Minnisvarðar á Vesturlandi
Akranes
Landnám Íra

Minnisvarði um Landnám Íra á Akranesi
Til góðs vinar liggja gagnvegir
þótt hann sé firr farinn
(Hávamál)
Gjöf frá írsku þjóðinni 1974. (Texti á gelisku á bakhlið minnisvarðans)
Steinninn stendur við Byggðasafnið og kirkjugarðinn í Görðum á Akranesi
Sjómaðurinn

Sjómaðurinn
Listaverkið var afhjúpað árið 1967 af Lilju Pálsdóttur, eiginkonu séra Jóns M. Guðjónssonar prests og prófasts á Akranesi, og er reist til minningar um drukknaða sjómenn. Á undirstöðunni er hending úr kvæðinu Sjómannasöngur eftir Steingrím Thorsteinsson:
Sjómannslíf í herrans hendi
helgast fósturjörð.
Minnisvarðinn um drukknaða er eftir Martein Guðmundsson (1905-1952) og stendur á Akratorgi á Akranesi.
Hafmeyjarslysið

Hafmeyjarslysið
Þar fórust 11 manns er sexæringurinn Hafmeyjan strandaði á Suðurflös 16. september 1905.
Minnismerkið um Hafmeyjarslysið stendur á Suðurflös, skammt frá vitanum á Breiðinni og er eftir listamanninn Bjarna Þór Bjarnason frá Akranesi. Það var reist til minningar um þau 11 sem fórust á þessum stað, en fólkið var vertíðarfólk að koma frá Reykjavík. Á meðal þeirra sem fórust voru 5 systkini frá bænum Kringlu og þrír bræður frá Innsta-Vogi. Nöfn þeirra allra eru á minnisvarðanum.
Minnisvarðinn var reistur árið 1998 að tilstuðlan Kiwanisklúbbsins Þyrils.
Guðmundur Jónsson (1906-1988)

Í minningu Guðmundar Jónssonar
f. 19.03.1906 – d. 31.05.1988
frumkvöðuls skógræktar á Akranesi.
,,Þú gróðursetur agnarlítinn anga,
með aðeins fjögur pínulítil blöð,
svo rót hans verði sæl í sinni moldu
og sál þín glöð”. (Guðmundur Böðvarsson)
Verkið er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli.
Hann stendur í skógrækt Akurnesinga, Garðalundi og var reistur af bæjarstjórn Akranes árið 1997.
Haraldur Böðvarsson (1889-1967)
Ingunn Sveinsdóttir (1887-1969)

Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdóttir
Haraldur var einn þekkasti athafna- og útgerðarmaður landsins á síðustu öld. Hann gerði út opin skip til þorskveiða frá Vörum í Garði 1908-14, vélbát frá Vogavík á Vatnsleysuströnd 1909-16, rak útgerð og verslun í Sandgerði 1914-41, heildverslun og skipaafgreiðslu í Bergen 1916-24, heildverslun, útgerð og skipamiðlun í Reykjavík 1915-24 og síldarsöltun og útgerð á Siglufirði um árabil.
Haraldur var búsettur í Reykjavík 1915-24 en síðan á Akranesi, enda starfrækti hann þar umsvifamikla útgerð, verslun, iðnað og skipaafgreiðslu frá 1906.
Haraldur var auk þessa mikill félagsmálamaður, var stjórnarformaður Andakílsvirkjunar, sat í hreppsnefnd, hafnarnefnd og bæjarstjórn á Akranesi og sinnti mjög æskulýðs- og mannúðarmálum.
Haraldur og kona hans, Ingunn Sveinsdóttir, gáfu Akraneskaupstað Bíóhöllina þar 1943, ásamt öllum búnaði, en ágóðinn af bíórekstrinum rann til byggingar Sjúkrahúss Akraness. (Mbl. 7.maí 2012)
Minnisvarðinn stendur við hús þeirra hjóna á Akranesi.
Jón M. Guðjónsson (1905-1994)

Sóknarprestur á Akranesi 1946-1974
helgast fósturjörð.
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja er frumlegt skal byggja.
Án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. [E.B.]
Texti þessi er á minnisvarðanum sem stendur við Byggðasafnið í Görðum
Hjónin frá Grund

Til minningar um hjónin frá Grund,
Emilíu Þorsteinsdóttur f. 17.2.1886, d. 30.7.1960 og Þórð Ásmundsson, f. 7.6.1884, d. 3.5.1943.
Frá niðjum þeirra
Minnisvarðinn stendur við safnaðarheimilið, á móti kirkjunni á Akranesi.

