að sjá fyrir sér. Árið 1906 fluttist hann að Vitastíg 9 í Reykjavík og gerði vistarbandssamning við Runólf Guðmundsson húseiganda. Runólfur sá honum fyrir mat, skotsilfri og húsnæði en þess í stað réðst Þórbergur sem kokkur á skútuna „Seagull“ og Kútter Hafstein. Árið 1909 skildust leiðir Þórbergs og Runólfs og hóf Þórbergur nám við Kennaraskólann en varð fljótt afhuga því og hóf nám utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík. Þórbergur þurfti sjálfur að sjá sér farborða og var hann oft fátækur og hungraður á námsárum sínum.

Árið 1911 kynnist hann Sólrúnu Jónsdóttur og varð ástfanginn af henni en móðir hennar vildi ekki gifta dóttur sína manni sem gat ekki séð fyrir henni. Vorið 1913 reyndi hann við gagnfræðipróf og féll. Hann hélt þó ótrauður áfram og sótti fyrirlestra við Háskóla Íslands sem voru opnir öllum. Hann fékk þó ekki að taka próf. Árið 1919 giftist Sólrún Steindóri Pálssyni sjómanni án þess þó að þau felldu saman hugi og eignuðust þau son saman. Sólrún tók þó upp ástarsamband við Þórberg 1922 og varð ófrísk af hans völdum ári seinna. Í febrúar 1924, sama ár og Bréf til Láru kom út, eignuðust þau dóttur sem kennd var Steindóri.

Þórbergur kenndi við Iðnskólann á árunum 1918-25 sem og við Verslunarskólann á árunum 1921-25. Á sama tíma fékk Þórbergur áhuga á dulspeki og guðspeki og ferðaðist til London, Parísar og Kaupmannahafnar árið 1921 til þess að kynna sér dulspekiefni nánar. Stjórnmálaskoðanir hans hneigðust til vinstri og ritaði hann ýmsar greinar til varnar Sovétríkjunum. Árið 1925 fékk Þórbergur mikinn áhuga á esperanto. Hann giftist Margréti Jónsdóttur þann 1. október 1932. Haustið 1933 réð Þórbergur sig sem blaðamann Alþýðublaðsins.

Þórbergur var heiðursfélagi í Skaftfellingafélaginu og Rithöfundafélaginu. Hann var kosinn heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1974, stuttu áður en hann lést úr heilablóðfalli á Landspítalanum í Reykjavík þann 12. nóvember 1974 og var hann þá kominn með Parkinsons-veiki.

Þann 30. júní 2006 var Þórbergssetur, safn til minningar um Þórberg, opnað á Hala í Suðursveit. [Wikipedia]

Arnarhólstraðir

 

Arnarhólstraðir eru gamla þjóðleiðin ofan til Reykjavíkur og mótar enn fyrir þeim hér á Arnarhóli. Leiðin lá frá Arnarhólsholti, sem síðar nefndist Skólavörðuholt, að vaðinu við ós Arnarhólslækjar. Þegar nýir stígar voru lagðir á hólnum 1993 var ákveðið að varðveita gamla stíginn frá 1924 þar sem hann liggur yfir þessa fornu þjóðleið. Traðirnar eru á fornleifaskrá Reykjavíkur og eru friðaðar samkvæmt þjóðminjalögum.”  [Texti á minnisvarðanum]

Flugstuðull
Flugstuðull


Flugstuðull

Fyrsta flug á Íslandi
3.9.1919
Flugslys árið 2000


Minnisvarði þessi er reistur í minningu þeirra sem létust af völdum flugslyssins í Skerjafirði 8. ágúst 2000.

Gunnar Viðar Árnason f. 16.10.1977 – d. 8.8.2000
Heiða Björk Viðarsdóttir f. 19.6.1980 – d. 10.8.2000
Jón Börkur Jónsson f. 24.1.1983 – d. 16.6.2001
Karl Frímann Ólafsson f. 7.9.1965 – d. 7.8.2000
Mohamed Jósef Daghlas f. 20.8.1971 – d. 7.8.2000
Sturla Þór Friðriksson f. 10.5.1983 – d. 1.11.2001

Sólin settist í líf þeirra en geislarnir lifa áfram með okkur

Flugslys í Skerjafirði
Friðrikskapella

 

Borgarstjórinn í Reykjavík Davíð Oddson tók fyrstu skóflustunguna 24. maí 1990.
Biskup Íslands Herra Ólafur Skúlason vígði kapelluna 25. maí 1993.
Reist af samtökum um byggingu Friðrikskapellu.
Stjórn og framkvæmdanefnd:
Gylfi Þ. Gíslason formaður, Ágúst Bjarnason, Árni Sigurjónsson, Ástráður Sigursteindórsson, Bjarni Bjarnason, Helgi Elíasson, Jón Dalbú Hróbjartsson, Jónas B. Jónsson, Kristinn Þ. Hallsson, Óðinn Helgi Jónsson, Ólafur G. Gústafsson, Pétur Sveinbjarnarson, formaður framkvæmdanefndar, Sigurbjörn Einarsson, Sigurður Pálsson, Úlfar Þórðarson, Valgeir Ástráðsson, Þórir Kr. Þórðarson. 
Arkitekt: Nikulás Úlfar Másson. Verkfræðingur: Þórður Ólafur Búason. Aðalverktaki: Álftárós hf.
Yfirsmiður: Guðjón Sigurbjörnsson. Rafteikning: Örn Jónsson. Smíði kirkjumuna: Aðalsteinn Thorarensen. 
Friðrikskapella er afhent eftirtöldum félögum til eignar: KFUM, KFUK, Knattspyrnufélaginu Val, Karlakórnum Fóstbræðrum og Skátasambandi Reykjavíkur. [Texti á minningarsúlu]
 

