Minnisvarðar á Suðurlandi

Reykjanes, Reykjanesbær

FótboltiÞetta minnismerki var reist með stuðningi Íslandsmeistara Keflavíkur 1964, 1969, 1971 og 1973 og bikarmeistara 1975.

Nöfn 36 leikmanna eru á skildinum.

Einnig styrktu þessir aðilar verkið,
Reykjanesbær, Kaupfélag Suðurnesja, KSÍ, Samfylkingin, K. Steinarsson, Steinar Sigtryggsson, Knattspyrnudeild Keflavíkur.

Minnisvarðinn stendur á knattspyrnuvellinum í Keflavík

Árni Vigfús Árnason
Árni Vigfús Árnason (1942-1991)
Minningarreitur um Árna Vigfús Árnason
gildismeistara sem lést í bílslysi 16.10.1991.
Blessuð sé minning hans!
St. Georgsgildið í Keflavík.
 
Minnisvarðinn stendur austan við Reykjanesbrautina, rétt sunnan Vogaafleggjara.
Kúagerði
Kúagerði
Varða þessi var hlaðin að frumkvæði Áhugamanna um bætta umferðarmenningu í byrjun sumars 1990 til minningar um þá sem látist höfðu eða slasast alvarlega í umferðinni á Reykjansbrautinni. Þessi kafli brautarinnar hafði sérstaklega háa slysatíðni og þess vegna var ákveðið að hlaða vörðuna þarna, bæði til minningar um þá látnu og jafnframt öðrum vegfarendum til áminningar um að fara gætilega. Það var hleðslumaður úr Hafnarfirði sem hlóð mannvirkið. [Ferlir.is]

Varðan stendur við Vatnsleysuvík í Kúagerði

 
 

Grindavík

Oddur V. Gíslason
Oddur V. Gíslason (1836-1911)
Oddur V. Gíslason
Fæddur 8.4.1936
Kvæntist Önnu Vilhjálmsdóttur úr Kotvogi í Höfnum 31.12.1870
Lauk embættisprófi í guðfræði 1860.

Fyrst prestur að Lundi í Borgarfirði 1875-1878
Sóknarprestur að Stað í Grindavík og Höfnum 1878-1894
Fluttist þá til Vesturheims og andaðist þar 10.1.1911.
Hann var hugsjóna- og framkvæmdamaður, brautryðjandi um slysavarnir á Íslandi. 
Lagði grunninn að barnafræðslunni í Grindavík árið 1889. [Texti á minnisvarðanum].

Minnismerkið er reist af söfnuðunum í Grindavík og Höfnum ásamt ættingjum og
Slysavarnarfélagi Íslands árið 1990. 

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum á Stað í Grindavík og er eftir Gest Þorgrímsson (1990).

 

Minnisvarði um týnda
Minnisvarði um týnda menn
Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, 
hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt,
né nokkuð annað skapað muni geta gert oss viðskilja við
kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú drottni vorum
. Róm 8:38-39.” 

Á minnisvarðann eru festir skildir með nöfnum þeirra sem týnst hafa.
Minnisvarðann reistu samtök sjómanna og útvegsmanna í Grindavík
á Sjómannadaginn 10. júní 1990 og stendur hann í kirkjugarðinum á Stað. 
[Letrað á minnisvarðann].

Árnessýsla

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson (1908-1970) Sigríður Björnsdóttir (1919-1970)
Hér stóð ráðherrabústaðurinn sem brann 10. júlí 1970.
Þar létust
Bjarni Benedikltsson forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir kona hans, 
Benedikt Vilmundarson dóttursonur þeirra.
Íslenska þjóðin reisti þennan minnisvarða.
 

Minnisvarðinn stendur undir Hallanum  sunnan við Valhöll á Þingvöllum þar sem Ráðherrabústaðurinn eða Konungshúsið stóð. Konungshúsið var byggt  á Efri-Völlum 1907 áður en von var á Friðriki VIII konungi til landsins, en var flutt fyrir Alþingishátíðina 1930 á þann stað sem hann var síðan og kallaður Ráðherrabústaður eftir það því ráðherrar nýttu hann.

Arnarbæliskirkja
Arnarbæliskirkja
Hér stóð Arnarbæliskirkja.
Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 en var lögð niður 1909.
Þessi minnisvarði stendur í gamla kirkjugarðinum í Arnarbæli
Konungssteinn C IX.

Konungssteinn Kristjáns IX Danakonuns sem reistur var honum til heiðurs við konungskomuna 1874.

Letrið á steininum 1874 er verk Sverris Runólfssonar sem var íslenskur brautryðjandi í steinhöggi og hafði lært þá iðn í Danmörku. Letrið var endurnýjað árið 2007 að tilhlutan Dansk-Íslenska verslunarfélagsins.

Steinninn stendur i hlíðinni rétt austan við Geysi.

Konungssteinn Friðrik VIII.
Konungssteinn Friðriks 8. Danakonungs sem reistur var honum til heiðurs við konungskomuna 1907.
Nú var Sverrir Runólfsson ekki lengur viðlátinn og þá valdist til verksins annar steinhöggvari, Júlíus Schou. Hann var upprunnin í Borgundarhólmi en fluttist til Íslands í fyrstu ásamt tveim öðrum steinsmiðum til að reisa Alþingishúsið. Letrið á steininum var endurnýjað árið 2007 að tilhlutan Dansk-Íslenska verslunarfélagsins.

