Minnisvarðar á Vesturlandi

Reykjavík

Agnar Lúðvíksson
Agnar Lúðvíksson (1918-2013)
Knattspyrnufélagið Víkingur
Til minningar um Agnar Lúðvíksson
Heiðursfélaga og velgjörðarmann
1918-2013
 
Reist 24.4.2014. Myndin er tekin við afhjúpun skjaldarins sem festur var á stúku knattspyrnuvallarins í Víkinni. Björn Einarsson, formaður Víkings og Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs Víkings afhjúpuðu skjöldinn.
Arnarhólstraðir

Arnarhólstraðir eru gamla þjóðleiðin ofan til Reykjavíkur opg mótar enn fyrir þeim hér á Arnarhóli. Leiðin lá frá Arnarhólsholti, sem síðar nefndist Skólavörtðuholt, að vaðinu við ós Arnarhólslækjar . Þegar nýir stígar voru lagðir á hólnum 1993 var ákveðið að varðveita gamla stíginn frá 1924 þar sedm hann liggur yfir þessa fornu þjóðleið. Traðirnar eru á fornleifaskrá Reykjavíkur og eru friðaðar samkvæmt þjóðminjalögum.

Georg Schierbeck
Georg Schierbeck
Georg Schierbeck (1847-1911) landlæknir.

Hans Jakob Georg Schierbeck fæddist 24. febrúar 1847 og lést 7. september 1911. Hann varð landlæknir á Íslandi 1883 og starfaði til 1894.
Hann var hvatamaður að gróðurrækt í Reykjavík og var fyrsti formaður Hins íslenska Garðyrkjufélags. Minnisvarðinn stendur (2016) í  Víkurkirkjugarði við Aðalstræti í Reykjavík.

Rannsóknastöðin að Neðra-Ási í Hveragerði gaf minnisvarðann sem Helgi Gíslason myndhöggvari gerði.

 

Hannes Hafstein
Hannes Hafstein (1861-1922), skáld og ráðherra

Fyrsti íslenski ráðherrann í dönsku ríkisstjórninni með aðsetur á Íslandi 1904-1909.

Hannes var löfræðingur að mennt og var settur sýslumaður Dalamanna 1886, málaflutningsmaður við landsyfirrétt1887 og 189-93, en á milli gegndi hann ýmsum lögfræðistörfum. Varð sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896-1904. Ráðherra 1904-09 og aftur 1912-14. Bankastjóri Landsbankans 1909-12 og 1914-17. Hann gegndi einnig ýmsum nefndarstörfum fyrir þing og ríkisstjórn. Hannes er eitt af þjóðskáldum Íslendinga.

Styttan stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík

Styttan frá 1923 eftir Einar Jónsson. Er í eigu ríkisins.

Annar minnisvarði um Hannes Hafstein er á Ísafirði

Ingibjörg H. Bjarnason
Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941)

Ingibjörg H. Bjarnason var fædd 14. desember 1867 á Þingeyri og lést 30. október 1941.
Hún var fyrst kvenna kjörin til setu á alþingi. Hún var landskjörin og sat á þingi árin 1922-1930, fyrst fyrir kvennalistann eldri, síðar fyrir Íhaldsflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Hún gegndi embætti 2. varaforseta efri deildar þingsins árin 1925-1927.

Gjöf til alþingis á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015.

Styttan stendur við Alþingishúsið. Verkið er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur og var afhjúpað 19. júni 2015.

Ingólfur Arnarson
Ingólfur Arnarson. fyrsti landnámsmaðurinn

Styttan af Ingólfi stendur á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur. Hana gerði Einar Jónsson myndhöggvari árið 1923. Styttan er í eigu ríkisins.

Afsteypa af þessu verki stendur í Noregi

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson (1811-1879)

Jón Sigurðsson var fæddur á Rafnseyri við Arnarfjörð 176. júní 1811. Hann var frelsishetja og leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld og bjó lengst af í Kaupmannahöfn. Hann lést 7. desember 1879. Kona hans hét Ingibjörg Einarsdóttir, f. 9. október 1804 og lést 16. desember 1879. Þau voru barnlaus.

Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta við Austurvöll er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og upphaflega reist við Stjórnarráðshúsið árið 1911, á 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar, en flutt á Austurvöll, gegnt Alþingishúsinu, árið 1931. Íslendingar austan hafs og vestan söfnuðu fé til að láta gera styttuna. Afsteypa af henni er í Kanada.

Styttan er í eigu ríkisins. 

Hannes Hafstein
Kristján IX. konungur Danmerkur og Íslands

Styttan stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík

Einar Jónsson gerði styttuna árin 1907-08. Er í eigu ríkisins.

 

Lárus Sigurbjönsson
Lárus Sigurbjörnsson (1903-1974)
Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörður.
Hann lagði grunn að Árbæjarsafni.

