Minnisvarðar á Vesturlandi

Reykjavík

Agnar Lúðvíksson
Agnar Lúðvíksson (1918-2013)
Knattspyrnufélagið Víkingur
Til minningar um Agnar Lúðvíksson
Heiðursfélaga og velgjörðarmann
1918-2013.
 
Reist 24.4.2014. Myndin er tekin við afhjúpun skjaldarins sem festur var á stúku knattspyrnuvallarins í Víkinni. Björn Einarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings og Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs Víkings afhjúpuðu skjöldinn.
Agnar F. Koefod-Hansen
Agner F. Kofoed-Hansen (1869-1957)
Agner F. Kofoed-Hansen (1869-1957)
Skógræktarstjóri 1908-1935
Brautryðjandi í verndun og ræktun birkiskóga og sandgræðslu á Íslandi.
Kjörord A.F. Kofoed-Hansen í upphafi starfs voru:
“Verndaðu vel og rétt kjarrið sem til er og það mun þroskst og verða skógur meðan þú sefur”.

Minnisvarði reistur 2014 af Skógræktarfélagi Reykjavíkur ásamt Skógrkt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Skógræktarfélagi Íslands.

Minnisvarðinn er í Heiðmörk.

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson (1923-1994)
Til minningar um Albert Guðmundsson
fyrsta íslenska atvinnumanninn í knattspyrnu.

 

Styttan, sem er eftir Helga Gíslason myndhöggvara, stendur framan við Íþróttaleikvanginn í Laugardal, aðalstöðvar KSÍ. Hún var afhjúpuð árið 2010 af Albert Guðmundssyni, barnabarni Alberts.

Björg C. Þorláksson (1874-1943)

Björg C. Þorláksson (1874-1934)
Dr.Phil. frá Sorbonne háskóla París 17. júní 1926.

Maður lærðu að skapa sjálfan þig.

Brjóstmyndin er eftir Ásmund Sveinsson gerð í París 1928.
Minnisvarðinn var reistur að frumkvæði áhugamanna og stendur við Odda, hús félagsvísindadeildar Háskóla Íslands

Georg Schierbeck
Georg Schierbeck (1847-1911) landlæknir.

Hans Jakob Georg Schierbeck fæddist 24. febrúar 1847 og lést 7. september 1911. Hann varð landlæknir á Íslandi 1883 og starfaði til 1894.
Hann var hvatamaður að gróðurrækt í Reykjavík og var fyrsti formaður Hins íslenska Garðyrkjufélags. Minnisvarðinn stendur (2016) í  Víkurkirkjugarði við Aðalstræti í Reykjavík.

Rannsóknastöðin að Neðra-Ási í Hveragerði gaf minnisvarðann sem Helgi Gíslason myndhöggvari gerði.

 

Eiríkur Hjartarson
Eiríkur Hjartarson (1885-1981) rafvirkjameistari 

Eiríkur Hjartarson hóf hér trjárækt 1929.

Hann var rafvirkjameistari ræktaði matjurtir og fleira í Laugardalnum frá 1920, á reit sem hann kallaði Engidal. Hann byggði sér hús og settist að í Laugardalnum 1929 og hóf þegar trjárækt með fjölskyldu sinni og stundaði ræktunarstörf á jörð sinni í Laugardal til ársins 1955 þegar hann flutti úr Laugardalnum og Reykjavíkurborg tók við starfi hans og kallaði jörðina síðar Grasagarðinn í Laugardal. Hann átti einnig jörðina Hánefsstaði í Svarfaðardal og gróðursetti hann tæplega 100.000 tré á jörðinni, tré sem hann flutti úr Laugardalnum þar sem hann hafði ræktað þau af fræjum. Jörðina gaf hann síðar Skógræktarfélagi Eyfirðinga.

Minnisvarðinn er lágmynd í steinsteypu eftir Ragnar Kjartansson og stendur í Grasagarðinum í Laugardal. Börn Eiríks gáfu minnisvarðann.

Guðmundur Marteinsson
Guðmundur Marteinsson (1894-1979)

Þennan stein reistu skógræktarmenn til minningar um Guðmund Marteinsson verkfræðing, formann Skógræktarfélags Rerykjavíkur frá 1946 -1979.

Steinn er í Heiðmörk.

Hannes Hafstein
Hannes Hafstein (1861-1922), skáld og ráðherra

Fyrsti íslenski ráðherrann í dönsku ríkisstjórninni með aðsetur á Íslandi 1904-1909.

Hannes Hafstein var löfræðingur að mennt og var settur sýslumaður Dalamanna 1886, málaflutningsmaður við landsyfirrétt 1887 og 1890-93, en á milli gegndi hann ýmsum lögfræðistörfum. Varð sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896-1904. Ráðherra 1904-09 og aftur 1912-14. Bankastjóri Landsbankans 1909-12 og 1914-17. Hann gegndi einnig ýmsum nefndarstörfum fyrir þing og ríkisstjórn. Hannes er eitt af þjóðskáldum Íslendinga.

Styttan frá 1923 er eftir Einar Jónsson. Hún er í eigu ríkisins og stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík.

Annar minnisvarði um Hannes Hafstein er á Ísafirði

Hákon Bjarnason
Hákon Bjarnason (1907-1989)

Hákon Bjarnason skógræktarstjóri 1935-1977.

Hann gaf landi sínu nýjan gróður.