Steinninn stendur í hlíðinni rétt austan við Geysi
Konungssteinn
Konungssteinn C X.
Konungssteinn Kristjáns X Danakonungs sem reistur var honum til heiðurs við konungskomuna 1921.
Það kom einnig í hlut Júlíusar Schou að höggva fangamark Kristjáns X. á steininn við komu hans til Íslands 1921. Letrið á steininum var endurnýjað árið 2007 að tilhlutan Dansk-Íslenska verslunarfélagsins.
 
Steinninn stendur í hlíðinni rétt austan við Geysi
Sandgræðsla
Sandgræðsla

Hér hófst sandgræsla á vegum ríkisins 8. júlí 1907.

Minnisvarðinn var reistur 8. júlí 2007 við Reyki á Skeiðum [sjá Bændablaðið, 15. janúar 2008]

Skógræktarfélag Árnesinga
Skógræktarfélag Árnesinga stofnað 2. nóvember 1940
Framkvæmdastjórar 1940-2010
Óskar Þór Sigurðsson, skólastjóri á Selfossi, verkstjórn á Snæfoksstöðum sumurin 1958-1970
Garðar Jónsson, framkvæmdastjóri 1963-78,
Böðvar Guðmundsson, skógarvörður á Selfossi, framkvæmdastjóri 1978-
Félagið keypti Snæfoksstaði 4. apríl 1954 og reisti minnisvarðann sumarið 2010 á 70. afmælisári félagsins.
Formenn félagsins 1940-2010
Jón Ingvarsson, vegaverkstjóri á Selfossi, formaður 1940-1946;
Ólafur Jónsson, kaupmaður í Hlöðum, formaður 1946-1974;
Sigurður Ingi Sigurðsson, oddviti á Selfossi, formaður 1974-1981;
Kjartan Ólafsson, alþingismaður í Hlöðutúni, formaður 1981-1995, 2009-
Óskar Þór Sigurðsson, skólastjóri á Selfossi, 1996-2009
Einnig eru allir stjórnarmenn á 70 árum taldir upp á einum skildi, en þeir eru 24 talsins
Félagsdeildir:
Skógræktarfélag Árnesinga tók upp deildarskiptingu á aðalfundi 14. apríl 1951.
Félagsdeildir hafa verið starfandi í flestum hinna fornu hreppa í Árnessýslu og gróðursett er í heimalönd.
Taldar eru upp 16 deildir Skógræktarfélagsins í Árnessýslu.
 

Minnisvarðinn stendur á Snæfoksstöðum

Arbonne International
Arbonne International
Arbonne International pure Swiss skin care.
This cairn erected and 10,000 trees planted today by proud representative and their families from Iceland, Norway and USA.
This plaque recognizes all with special thanks to those who made it possible;
Skógrækt ríkisins, Inga Holdö and Gísli Sigurðsson.
Haukadalur 9th day of June, 1990

Stendur í Haukadalsskógi
Skaftholtsrétt
Skaftholtsréttir

Elstu heimildir frá 13. öld.
Endurgerð réttarinnar 2000-2009

Vinir Skaftholtsrétta

Stendur við Skaftholtsréttir

Skaftholtsréttir
Skaftholtsréttir
Elstu réttir landsins
Fjallkóngar á Gnúpverjaafrétti á síðustu öld og síðan:
Erlendur Loftsson 1893-1906 Hamarsheiði
Ólafur Bergsson 1907-1927 Skriðufelli
Jóhann Kolbeinsson 1928-1961 Hamarsheiði
Sigurgeir Runólfsson 1962-1976 Skáldabúðum
Sveinn Eiríksson 1977-1984 Steinsholti
Árni Ísleifsson 1985-2000, 2003 Þjórsárholt
Már Haraldsson 2000-2001 Háholti
Lilja Loftsdóttir 2004-     Brúnum

Stendur við Skaftholtsréttir
Hjálmar R. Bárðarson
Þjórsárdalsskógur
Til minningar um hjónin 
Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra (1918-2009)
Else Sörensen Bárðarson (1920-2008)
Þau gáfu skerf af eigum sínum til landgræðsluskógræktar
og hluta hefur verið varið til að endurheimta skóga í Þjórsárdal.
Með vinsemd og virðingu
Landgræðslusjóður 2012.

Stendur við Hjálparfoss í Þjórsárdal
Ásgrímur Jónsson
Ásgrímur JónssonÁsgrímur Jónsson (1876-1958)
Ásgrímur Jónsson listmálari
fæddist í Rútsstaðahjáleigu árið 1876

 

Minnisvarði stendur við Timburhóla, ekki langt frá fæðingarstað listamannsins.

Ríkisstjórn Íslands reisti Ásgrími bautastein í kirkjugarði Gaulverjabæjarkirkju.

Bergþór úr Bláfelli
Minnisvarði um Bergþór úr Bláfelli, sem jarðsettur var þar sem heyrðist í kirkjuklukkum og nið Tungufljótsins, sbr. þjóðsöguna um Bergþór úr Bláfelli.
Helgi Pjeturs
Dr. Helgi Péturss jarðfræðingur (1872-1949)

,,Starfsævi hans var á sviði jarðvísinda og heimsfræði.

Það sem þúsundir milljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða góðheimi, er lífið á öðrum hnöttum.