Þorgeir Jósefsson (1902-1992)

Þorgeir Jósefsson
vélvirkjameistari og forstjóri
f. 12. júlí 1902 – d. 21. júní 1992.
Sat í hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps 1935-1941.
Sat í bæjarstjórn Akraness 1942-1958 og 1962-1966.
Sat m.a. í stjórn Sjúkrahúss Akraness 1950-1982
Heiðursborgari Akraneskaupstaðar 1982
Stofnaði Þorgeir og Ellert 1928.
Bjrjóstmynd þessi er gjörð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara og var Þorgeiri gefin myndin af starfsmönnum Þorgeirs & Ellerts hf þegar hann varð 60 ára.

Mýrar
Jean Charcot

Heiður og ættjörð
et de ses compagnons
disparus dans le naufrage du
“Pourquoi pas?”

Leirulækjar-Fúsi (1648-1728)

Vigfús var bóndi á Leirulæk og talinn af ýmsum fjölkunnugur. Mynduðust um hann þjóðsagnakenndar frásögur. Hann var talinn vera meðal betri skálda á sinni tíð og orti m.a. eftirfarandi erindi:
Fær oss í dag þitt fræðslubrauð
sem vér þeim grand oss gjörðu,
guð minn guð minn.

Borgarfjörður
Bæjarkirkja

Varð það góðu heilli gjört.
Skjöldurinn er festur á kirkjuvegg í Bæ
Daníel Kristjánsson (1908-1982)

Daníelslundur
Til heiðurs fyrir Daníel Kristjánsson skógarvörð á 70 ára afmælinu 25. ágúst 1978.
Þökkum 40 ára starf.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar.
Stendur í skógræktinni við Svignaskarð í Borgarfirði
Eskiholt

Minnisvarði um fjölskylduna frá Kolsstöðum, Miðdölum Dalasýslu.
Helga Eysteinsdóttir – Sveinn Finnsson
Þórdís Sveinsdóttir, Eysteinn Sveinsson, Finnur Sveinsson, Bjarni Sveinsson, Ásmundur Sveinsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Benedikt Sveinsson, Anna Sveinsdóttir, Hallsteinn Sveinsson, Sigurður Sveinsson, Þorgerður Sveinsdóttir.
Þau fluttu að Eskiholti, Borgarhreppi, Mýrasýslu árið 1925.
Minnisvarðinn stendur við Eskiholt og er gerður af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara.
Sturlureykir

Sturlureykir
Erlendur Gunnarsson (1853-1919)
Andrea Jóhannesdóttir (1865-1911)

Erlendur Gunnasson (1853-1919)
Hugvitsmaður góður, verkhygginn bóndi, hagur smiður á járn og tré.
Andrea Jóhannesdóttir (1865-1911)
Höfðingskona, raungóð, annáluð fyrir hannyrðir, móðir tólf barna.
Minnisvarðinn stendur við vegamótin inn í Reykholsdal.

Friðrik Friðriksson (1868-1961)

Friðrik Friðriksson
hjálpræðisins.
Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson, myndhöggvari
Minnisvarðinn er í Vatnaskógi (myndin tekin 1964)
Guðmundur Daníelsson (1873-1939)
Guðbjörg Sæmundsdóttir (1873-1958)

Heimagrafreitur á Kastalahól við Svignaskarð
Guðbjörg Sæmundsdóttir
f. 29.8.1873 – d. 29.9.1958
Grafreiturinn stendur á Kastala eða Kastalahól við Svignaskarð
Höskuldur Eyjólfsson (1893-1994)

1893-1994
þegar bjartir blasa við
Sveitungar og vinir reistu MMXI (2011)

Jóhanna Katrín Kristjana Briem (1872-1962)
Einar Pálsson (1868-1951)