Steinn stendur í Heiðmörk

Helgi Pjeturss
Dr. Helgi Pjeturss jarðfræðingur (1872-1949)
Dr. Helgi Pjeturss 1872-1949
Hann opnaði nýja sýn á ísöldina og jarðmenjar hennar.
Til minningar um framlag Helga til jarðfræði Íslands þegar öld er liðin frá því að hann varð doktor í jarðfræði, fyrstur Íslendinga.
Minnisvarði reistur i desember 2005 fyrir atbeina afkomenda hans.
Vangamynd gerði Ívar Valgarðsson eftir ljósmynd Jóns Kaldal.

Minnisvarðinn er utan á Öskju, húsi náttúrufræða við Háskóla Íslands.

Aðrir minnisvarðar um Helga Pjetuss eru við bæinn Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og í Hellisholtum í Hreppum.

Hjálmar Kristinsson
Hjallavöllur
Í minningu Hjálmars Kristins Aðalsteinssonar (1954-2020) 
Íþróttakennara og spaðaíþróttamanns.

Þann 4. september 2020 var afhjúpaður minningarskjöldur um Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson fyrrverandi íþróttakennara í Hagaskóla á nýlegum tennisvelli við norðurhlið Íþróttahúss Hagaskóla. Hjálmar var var ötull talsmaður spaðaíþrótta og margfaldur meistari, landsliðsmaður og þjálfari í borðtennis auk þess að vera góður tennisleikari og talsmaður þeirrar íþróttar. 

Hópur úr 1954 árganginum í Vesturbæ Reykjavíkur hafði forystu um að setja skjöldinn upp í samráði við fjölskyldu Hjálmars, Hagaskóla og Reykjavíkurborg. [Hagaskóli.is]. 

Ingibjörg H. Bjarnason
Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941)

Ingibjörg H. Bjarnason var fædd 14. desember 1867 á Þingeyri og lést 30. október 1941.
Hún var fyrst kvenna kjörin til setu á alþingi. Hún var landskjörin og sat á þingi árin 1922-1930, fyrst fyrir kvennalistann eldri, síðar fyrir Íhaldsflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Hún gegndi embætti 2. varaforseta efri deildar þingsins árin 1925-1927. [Alþ.]

Gjöf til alþingis á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015.

Verkið sem er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, var afhjúpað 19. júni 2015 og stendur við Alþingishúsið.

Ingólfur Arnarson
Ingólfur Arnarson. fyrsti landnámsmaðurinn

Styttan af Ingólfi stendur á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur. Hana gerði Einar Jónsson myndhöggvari árið 1923. Styttan er í eigu ríkisins.

Afsteypa af þessu verki stendur í Noregi

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson forseti (1811-1879)

Jón Sigurðsson var fæddur á Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Hann var frelsishetja og leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld og bjó lengst af í Kaupmannahöfn. Hann lést 7. desember 1879. Kona hans hét Ingibjörg Einarsdóttir, f. 9. október 1804 og lést 16. desember 1879. Þau voru barnlaus. 

Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta við Austurvöll er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og upphaflega reist við Stjórnarráðshúsið árið 1911, á 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar, en flutt á Austurvöll, gegnt Alþingishúsinu, árið 1931. Íslendingar austan hafs og vestan söfnuðu fé til að láta gera styttuna. Afsteypa af henni er í Kanada.

Styttan er í eigu ríkisins. 

Jónas Jónsson
Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968)
Jónas frá Hriflu fæddist á Hriflu í Bárðardal og lést í Reykjavík.
Hann var kennari og síðar skólastjóri Samvinnuskólans. Var í nefndum og bankaráðum um árabil.
Þingmaður og ráðherra 1922-1949.
Hann var einnig afkastamikill rithöfundur og skrifaði greinar og bækur. Ævisaga hans kom út á árunum 1991-93 eftir Guðjón Friðriksson, Indriði G. Þorsteinsson ritaði viðtalsbók við Jónas 1977 og Jónas Kristjánsson sá um útgáfu á bók um Jónas sem kom árið 1965.
Brjóstmyndin á minnisvarðanum er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og stendur minnisvarðinn á horni Sölvhólsgötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík.
Hannes Hafstein
Kristján IX. konungur Danmerkur og Íslands

Styttan stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík

Einar Jónsson gerði styttuna árin 1907-08. Er hún í eigu ríkisins.

 

Lárus Sigurbjönsson
Lárus Sigurbjörnsson (1903-1974)
Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörður.

Hann lagði grunn að Árbæjarsafni.

Minnisvarðinn stendur í Árbæjarsafni

ína Tryggvadóttir
Nína Tryggvadóttir (1913-1968)
Í minningu
Nínu Tryggvadóttur
f. 16. marz 1913  d. 18.júní 1968.
 
Verkið er eftir Sigurjón Ólafsson og stendur við Kjarvalsstaði
Sigvaldi Kaldalóns
Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946) tónskáld

Í minningu Sigvalda Kaldalóns tónskálds, f. í Reykjavík 13. janúar 1881, d. 28. júlí 1946. 

Sigvaldi S. Kaldalóns var læknir að mennt og lærði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Kom heim og hóf læknisstörf árið 1909 í Hólmavíkurhéraði, síðan í Nauteyrarhéraði 1909 með búsetu í Ármúla til 1922 er hann fékk lausn vegna vanheilsu og fór til Kaupmannahafnar, héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1927-29, í Keflavíkurhéraði og Grindavík 1929 til 1945. og fékk þá lausn á fullum launum og flutti til Reykjavíkur. Naut styrks úr ríkissjóði sem tónskáld frá 1923 til æviloka.

Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason og stendur í Grjótaþorpi.

Aðrir minnisvarðar um Sigvalda Kaldalóns eru i Grindavík, í Flatey á Breiðafirði og í Kaldalóni, Nauteyrarhreppi.

Skúli Magnússon (1711-1794) landfógeti 

Skúli Magnússon var fæddur 12. desember 1711 og lést 9. nóvember 1794. Hann lærði lögfræði í Kaupmannahöfn án þess þó að taka próf, fékk Austur-Skaftafellssýslu og síðar vestursýsluna líka,1734-36. Fékk Hegranesþing í Skagafirði 1737,  var ráðsmaður Hólastóls 1741-46. Fór síðan til Reykjavíkur og varð landfógeti 1749 fyrstur Íslendinga og bjó í Viðey frá 1751. Hann var helsti hvatamaðurinn að stofnun Innréttinganna í Reykjavík og um umbætur í verslunarrekstri meðal annars. Hann fékk lausn frá embætti 1793 og lést árið eftir. Kona hans var Guðrún Björnsdóttir Thorlacius og áttu þau 7 börn.

Verslunarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkurbæ styttu þessa til minningar um 100 ára frjálsa verslun á Íslandi 1954. Styttan stendur í Víkurkirkjugarði skammt frá þeim stað er Innréttingar Skúla voru byggðar og er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal

Annar minnisvarði um Skúla Magnússon er í Skúlagarði, S-Þing.

Thor Jensen
Thor Jensen (1863-1947)

Minnisvarði um Thor Jensen og konu hans Margréti Kristbjörgu Kristjánsdóttur.

Minnisvarðinn stendur við húsið sem hann reisti í miðborg Reykjavikur, við Fríkirkjuveg. Minnisvarðann gerði Helgi Gíslason myndhöggvari

Tryggvi Gunnarsson
Tryggvi Gunnarsson (1835-1917)

Minnisvarði um Tryggva Gunnarsson þingmann og bankastjóra í Alþingisgarðinum sem var Tryggva hjartans mál að rækta og gera fallegan. 

Tryggvi var stofnandi og kaupfélagsstjóri Gránufélagsins á Akureyri en átti að mestu heima í Kaupmannahöfn frá 1873 þar til hann tók við bankastjórastöðu Landsbankans 1893. Hann var þingmaður flest ár frá 1869 til 1907 og gegndi ýmsum nefndastörfum og embættum þinsins. Tryggvi gegndi ýmsum félagsstörfum í Reykjavík og var í bæjarstjórn. Hann sá um byggingu Ölfusárbrúar 1891.

Tryggvi lést 21. október 1917 og er hann jarðsettur í Alþingisgarðinum.

Minnisvarðinn er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara og stendur á leiði Tryggva.

Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi (1911-2001)
“Ég eignaðist ungur það hugfang að fylgjast með fuglum og leggja hlustir við raddir þeirra. Ég varð bergnuminn (Fuglahandbókin Þ.E. 1987).”

“Á sínum efri árum gengu Þorsteinn og kona hans Ásdís daglega um Laugardalsgarðinn og gáfu fuglunum á þessari flöt. Þetta var þeirra unaðsreitur.” [Texti á minnisvarðanum]

Minnisvarðinn stendur í Laugardalnum og brjóstmyndina gerði Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari árið 2002.

Þorsteinn Erlingsson (1858-1914)
Þorsteinn Erlingsson 1858-1914
Jeg trúi því sannleiki,
að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni.

 

Brjóstmyndina gerði Ríkarð Jónsson árið 1960. Minnisvarðinn stendur á Klambratúni.

Arnarhólstraðir

“Arnarhólstraðir eru gamla þjóðleiðin ofan til Reykjavíkur og mótar enn fyrir þeim hér á Arnarhóli. Leiðin lá frá Arnarhólsholti, sem síðar nefndist Skólavörðuholt, að vaðinu við ós Arnarhólslækjar. Þegar nýir stígar voru lagðir á hólnum 1993 var ákveðið að varðveita gamla stíginn frá 1924 þar sem hann liggur yfir þessa fornu þjóðleið. Traðirnar eru á fornleifaskrá Reykjavíkur og eru friðaðar samkvæmt þjóðminjalögum.”  [Texti á minnisvarðanum]

Flugstuðull
FlugstuðullFlugstuðull
Fyrsta flug á Íslandi
3.9.1919
Höfði - Minningarlundur
Nicholas RuweHöfði – Minningarlundur

Trees planted in memory of 
U.S. Ambassador Nicholas Ruwe (1985-1989)
Diplomat, Benefactor and Life-long Friend of Iceland Whose idea to host the Summit meeting between Ronald Reagan and Mikhael Gorbachev at Hofdi house on October 11-12 1986 made it the setting for a decisive moment in the ending of the Cold War and earned it a lasting place in the History of mankind. [Texti á skildi í lundinum]

Laugarneskirkja
Laugarnes

Hér stóð kirkja til ársins 1794.

Rotaryklúbburinn Reykjavík – Austurbær reisti minnisvarðann.

Snarfari
Snarfari

Snarfari var stofnaður 1975.
Framkvæmdir hófust hér vorið 1985.
Guð blessi þetta bátalægi og alla þá sem hingað koma og héðan fara.
Gamlir félagar.   [Texti á skildinum]

Minnisvarðinn stendur á svæði Snarfara við Elliðavog.