Á nálægum slóðum urðu honum ljósar jökulminjar, sem leiddu hann til þeirrar meginuppgötvunar að ísöld skiptist í jökulskeið og hlýskeið.

Hér í Hlíð átti hann athvarf og mótaði ýmsar merkustu hugmynda sinna.” [Texti á minnisvarða]

Vangamynd gerði Ívar Valgarðsson eftir ljósmynd Jóns Kaldal.
Minnisvarðinn sem var afhjúpaður árið 2010 stendur við bæinn Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Aðrir minnisvarðar eru um dr. Helga í Hellisholtum og í Reykjavík.

Helgi Pjeturss
Dr. Helgi Pjetuss jarðfræðingur (1872-1949)
,,Sumarið 1899 fann Helgi Pjeturss hér í Nónási berglag sem hann sá að mjög líktist jökulruðningi. Það er á milli basaltlaga í snarhallandi berggrunni Hreppanna. Sama sumar fann hann slík berglög víðar í Hreppum. Hann sá að á ísöld höfðu skipst á jökulskeið og hlýskeið löngu áður en landslagið mótaðist sem nú sjáum við. 
Hann fylgdi þessari uppgötvun eftir á rannsóknarferðum um Vestur- og Norðurland og fann einnig þar harnaðan jökulruðning á milli basaltlaga í blágrýtisfjöllum.
Uppgötvun hans leiddi til nýs skilnings á jarðsögu Íslands.
Nú er vitað að bergið í Nónási er tæplega tveggja milljón ára gamalt.
Minningarskjöldur reistur árið 2010 að frumkvæði Garðars Olgeirssonar og Önnu E. Ipsen í Hellisholtum, Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss og Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings.”

(Texti á íslensku og ensku.)

Minnisvarðinn er festur á klettavegg Nónáss við Hellisholt í Hreppum. Vangamynd eftir Ívar Valgarðsson eftir ljósmynd Jóns Kaldal.

Aðrir minnisvarðar eru um dr. Helga í Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og í Reykjavík.-

Jón Arason
Jón Arason byskup (1484-1550)
Jón Arason byskup ljet hér lífið fyrir trú sína og ættjörð 7. nóvember 1550.
Prestur og síðar byskup á Hólum í Hjaltadal 1522 til dauðadags.
 

Minnisvarðinn stendur í Skálholti

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson (1920-2001)
Í minningu Jóns Ólafssonar (1920-2001)
gaf fjölskylda hans Skaftholtsréttum þessa fánastöng árið 2007.
Jón var bóndi i Eystra-Geldingaholti og fjallmaður Gnúpverja í áratugi.

Minnisvarðinn stendur við Skaftholtsréttir
Magnús Helgason
Magnús Helgason (1857-1940) frá Birtingaholti
Séra Magnús Helgason frá Birtingaholti
Skólastjóri Kennaraskóla Íslands 1908-1929.

Minnisvarðinn stendur á Flúðum

Valdimar Briem (1848-1930)
Valdimar Briem sálmaskáld
f. 1.2.1848 – d. 3.5.1930
Prestur á Stóra-Núpi

Einn geisli lýst upp getur myrkan klefa.
einn neisli kveikt í heilum birkilundi,
einn dropi vatns sér dreift um víðan geiminn.

Ein hugsun getur burt rýmt öllum efa,
eitt orð í tíma vakið sál af blundi,
einn dropi líknar drottins frelsað heiminn.

 

Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason og stendur á hlaðinu á Stóra-Núpi.

Laugarvatn

Bjarni Bjarnason
Bjarni Bjarnason (1889-1970)
Bjarni Bjarnason skólastjóri

1929-1959.

Alþingismaður 1934-1942.

Lágmynd eftir Ásmund Sveinsson og minnisvarðinn stendur við Héraðsskólann á Laugavatni

UMFÍ
UMFÍUngmennafélag Íslands
Ungmennafélag Íslands óskar skólunum að Laugarvatni og Laugdælingum til hamingju með glæsilegan íþróttaleikvang. Þökkum fyrir góða aðstöðu og veitta aðstoð við framkvæmd 21. landsmóts UMFÍ 14.-17. júlí 1994.
Ungmennafélag Íslands.

Selfoss

Tryggvagarður
Tryggvagarður
Skógræktarfélag Árnesinga hóf ræktun Tryggvagarðs 1941 í tilefni 50 ára afmælis fyrstu brúar yfir Ölfusá og til að minnast Tryggva Gunnarssonar brúarsmiðs. 
Tryggvagarður var fyrsta verkefni félagsins, sem stofnað var 2. nóvember 1940.
Skógræktarfélag Árnesinga gaf Selfosshreppi Tryggvagarð 10. apríl 1954
og reisti þennan minnisvarða 2010.
 
Minnisvarðinn stendur í Tryggvagarði.

Rangárvallasýsla

Ido Keinan
Ido Keinan (1979-2004)
In loving memory of Ido Keinan who passed away in a blizzard
so close to the safe hut nearby yet so far at only 25 years old.
June 27th 2004.
 