Triarchy II (1992)
Jóhann Eyfells
Römm er sú taug …
Í minningu prestshjónanna Jóhönnu Katrínar Kristjönu Briem og séra Einars Pálssonar.
Verkið stendur í kirkjugarðinum í Reykholti í Borgarfirði
Sigurlaug Daníelsdóttir (1877-1974)
Kristján Gestsson (1880-1949)


Ragnar Pálsson (1911-1983)

Ragnar Pálsson frá Arnarholti 1911-1983
Litla-Skarð var keypt fyrir dánargjöf hans.
Skógrækt ríkisins reisti þennan stein til minningar um dreng góðan.
Stendur við bæinn Litla-Skarð í Norðurárdal, Borgarfirði, sem er í eigu Skógræktarinnar
Snorri Sturluson (1178-1241)

Snorri Sturluson 1183-1241
Styttan af Snorra Sturlusyni eftir Gustav Vigeland hefur lengi verið eins konar kennimark Reykholts. Styttuna gáfu Norðmenn Íslendingum, upphaflega til að minnast 700. ártíðar skáldsins 1941, en vegna heimsstyrjaldarinnar var ekki hægt að afhenda styttuna þá. Það var hins vegar gert við hátíðlega viðhöfn nokkru eftir stríðið að viðstöddu miklu fjölmenni, árið 1947. Snorrahátíðir voru haldnar nokkrum sinnum eftir þetta – síðast árið 1979.
Minnisvarðinn stendur í Reykholti
Snorri Sturluson (1178-1241)

Snorri Sturluson
Hverinn Skrifla. Vatn var leitt úr hvernum í Snorralaug og sennilega líka til að hita upp herbergi í híbýlum Snorra í Reykholti.
Verkið er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli og stendur á hvernum Skriflu í Reykholti

Hvanneyri
Guðmundur Jónsson (1902-2002)

Guðmundur Jónsson
skólastjóri 1947-1972.
Brjóstmyndin er eftir Ríkeyju Ingimundardóttur og gerð 1999.
Halldór Vilhjálmsson (1875-1936)

Halldór Vilhjálmsson
skólastjóri 1907-1936
Halldór var fræðimaður og frumkvöðull og hafði gríðarleg áhrif á búskaparhætti hér á landi. Hann var skólastjóri á Hvanneyri í tæp 30 ár og átti sér þann draum stærstan að til yrði menntuð bændastétt hér á landi og vildi að þeir sem stunduðu nám á Hvanneyri yrðu sómi sinnar sveitar.
Halldór var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri
Hvanneyringar reistu minnisvarðann 1930. Hann stendur í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri
Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson gerð árið 1939.
Hjörtur Snorrason (1859-1925)

Hjörtur Snorrason
skólastjóri 1894-1907.
Hjörtur var búfræðingur að mennt, útskrifaðist frá Ólafsdal 1887. Stundaði jarðyrkjustörf í Dölum 1887–1892. Kennari við búnaðarskólann í Ólafsdal 1892–1894. Skólastjóri búnaðarskólans á Hvanneyri 1894–1907, kennari þar 1907–1911. Bóndi á Ytri-Skeljabrekku í Andakíl 1907–1915, í Arnarholti í Stafholtstungum frá 1915 til æviloka. Alþingismaður Borgfirðinga 1914–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1925 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri). [Alþ.]
Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson myndhöggvari árið 1940. Varðinn stendur í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri,
Runólfur Sveinsson (1909-1954)

Runólfur Sveinsson
skólastjóri 1936-1947
Runólfur Sveinsson lauk ungur námi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, varð skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri aðeins 26 ára gamall og átti þar 11 ára giftusamlegan feril. Hann hafði svo ógleymanleg áhrif á nemendur sína að flestum fannst þeir eiga honum að þakka þroska og velgengni sína síðar á ævinni. Á næstum eins árs námsferðalagi sínu um Bandaríkin 1944-1945 kynntist hann ýmsum nýjungum á sviði búvísinda og svo heillaður varð hann af starfi Bandaríkjamanna á sviði landgræðslu að stuttu eftir heimkomuna söðlaði hann um og gerðist sandgræðslustjóri. Hann var frumkvöðull í landgræðslu og á ýmsum sviðum landbúnaðar. Meðal annars átti hann mikinn þátt í vélvæðingu landbúnaðarins um miðja síðustu öld. Runólfur féll frá langt fyrir aldur fram árið 1954, aðeins 44 ára gamall, en hafði afkastað ótúlega miklu.
Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri
Sveinn Sveinsson (1849-1892)