Knattspyrnufélagið Víkingur
stofnað 21 apríl 1908.
Fulltrúaráð Víkings reisti steininn í minningu frumkvöðlanna í september 2011.
 

Minnisvarðinn stendur á félagssvæði Víkings í Fossvogsdal

Rétttrúnaðarkirkja
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
Hér stendur til að reisa rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna í Reykjavík. Verkið hefur tafist af ýmsum ástæðum og því hefur kirkjan ekki risið enn. 
Víkurkirkjugarður
VíkurkirkjaVíkurkirkjugarður í Reykjavík

Hér var kirkjugarður Reykvíkinga frá upphafi kristni til 1838. Síðast var jarðsett í garðinum árið 1883.

Hér stóð Víkurkirkja til 1798 þegar Dómkirkjan tók við af henni sem kirkja Reykvíkinga.

Steinarnir með höggmyndum eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli voru reistir til minnigar um 1000 ára kristni á Íslandi árið 2000.

Þvottalaugarnar í Laugardal
Þvottahús Thorvaldsensfélgsins 1888
Hér stóð húsið sem Thorvaldsensfélagið lét reisa og færði bænum að gjöf.
Það veitti kærkomið skjól þeim sem strituðu við erfiði þvottanna allt til 1930.
 

Stendur við Þvottalaugarnar í Laugardal.

Minnisvarðar í Kirkjugörðum Reykjavíkur

Fossvogskirkjugarður

Stríðsminnisvarði

Til minningar um flugliða Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Atlantshaf frá Íslandi 1940-1945. Minnisvarðinn var afhjúpaður af Hans kgl. tign Hertoganum af Kent 12. september 2007.
Gjöf Flugmálafélags Íslands.

Royal Air Force – United States Navy (USN)
Royal Navy Fleet Air Arm – United States Army Air Force (USAAF)
Royal Canadian Air Force (BCAF) – United States Coast Guard (USCG)

Kjalarnes

Altari
Útialtari

Tilgangurinn með uppsetningu útialtaris og minnismerkis í landi Esjubergs er að vekja verskuldaða athygli á merkum kristnum sögustað. Útialtarið verður notað við kristið helgihald og ýmsar athafnir eins og brúðkaup og skírnir.
Fyrsta skóflustunga var tekin að altarinu 8. maí 2016 af biskupi Íslands, prófasti Kjalarnesprófastsdæmis, formanni Sögufélasins Steina, formanni sóknarnefndar Brautarholtssóknar og einu fermingarbarni. 
Altarið sjálft er sótt í Esjubergsnámur og upp úr því stendur tveggja metra keltneskur kross.

Altarið stendur í landi Esjubergs á Kjalarnesi

Seltjarnarnes

Bjarni Pálsson
Bjarni Pálsson (1719-1779) landlæknir

Minnisvarði um Bjarna Pálsson landlækni stendur við Nes við Seltjörn á Seltjarnarnesi.

Bjarni Pálsson f. 17. maí 1719, d. 8. september 1779.
Skipaður fyrsti landlæknir á Íslandi 17. mars 1760 og sat að Nesi við Seltjörn 1763-1779.

Reist af Seltjarnarneskaupstað á 200 ára ártíð Bjarna Pálssonar 8. september 1979.

Björn Jónsson
Björn Jónsson í Nesi (1772-1798)

Hann var fyrsti lyfjafræðingurinn og apótekarinn á Íslandi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður 24. september 2021 og stendur í Urtagarði apotekarans við Nes á Seltjarnarnesi, en urtagarðurinn var gerður árið 2010 í minningu Björns Jónssonar, Bjarna Pálssonar landlæknis og Hans Georg Schierbeck, landlæknis með jurtum sem vitað er að apótekarar og lyfjafræðingar notuðu 1763-1834. Upphaflega er talið að Urtagarðurinn hafi staðið suður af Nesstofu, en nýi garðurinn er suðaustur af Nesstofu og stendur minnisvarðinn í garðinum.

Nes við Seltjörn
Nes við Seltjörn

Hér stóð kirkja til ársins 1799

Minnisvarði um kirkju í Nesi við Seltjörn

Rotaryklúbbur Seltjarnarness reisti þennan minnisvarða.

Kópavogur

Garðabær

Alfred Wegener
Minnisvarði
Alfred Wegener

Landrekskenningin
Alfred Wegener setti landrekskenningu sína fram á árunum 1908-1912. Hann hafði veitt því eftir tekt að strendur meginlanda, einkum Afríku og Suður-Ameríku, falla býsna vel hvor að annarri. Hið sama átti við um jarðmyndanir og plöntu- og dýrasteingervinga á aðskildum meginlöndum.
Wegener dró þá ályktun að upphaflega hefðu öll löndin myndað eitt meginland, Pangeu. Hann hélt því jafnframt fram að á miðlífsöld, fyrir um það bil 200 milljónum ára, hefði Pangea byrjað að klofna, fyrst í tvo meginlandsfleka og síðar í fleiri og væru þeir á stöðugri hreyfingu, sums staðar hver frá öðrum, annars staðar hver að öðrum.
Samtímamenn Wegeners höfnuðu landrekskenningunni enda var fátt sem renndi stoðum undir hana í upphafi. það var ekki fyrr en um 1960 að hún fékk byr undir báða vængi. Það gerðist í kjölfar þess að breskum jarðeðlisfræðingum tókst að túlka rákamynstur sem fram kom við segulmælingar á Reykjaneshrygg. Síðan þá hafa fjölmargar niðurstöður mælinga á jarðskorpunni staðfest kenningu Wegeners enn frekar þannig að nú nýtur hún almennrar viðurkenningar.

