Dýrafjörður

Dýrafjörður

Minningarreitur um franska sjómenn
Franskir sjómenn Haukadal Dýrafirði

Sjálfboðaliðar frá Frakklandi rituðu ljóð á garðvegginn sem fjallar um þá sem hvíla fjarri heimaslóðum eða hurfu í hafið. —

Franskir sjómenn Haukadal Dýrafirði

Minningarreitur um franska sjómenn
„Veru franskra sjómanna á Vestfjörðum hefur lítið verið haldið á lofti,“ segir sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, sóknarprestur á Þingeyri, en í júlí 2014 lauk endurbótum á grafreit franskra sjómanna í Haukadal, sem Hildur Inga hafði forgöngu um. Garðurinn var gerður árið 1937, að undirlagi Sigurðar Z. Gíslasonar, prests á Þingeyri, sem fékk fjármuni frá franska ríkinu til verksins. Endurbæturnar voru m.a. kostaðar af franska ríkinu og borgaryfirvöldum í Paimpol, þaðan sem sjómennirnir komu, en þau gáfu nýjan kross í garðinn. Þá segir Hildur Inga að ekki hefði orðið af verkefninu nema fyrir stuðning og aðstoð íbúa á Þingeyri og nágrenni.

„Það var presturinn hérna og tveir bændur; Bjarni Guðmundsson á Kirkjubóli og Jón Guðmundsson í Höll í Haukadal, ásamt sonum sínum, sem sáu um að steypa garðinn. Og það voru nokkrar stúlkur úr Haukadal, á aldrinum 15-19 ára, sem gerðu grafreitinn í raun að skrúðgarði. Þær báru alla moldina í fötu í garðinn og fengu Jón í Höll til að róa með sig yfir í Skrúð, fyrsta skrúðgarðinn á landinu, til sr. Sigtryggs Guðlaugssonar, og fengu hann til að gefa sér reyniplöntur og skrautjurtir,“ segir Hildur Inga.

Hildur Inga segir óvíst hversu margir sjómenn hvíla innan garðsins en vitað er um eina gröf rétt fyrir utan hann og a.m.k. 16 í nálægu holti. Hún segir umsvif Frakka í Dýrafirði hafa verið meiri en margur gerir sér grein fyrir. „Þeir vildu reisa spítala hér og koma upp fiskverkun þannig að það væri starfsemi hér allt árið. Þeir vildu heilsársviðveru og þá hefðu einhverjir flutt með til að sinna því, og það var reiknað með störfum fyrir 400-500 manns,“ segir hún en hugmyndirnar mættu mikilli andstöðu á Íslandi.

Hildur Inga segir fulla ástæðu til að halda þessu tímabili í sögunni á lofti og segir Maríu Óskarsdóttur hafa unnið mikið og gott starf þar að lútandi, en hún hefur m.a. skrifað bók um franska sjómenn á Íslandi. [Mbl. 13.9.2014]

Minnisvarðinn stendur á Saltnesi í Haukadal í Dýrafirði


Minnisvarði um breska sjómenn
Enskir sjómenn Þingeyri

Memorial to British seamen here resting and lost at sea off Dýrafjörður. 
May God bless their memory. 

Reist af heimamönnum 2008. 

Stendur í kirkjugarðinum á Þingeyri


Minnisvarði um horfna, drukknaða og látna sjómenn
Drukknaðir Þingeyri
Minnisvarði
um horfna, drukknaða og látna sjómenn.
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.

Gefinn í minningu þeirra sem fórust með Hilmi ÍS39 og Fjölni ÍS7
í tilefni af 100 ára afmæli Páls Jónssonar skipstjóra.

Gjöf frá Páli H. Pálssyni og fjölskyldu hans.

Minnisvarðinn er gerður af Páli Guðmundssyni á Húsafelli 2003.

Minnisvarðinn stendur við Þingeyrarkirkju og þar eru steinar með ágröfnum nöfnum skipa og skipverja sem hafa farist.

Minnisvarði um drukknaða Þingeyri

Guðmundur Jónsson (1881-1899) – Jóhannes Guðmundsson (1862-1899) – Jón Þórðarson (1854-1899)
Dýrafjörður
Kaleikur

Til minningar um Dýrfirðingana þrjá sem fórust við tilraun Hannesar Hafstein sýslumanns til uppgöngu í landhelgisbrjótinn Royalist frá Hull í Haukadalsbót þann 10. október 1899.

Guðmundur Jónsson háseti, Bakka; Jóhannes Guðmundsson formaður, Bessastöðum; Jón Þórðarson háseti, Meira-Garði.

,,Þá munu bætast harmsár þess horfna, hugsanir rætast. Þá mun aftur morgna.”  H.H.

Afkomendur Jóhannesar Guðmundssonar og Sólveigar Þórðardóttur Bessastöðum létu reisa þennann varða. Hann var afhjúpaður 10. október 1999. Minnisvarðinn er eftir Jón Sigurpálsson, myndhöggvara.

Stendur við Mýri í Dýrafirði

Dýrafjörður

Þingeyrarflugvöllur
Flugvöllur Þingeyri

Þingeyrarflugvöllur 

Endurbyggður árin 2005-2006.

Flugbraut lengd og lögð bundnu slitlagi settur upp ljósabúnaður og öryggissvæði stækkuð.

Yfirumsjón: Flugmálastjórn Reykjavík.
Aðalverktaki: KNH Ísafirði
Framkvæmdaeftirlit: VST Ísafirði.
Megi mannverki þetta verða öllum til heilla og blessunar.

Stendur við Þingeyrarflugvöll

Flugvöllur

Stefán Eggertsson (1919-1978)
Stefán Eggertsson

Reist haustið 1984 í minningu brautryðjandans í flugsamgöngum Dýrfirðinga
Stefáns Eggertssonar sóknarprests á Þingeyri 1950-1978.

Minnisvarðinn er eftir Steinþór Sigurðsson myndlistarmann. Varðinn stendur við flugvöllinn á Þingeyri.

Stefán Eggertsson Þingeyri

Hjaltlína Guðjónsdóttir (1880- 1981) – Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959)
Sigtryggur Guðlaugsson

Hjaltlína Guðjónsdóttir (1880- 1981) og 
Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959)

Sigtryggur og Hjaltlína voru kennarar á Núpi í Dýrafirði og bjuggu þar.

Vangamyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara og minnisvarðinn er gefinn af nemendum Núpsskóla 1907-1929.

Sigtryggur Guðlaugsson

Minnisvarðinn stendur í Skrúðgarðinum Skrúð sem þau Hjaltlína ræktuðu. Hún hafði lært hjá Einari Helgasyni í Garðyrkjustöðinni í Reykjavík. Sigtryggur hafði hafið ræktun í Skrúði 1906 og hún aðstoðaði hann eftir að þau giftust 1918. Skrúður hefur hlotið eina virtustu viðurkenn­ingu sem veitt er á sviði menningarlandslags, garðlistar og landslagsarkitektúrs, Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Gardiano, 2013. Sjá einnig Mbl.


Gert 12.4.2025