Sveinn Sveinsson
Fyrsti skólastjóri á Hvanneyri, 1889-1892
Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson.
Sveinn Sveinsson hét hann, Austfirðingur, fæddur á Ormsstöðum í Norðfirði 21. janúar 1849. Hann braust til búnaðarnáms á Norðurlöndum, ekki síst fyrir atbeina og með dyggum stuðningi Jóns Sigurðssonar forseta.
Sveinn nam við Búnaðarskólann á Steini við Bergen í Noregi árin 1869-1872, en bætti síðan við sig námi við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Sveinn var enda talinn lærðasti íslenski búfræðingur sinnar tíðar. Um árabil starfaði hann sem farandbúfræðingur (ráðunautur) hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins (sem var forveri Búnaðarfélags Íslands, síðar Bændasamtaka Íslands), m.a. með stuðningi Landbúnaðarfélagsins danska. Í því starfi ferðaðist Sveinn víða um sveitir landsins og sagði fyrir um nýja búhætti.
Á þeim árum fólst starf búnaðarráðunauta í því að vinna verkin sjálfir með bændum og fyrir þá. Starfið var því öðrum þræði verkleg kennsla í nýjum og endurbættum vinnubrögðum, einkum varðandi áveitur, gerð vörslugarða og -skurða sem og túnasléttun. Þá hafði Sveinn lært mjólkurvinnslu, smjör- og ostagerð, svo hann leiðbeindi einnig á þeim sviðum. Loks má nefna að Sveinn skrifaði afar efnismiklar fræðslugreinar um öll þessi viðfangsefni, greinar sem hver um sig mátti kalla tímamótaverk. Landmælingar hafði Sveinn búfræðingur, eins og hann var jafnan nefndur, lært og hann gerði m.a. kort af Reykjavík 1876 og 1887, sem nú teljast vera stórmerkar heimildir um byggð vaxandi höfuðstaðar. Merka bók um búverkfæri, raunar þá fyrstu á íslensku, skrifaði Sveinn, en hún kom út árið 1875.
Svo kom það í hlut Sveins að stýra Búnaðarskólanum á Hvanneyri í gegnum stofnun hans árið 1889 og fyrstu starfsárin. Þótt hann væri líklega sá Íslendingur sem þá var faglega hæfastur til þess að móta og kenna við skóla fyrir bændur lenti hann í mótvindi, sem mjög reyndi á hann. Á hann sótti alvarlegt þunglyndi, segja samtímaheimildir, og hann féll frá með voveiflegum hætti eftir aðeins þriggja ára starf við skólann, vorið 1892. [Bbl]
Gunnar Bjarnason (1915-1998)

Frumkvöðull í þágu íslenska hestsins
Minnisvarðinn um Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunaut og rithöfund var afhjúpaður á Hvanneyri 22. júní 2012. Minnisvarðinn er eftir Bjarna Þór Bjarnason og stöpulinn undir verkið hlóð hleðslumeistarinn Unnsteinn Elíasson.
Borgarnes
Egill Skallagrímsson

Myndina gerði Anne Marie Carl-Nielsen.
Gefið Íslenska ríkinu 1963 af dætrum hennar Anne Marie Telmanyi listmálara og Irmelin Eggert og eiginmanni hennar dr. med. Eggert Möller prófessor.
Myndin stendur við haug Skallagríms í Skallagrímsgarði í Borgarnesi.
Friðrik Þorvaldsson (18967-1983)