Höfði – Minningarlundur

Höfði - Minningarlundur

 

Trees planted in memory of 
U.S. Ambassador Nicholas Ruwe (1985-1989)
Diplomat, Benefactor and Life-long Friend of Iceland Whose idea to host the Summit meeting between Ronald Reagan and Mikhael Gorbachev at Hofdi house on October 11-12 1986 made it the setting for a decisive moment in the ending of the Cold War and earned it a lasting place in the History of mankind. [Texti á skildi í lundinum]

Nicholas Ruwe
Laugarnes
Laugarneskirkja


Laugarnes

Hér stóð kirkja til ársins 1794.

Rotaryklúbburinn Reykjavík – Austurbær reisti minnisvarðann.

Snarfari
Snarfari
 

Snarfari var stofnaður 1975.
Framkvæmdir hófust hér vorið 1985.
Guð blessi þetta bátalægi og alla þá sem hingað koma og héðan fara.
Gamlir félagar.   [Texti á skildinum]

Minnisvarðinn stendur á svæði Snarfara við Elliðavog.

Knattspyrnufélagið Víkingur


Knattspyrnufélagið Víkingur
stofnað 21 apríl 1908.
Fulltrúaráð Víkings reisti steininn í minningu frumkvöðlanna í september 2011.

 

Minnisvarðinn stendur á félagssvæði Víkings í Fossvogsdal

Kirkja í Laugarnesi
Laugarneskirkja


Laugarnes

Hér stóð kirkja til ársins 1794.

Rotary-klúbburinn Reykjavík – Austurbær

Laugarneskirkja
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
Rétttrúnaðarkirkja
 
Hér stendur til að reisa rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna í Reykjavík. Verkið hefur tafist af ýmsum ástæðum og því hefur kirkjan ekki risið enn. Texti á varðanum er á rússnesku.
Víkurkirkjugarður í Reykjavík
Víkurkirkjugarður
 

Hér var kirkjugarður Reykvíkinga frá upphafi kristni til 1838. Síðast var jarðsett í garðinum árið 1883.

Hér stóð Víkurkirkja til 1798 þegar Dómkirkjan tók við af henni sem kirkja Reykvíkinga.

Steinarnir með höggmyndum eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli voru reistir til minningar um 1000 ára kristni á Íslandi árið 2000.

Kirkjugarðurinn var við Aðalstræti og Kirkjustræti 

Víkurkirkjugarður
Þvottalaugarnar í Laugardal
 
Þvottahús Thorvaldsensfélgsins 1888
Hér stóð húsið sem Thorvaldsensfélagið lét reisa og færði bænum að gjöf.
Það veitti kærkomið skjól þeim sem strituðu við erfiði þvottanna allt til 1930.
 

Stendur við Þvottalaugarnar í Laugardal.

Minnisvarðar í Kirkjugörðum Reykjavíkur

Fossvogskirkjugarður

Minningaröldur Sjómannadagsins
Drukknaðir sjómenn


Minningaröldur sjómannadagsins

Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði reisti 2. júní 1996.

Nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig:
Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig
ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.   [Jes. 43:1]

Minnisvarði óþekkta sjómannsins

Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði reisti 1938, og endurbyggði 1988.

Minnisvarði um drukknaða
Minnisvarði óþekkta sjómannsins
Glitfaxi
Glitfaxi


Til minningar um þá sem farizt hafa í flugslysum

Flugmálafélag Íslands

Minnisvarðinn stendur við Fossvogskirkju og er eftir Einar Jónsson myndhöggvara.

Minnisvarði um slysið er í Fossvogskirkjugarði með nöfnum, þeirra sem fórust í slysinu.

Glitfaxi
Stríðsminnisvarði
 

Til minningar um flugliða Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Atlantshaf frá Íslandi 1940-1945. Minnisvarðinn var afhjúpaður af Hans kgl. tign Hertoganum af Kent 12. september 2007.
Gjöf Flugmálafélags Íslands.

Royal Air Force – United States Navy (USN)
Royal Navy Fleet Air Arm – United States Army Air Force (USAAF)
Royal Canadian Air Force (BCAF) – United States Coast Guard (USCG)

Kristinn Rúnarsson (1961-1988)
Þorsteinn Guðjónsson (1961-1988)
Kristinn Rúnarsson
 

Í minningu vinanna Kristins Rúnarssonar f. 25.1.1961 og Þorsteins Guðjónssonar 10.4.1961. 
Þeir klifu tind Pumari 7162 m í Nepal þann 19.10.1988 en komu aldrei til baka.

Fundnir 30 árum síðar 
hvíla hér.

Kjalarnes

Útialtari
Altari
 

Tilgangurinn með uppsetningu útialtaris og minnismerkis í landi Esjubergs er að vekja verskuldaða athygli á merkum kristnum sögustað. Útialtarið verður notað við kristið helgihald og ýmsar athafnir eins og brúðkaup og skírnir.
Fyrsta skóflustunga var tekin að altarinu 8. maí 2016 af biskupi Íslands, prófasti Kjalarnesprófastsdæmis, formanni Sögufélasins Steina, formanni sóknarnefndar Brautarholtssóknar og einu fermingarbarni. 
Altarið sjálft er sótt í Esjubergsnámur og upp úr því stendur tveggja metra keltneskur kross.