Minnisvarðinn stendur í Árbæjarsafni
Laugarneskirkja
Laugarnes

Hér stóð kirkja til ársins 1794.

Rotaryklúbburinn Reykjavík – Austurbær reisti.

Sigvaldi Kaldalóns
Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946) tónskáld

Í minningu Sigvalda Kaldalóns tónskálds, f. í Reykjavík 13. janúar 1881, d. 28. júlí 1946. 

Sigvaldi S. Kaldalóns var læknir að mennt og lærði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Kom heim og hóf læknisstörf árið 1909 í Hólmavíkur héraði, síðan í Nauteyrarhéraði 1909 með búsetu í Ármúla til 1922 er hann fékk lausn vegna vanheilsu og fór til Kaupmannahafnar, héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1927-29, í Keflavíkurhéraði og Grindavík 1929 til 1945. og fékk þá lausn á fullum launum og flutti til Reykjavíkur. Naut styrks úr ríkissjóði sem tónskáld frá 1923 til æviloka.

Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason og stendur í Grjótaþorpi.

Aðrir minnisvarðar um Sigvalda Kaldalóns eru i Grindavík og í Kaldalóni, Nauteyrarhreppi.

Skúli Magnússon (1711-1794) landfógeti 

Skúli Magnússon var fæddur 12. desember 1711 og lést 9. nóvember 1794. Hann lærði lögfræði í Kaupmannahöfn án þess þó að taka próf, fékk Austur-Skaftafellssýslu og síðar vesturlýsluna líka,1734-36. Fékk Hegranesþing í Skagafirði 1737,  var ráðsmaður Hólastóls 1741-46. Fór síðan til Reykjavíkur og varð landfógeti 1749 fyrstur Íslendinga og bjó í Viðey frá 1751. Hann var helsti hvatamaðurinn að stofnun Innréttinganna í Reykjavík og um umbætur í verslunarrekstri meðal annars. Hann fékk lausn frá embætti 1793 og lést árið eftir. Kona hans var Guðrún Björnsdóttir Thorlacius og áttu þau 7 börn.

Verslunarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkurbæ styttu þessa til minningar um  100 ára frjálsa verslun á Íslandi 1954. Styttan stendur í Víkurkirkjugarði og er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal

Annar minnisvarði um Skúla Magnússon er í Skúlagarði, S-Þing.

Thor Jensen
Thor Jensen (1863-1947)

Minnisvarði um Thor Jensen og konu hans Margréti Kristbjörgu Kristjánsdóttur.

Minnisvarðinn stendur við húsið sem hann reisti í miðborg Reykjavikur, við Fríkirkjuveg. Minnisvarðann gerði Helgi Gíslason myndhöggvari

Tryggvi Gunnarsson
Tryggvi Gunnarsson (1835-1917)

Minnisvarði um Tryggva Gunnarsson þingmann og bankastjóra í Alþingisgarðinum sem var Tryggva hjartans mál að rækta og gera fallegan. 

Tryggvi var stofnandi og kaupfélagsstjóri Gránufélagsins á Akureyri en átti að mestu heima í Kaupmannahöfn frá 1873 þar til hann tók við bankastjórastöðu Landsbankans 1893. Hann var þingmaður flest ár frá 1869 til 1907 og gegndi ýmsum nefndastörfum og embættum þinsins. Tryggvi gegndi ýmsum félagsstörfum í Reykjavík og var í bæjarstjórn. Hann sá um byggingu Ölfusárbrúar 1891.  

Tryggvi lést 21. október 1917 og er hann jarðsettur í Alþingisgarðinum.

Minnisvarðinn er eftir Ríkarð Jónsson.

Víkurkirkjugarður
Víkurkirkjugarður í Reykjavík

Hér var kirkjugarður Reykvíkinga frá upphafi kristni til 1838. Síðast var jarðsett í garðinum árið 1883.

Hér stóð Víkurkirkja til 1798 þegar Dómkirkjan tók við af henni sem kirkja Reykvíkinga.

Steinarnir með höggmyndum eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli voru reistir til minnigar um 1000 ára kristni á Íslandi árið 2000.

Seltjarnarnes

Bjarni Pálsson
Bjarni Pálsson (1719-1779) landlæknir

Minnisvarði um Bjarna Pálsson landlækni stendur við Nes  við Seltjörn á Seltjarnarnesi.

Bjarni Pálsson f. 17. maí 1719, d. 8. september 1779.
Skipaður fyrsti landlæknir á Íslandi 17. mars 1760 og sat að Nesi við Seltjörn 1763-1779.

Reist af Seltjarnarneskaupstað á 200 ára ártíð Bjarna Pálssonar 8. september 1979.