Frumherji og styrktarmaður framfaramála í Borgarnesi meðan hann bjó þar.
Upphafsmaður Skallagrímsgarðs.
Niðjar hjónanna Helgu Ólafsdóttur.
f. 3.5.1890 d. 19.10.1984 og
Friðriks Þorvaldssonar
f. 10.12.1896 d. 18.1.1983.
og bæjarstjórn Borgarbyggðar reistu þennan stein 6.7.1996.
Steinninn stendur í Skallagrímsgarði umkringdur 5 bekkjum sem merktir eru börnum hjónanna, en þau voru Eðvarð Friðriksson (1918-2002), Guðmundur Trausti Friðriksson (1920-1997), Þorvaldur Friðriksson (1921-2001), Ólafur Helgi Friðriksson (1930-2015), Jónas Gunnar Friðriksson (1932-2018).
Skallagrímsgarður

Kvenfélagskonur ræktuðu
Skallagrímsgarð á árinum 1938-1989
undir stjórn Geirlaugar Jónsdóttur.
Minnisvarðinn stendur við tjörnina í miðjum garðinum.

Skorradalur
Heiðursfélagar Fitjahlíðar

Heiðursfélagar Fitjahlíðar
Aðeins eitt nafn er á varðanum,
Jón Hannesson 2018
Guðmundur Ólafsson (1825-1889)

Búfræðingur frá Danmörku 1851. Bóndi á Fitjum 1867-1889 og þingmaður Borgfirðinga 1875-1879. Ritaði greinar og kennsluefni um búnaðarmál 1849-1876.

Snæfellsnes
Vatnaleið 2001

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra

Ari fróði Þorgilsson (1058-1148)

En hvatki er missagt er í fræðum þessum þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.
Ari prestur hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði, bæði forna og nýja. [Snorri Sturluson.]
Minnisvarðinn stendur á Staðarstað á Snæfellsnesi

Guðmundur Bergþórsson (1657-1705)

Guðmundur varð þekkt skáld á sinni tíð og vinsældir hans sjást af því að rímur hans og kvæði hafa varðveist í fjölda handrita. Þó eru aðeins einar rímur hans varðveittar í eiginhandarriti, en það eru Olgeirs rímur danska sem hann orti 23 ára gamall. Annað merki um að Guðmundur varð fljótt þekktur eru þær þjóðsögur sem um hann hafa myndast, en auk þess að fjalla um ástæður fyrir fötlun hans og tilraunir til lækninga, skipa þær honum með kraftskálda og kunnáttumanna, og bera þannig vott um virðingu samtíðarmanna hans. Ein sagan eignar til dæmis Jóni Vídalín þessa vísu um Guðmund:
Heiðarlegur hjörva grér
hlaðinn mennt og sóma
Annar minnisvarði um Guðmund Bergþórsson er við Stapa á Vatnsnesi.
Hellissandur - Rif
Friðþjófur B. Guðmundsson (1904-1987)
Halldóra G. Kristleifsdóttir (1912-1999)

Halldóru G. Kristleifsdóttur (1912-1999), húsmóður.
Þau voru útvegsbændur á Rifi, en Friðþjófur gerði út frá Krossavík og gekk hann frá Rifi í Krossavík. Halldóra stjórnaði búinu á meðan Friðþjófur stundaði sjóinn.
Stendur á Rifi á Snæfellsnesi.
Eggert Ólafsson (1726-1768)
Ingibjörg Guðmundsdóttir (1733-1768)