Altarið stendur í landi Esjubergs á Kjalarnesi

Seltjarnarnes

Bjarni Pálsson (1719-1779)
Bjarni Pálsson
 

Minnisvarði um Bjarna Pálsson landlækni stendur við Nes við Seltjörn á Seltjarnarnesi.

Bjarni Pálsson f. 17. maí 1719, d. 8. september 1779.
Skipaður fyrsti landlæknir á Íslandi 17. mars 1760 og sat að Nesi við Seltjörn 1763-1779.

Reist af Seltjarnarneskaupstað á 200 ára ártíð Bjarna Pálssonar 8. september 1979.

Björn Jónsson í Nesi (1772-1798)
Björn Jónsson
 

Hann var fyrsti lyfjafræðingurinn og apótekarinn á Íslandi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður 24. september 2021 og stendur í Urtagarði apotekarans við Nes á Seltjarnarnesi, en urtagarðurinn var gerður árið 2010 í minningu Björns Jónssonar, Bjarna Pálssonar landlæknis og Hans Georg Schierbeck, landlæknis með jurtum sem vitað er að apótekarar og lyfjafræðingar notuðu 1763-1834. Upphaflega er talið að Urtagarðurinn hafi staðið suður af Nesstofu, en nýi garðurinn er suðaustur af Nesstofu og stendur minnisvarðinn í garðinum.

Björn Jónsson (1932-2010)
Björn Jónsson


Björnslundur

Gróðursettur af félögum Rotaryklúbbs Seltjarnarness í minningu Björns Jónssonar (1932-2010) skólastjóra og skógræktarfömuðar 2019

Gróðurlundurinn er í útivistarsvæði við Suðurströnd á Seltjarnarnesi

Björn Jónsson
Nes við Seltjörn
Nes við Seltjörn
 

Hér stóð kirkja til ársins 1799

Minnisvarði um kirkju í Nesi við Seltjörn

Rotaryklúbbur Seltjarnarness reisti þennan minnisvarða.

Kópavogur

Systkinin frá Hvammkoti
Systkinin frá Hvammkoti


Til minningar um systkinin frá Hvammkoti

Sunnudaginn 1. mars 1874 voru þrjú systkin á heimleið frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þau þurftu að fara yfir lækinn á vaði nálægt þessum stað. Lækurinn var b ólginn vegna og hættulkegur yfirferðar. 
Tvö systinanna drukknðu í læknum.
Þau hétu Þórunn Árnadóttir, 18 ára
Árni Árnason 15 ára
Sigríður Elísabet Árnadóttir 17 ára komst lífs af.

Blessuð sé minning þeirra.

Gert á 140. ártíð, 1. mars 2014
Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs

Minnisvarðinn stendur í Kóopavogsdal, móts við Digraneskirkju

Systkinin frá Hvammkoti
Guðmundur H. Jónsson (1923-1999)
Guðmundur í Bykó


Guðmundur H. Jónsson
 
forstjóri BYKÓ
f. 1.8.1923 – d. 22.11.1999.

Var mikill áhugamaður um nýtingu og ræktun lands og tók þátt í að ryðja braut skógræktar á Íslandi.

Hann ræktaði þennan lund og gaf Skógræktarfélagi Kópavogs árið 1997.

Brjóstmyndin er eftir rússneskan listamann. 
Minnisvarðinn stendur í Guðmundarlundi.

Sr. Gunnar Árnason (1901-1985)
 

Hér stóð hús 
Sigríðar Stefánsdóttur og sr. Gunnars Árnasonar
sem var fyrsti sóknarprestur í Kópavogi (1952-1971)

Sr. Gunnar Árnason þjónaði Bústaðaprestakalli frá 1952 en hafði aðsetur í Kópavogi. Árið 1964 var Kópavogsprestakall skipt út úr Bústaðaprestakalli og varð sr. Gunnar fyrsti prestur prestakallsins, alltaf með aðsetur í Kópavogi. Minnisvarðinn er á grunni húss hans rétt ofan Vogatungu í Kópavogi.

Gunnar Árnason
Ólafur Kárason
Ólafur Kárason


Minnisvarði um Ólaf Kárason

Hjá lygnri móðu í geislaslóð
við græna kofann
hann sá hvar hún stóð hið fríða fljóð
fráhneppt að ofan.
    Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
    víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.

Á hann leit hún æskuteitu
auga forðum
það var kvöld í sveit og hún kvaddi hann veit ég kærleiksorðum.
    Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
    víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.

Inst í hjarta augað bjarta
og orðið góða
hann geymir sem skart uns grafarhúm svart
mun gestum bjóða.
    Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
    víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.
H.K.L.

Ólafur Kárason

Garðabær

Alfred Wegener
Alfred Wegener
_MG_8986-el
Minnisvarði
 

Landrekskenningin
Alfred Wegener setti landrekskenningu sína fram á árunum 1908-1912. Hann hafði veitt því eftirtekt að strendur meginlanda, einkum Afríku og Suður-Ameríku, falla býsna vel hvor að annarri. Hið sama átti við um jarðmyndanir og plöntu- og dýrasteingervinga á aðskildum meginlöndum.
Wegener dró þá ályktun að upphaflega hefðu öll löndin myndað eitt meginland, Pangeu. Hann hélt því jafnframt fram að á miðlífsöld, fyrir um það bil 200 milljónum ára, hefði Pangea byrjað að klofna, fyrst í tvo meginlandsfleka og síðar í fleiri og væru þeir á stöðugri hreyfingu, sums staðar hver frá öðrum, annars staðar hver að öðrum.
Samtímamenn Wegeners höfnuðu landrekskenningunni enda var fátt sem renndi stoðum undir hana í upphafi. það var ekki fyrr en um 1960 að hún fékk byr undir báða vængi. Það gerðist í kjölfar þess að breskum jarðeðlisfræðingum tókst að túlka rákamynstur sem fram kom við segulmælingar á Reykjaneshrygg. Síðan þá hafa fjölmargar niðurstöður mælinga á jarðskorpunni staðfest kenningu Wegeners enn frekar þannig að nú nýtur hún almennrar viðurkenningar.