Varðan er við Hrafntinnusker, innan við 30 mínutna gang frá sæluhúsinu

Gunnarsholt

Gunnlaugur Kristmundsson
Gunnlaugur Kristmundsson (1880-1949)
Gunnlaugur fæddist 26. júní 1880 á Þverá í Núpsdal, V-Hún., hann lést 19. nóvember 1949.
Gunnlaugur Kristmundsson var sandgræðslustjóri árin 1907-1947.
Þegar hann tók til starfa var öflugasta leiðin til að hindra framrás sandsins að hlaða grjótgarða eða sandvarnargarða og melgresi var síðan sáð í skjóli garðanna til að binda sandinn.
Stofnunin hefur nú starfað frá 1907, hét fyrst Sandgræðsla Íslands, svo Landgræðsla ríkisins og nú Landgræðslan. 

Brjóstmyndina og minnisvarðann sjálfan gerði Ríkarður Jónsson og stendur hann í Gunnarsholti. Varðinn var afhjúpaður í Gunnarsholti 26. júlí 1951. Vinir Gunnlaugs úr Hafnarfirði, nokkrir Rangæinga o. fl. fluttu þar ávörp. 
Gunnlaugur Kristmundsson mun ávallt verða talinn einn mesti og bezti sonur Íslands í ræktunarmálum þjóðarinnar. [Sandgræðslan 50 ára; Sveinn Runólfsson].
Páll Sveinsson
Páll Sveinsson (1919-1972)
Páll Sveinsson var sandgræðslustjóri og síðar landgræðslustjóri frá 1954 til 1972. Hann tók við af Runólfi bróður sínum og gegndi starfinu til æviloka. 
Vart var stingandi strá í Gunnarsholti er þeir bræður, Runólfur og Páll, hófu þar ræktun og uppbygginu árið 1947. Þeir breyttu þar örfoka hraunbreiðum og svörtum söndum í iðgræn tún og langstærsta holdanauta- og fjárbú sem nokkurn tíma hefur verið starfrækt á Íslandi.
Þá vann Páll í samvinnu við bændur að uppgræðslu á Skógarsandi, Sólheimasandi og víða í Austur-Skaftafellssýslu. Hann hóf einnig notkun flugvéla við dreifingu fræs og áburðar í góðri samvinnu við flugmenn sem gáfu vinnu sína við þessi störf. Þegar landgræðsluvélin, Douglas DC 3, var tekin í notkun, 1973, þótti því við hæfi að hún bæri nafn hans. {Friðrik G. Olgeirsson: Ræktun fólks og foldar. Rv. 2009.]
Ragnar Kjartansson gerði brjóstmyndina.
 

Minnisvarðinn stendur í Gunnarsholti

Runólfur Sveinsson
Runólfur Sveinsson (1909-1954)
Runólfur Sveinsson var sandgræðslustjóri frá vori 1947 til 4. febrúar 1954. Runólfur var fæddur að Ásum í Skaftártungu 27. desember 1909, sonur hjónanna Sveins Sveinssonar bónda og Jóhönnu M. Sigurðardóttur. Hann lést af slysförum 4. febrúar 1954.
 
Ríkarður Jónsson gerði brjóstmyndina.
Minnisvarðinn stendur í Gunnarholti
Gunnarsholt
Gunnarsholt

Péturskirkja stóð í Gunnarsholti frá öndverðri kristni á Íslandi til ársins 1837.

Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi, grasið skrælnar og blómið fellur en orð Drottins varir að eilífu.

1. Pétursbréf, 1:24-25.

Oddi
 Í minningu þeirra sem hvíla fjarri þessum grafreit.

Ljós er þar yfir
sem látinn hvílir.
– Matthías Jochumsson
 

Steinninn er i kirkjugarðinum í Odda

Skarð, Landsveit
Á steininum er skjöldur og á honum stendur:

 

“Með vinsemd og virðingu til handa húsbændunum 
Skarð, Landsveit
Með þökk fyrir allt 
Vinnufólkið 1950-1999.”

Hella

Ingólfur Jónsson
Ingólfur Jónsson (1909-1984) á Hellu

Kaupfélagsstjóri, alþingismaður og ráðherra

Verkið er eftir Helga Gíslason.

Stendur á Hellu við Ytri-Rangá. 

Sigurður Haraldsson
Sigurður Haraldsson bóndi í Kirkjubæ
Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund
kórónulaus á hann ríki og álfur.

Sigurður Haraldsson bóndi í Kirkjubæ
Sunnlenskir hestamenn minnast með þökk og virðingu verka þinna í þágu hestamennskunnar, með því að reisa þennan minnisvarða hér á Gaddstaðaflötum árið 2004.
 

Minnisvarðinn stendur á Gaddstaðaflötum við Hellu.

 

Þorsteinn Björnsson
Þorsteinn Björnsson (1886-1973)

Þorsteinn Björnsson, f. 10.12.1886  
Reisti fyrstur hús á Hellu 1927.

Stendur á Hellu við Ytri-Rangá.

Búnaðarbankinn
Búnaðarbanki Íslands
Búnaðarbanki Íslands
Útibúið Hellu
opnað 21. mars 1964
 
Skjöldur á stöpli framan við húsið.

Skógar

Jón Jósep Jóhannesson (1921-1981)
Til minnigar um Jón Jósep Jóhannesson
f. 11.3.1921  d. 5.5 1981.
Kennari og skógræktarfrömuður.
Jón var aðal hvatamaður að skógrækt í hlíðunum ofan við Skógaskóla.
Vorið 1950 hófu nemedur að gróðursetja tré undiur stjórn Jóns Jóseps.
“Hvað ungur nemur gamall temur.”
Nemendur 1949-1950.