frá Ingjaldshóli.
Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1.12. 1726, sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur húsfreyju.
Eggert lærði hjá móðurbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móðurbróður, Guðmundi, sýslumanni á Ingjaldshóli.
Eggert lauk stúdentsprófi í Skálholti, stundaði nám í heimspeki og náttúrufræði við Hafnarháskóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku.
Á árunum 1752-57 fóru Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferð um Ísland. Afraksturinn er Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar sem Eggert samdi á dönsku og að mestu leyti einn. Ritið er viðamikil lýsing á náttúru landsins og gæðum, og greinargerð um íslenskt þjóðlíf og landshagi.
Eggert var skipaður varalögmaður sunnan og austan 1767. Hann lét þá byggja upp jörð sína, Hofsstaði í Eyjahreppi, og ákvað að setjast þar að. Sama haust kvæntist hann Ingibjörgu, dóttur Guðmundar, móðurbróður síns. Þau héldu veglega brúðkaupsveislu að fornum sið í Reykholti, og dvöldu um veturinn í Sauðlauksdal hjá séra Birni Halldórssyni, mági Eggerts. Um vorið héldu þau áleiðis að Hofsstöðum en fórust í aftakaveðri á Breiðafirði. Má segja að þjóðin öll hafi syrgt Eggert enda mikils af honum vænst.
Eggert var framfarasinni og upplýsingarmaður en jafnframt þjóðernissinnaður. Hann trúði á land, þjóð og framtíð og því mikilvægur fyrirrennari Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna sem höfðu hann í ýmsu að fyrirmynd.
Af skáldskap Eggerts er Búnaðarbálkur hans þekktastur sem ber fyrst og fremst að skoða sem boðskap í bundnu máli. Hins vegar hafa aðrir ort um hann fögur ljóð, s.s. Matthías Jochumsson, Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson.
Kristjón Jónsson (1897-

Hann hóf hér skógræktarstarf árið 1950 af mikilli þrautsegju.
Steinnin stendur í skógræktinni í Tröð, Hellissandi

Ólafsvík
Eliníus Jónsson (1878-1966)

bátaformann og síðar kaupfélagsstjóra í Ólafsvík.
f. 1878 d. 1966.
Er utan á húsi kaupfélgsins í Ólafsvík
Ottó A. Árnason (1908-1977)

Ottó A. Árnason
Nýjabæ, Ólafsvík f. 4.8.1908 – d. 6.9.1977.
Skáld og menningarfrömuður
U.M.F. Víkingur – verkalýðsfélagið – taflfélagið – sundkennsla – bíósýningar – stúkan.
Því kallinn við fossinn er klettur eða steinn
sem standa mun um aldir stoltur og einn. O.A.Á.

Minning um ástvini í fjarlægð

Minning um ástvini í fjarlægð
“Því að yður er ætlað fyrirheitið.
Börnum yðar og öllum þeim,
sem í fjarlægð eru.
Öllum þeim, sem Drottinn
Guð vor kallar til sín”.
(Post 2:39)
Minnisvarðinn var afhjúpaður á Sjómannadaginn árið 2004 og er hann eftir Sigurð Guðmundsson. Minnisvarðinn stendur við kirkjugarðinn í Ólafsvík.
Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Minnisvarði um drukknaða sjómenn
Á minnisvarðanum eru skildir með nöfnum sjómanna sem farist hafa með bátum sínum.
Bátarnir eru
Bervík SH 43 (5); Svanborg SH 404 (3); Sæborg SH 377 (1); Framtíðin (3)
Styttan og sjómannagarðurinn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal 1961.
Sjómannagarðurinn í miðbæ Ólafsvíkur.
Grundarfjörður
Stykkishólmur
Minnisvarði um drukknaða

Á heimleið (1994)
og hafið og fjallið,
guðspjall dagsins
í lífi og dauða. [Jón úr Vör]”
Listaverk í minningu sjómanna gert af Grími Marinó Steindórssyni.
Verkið stendur við höfnina í Stykkishólmi. Það var afhjúpað af Vigdísi Finnbogadóttur forseta á Sjómannadaginn 1994.
Til minningar um áhöfn Blika

Sjómaðurinn

Árni Thorlacius (1802-1891)

Klakkur
Hans er minnst fyrir að hefja veðurathuganir í Stykkishólmi 1845.
Dalir
Dalasýsla

Dalasýsla eitt sveitarfélag frá 11. júní 2006,
Dalasýsla hefur um aldir staðið saman af 8-9 hreppum:
Hörðudalshereppi, Miðdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammssteitarhreppi, Fellsstrandarhreppi, Klofningsheppi, Skarðsstrandarhreppi og Saurbæjarhreppi.
Árið 1986 sameinuðust Klofningsheppur að Klofningi Fellsstrandarhreppi og Klofningshreppur utan Klofnings Skarðsstrandarhreppi.
Árið 1994 varð Dalabyggð til sem sveitarfélag við sameiningu allra heppaí Dalasýslu utan Saurbæjarhrepps.
Skógarstrandarhreppur sameinaðist síðan Dalabyggð 1988.
Saurbæjarhreppur sameinaðist Dalabyggð 2006 og varð þá Dalasýsla eitt sveitarfélag.
Íbúar í Dalasýslu 1910 voru 2292 en 717 í júní 2006. [Skilti]
Krosshólar