Landrekskenningin
Stöpul þennan reisti þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) í aprílmánuði 1930 ásamt fleiri stöplum með það fyrir augum að færa sönnur á landrekskenninguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912. Landrekskenningunni var fálega tekið í upphafi. Nú nýtur landrekskenning Wegeners almennrar viðurkenningar. Alfred Wegener varð úti í rannsóknarleiðangri á Grænlandi 1930.

(Texti á skiltum á minnisvarðanum, sem er á Arnarnesi í Garðabæ.).

Urriðavöllur
Urriðavöllur


Lundur þessi er gróðursettur
í tilefni af Landsmóti Oddfellowa 1994

Minnisvarðinn stendur á Urriðavell í Urriðavatnsdölum

Urriðavöllur
Oddfellow
 

Oddfellowar á Íslandi létu gera þessa plötu til heiðurs þeim Oddfellowum sem gáfu
Oddfellowreglunni á Íslandi jörðina Urriðavatn.

Platan er fest á stein á Urriðavelli. golfvellinum í Urriðavatnsdölum

Hausastaðaskóli
Hausastaðaskóli


Hausastaðaskóli
1792-1812

Jörðin Hausastaðir liggur á sjávarbakkanum yst eða vestast í Garðahreppi, þar sem Álftanesið hefur sig út í flóann. Þar er afleíðandi land mót suðri, lágur ás til norðurs, og inn til norðausturs hæðardrög og holt, en til vesturs opinn flóinn, og sér suður um ströndina allt til Garðskaga. Þar var útræði.

Þessi staður var valinn fyrir hinn fyrsta heimavistabarnaskóla á landinu, sem jafnframt var um skeið eini starfandi barnaskóli landsins.

Árið 1793 var byggt skólahús á Hausastöðum. Það var timburhús, 15 álnir á lengd og 8 álnir á breidd, í 7 stafgólfum. Skólastjóri var Þorvaldur Böðvarsson, sálmaskáld og kunnur merkismaður frá Mosfelli í Mosfellsdal.

Þessu fyrsta barnaskólahúsi landsins er svo lýst við úttekt árið 1806, að það sé “afþiljað umhverfis í hvolf og gólf með fjalagólf yfir allt, svo nær sem grjótlögðu stykki fyrir framan skorsteininn. Langs eftir er húsið gegnum þiljað með skilrúmi, afdeilt í 4 værelsi fyrir utan kokkhús með lítilfjörlegu spísskamersi. Fyrir þesum værelsum eru 8 hurðir á járnum, fyrir 2mur skrár tvílæstar, fyrir 2 einlæstar og 2mur lítt nýtar. Fyrir forstofu þiljarðri er vænghurð á hjörum með klínku; fyrir útidyum hurð á járnum með stórri skrá einlæstri. Á húsinu eru 8 gluggar með 6 rúðum hver.”

Þá er því ennfremur lýst, að í “sængurkamersinu sé innþiljuð lokrekkja með lagföstum hillum umhverfis. Í dagkegustofunni er kaalofn, sem gengur út til kokkhússins, þar hjá opinn bókaskápur með 4 hillum.” Úr forstofu lá stigi upp á loft. kennslustofur voru niðir, en uppi á lofti voru svefnkamers. Á loftinu voru 3 gluggar með 4 rúðum hver.
Sér Þorvaldur stjórnaði skólanum í 12 ár eða til ársins 1804. Á þessu tímabili höfðu 26 börn verið í skólanum. Af þeim 12, sem fyrst voru tekin í skólann, hafði eitt farið úr skóla eftir vottorði landlæknis og úrskurði stiptamtmanns. Einn drengur og eins telpa höfðu verið öll þessi 12 ár í skólanum, og voru nú útskrifuð sem sjálfbjarga og vel vinnufær ungmenni, tvær telpur voru í 11 ár, drengur og telpa í 9 ár, drengur og telpa í 8 ár, einn drengur í 6 ár, en einn drengur vék úr skóla eftir eitt ár. Einn piltur, sem kominn var yfir brottfararaldur, hélt áfram að vinna á vegum skólans.
Börnin, sem þangað voru send, voru snauðust af hinum snauðu, – það voru börnin úr hópi þeirra, sem sveitarstjórnirnar seldu lægstbjóðanda á uppboði sveitarómaga, – það voru vonarpeningar þjóðfélagsins. Þau, sem verið höfðu á flækingi, eignuðust nú heimili og áttu vinum að fagna.
Sumarið 1812 voru áhöld skólans og innanstokksmunir seldir á uppboði, og hljóp það allt á rúma 24 rd. Skólinn hafi starfað í 18 ár, hinn eini barnaskóli landsins á þeirri tíð, og þar af einn vetur hinn eini starfandi skóli í landinu.
Börnin, sem verið höfðu í skólanum, voru send hvert á sína sveit, og heitið meðlagi með þeim úr Thorkelliisjóði. [Lengri útgáfa á Ferlir.is]

Minnisvarðinn stendur við Haustastaði á Álftanesi og var reistur 18.10.1978

Hausastaðaskóli

Hafnarfjörður

Altari sjómannsins
Altari sjómannsins

 

Altari sjómannsins

Til minningar um horfna sjómenn

Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson árið 1993 og stendur hann framan við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði

 

Minning um drukknaða fiskimenn


Minning um drukknaða fiskimenn

Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922
og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922

Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.

Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.

Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.

Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.

Platan er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.

Minnisvarði
Sigling
Minnisvarði um sjómenn


Sigling
Tæpum tuttugu árum eftir að hafin var fjársöfnun til að reisa „minnismerki um drukknaða hafnfirzka sjómenn“ var „heiðursmerki sjómanna“ vígt við Strandgötu í Hafnarfirði. Verkið heitir „Sigling“ og er eftir Þorkel G. Guðmundsson, auk nafns verks og höfundar er áletrunin: „Heiðursvarði hafnfirzkra sjómanna. Reistur 1974 af Hafnarfjarðarbæ.“ Í stað þagnar sem oft fylgir afhjúpun minnismerkja um samfélagsleg áföll var hrópað ferfalt húrra við afhjúpunina, fyrir hafnfirskri sjómannastétt.

Minnisvarðinn stendur framan við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði

Minnisvarði um látna skáta
Skátar
 

Minnisvarði um látna gildisfélaga með þökk fyrir samfylgdina.
Minningarnar lifa.

Minnisvarðinn sendur við skátaskálann við Hvaleyrarvatn.

Bjarni Sivertsen (1763-1833)
 
Bjarni Sivertsen (1763-1833) riddari
 

Faðir Hafnarfjarðar. Brjóstmyndin gerð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur í Hellisgerði

Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Friðrik Bjarnason
 
Tónlist hans lifir
Friðrik Bjarnason

Fæddist á Stokkseyri 27. nóvember 1908
Fluttist til Hafnarfjarðar árið 1908
Organisti við Hafnarfjarðarkirkju í 36 ár
Kennari, tónskáld og kórstjóri.
Stofnaði Karlakórinn Þresti árið 1912.
Hann lést 28. maí 1962.

Karlakórinn Þrestir gekkst fyrir afhjúpun minnismerkisins í tilefni af 100 ára afmæli kórsins 
19. febrúar 2012.
Verkefnið var styrkt af Hafnarfjarðarbæ.  [Texti á skildi]

Minnisvarðinn stendur við Hafnarfjarðarkirkju

Guðmundur Einarsson (1883-1968)
Guðmundur Einarsson
 

Frumkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis 1923.
Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmyndina sem er á klettavegg við Fjarðarhelli í Hellisgerði. Brjóstmyndin var afhjúpuð 5. október 1963.

Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Hellisgerðis var 5. október 1963 afhjúpaður minnisvarði af Guðmundi Einarssyni (1883-1968), trésmíðameistara og framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Dvergs, en hann átti frumkvæðið að stofnun garðsins, ræktun hans og vernd. Þá hélt Guðmundur framsögu á fundi í Málfundafélagi Magna 15. mars 1922, þar sem hann benti á hvílík áhrif það gæti haft til bóta fyrir bæinn ef félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði þar sem sérkenni landsins, hraunborgirnar og gjárnar, fengju að halda sér og njóta sín óspillt, jafnframt því að hlúa að gróðrinum. Fullyrti Guðmundur að slíkur garður myndi vera félaginu til sóma og bænum til prýði. Árið eftir hófust fyrstu framkvæmdir í garðinum en myndin af Guðmundi er felld inn í hraunvegg, rétt við hellinn í gerðinu. [Hafnarborg]

,,Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar og liggur vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Nafnið tengist Fjarðarhelli fyrir miðju garðsins sem var upphaflega fjárskjól. Hellisgerði var afhent Málfundafélaginu Magna í sumarbyrjun 1923 og hófst ræktun sumarið eftir. Sumarið 1927 var Hellisgerði opnað almenningi á sunnudögum og nokkrum árum seinna var það opið alla daga eftir hádegi yfir sumarmánuðina. Núna er Hellisgerði almenningsgarður sem er öllum opinn. Þó svo að Hellisgerði sé formlega talið vera níutíu ára gamalt má rekja upphafið til ræktunartilrauna athafnamannsins Bjarna Sívertsens.” [Ferlir]

Guðmundur Gissurarson (1902-1968)
Guðmundur Gissurarson


Guðmundur Gissurarson

Fyrsti forstjóri Sólvangs og formaður byggingarnefndar Sólvangs
Gjöf Félags ungra jafnaðarmanna til Sólvangs.
Gestur Þorgrímsson gerði verkið 1966.

Verkið stendur við Hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.
Guðmundur Gissurarson
Hrafna-Flóki
Hrafna Flóki
 
Hér á Hvaleyri hafa íbúar í Sveio í Noregi reist vörðu (varða) til minningar um Flóka Vilgerðarson og komu hans í Hafnarfjörð og fært Hafnfirðingum að gjöf. Varðan er nákvæm eftirmynd af samskonar minnismerki sem þeir hafa áður reist í Ryvarden í Noregi, staðnum þar sem Flóki lagði af stað í landnámsleiðangur sinn. Þótt sá leiðangur mistækist varð hann þó til þess að gefa Íslandi það nafn sem það hefur borið síðan.
 
Minnisvarðinn stendur efst á Hvaleyri í Hafnarfirði, við golfvöllinn.
Óskar Páll Daníelsson (1979-2012)
 

Óskar Páll Daníelsson 
f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012

Frá Dýrð til Dýrðar

Þetta skilti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar hrapaði þar

Stefánshöfði
Stefán Stefánsson
 
Stefánshöfði er vestan við Kleifarvatn. Höfðinn er nefndur eftir Stefáni Stefánssyni f. 5.12.1878, d. 22.12.1944, eða Stebba guide, en ösku hans var dreift í vatnið árið 1944.
 