Landrekskenningin
Stöpul þennan reisti þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) í aprílmánuði 1930 ásamt fleiri stöplum með það fyrir augum að færa sönnur á landrekskenninguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912. Landrekskenningunni var fálega tekið í upphafi. Nú nýtur landrekskenning Wegeners almennrar viðurkenningar. Alfred Wegener varð úti í rannsóknarleiðangri á Grænlandi 1930.

(Texti á skiltum á minnisvarðanum, sem er í Garðabæ.).

Oddfellow
Urriðavöllur

Oddfellowar á Íslandi létu gera þessa plötu
til heiðurs þeim Oddfellowum sem gáfu
Oddfellowreglunni á Íslandi
jörðina Urriðavatn

Platan er fest á stein á Urriðavelli í Urriðavatnsdölum

Hafnarfjörður

Minnisvarði
Minning um drukknaða fiskimenn

Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922
og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922

Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.

Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.

Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.

Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.

Platan vinstra megin er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.

Skátar
Minnisvarði um látna skáta

Minnisvarði
um látna gildisfélaga með þökk fyrir samfylgdina.
Minningarnar lifa

Minnisvarðinn sendur við skátaskálann við Hvaleyrarvatn.

Aðalheiður og Andrés
Andrésarlundur

Í minningu hjónanna Aðalheiðar Magnúsdóttur og Andrésar Gunnarssonar.

Minnisvarðinn stendur í Andrésarlundi við Hvaleyrarvatn.

Bjarni Sivertsen (1763-1833)
Bjarni Sivertsen (1763-1833) riddari
 

Faðir Hafnarfjarðar. Brjóstmyndin gerð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur í Hellisgerði

Björn Árnason
Björn Árnason

Björnslundur

Til minningar um Björn Árnason
bæjarverkfræðing og skógarbónda

Minnisvarðinnstendur í skógræktinni við Hvaleyraratn í Hafnarfirði

Óskar Páll Daníelsson (1979-2012)

f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012

Frá Dýrð til Dýrðar

Þetta skilti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar hrapaði þar

Stefán Stefánsson
Stefánshöfði
Stefánshöfði er vestan við Kleifarvatn. Höfðinn er nefndur eftir Stefáni Stefánssyni f. 5.12.1878, d. 22.12.1944, eða Stebba guide, en ösku hans var dreift í vatnið árið 1944.
 
Skjöldur á klettavegg Stefánshöfða við veginn.

Mosfellsbær - Mosfellssveit

Afturelding
UMF Afturelding
Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.
Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni pásakamessu í Lágafellskirkju.
Mosfellsbær lét ger 11. apríl 2009.
 

Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju

Mosfellsbær
Mosfellingar

Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd 20. Landsmóts UMFÍ 12.-15. júlí 1990.
Ungmennafélag Íslands.

Stendur við íþróttavöllinn í Mosfellsbæ

 

Árni Yngvi Einarsson
Árni Yngvi Árnason (1907-1979)
Minning 
Árni Yngvi Einarsson
Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 12948-1977.
 
Óðinshrafn Ásmundur Sveinsson. Minnisvarðinn stendur við Reykjkalund.
Magnús Grímsson
Magnús Grímsson (1825-1860)
Magnús Grímsson,  f. 3.6.1825  d. 18.1.1860
Nihil tetigit quod non ornavit.

Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, ofan við kirkjuna
Stefán Þorláksson (1895-1959)
Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal,1859-1959

 

Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal

Akranes

Haraldur Böðvarsson
Haraldur Böðvarsson (1889-1967) og Ingunn Sveinsdóttir (1887-1969)

Haraldur var einn þekkasti athafna- og útgerðarmaður landsins á síðustu öld. Hann gerði út opin skip til þorskveiða frá Vörum í Garði 1908-14, vélbát frá Vogavík á Vatnsleysuströnd 1909-16, rak útgerð og verslun í Sandgerði 1914-41, heildverslun og skipaafgreiðslu í Bergen 1916-24, heildverslun, útgerð og skipamiðlun í Reykjavík 1915-24 og síldarsöltun og útgerð á Siglufirði um árabil.

Haraldur var búsettur í Reykjavík 1915-24 en síðan á Akranesi, enda starfrækti hann þar umsvifamikla útgerð, verslun, iðnað og skipaafgreiðslu frá 1906.

Haraldur var auk þessa mikill félagsmálamaður, var stjórnarformaður Andakílsvirkjunar, sat í hreppsnefnd, hafnarnefnd og bæjarstjórn á Akranesi og sinnti mjög æskulýðs- og mannúðarmálum.

Haraldur og kona hans, Ingunn Sveinsdóttir, gáfu Akraneskaupstað Bíóhöllina þar 1943, ásamt öllum búnaði, en ágóðinn af bíórekstrinum rann til byggingar Sjúkrahúss Akraness. (Mbl. 7.maí 2012)

Minnisvarðinn stendur við hús þeirra á Akranesi.

Jón M. Guðjónsson (1905-1994) sóknarprestur 
Jón M. Guðjónsson (1905-1994)
Sóknarprestur á Akranesi 1946-1974
Prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1972-1974
– hugsjónamaður – frumkvöðull að slysavörnum, byggðasafni og mörgum öðrum menningarmálum.
 