Björn Jónsson
Björn Jónsson í Nesi (1772-1798)

Hann var fyrsti lyfjafræðingurinn og apótekarinn á Íslandi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður 24. september 2021 og stendur í Urtagarði apotekarans við Nes á Seltjarnarnesi, en urtagarðurinn var gerður árið 2010 í minningu Björns Jónssonar, Bjarna Pálssonar landlæknis og Hans Georg Schierbeck, landlæknis með jurtum sem vitað er að apótekarar og lyfjafræðingar notuðu 1763-1834. Upphaflega er tyalið að Urtagarðurinn hafi staðið suður af Nesstofu, en nýi garðurinn er suðaustur af Nesstofu og stendur minnisvarðinn í garðinum.

Nes við Seltjörn
Nes við Seltjörn

Hér stóð kirkja til ársins 1799

Minnisvarði um kirkju í Nesi við Seltjörn

Rotaryklúbbur Seltjarnarness reisti þennan minnisvarða.

Kópavogur

Garðabær

Alfred Wegener

Alfred Wegener

Landrekskenningin
Alfred Wegener setti landrekskenningu sína fram á árunum 1908-1912. Hann hafði veitt því eftir tekt að strendur meginlanda, einkum Afríku og Suður-Ameríku, falla býsna vel hvor að annarri. Hið sama átti við um jarðmyndanir og plöntu- og dýrasteingervinga á aðskildum meginlöndum.
Wegener dró þá ályktun að upphaflega hefðu öll löndin myndað eitt meginland, Pangeu. Hann hélt því jafn-framt fram að á miðlífsöld, fyrir um það bil 200 milljónum ára, hefði Pangea byrjað að klofna, fyrst í tvo meginlandsfleka og síðar í fleiri og væru þeir á stöðugri hreyfingu, sums staðar hver frá öðrum, annars staðar hver að öðrum.
Samtímamenn Wegeners höfnuðu landrekskenning-unni enda var fátt sem renndi stoðum undir hana í upphafi. það var ekki fyrr en um 1960 að hún fékk byr undir báða vængi. Það gerðist í kjölfar þess að bresk-um jarðeðlisfræðingum tókst að túlka rákamynstur sem fram kom við segulmælingar á Reykjaneshrygg. Síðan þá hafa fjölmargar niðurstöður mælinga á jarðskorpunni staðfest kenningu Wegeners enn frekar þannig að nú nýtur hún almennrar viðurkenningar.
(Texti á skilti á minnisvarðanum, sem er í Garðabæ.).

Minnisvarði


Alfred WegenerLandrekskenningin Stöpul þennan reisti þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) í aprílmánuði 1930 ásamt fleiri stöplum með það fyrir augum að færa sönnur á landrekskenninguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912. Landrekskenningunni var fálega tekið í upphafi. Nú nýtur landrekskenning Wegeners almennrar viðurkenningar. Alfred Wegener varð úti í rannsóknarleiðangri á Grænlandi 1930.

Hafnarfjörður

Minning um drukknaða fiskimenn

Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922
og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922

Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.

Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.

Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.

Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.

Platan hægra megin er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.

Minnisvarði
Óskar Páll Daníelsson

f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012

Frá Dýrð til Dýrðar

Þessi platti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar hrapaði þar

Akranes

Emilía Þorsteinsdóttir
Hjónin frá Grund

Til minningar um hjónin frá Grund, Emilíu Þorsteinsdóttur f. 17.2.1886, d. 30.7.1960 og
Þórð Ásmundsson, f. 7.6.1884, d. 3.5.1943.
Frá niðjum þeirra

Minnisvarðinn stendur við safnaðarheimilið, á móti kirkjunni á Akranesi.

Mýrar

Heiður og ættjörð
En souvenir du Commandant Charcot
et de ses compagnons
disparus dans le naufrage du
“Pourquoi pas?”
le 16. Septembre 1936.
 
Inauguration le 20 Juillet 1997
Þessi minnisvarði stendur við Straumfjörð á Mýrum

Snæfellsnes

Hellissandur - Rif

Rif
Friðþjófur B. Guðmundsson (1904-1987) útvegsbóndi
Minnisvarði um Friðþjóf B. Guðmundsson (1904-1987) útvegsbónda og Halldóru G. Kristleifsdóttur (1912-1999), húsmóðir. 
Reist á aldarafmæli Friðþjófs 27.10.2004.

Þau voru útvegsbændur á Rifi, en Friðþjófur gerði út frá Krossavík og gekk hann frá Rifi í Krossavík. Halldóra stjórnaði búinu á meðan Friðþjófur stundaði sjóinn.

Stendur á Rifi á Snæfellsnesi.

Ólafsvík

Minning um ástvini í fjarlægð.

“Því að yður er ætlað fyrirheitið.
Börnum yðar og öllum þeim,
sem í fjarlægð eru.
Öllum þeim, sem Drottinn 
Guð vor kallar til sín”.
(Post 2:39)

Minnisvarðinn er í Ólafsvík

Grundarfjörður

Stykkishólmur

Dalir

Vestfjörðum