 

Minnisvarðinn stendur í skóginum í hlíðunum ofan við Skógaskóla

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson (1899-1967) skáld í Holti
Séra Sigurður Einarsson skáld í Holti
f. 29.10.1899, d. 23.2.1967
 
Komið heil, komið heil til Skóga
hér heilsa störfin tvenn og þrenn,
 – og börn á gamla Ísland enn,
sem ætla sér að verða menn.

 

Vangamyndin eftir Ragnhildi Stefánsdóttur (RS1988).
Minnisvarðinn stendur í hlíðunum ofan við Skógaskóla.

Þorsteinn Erlingsson
Þorsteinn Erlingsson (1858-1914) skáld

Þorsteinn Erlingsson fæddur að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1858 – d. 1914.

Jeg trúi því sannleiki
að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni.

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson.
Minnisvarðinn stendur í hlíðunum ofan við Skógaskóla

Vestmannaeyjar

Ási í Bæ (1914-1985)

Ási í Bæ var skáld, veiðimaður, tónlistarmaður og einn af fremstu listamönnum Vestmannaeyja.
Bæjarinn Ástgeir Kristinn Ólafsson, eins og Litlabæingar voru kallaðir,
fæddist í Eyjum 17. ferbrúar 1924, og lést 1. maí 1985.

Höggmyndina gerði Eyjamaðurinn Áki Gräns listmálari og myndhöggvari
að beiðni Árna Johnsen. Ísfélagið annaðist uppsteypu verksins í kopar og frágang.
 
Verkið stendur við höfnina í Vestmannaeyjum.
Brynjólfur Sigfússon
Brynjúlfur Sigfússon (1883-1951)
Brynjúlfur Sigfússon f. 1.3.1883 d. 27.2.1951
organleikari, söngstjóri, tónskáld.
Með vinsemd og þökk
Sóknarnefnd Landakirkju

Meira var ekki læsilegt á þessum steini sem er utan á Helgafelli, húsinu sem hann byggði við Kirkjuveg 21.
Gerður Helgadóttir
Einar Sigurðsson (1906-1977) og Svava Ágústsdóttir (1921-1978)
Afkomendur Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum og Svövu Ágústsdóttur, konu hans, gáfu listaverkið “Í minningu foreldra minna” eftir Gerði Helgadóttur, myndhöggvara í minningu þeirra hjóna.
Verkið var afhjúpað hinn 7. febrúar 2006 er 100 ár voru liðin frá fæðingu Einars.
 
Verkið stendur austan við Hringskershafnargarðinn á nýju landi sem myndaðist við eldgosið 1973.
Guðlaugssund
Guðlaugssund

“Sunnudaginn 11. mars 1984, um kl. 21:40 fórst Hellisey VE 503, 75 bt., er veiðarfæri festust í botni við Ledd, um 3 sjómílur (5,7 km) suðsuðaustur af Heimaey. Fimm voru í áhöfn. Tveir, Engilbert Eiðsson, annar vélstjóri, og Valur Smári Geirsson matsveinn, fórust þegar bátnum hvolfdi. Þrír komust á kjöl, Hjörtur Jónsson skipstjóri, Guðlaugur Friðþórsson stýrimaður og Pétur Sigurðsson vélstjóri. Hjörtur kafaði niður að björgunar­bátnum en tókst ekki að losa hann. Sjálfvirkur sjósetningarbúnaður Sigmunds fyrir bátinn beið tilbúinn í höfn. Þeir álitu að hann hefði bjargað þeim öllum. 

Á kili báðust þeir fyrir og hughreystu hver annan. Þegar báturinn hvarf í djúpið undan þeim freistuðu þeir þess að synda til lands. Fljótt skildi leiðir og misstu þeir hver af öðrum. Guðlaugur
stýrimaður, þá 23 ára, þraukaði, staðráðinn að reyna til hlítar. Nokkurt frost var þessa nótt, sjávarhiti um 6 gráður á celcius og talsverður sjór. Múkki, besti vinur sjómannsins, fylgdi honum alla leið. Guðlaugur bað hann að fljúga til lands og segja frá neyð sinni. Stjarna sem skein þessa nótt, Guðlaugi til hughreystingar, hvarf aldrei af festingunni þótt skýjað væri. 
Talið er að Guðlaugur hafi verið sex klukku­stundir á sundi. Er slíkt ótrúlegt afrek í köldum sjó og myrkri. Á leiðinni hafði hann mið af Álsey og Stórhöfða, Elliðaey og Bjarn­arey og sá Stórhöfðavitann og ljóskastara á nýja hrauninu,

Guðlaugur tók land syðst á Eldfellshrauni austur af Haugum. Hann varð í fyrstu frá að hverfa en í annarri tilraun heppnaðist land­takan og síðan kleif hann hamarinn upp á brún. Þá gekk hann

berfættur yfir grjót og urð og leiðina milli Fella til bæjarins, langmest á fótinn og víða bratt. Þegar hann kom að þessu baðkeri braut hann ís, sem var yfir vatninu, með berum höndum og fékk sér að drekka.

Að fyrsta húsinu sem Guðlaugur kom eftir landtöku eru um 3 km. Þar knúði hann dyra kl. 7 aðmorgni 12. mars, 9 klukkustundum eftir að Hellisey sökk. Hann var strax fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að miklum sárum þem hann hafði fengið á báða fætur.