Sjómannslíf í herrans hendi
helgast fósturjörð.
 
Það fagra sem var skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.

Að fortíð skal hyggja er frumlegt skal byggja.
Án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.
 [E.B.]

Texti þessi er á minnisvarðanum sem stendur við Byggðasafnið í Görðum

Minnisvarði um drukknaða
Sjómaðurinn

Listaverkið var afhjúpað árið 1967 af Lilju Pálsdóttur, eiginkonu séra Jóns M. Guðjónssonar prests og prófasts á Akranesi, og er reist til minningar um drukknaða sjómenn. Á undirstöðunni er hending úr kvæðinu Sjómannasöngur eftir Steingrím Thorsteinsson:

Sjómannslíf í herrans hendi
helgast fósturjörð.

Minnisvarðinn um drukknaða er eftir Martein Guðmundsson (1905-1952) og stendur á Akratorgi á Akranesi.

Emilía Þorsteinsdóttir
Hjónin frá Grund

Til minningar um hjónin frá Grund, Emilíu Þorsteinsdóttur f. 17.2.1886, d. 30.7.1960 og
Þórð Ásmundsson, f. 7.6.1884, d. 3.5.1943.
Frá niðjum þeirra

Minnisvarðinn stendur við safnaðarheimilið, á móti kirkjunni á Akranesi.

Hafmeyjarslysið

Þar fórust 11 manns er sexæringurinn Hafmeyjan strandaði á Suðurflös 16. september 1905.

Minnismerkið um Hafmeyjarslysið stendur á Suðurflös, skammt frá vitanum á Breiðinni og er eftir listamanninn Bjarna Þór Bjarnason frá Akranesi. Það var reist til minningar um þau 11 sem fórust á þessum stað, en fólkið var vertíðarfólk að koma frá Reykjavík. Á meðal þeirra sem fórust voru 5 systkini frá bænum Kringlu og þrír bræður frá Innsta-Vogi. Nöfn þeirra allra e á minnisvarðanum.

Minnisvarðinn var reistur árið 1998 að tilstuðlan Kiwanisklúbbsins Þyrils.

 

Landnám
Minnisvarði um Landnám Íra á Akranesi

Til góðs vinar liggja gagnvegir
þótt hann sé firr farinn

(Hávamál)

Gjöf frá írsku þjóðinni 1974. (Texti á gelisku á bakhlið minnisvarðans)

Steinninn stendur við Byggðasafnið og kirkjugarðinn í Görðum á Akranesi

Mýrar

Heiður og ættjörð
En souvenir du Commandant Charcot
et de ses compagnons
disparus dans le naufrage du
“Pourquoi pas?”
le 16. Septembre 1936.
 
Inauguration le 20 Juillet 1997
 
Þessi minnisvarði stendur við Straumfjörð á Mýrum
Leirulækjar-Fúsi
Leirulækjar-Fúsi (1648-1728)
Minnisvarði um Vigfús Jónsson, er nefndur var Leirulækjar-Fúsi f. 1648 d. 1728
Vigfús var bóndi á Leirulæk og talinn af ýmsum fjölkunnugur. Mynduðust um hann þjóðsagnakenndar frásögur. Hann var talinn vera meðal betri skálda á sinni tíð og orti m.a. eftirfarandi rerindi:
Löfgjörðarsálmur

” … Abba helgist þitt æðsta nafn
oss nálægist þitt ríkis safn,
vilji þinn verði á jörðu.
Fær oss í dag þitt fræðslubrauð 
fyrir gef oss ó herra guð
sem vér þeim grand oss gjörðu,
guð minn guð minn.
Þinni kristni forða freistni er flekkar heiminn
frelsa oss heldur frá illu, amen”.
 
Minnsvarðinn stendur við bæinn Leirulæk á  Mýrum 

Borgarfjörður

Bæjarkirkja
Bæjarkirkja, vígð 2.7.1967
Að þessum stað, Bæ í Borgarfirði, stofnaði Hróðólfur biskup til fyrsta klausturs og skólahalds á Íslandi meðan hann dvaldi hér á árunum 1030 til 1049.
Varð það góðu heilli gjört.
 

Skjöldurinn er festur á kirkjuvegg í Bæ

Daníel Kristjánsson
Daníelslundur
Til heiðurs fyrir Daníel Kristjánsson skógarvörð á 70 ára afmælinu 25. ágúst 1978.
Þökkum 40 ára starf.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar.

Stendur í skógræktinni við Svignaskarð í Borgarfirði
Sturlureykir
Sturlureykir
Brautryðjandi
Erlendur Gunnarsson var fyrstur Íslendinga á 20. öld að nýta hveragufu til upphitunar híbýla sinna og matseldar. Árið 1908 steypti hann yfir sjóðandi hverinn sem lá 6 metrum neðar en bærinn. Lagði þaðan pípur og leriddi heim orku og yl.
 
Minnisvarðinn stendur við vegamótin í Reykholtsdal.
Erlendur Gunnarsson
SturlureykirErlendur Gunnarsson (1853-1919) Andrea Jóhannesdóttir (1865-1911)

Erlendur Gunnasson (1853-1919) 
Hugvitsmaður góður, verkhygginn bóndi, hagur smiður á járn og tré.

Andrea Jóhannesdóttir (1865-1911) 
Höfðingskona, raungóð, annáluð fyrir hannyrðir, móðir tólf barna.