Krosshólar, klettaborg, Krosshólaborg og önnur klettahæð sunnar. Þar segir Landnáma að Auður djúpúðga léti reisa krossa og færi þangað til bænahalds. Steinkross var reistur á borginni 1965. Niðjar Auðar höfðu helgi mikla á hólunum.
Fyrsti bær hennar, Auðartóttir, er skammt þaðan.
Á steinkrossinum stendur:
Auðr djúpúðga bjó í Hvammi.
Hún hafði bænahald sitt á Krisshólum.
Þar lét hon reisa krossa því at hon var skírð ok vel trúuð.
Bjarni Jónsson frá Vogi (1863-1925)


Jóhannes úr Kötlum (1899-1972)

Ég hylli æskuna og vorið.
Ég hylli allt það sem vex og vakir
og vinnur óskipt að málum.
Ég hylli glaður hinn öra eld
í ungum, leitandi sálum.
Minnisvarðinn stendur í Búðardal

Jón frá Ljárskógum (1914-1945)

Jón Jónsson söngvari og skáld frá Ljárskógum
fæddur 28.3.1949 – dáinn 7.10.1945
Lífsins fyrstu fögru helgidóma
fann ég hér í ríki söngs og hljóma.
MA kvartettinn stofnaður 1932 starfaði með miklum glæsibrag til ársins 1942.
Minning þín lifir
Í Ljárskógum fæddist Jón Jónsson (1914–45), skáld og söngvari í M.A. kvartettnum. Jón lést úr berklum á Vífilsstöðum aðeins 31 árs gamall en minnisvarði um Jón hefur verið reistur vestan við veginn í landi Ljárskóga.

Leifur Eiríksson

Verkið er eftir Nínu Sæmundsson og stendur við Eiríksstaði í Haukadal, afhjúpað árið 2000 í tilefni af 1000 ára afmæli landafundanna.
Minnisvarði um skáldin þrjú
Sturla Þórðarson (1214-1284)
Stefán frá Hvítadal (1887-1933)
Steinn Steinar (1908-1958)