Með Þessu minnismerki vilja skipstjorar og stýurimenn í Vestmannaeyjum heiðra minningu sjómannanna sem fórust með Hellisey og þakka af alhug björgun Guðlaugs Friðþórssonar.”
Textinn er á veggspjaldinu)

Ragnhildur Stefánsdóttir
Guðríður Símonardóttir (1598-1682)
Guðríður Símonardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1598
rænt í Tyrkjaráninu 1627
kom heim eftir 9 ára ánauð í Alsír 
kona Hallgríms Péturssonar
dáin í Saurbæ 1682.

 

Höggmyndin sem er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur stendur á Stakkagerðistúni

Jón Þorsteinsson
Jón Þorsteinsson

Mitt hold hvilist i voninne Psalm XVI V 9

 

S. Jon Þorsteinsson

O.CCIS VS:17 IVLII

1627

Ég fel nú bæði eyna og land

í Drottins náðarhendur.

Þeim kann enginn að gjöra grand,

sem Guðs vernd yfir stendur.

þó margt hvað vilji þjaka oss

með þolinmæði berum kross.

Hann verður í gleði vendur.

 

Síra Jón Þorsteinsson Píslarvottur

 

Hér er Kirkjubær um 100 metra undir hrauni. Þar sat síra Jón Þorsteinsson frá 1612, líflátinn í Tyrkjaráni 17. júlí 1627. Andlátsorð hans voru „Herra minn Jesú, meðtak þú minn anda.”

Jón Þorsteinsson

 

Stein þennan (í miðju) sem bjargað var undan jarðeldinum 1973 endurreisti söfnuður Landa-kirkju yfir gröf hans 17. júlí 1977. Hann er endurgerð á steini (t.h.) sem nú er í  Þjóðminjasafninu.

Lárus H. Jakobsson (1958-1994)
Lárus H. Jakobsson (1958-1994)
Með eldmóði sínum, framkvæmdagleði og þrautsegju lagði hann grunn að fyrsta stórmótinu fyrir ungt knattspyrnufólk á Íslandi árið 1984.
Lífsstarf Lárusar er samferðamönnum innblástur til góðra verka í þágu samfélags síns og íþróttahreyfingarinnar.
Stein þennan reistu vinir Lárusar.
Verkið studdu Vestmannaeyjabær, Knattspyrnusamband Íslands, Skeljungur, Ísfélag Vestmannaeyja, Eimskip.
 

Minnisvarðinn sem stendur við Knatthöllina í Vestmannaeyjum var reistur árið 2016.

Oddgeir Kristjánsson
Oddgeir Kristjánsson (1911-1966) tónskáld
Oddgeir vann verslunarstörf í Vestmannaeyjum ásamt því að vera forstjóri Bifreiðarstöðvar Vestmannaeyja til ársins 1940. Þá sneri hann sér að söng- og tónlistarkennslu við Barnaskóla Vestmannaeyja. Þar starfaði hann til æviloka. Oddgeir stjórnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja frá stofnun (1939) og þar til hann lést. Hann var eitt af höfuðskáldum Vestmannaeyja ásamt Ása í Bæ og  Árna úr Eyjum. Mörg af fallegustu lögum Eyjanna hafa orðið til á nótnaborði Oddgeirs og nægir að nefna perlu eins og “Ég veit þú kemur”. Oddgeir samdi fyrsta þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1933, “Setjumst hér að sumbli”, en þjóðhátíðarlögunum áttu eftir að fjölga mjög.
Kona Oddgeirs var Svava Guðjónsdóttir. [Heimaslóð]
 
Minnisvarðinn Tónninn var reistur árið 1982 af Vestmannaeyingum og velunnurum og stendur á Stakkagerðistúni.
Blátindur
Blátindur
Íbúðarhúsið Blátindur, við Heimagötu 12 b, var byggt 1941-42 af Þorsteini Sigurðssyni (1913-1997), og Önnu Ó. Jónsdóttur (1917-2007), konu hans. Húsið var stækkað 1959 og var þá samtals 290 fermetrar á tveimur hæðum auk kjallara. Þorsteinn, Anna og Guðrún Sigurðardóttir (1912-1998), uppeldissystir Önnu, bjuggu í húsinu þegar eldgos hófst í Heimaey 22. janúar 1973.
Húsið fór að mestu undir hraun í lok mars 1973, á sama tíma og mörg hús í austurbænum. Hluti stofunnar stóð eftir og varð brátt táknmynd þeirrar byggðar sem fór undir hraun og ösku í eldgosinu.
Síðasti hluti hússins hrundi 24. júní 2013.
Bæjaryfirvöld samþykktu árið 2016 að endurbyggja gluggahlið viðbyggingar Blátinds og var hún vígð á goslokahátið 7. júlí 2017.
Starfshópur sem kom að verkefninu Húsin í hrauninu 2012-13, vann að verkefninu í samstarfi við bæjaryfirvöld sem kostuðu allar framkvæmdir.
Fánastangir
Fánastangir

Goslok

Fánastangirnar ásamt skildi á steini standa á Skansinum.Þessar fánastangir eru gjöf til Vestmannaeyjabæjar í tilefni þess að 3. júlí 1998 voru liðin 

25 ár frá lokum eldgossins á Heimaey 1973.