Skjöldur á klettavegg Stefánshöfða við veginn.
Stefán Stefánsson
Þórður Edilonsson (1875-1941)
Þórður Edilonsson


Þórður Edilonsson
læknir

Þórður Edilonsson fæddist 16. september 1875 og lést 14. september 1941. Hann var stúdent frá MR 1895 og lauk prófi frá læknaskóla í Reykjavík 1899. Vann á sjúrahúsum erlendis 1899-1900, en varð staðgengill héraðslæknis í Keflavík sumarið 1899. Settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1900-1903, aðstoðarlæknir í Reykjavík með aðsetur í Hafnarfirði. Aftur settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1903-1908. Settur Héraðslæknir í Hafnarfirði 1908 til æviloka 1941. 
Þórður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Hafnarfirði, m.a. í bæjarstjórn, fræðslustjórn, stjórn sparisjóðs Hafnarfjarðar o.fl. Hann sat einnig í stjórn Læknafélagsins.

Kona hans var Helga Benediktsdóttir skálds Sveinbjarnarsonar Gröndal. Þau áttu tvo syni.

Minnisvarðinn stendur við Sólvang í Hafnarfirði og er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Brautryðjendur
Brautryðjendur

Til minningar um brautryðjendurna
Þorvald Árnason, Jón Gest Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld, sr. Garðar Þorsteinsson

sem unnu óeigingjarnt starf við skógrækt í Hafnarfirði.

Minnisvarðinn stendur í Gráhelluhrauni, Hafnarfirði

Brautryðjendur
Aðalheiður Magnúsdóttir (1914-1994)
Andrés Gunnarsson (1904-2003)
Aðalheiður og Andrés

Andrésarlundur

Í minningu hjónanna Aðalheiðar Magnúsdóttur og Andrésar Gunnarssonar.

Minnisvarðinn stendur í Andrésarlundi við Hvaleyrarvatn.

Björn Árnason (1928-2007)
Björn Árnason


Björnslundur

Til minningar um Björn Árnason

bæjarverkfræðing og skógarbónda

Minnisvarðinn stendur í skógræktinni við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975)
Guðmundarlundur


Guðmundarlundur

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975) kennari
gróðursetti furulundinn.
Sumarið 1965 hóf Guðmundur gróðursetningu á stafafuru í Gráhelluhrauni og er þar nú þéttur skógur. Minningarskjöldur hans er á stórri hraunhellu við göngustíginn í miðjum skógræktarreitnum sem hann plantaði út. 

Minnisvarðinn er i Gráhelluhrauni

Hólmfríður Finnbogadóttir (1931-2019) Reynir Jóhannsson (1927-2012)


Hólmfríður Finnbogadóttir
og Reynir Jóhannsson 
hófu skógrækt hér 1980.

Hólmfríður hóf störf hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar 1980, sat í stjórn og var formaður og síðan framkvæmdastjóri til 2013.

Afhjúpað á sjötíu ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2016.

Minnisvarðinn stendur við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.

Hólmfríður Finnbogadóttir
Ingvar Gunnarsson (1886-1961)
Ingvar Gunnarsson
 

Til minningar um 
Ingvar Gunnarsson 
fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

,,Árið 1930 hóf Ingvar Gunnarsson kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar gróðursetningu í Undirhlíðum en Litli-Skógarhvammur var girtur í ársbyrjun 1934. Sama vor hófu nemendur Barnaskóla Hafnarfjarðar ræktun Skólalundar undir stjórn Ingvars. Næstu árin plöntuðu börnin út mörg þúsund trjáplöntum, en starfinu lauk þegar fullplantað var í girðinguna fáum árum seinna. Skógrækargirðingin fékk lítið sem ekkert viðhald en 1942 gerði bæjarstjórnin samning við Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar um sumarbeit innan bæjargirðingarinnar. Fjáreigendur tóku að sér að annast viðhald allra girðinga í upplandinu, en þrátt fyrir samninginn töldu þeir sig ekki hafa efni á að viðhalda skógræktargirðingunni. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritaði bæjarstjóra bréf  1948 og óskaði eftir því að girðingin væri endurnýjuð. Sumarið áður hafði sauðfé gert sig heimakomið í Skólalundi og skemmt birkikjarrið mikið og bitið stöku skógarfurur og grenitré.
Þann 25. júní 2005 fór fram táknræn athöfn í Undirhlíðaskógi þegar 75 trjáplöntur voru gróðursettar í Skólalundi til að minnast 75 ára afmælis Skógæktarfélags Íslands og að 75 ár voru liðin frá því að Ingvar Gunnarsson gróðursetti þar fyrstu trén.” [Undirhlíðar]

Minnisvarðinn stendur í Skólalundi í Undirhlíðum

Jónas Guðlaugsson (1929-2009)
Jónas Guðlaugsson
Jónas Guðlaugsson
 
Í minningu Jónasar Guðlaugssonar

Vinabæjarfélagið Cuxhaven – Hafnarfjörður.

Jónas Guðlaugsson fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum 21. apríl 1929 og lést 30. júlí 2009. Jónas var ekki nema 13 ára þegar hann setti upp vindmyllu við heimili sitt sem var tengd rafgeymi og lagði rafmagn í bæinn. Það kom engum á óvart þegar hann hóf nám í rafvirkjun á Selfossi og seinna í Reykjavík. Hann hélt síðan til Hamborgar í Þýskalandi til að læra rafmagnstæknifræði og lauk prófi árið 1959. Á Þýskalands árunum kynntist hann Dórótheu Stefánsdóttur frá Siglufirði og gengu þau í hjónaband og eignuðust fjögur börn.