Minnisvarðinn stendur við vegamótin í Reykholsdal.

 

Friðrik Friðriksson
Friðrik Friðriksson (1868-1961)
Þér mumuð með fögnuði 
vatn ausa úr lindum
hjálpræðisins.


Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson, myndhöggvari

Minnisvarðinn er í Vatnaskógi (myndin tekin 1964)

Ragnar Pálsson
Ragnar Pálsson (1911-1983)

Ragnar Pálsson frá Arnarholti 1911-1983
Litla-Skarð var keypt fyrir dánargjöf hans.
Skógrækt ríkisins reisti þennan stein til minningar um dreng góðan.

Stendur við bæinn Litla-Skarð í Norðurárdal, Borgarfirði, sem er í eigu Skógræktarinnar

Skorradalur

Heiðursvarði
Heiðursfélagar Fitjahlíðar
Þessi minnisvarði stendur á samkomuflöt Fitjahlíðar.
Aðeins eitt nafn er á varðanum, 
Jón Hannesson 2018
Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson (1825-1889)
Guðmundur Ólafsson, jarðyrkjumaður f. 1825, d. 1889.
Búfræðingur frá Danmörku 1851. Bóndi á Fitjum 1867-1889 og þingmaður Borgfirðinga 1875-1879. Ritaði greinar og kennsluefni um búnaðarmál 1849-1876.
Jarðræktarfrömuður af lífi og sál – áratugum á undan samtíð sinni og frumkvöðull, m.a. í notkun plógs hér á landi.
“Hversu mikið hefðu menn ekki getað útrétt síðan ég flutti hingað plóginn 1851, hefðu þeir þá þegar tekið nokkurn veginn vel á móti báðum og farið að nota hvorutveggja?” (GÓ. íBréf til Jóns Sigurðssonar forseta).
Skrif Guðmundar bregða skýru ljósi á aldarhátt og erfiðar aðstæður forfeðra og -mæðra, sem unnu að framfara og þjóðfrelsismálum á 19. öld.
Af virðingu og þökk, 10. ágúst 2014. [Texti á minnisvarða]

Afkomendur
Minnisvarðinn stendur við bæinn á Fitjum í Skorradal.

Snæfellsnes

Vatnaleið
VatnaleiðVatnaleið
Vatnaleið á Snæfellsnesi
Vígsla 2. nóvember 2001
Sturla Böðvarsson
Ari fróði
Ari fróði Þorgilsson (1058-1148) prestur

En hvatki er missagt er í fræðum þessum þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.

Ari prestur hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði, bæði forna og nýja.
Snorri Sturluson.

Minnisvarðinn stendur á Staðarstað á Snæfellsnesi

Hellissandur - Rif

Rif
Friðþjófur B. Guðmundsson (1904-1987) útvegsbóndi
Minnisvarði um Friðþjóf B. Guðmundsson (1904-1987) útvegsbónda og
Halldóru G. Kristleifsdóttur (1912-1999), húsmóður. 
Reist á aldarafmæli Friðþjófs 27.10.2004.

Þau voru útvegsbændur á Rifi, en Friðþjófur gerði út frá Krossavík og gekk hann frá Rifi í Krossavík. Halldóra stjórnaði búinu á meðan Friðþjófur stundaði sjóinn.

Stendur á Rifi á Snæfellsnesi.

Ólafsvík

Minning um ástvini í fjarlægð.

“Því að yður er ætlað fyrirheitið.
Börnum yðar og öllum þeim,
sem í fjarlægð eru.
Öllum þeim, sem Drottinn 
Guð vor kallar til sín”
.
(Post 2:39)

Minnisvarðinn var afhjúpaður á Sjómannadaginn árið 2004 og er hann eftir Sigurð Guðmundsson. Minnisvarðinn stendur við kirkjugarðinn í Ólafsvík.

Grundarfjörður

Stykkishólmur

Á heimleið (1994)
,,Kirkja er okkur ströndin
og hafið og fjallið,
guðspjall dagsins
vanmáttur mannsins
í lífi og dauða. 
[Jón úr Vör]”

Listaverk í minningu sjómanna gert af Grími Marinó Steindórssyni.

Verkið stendur við höfnina í Stykkishólmi. Það var afhjúpað af Vigdísi Finnbogadóttur forseta á Sjómannadaginn 1994. 

Sjómaðurinn
SjómaðurinnSjómaðurinn
Til minningar um áhafnarmeðlimi mótorbátsins Blika sem fórst með allri áhöfn í óveðri 28. janúar 1924.
Sigvaldi Valentínusson, skipstjóri; Þorvarður Helgason; Kristján Bjarnason; Hannes Gíslason; Guðjón Þ. Guðlaugsson; Kristinn Sigurðsson; Guðmundur Stefánsson.
Blessuð sé minning þeirra. [Texti á skilti]
 
Verkið er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli og stendur við höfnina í Stykkishólmi.
Árni Thorlacius
Árni Thorlacius 1802-1891
Árni Thorlacius kaupmaður í Stykkishólmi,
fæddur l1802, dáinn 1891.
Hans er minnst fyrir að hefja veðurathuganir í Stykkishólmi 1845.
Það eru elstu samfelldu veðurathuganir á Íslandi.
 