Sparisjóður Vestmannaeyja.
Hraunhitaveitan
Hraunhitaveitan
Frumkvöðlar að hraunhitaveitu í Vestmannaeyjum voru Hlöðver Johnsen, Sveinbjörn Jónsson, Sigmund Jóhannsson og Þorbjörn Sigurgeirsson.
Nokkur hús voru tengd hitaveitunni árið 1976 og fljótlega var allur bærinn tengdur. Hraunhitinn dugði hitaveitunni til ársins 1988 en þá þótti of dýrt að halda hitaveitunni gangandi vegna þess að hraunið kólnaði jafnt og þétt. Allar lagnir komu þó að fullum notum þó að skipt væri um uppruna orkunnar. Kyndistöð tók við árið 1988 og hefur starfað síðan og hitað upp hús bæjarbúa.
Minnismerki um hrapaða og drukknaða

Árið 1935 kom Páll Oddgeirsson með þá hugmynd að stofnaður yrði sjóður til styrktar byggingar minnismerkis um drukknaða sjómenn. Sjóðurinn var stofnaður og vann Páll í 16 ár að söfnun fjár og byggingu mininsmerkisins. Sunnudaginn 21. október 1951 var minnismerkið afhjúpað og er það til minningar um drukknaða við Vestmannaeyjar, hrapaða í björgum Eyja og þeirra sem látið hafa lífið í flugferðum. Merkið er staðsett á lóð Landakirkju. Það er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, táknrænt merki sem sýnir sjómann og bát. Fyrst var ætlunin að koma því fyrir á Skansinum en sem betur fer var það sett á fyrrnefndan stað.

Mormónar
Mormónar
Minnisvarði um Mormóna

Til minningar um Íslendingana sem hlýddu kallinu um að byggja upp Síon og fluttust til Utah 1854-1914

,,Afkomendur íslenskra vesturfara í Utah reistu þetta minnismerki

A. Kent Christensen, Chris Coffey and Krege B. Christensen “In loving memory of Louis Bowen Christensen, Granddaughter of Gísli Einarsson and Halldóra Árnadóttir”
The Dedrickson Family Þórður Diðriksson family
Leifson Family, Juren  Victor Leifson family
Clark Thorstenson – Guðmundur Þorsteinsson and Ágústína Einarsdóttir Family
Reah Jean Hancock – Willis Hebe Johnson Family

Á minnisvarðanum eru nöfn þeirra um 200 Vestmannaeyinga sem fluttu til Utah”.

,,Og ég mun flytja yður frá þjóðunum og safna yður úr löndunum, þangað sem yður var tvístrað, með sterkri hendi, útréttum armlegg og fossandi heift …”

Minnisvarðinn stendur í Torfmýri, skammt frá Mormónalóni.

Friðarmerki
Minnisvarði um frið
“Upphaf friðar”
“Dagana 11. og 12. október 1986 var haldinn fundur þjóðhöfðingja stórveldanna tveggja, Bandaríkja Norður-Ameríku og Sovétríkjanna, að Höfða í Reykjavík.
Þessi fundur þeirra Mikhails Gorbatsjovs og Ronalds Regans var upphafið að lokum kalda stríðsins: Þjóðir fengu frelsi, tjáskipti urðu frjáls og einstaklingar fengu loks ráðið högum sínum. Lýðræði er nú víðar viðurkennt sem grundvöllur stjórnskipunar en áður og milljónir manna fögnuðu nýfengnu frelsi og aukni lýðræði.”

Minnisvarðinn er eftir Grím Marinó Steindórsson og stendur við flugstöðina í Vestmannaeyjum.
Friður
May peace prevail on earth – Friðarstólpi
Reistur í ágúst 1998 af alþjóðlegum bænasamtökum heimsfriðar. Einn af 200 stöplum sem reistir voru viðs vegar um heim, þar af fjórir á Íslandi. Stólpinn var reistur þegar 25 ár voru liðin frá Heimaeyjargosinu. Við afhendingu sagði fulltrúi samtakanna að með uppsetningu hans vonaðist hún til að koma mætti á friði milli manna og náttúruafla í Vestmannaeyjum. [Helga Hallb.]


Stendur úti á Skansi

Helliseyjarslysið
Helliseyjarslysið
Að kvöldi 13. mars 1984 sökk Hellisey VE 503 þrjár sjómílur í austur frá Stórhöfða.
Með bátnum fórust fjórir ungir sjómenn. Einn skipverji, Guðlaugur Friðþórsson,
þá 22 ára, vann það ótrúlega þrekvirki að synda um 6 km leið í ísköldum sjónum.
Hann náði landi hér við ströndina eftir 5 klst. sund og þurfti síðan að ganga berfættur 
yfir úfið hraunið áður en hann náði til byggða.
Vestmannaeyjabær lét reisa þennan minnisvarða á Sjómannadaginn 1996.
 
Minnisvarðinn stendur austur á Haugum.
Krossinn
Krossinn í gígnum
Krossmark reist á botni eldgígsins frá 1973 í tilefni af goslokum 2. júlí 1973 – og til minningar um Jón Trausta Úranusson, f. 19.6.1952 í Vestmannaeyjum, d. 28.6.1993 af slysförum við uppgræðslustörf í hlíðum Eldfells. 
Sigríðarslysið

Minnisvarði um Sigríðarslysið 
Að kvöldi 13. febr. 1928 fórst Sigríður VE 240 hér við Ofanleitishamar.
Áhöfnin komst upp í Hamarinn og hafðist þar við á klettasyllu um nóttina. Vélstjórinn á bátnum, Jón Vigfússon frá Holti, þá tvítugur, vann það ótrúlega afrek að klífa hamarinn við mjög erfiðar aðstæður og ganga til byggða eftir hjálp til bjargar fjórum skipsfélögum sínum.