Jónas starfaði við raflagnateikningar eftir að hann sneri aftur heim til Íslands og var verkstjóri á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í eitt ár en kenndi einnig við Iðnskólann á Selfossi áður en hann réðst sem tæknifræðingur til Rafveitu Hafnarfjarðar árið 1962. Þar gat hann sér gott orð og var gerður að rafveitutstjóra árið 1969. Hann var rafveitustjóri til ársins 1999 þegar hann lét af störfum.

Föstudaginn 6. júlí komu nokkrir félagar úr Vinabæjarfélaginu Cuxhaven – Hafnarfjörður ásamt nokkrum góðum gestum frá Þýskalandi saman í Cuxhaven lundinum við Hvaleyrarvatn. Tilgangur samfundarins var afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins. Síðan héldu allir viðstaddir í Selið, höfuðstöðvar Skógræktarfélagsins, þar sem bornar voru fram veitingar. (Cuxhaven-lundur)

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996)
Ólafur Vilhjálmsson


Ólafslundur
Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson
(1914-1996) var einn af stofnendum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hann var kjörinn í varastjórn á stofnfundinum og starfaði með félaginu alla tíð. Hann tók við formennsku árið 1965 og gegndi þeirri stöðu lengst allra eða í 24 ár. Hann var vakinn og sofinn í starfinu og fáir einstaklingar hafa lagt eins mikið af mörkum við ræktunarstarfið og hann. Ólafur var útnefndur heiðursfélagi á 45 ára afmæli félagsins 1991, en tveimur árum fyrr hafði hann látið af formennskunni eftir áratuga farsælt starf. Á ýmsu gekk í formannstíð Ólafs og félagið varð fyrir nokkrum áföllum. Með þrautseigju sinni, æðruleysi og dugnaði tókst Óla Villa að færa alla hluti til betri vegar. Til að minnast þessa mæta forystumanns var útbúinn fjölbreyttur skógarreitur í suðausturhlíðum Húshöfða, sem nefndur er Ólafslundur. Þar stendur minningarsteinn Ólafs Tryggva Vilhjálmssonar.

Ólafur fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1915 í Illugahúsi (Kóngsgerði) í vesturbæ Hafnarfjarðar. Hann var lengst af starfsævinni leigubílstjóri og bjó ásamt fjölskyldu sinni að Bólstað í Garðabæ. Ólafur var einn helsti hvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Garðabæjar.

Rolf Peters
Rolf Peters
_MG_9586-e
 

Í minningu Rolf Peters
Vinabæjarfélagið Cuxhaven – Hafnarfjörður

Jónas Guðlaugsson og Rolf Peters frá Cuxhaven áttu mikinn þátt í þeim góðu samskiptum sem mynduðust milli vinabæjanna Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi eftir að stofnað var til þeirra árið 1988. Þetta leiddi til þess að árið 1993 var stofnað félag í Hafnarfirði um vinabæjarsamstarfið og tók Jónas strax sæti í stjórn félagsins. Hann var formaður félagsins á árabilinu 1999 til 2007 og voru stjórnarfundir gjarnan haldnir á heimili hans og Dórótheu Stefánsdóttur. Jónas var jafnan í fararbroddi þegar gesti frá Þýskalandi bar að garði og sá til þess að þeir nytu þess besta sem Hafnarfjörður hafði upp á að bjóða. Þegar Jónas ákvað að láta af stjórnarsetu vegna heilsufarsástæðna árið 2007 voru þau hjón gerð að heiðursfélögum í Vinabæjarfélaginu. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Jónasi hlotnaðist því borgaryfirvöld í Cuxhaven veittu honum heiðursorðuna ,,Schloss Ritesbüttel“ árið 2002 og Johannes Rau forseti Þýskalands sæmdi hann heiðursorðunni ,,Das Verdienstkrauz 1. Klasse“ árið 2003. (Cuxhaven-lundur)

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

 

Systkinalundur
Systkinalundur
 
Minningarlundur

Gunnlaugs Kristmundssonar,
Ingibjargar Kristmundsdóttur og
Guðmundar Kristmundssonar.

Þau systkinin voru fædd á Haugi í Núpsdal í Miðfirði en fluttust síðar öll til Hafnarfjarðar. Hélt Ingibjörg heimili með Gunnlaugi þar í bæ en síðar með Guðmundi í Sveinskoti á Hvaleyri. Sandgræsluvörður var Gunnlaugur skipaður árið 1907 og gegndi síðan því starfi í 40 ár, en sandgræðslustjóraembættið var ekki formlega stofnað fyrr en 1942. [Mbl. 28/6/1989]

Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1989 og stendur hann í skógarlundi við Hvaleyrarvatn, sem við þau systkinin er kenndur og kallaður Systkinalundur.
Minnisvarði um Gunnlaug Kristmundsson er einnig í Gunnarsholti.
Trjálundur Lions
Lions
 
Trjálundur Alþjóðasamtaka Lions 
Lions Clubs International
Fundur alþjóðastjórnar Lions haldinn á Íslandi í apríl 2019
Guðrún Yngvadóttir alþjóðaforseti Lions 2019
 
Minnisvarðinn stendur við Kaldárselsveg
Vatnshlíðarlundur
Hjálmar R. Bárðarson
 

Til minningar um hjónin 
Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra
og Else Sörensen Bárðarson.
Þau gáfu hluta eigna sinna til landgræðsluskógræktar, þar sem áður var lítt gróið bersvæði.
Með virðingu og þökk
Landgræðslusjóður 2012.