Minnisvarðinn, sem er gerður af Helga Gíslasyni myndhöggvara og stendur hann við höfnina í Stykkishólmi var afhjúpaður árið 1989. Minnisvarðinn ber nafnið Klakkur

Dalir

Bjarni frá Vogi
Bjarni frá Vogi
Bjarni Jónsson frá Vogi (1863-1925)
Minningarlundur Bjarna Jónssonar frá Vogi f. 13.10.1863 – d. 18.7.1925
Giftu mestur, göfgi hæstur,
goðorðsmaður dýrrar snilli.
Bjarni er og Bjarni verður
Bjarna skilar alda milli.
Stefán frá Hvítadal
 
Lágmyndin eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Minnisvarðinn stendur í trjálundi  við Vog á Fellsströnd.

Vestfirðir

Aðalvík
Barnaskólinn á Látrum í Aðalvík
Barnaskólinn á Látrum 1899-1999
Hér stóð Barnaskólinn á Látrum. Guðmundur Sigurðsson og fleiri stofnuðu framfarafélagið Æskuna árið 1898. Haustið 1899 gaf félagið hreppnum skuldlaust skólahús því allt efni og vinna var gefin. Pálmi Jónsson í Reykjavík gaf allan við í grind hússins. Smiður var Friðfinnur Kjærnested, sem gaf vinnu sína. Heimangönguskóli hófst 1899 og stóð til ársins 1946. Við skólann störfuðu lærðir kennarar. Guðmundur Sigurðsson var kennari og kenndi fyrstu árin. [Texti á skildi].

 

Minnisvarðinn stendur á Látrum í Aðalvík.

Ísafjörður

A. Ásgeirsson
Ásgeir Ásgeirsson (1852-1902)
Som Disse Runer
Meislet Ind

Staar Virket Dit
i Folkets Sind

Á. Ásgeirsson 1852-1902
Ja Nye 50 Aar
Du Faar Saa Vist
Som Bautaen Her
Paa Klippen Staar
 
Bautasteinninn stendur í Neðstakaupstað á Ísafirði

Bíldudalur

Muggur
Guðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891-1924) listmálari
Guðmundur Thorsteinsson, listmálari
Muggur

1891-1924
Vangamynd eftir Guðmund Elíasson (1981)

Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal

Jón Kr. Ísfeld
Jón Kr. Ísfeld  (1908-1991) Auður H. Ísfeld (1917-1996)
Til minningar um prófastshjónin
Jón Kr. Ísfeld og Auði H. Isfeld
þjónandi á Bíldudal 1944-1961.

 

Minnisvarðinn stendur við Bíldudalskirkju

Pétur Thorsteinsson
Pétur Thorsteinsson (1854-1929)  Ásthildur Thorsteinsson (1857-1938)
Pétur og Ásthildur Thorsteinsson
Ríkarður Jónsson gerði brjóstmyndirnar.
 
Minnisvarðinn var reistur árið 1951 og stendur í Tungunni á Bíldudal
Gyða
Seglskipið Gyða
Seglskipið ,,Gyða” eignadi Pétur J. Thorsteinsson, Bíldudal.
Skipið fórst með allri áhöfn 10. april 1910.
Skipverjar voru þessir:
Þorkell Kristján Magnússon frá Bíldudal, f. 22. ágúst 1864, skipstjóri; Magnús Þorkelsson frá Bíldudal, f. 7. júlí 1891, stýrimaður; Einar Jóhannesson frá Hallsteinsnesi, f. 22.júlí 1877, háseti; Ingimundur Loftsson frá Fossi, f. 26. apríl 1850, háseti; Jóhannes Leopold Sæmundsson frá Vaðli, Brjánslæk, f. 15. nóv. 1879, háseti; Jón Jónsson frá Bíldudal, f. 19. okt. 1890, háseti; Jón Jónsson frá Hokinsdal, f. 23. ágúst 1855, háseti; Páll Jónsson frá Bíldudal, f. 2. ágúst 1893, háseti.


Skipsmastur þetta kom upp í rækjutroll hjá m.b. Frigg í nóv. 1953. – Er það talið vera úr seglskipinu ,,Gyðu”. Mastur þetta var reist sumarið 1954. [Texti á skildi]

Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal.

Járnhúsklukkan
Járnhúsklukkan
Klukkan var fyrst notuð í Otradalskirkju, síðan fékk hún það hlutverk að boða fólk til vinnu á fiskreitunum.
Klukkan hékk þá á svokölluðu ,,Járnhúsi” en það brann árið 1930. Hún var það eina sem bjargaðist úr brunanum.
Eftir brunann gaf Ágúst Sigurðsson Bíldudalskirkju klukkuna og var hún notuð þar til hún brast.

 

Klukkan stendur núna í Tungunni á Bíldudal.

Samúel Jónsson
Samúel Jónsson (1884-1969)
Hér bjó listamaðurinn með barnshjartað
Samúel Jónsson, f. 1884 – d. 1969.
Þar sem góðir fara eru Guðs vegir.

 

Minnisvarðinn stendur í Selárdal við listaverkin sem Samúel gerði þar.

Patreksfjörður

Björn Halldórsson í Sauðlauksdal
Barðstrendingafélagið gekkst fyrir að minnisvarðinn var reistur á 200. ártíð Sr. Björns, í samvinnu við Vesturbyggð, Héraðsnefnd Barðstrendinga, Búnaðarfélag Íslands, Landgræslu ríkisins, Garðyrkjufélag Íslands, Prestafélag Íslands.

Minnisvarðinn stendur í Sauðlauksdal