Vestmannaeyjabær lét reisa þennan minnisvarða á Sjómannadaginn 1996.

Minnisvarðinn stendur við Ofanleitishamar á móts við slysstaðinn.

Síminn
Síminn

Eyjamenn lögðu eigin síma 
með sæstreng og vígðu 1911.

Síminn h.f. minnist þessa á aldarafmæli síma á Íslandi 2006.

Minnisvarðinn var vígður 9 september 2006 á 95 ára afmæli símans í Vestmannaeyjum. Minnisvarðinn stendur á Eiðinu í Vestmannaeyjum.
Veit ekki hver listamaðurinn er.

Vartðskipið Þór
Þór – fyrsta björgunar og varðskip Íslendinga
Til minningar um Þór, fyrsta björgunar og varðskip Íslendinga.
Björgunarfélag Vestmannaeyja keypti skipið 1920 og hafði til björgunar og gæslustarfa við Vestmannaeyjar.
1926 eignaðist Ríkissjóður skipið sem varð þar með  fyrsta varðskip í eigu íslensku Landhelgisgæslunnar.
 

Skrúfan á minnisvarðanum er af Þór.

Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1979 og stendur hann inni í Botni

Skaftafellssýslur

Vík, Mýrdalur og nágrenni

Einar Ólafur Sveinsson
Einar Ólafur Sveinsson (1899-1984)

Til minningar um Einar Ólaf Sveinsson, bókmenntafræðing
f. á Höfðabrekku 12.12.1899, d. í Reykjavík 18.4.1984
Steinninn reistur 12.12.1999.

Steinninn stendur utan við hótelið á Höfðabrekku í Mýrdal

Ungbændaráðstefna
Norræn ungbændaráðstefna

haldin að Höfðabrekku 15.-19. maí 1996
Þökkum góðar móttökur
UMFÍ – NSU

Minnisvarðinn stendur við Höfðabekku í Mýrdal

Deildarárskóli
Deildarárskóli 1904-1959
Þökkum margar góðar og glaðar stundir. – Nemendur.
 

Deildarárskóli var starfræktur frá 1904 til 1959 að hann var sameinaður skólanum á Ketilsstöðum. Skólahúsið var flutt á Höfðabrekkuafrétt þar sem það er enn notað sem leitarmannaskáli.

Minnisvarðinn, sem var afhjúpaður árið 2005, er í Deildarárgildi í landi Skammadalshóls í Mýrdals, þar sem skólinn stóð. Hann er gerður úr stuðlabergssteinum sem áletruð plata er fest á. Gamlir nemendur skólans söfnuðu fyrir gerð hans.  

Þýskur minnisvarði

Þýskur minnisvarði um þá sjómenn á þýskum fiskveiðiskipum sem létu lífið við Íslandsstrendur.
Minnisvarðinn, sem er 7 tonna granítgrjót var tekinn í Moorausmoor í Þýskalandi og var afhjúpaður í fjörunni í Vík í Mýrdal árið 2002.

Öræfi

Þórbergur Þórðarson, Steinþór Þórðarson Benedikt Þórðarson

Til minningar um bræðurna Þórberg, Steinþór og Benedikt Þórðarsyni frá Hala.

,,En kannski finnst steini ekki lengra að standa í þúsund ár í fjallshlíð en okkur að standa þar í þúsund sekúndur.” Þórbergur Þórðarson: Sterinarnir tala.

Minnisvarðinn stendur ofan við Hala í Suðursveit.

Þorgerður
Þorgerður

Þorgerður nam allt Ingólfshöfðahverfi og bjó að Sandfelli

Minnisvarðinn stendur við Sandfell í Öræfum

Ingólfshöfði
Ingólfshöfði
,,Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði”

Minnisvarðinn stendur í Ingólfshöfða

Höfn, Hornafjörður

Helgi Gíslason
Minnisvarði um sjómenn og sjósókn í Hornafirði og á Austfjörðum
Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason, myndhöggvara

 

Minnisvarðinn stendur á Óslandshæð á Höfn í Hornafirði

Flug
FlugEric Nelson

flaug fyrstur til Íslands 2. ágúst 1924

FMI 2. ágúst 1954.

Minnisvarðinn er á Óslandshæð, Höfn í Hornafirði

Ingibjörg Friðgeirsdóttir
Ingibjörg Friðgeirsdóttir, Þórhallur Daníelsson (1873-1961)
Ingibjörg Friðgeirsdóttir og Þórhallur Daníelsson
kaupmaður og útgerðarmaður á Höfn, Hornafirði
 
Brjóstmynd Þórhalls gerði Ríkarður Jónsson en brjóstmynd Ingibjargar gerði Sigrún Guðmundsdóttir.
 

Minnisvarðinn stendur við Hótel Höfn á Hornafirði

Minningarreitur
Í minningu látinna ástvina í fjarlægð

Ég hef augu mín til fjallanna.
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himis og jarðar.
[Davíðssálmur 121:1-2]

Minningarskildir eru um þá sem í fjarlægð eru.
Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum á Höfn.