Lundurinn er í hlíðinni vestan Hvaleyrarvatns

Vatnshlíðarlundur

Mosfellsbær - Mosfellssveit

Gosminning

 

Varði þessi er reistur sem þakklætisvottur fyrir mikla hjálp finnsku þjóðarinnar við uppbyggingu Vestmannaeyja eftir gosið á Heimaey 1973.
Uhro Kekkonen forseti Finnlands afhjúpaði hann í ágúst 1977.

Minnisvarðinn stendur í götunni Arnartanga í Mosfellsbæ

_MG_9130-e
UMF Afturelding
Afturelding


UMF Afturelding

Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.
Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni páskamessu í Lágafellskirkju.
Mosfellsbær lét gera 11. apríl 2009.
 

Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju

Ungmennafélag Íslands
Mosfellsbær


Mosfellingar

Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd 20. Landsmóts UMFÍ 12.-15. júlí 1990.
Ungmennafélag Íslands.

Stendur við íþróttavöllinn í Mosfellsbæ

 

Árni Yngvi Einarsson (1907-1979)
Árni Yngvi Einarsson

Minning 
Árni Yngvi Einarsson
Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 1948-1977.
 
Óðinshrafn eftir Ásmundur Sveinsson. Minnisvarðinn stendur við Reykjalund.
Magnús Grímsson (1825-1860)
Magnús Grímsson
 
Magnús Grímsson,  f. 3.6.1825  d. 18.1.1860
Nihil tetigit quod non ornavit.

Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, í hlíðinni ofan við kirkjuna
Oddur Ólafsson (1909-1990)
Ólafur Oddsson
 

Reist til minningar um Odd Ólafsson
yfirlækni á Reykjalundi 1945-1970

Listaverkið heitir Lífslöngun 
eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.

Verkið stendur við Reykjalund í Mosfellsbæ

 

Ólafur Oddsson
Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
 

Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli 22. október 1863.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.
Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Hugsjónakona og mannvinur.
Ólafía lést í Osló 1924 og reistu vinir hennar minnisvarða þar í borg með þessari áletrun:

Vinur hinna ógæfusömu

Brjóstmyndin er eftir Krist-Thor Pjétursson (1926) og minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal
Minnisvarði um Ólafíu stendur í Vaterlandsparken í Oslo

Runólfur Jónsson (1927-1991)
Runólfur Jónsson


Runólfur Jónsson

Vistmaður og starfsmaður 1951-1991.
SÍBS-deildin Reykjalundi.

Runólfur óx úr grasi í Böðvarsdal. Hann naut almennrar barnaskólafræðslu hjá föður sínum og gekk með vexti til almennra verka á bænum. Hann fór í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal þegar hann hafði aldur til og lauk þar námi árið 1948. Enda þótt hann hefði ávallt verið vel hraustur og við bestu heilsu, eins og hann sagði síðar frá, veiktist hann illa snemma sumars 1948 og lá heima hjá sér mest allt sumarið með hita og verk undir síðu. Í ljós kom að þarna var um brjósthimnubólgu að ræða og reyndist hún berklakyns. Hann fór á Kristneshælið um haustið. Upphófst þar með 5 ára barátta Runólfs við berklaveikina. Það er til happs komandi kynslóðum að Runólfur skráði ágrip þeirrar baráttusögu sem birtist í ársriti SÍBS 1981 og ber heitið “Níu rif – og örlítið meir.” Frásaga Runólfs af baráttunni við berkla er lífandi og sönn, án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni og eftirköstum hennar.
Hugur Runólfs stóð til búskapar í Vopnafirði, en sökum berklanna var hann ekki til stórræða. Haustið 1951 fór hann að Reykjalundi þar sem hann hóf störf við trésmiðju sem þar var starfrækt. Hann útskrifaðist af Reykjalundi árið 1953. Sama ár keypti Reykjalundur plastverkstæði í Reykjavík sem flutt var að Reykjalundi og kom Runólfur þá aftur þangað. Starfaði hann eftir það við plaststeypuna og síðar sem verkstjóri á Reykjalundi. Starfsævi hans þar varð 37 ár.

Árið 1958 giftist Runólfur Steinunni Júlísdóttur. Hún átti son sem þá var 12 ára og gekk Runólfur honum í föðurstað. Dóttir hans, Erla bjó á Vopnafirði. Þau Runólfur og Steinunn byggðu sér hús, sem þau kölluðu Gerði, á skjólgóðum stað stutt frá Reykjalundi. Þar ræktuðu þau tré og ýmsan annan gróður. [Úr minningargrein eftir Hauk Þórðarson í Mbl. 15/2/1991]

Minnisvarðinn stendur í trjálundi við Reykjalund.

_MG_1322-e-2
Sigurjón Pétursson (1888-1955)
Sigurður Pétursson


Sigurjón Pétursson
á Álafossi
Hann var glímukapppi og síðar stofnandi  ullarverksmiðjunnar Álafoss í Álafosskvos í Mosfellsbæ og rak hana í mörg ár og famleiddi alls kyns varning úr íslenskri ull.

Brjóstmyndin er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í Álafosskvos. Minnisvarðinn var afhjúpaður á fánadaginn, 12. júní 1957.

Sigurjón Pétursson
Stefán Þorláksson (1895-1959)
 
Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal,1895-1959.

Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
Stefán Þorláksson