Sögufélag Dalamanna lét reisa þennan minnisvarða um skáldin þrjú og var hann afhjúpaður þann 23. ágúst 2008.
Hönnuður verksins var Jón Sigurpálsson, safnvörður og listamaður á Ísafirði.
Ari Jóhannesson og Kristinn sonur hans hlóðu umgjörðina um planið og fjölmargir aðilar veittu verkefninu mikilsverðan stuðning.
Sögufélagið þakkar öllum aðilum sitt framlag.
Sturla Þórðarson (1214-1284)
Sturla var fæddur 1214, launsonur Þórðar á Stað á Ölduhrygg, sonar Sturlu í Hvammi. Hann bjó á ýmsum stöðum í Dölum og víðar en lengst á Staðarhóli eða um fjóra áratugi. Hann tók virkan þátt í deilum Sturlungaaldar en var þó sjálfur í friðsamara lagi. Flugumýrarbrenna 1253 var í brúðkaupi Ingibjargar dóttur Sturlu og Halls sonar Gissurar Þorvaldssonar.
Sturla var lögsögumaður 1251 og lögmaður 1272-1282, átti hlut að samningu Járnsíðu 1271, fyrstu lögbókar Íslendinga eftir að þeir gerðust þegnar Noregskonungs. Hann var sæmdur riddaranafnbót af Magnúsi konungi lagabæti árið 1277. Hann andaðist í Fagurey á Breiðafirði 1284.
Sturla er þekktastur sem sagnaritari. Frá hans hendi er elsta varðveitt heil gerð Landnámabókar. Líklegt er að hann sé einnig höfundur Kristni sögu. Hann samdi einnig sögu Hákonar konungs Hákonarsonar og Magnúsar konungs lagabætis. Sumir hafa viljað eigna honum frumgerð Grettis sögu. Höfuðrit hans er þó Íslendingasaga sem er kjarninn í safnritinu Sturlunga sögu og í reynd saga 13. aldar á Íslandi. Merkilegt þykir hversu lítt hlutdrægur Sturla er í umfjöllun sinni þótt honum séu málin oft skyld.
Sturla var einnig lipurt ljóðskáld en helstu varðveitt kvæði hans eru um konungana Hákon og Magnús. Sturla og Ólafur bróðir hans hvítaskáld voru síðustu íslensku hirðskáldin. [Skilti]
Stefán frá Hvítadal (1887-1933)
Stefán fra Hvítadal var Sigurðsson og fæddist á Hólmavík 11. október 1887. Hann fluttist 15 ára með fósturforeldrum sínum suður að Hvítadal í Saurbæ og dvaldist þar næstu árin. Haustið 1912 sigldi hann til Noregs, dvaldist þar í þrjú ár og kynnti sér norskar bókmenntir. Hann veiktist 1914 af berklum og dvaldist á heilsuhælum þar til hann kom heim til Íslands 1916.
Árið 1918 kom fyrsta ljóðabók Stefáns út, Söngvar förumannsins, sem vakti mikla athygli, enda má segja að sú bók hafi markað tímamót í íslenskum bókmenntum. Hann segir skilið við arfleifð hinna stórvirku skálda 19. aldar. Öll ljóð bókarinnar eiga upptök í tilfinningalífi skáldsins, þau eru laus við sögulega fortíð, átthaga, þjóðerni, staðbundnar náttúrulýsingar eða mannlýsingar. Þar ríkir nútíðin ein í hjarta skáldsins sjálfs. Hann yrkir ýmist um ástir, svani og sól eða myrkur, dapurleika og dauða, en er ætíð hinn ungi förumaður sem ferðast einn gegnum gleði, sorgir og ástir.
Önnur bók Stefáns var Óður einyrkjans 1921, en hann gaf alls út 5 ljóðabækur. Stefán tók katólska trú á síðari árum og orti mörg trúarljóð, en þekktast mun vera sálmurinn Kirkjan ómar öll, sem oft er flutt við fagurt lag Sigvalda Kaldalóns.
Næstu bækur voru Heilög kirkja 1924, Helsingjar 1927 og loks Anno Domini 1930 um Alþingishátíðina sama ár, Sú bók kom út 1933, sama ár og Stefán dó, og þar er hann reyndar orðinn sögulega sinnaður.
Stefán kvæntist árið 1919, Sigríði Jónsdóttur frá Ballará og eignuðust þau tíu börn. Stefán var góður hestamaður og kemur víða fram hjá honum að á erfiðum stundum væri fátt betra en að leggja á góðan hest og leita út í náttúruna. Þá var Kolbakur hans, sá afburða gæðingur, bestur til að létta honum stundirnar. Stefán bjó í Bessatungu síðustu tíu árin. Hann andaðist 7. mars 1933 og var jarðsettur á Kirkjubóli. [Skilti]
Steinn Steinar (1908-1958)
Steinn hét fullu nafni Aðalsteinn Kristmundsson. Hann fæddist á Laugalandi við Ísafjarðardjúp 13. október 1908, en fluttist á öðru ári með móður sinni suður í Saurbæ og ólst þar upp, fyrst í Bessatungu en frá 6 ára aldri í Miklagarði þar sem hann átti góða vist hjá Kristínu Tómasdóttur fóstru sinni, Steingrími syni hennar og Steinunni konu hans.
Á unglingsárum var Steinn í vist á ýmsum bæjum og kallaður Alli. Um fermingu var hann til heimilis á Hvoli og haustið 1925, þegar hann fór í skóla á Núpi í Dýrafirði var hann á Tindum í Geiradal. Hann var aðeins einn vetur í Núpsskóla og var það eina skólagangan sem honum hlotnaðist eftir að barnaskóla lauk.
Næstu árin var hann á ýmsum stöðum, bæði í Saurbæ og annars staðar, og stundaði ýmsa erfiðisvinnu. Hann þoldi hana illa sökum vanmáttar í vinstri hendi, sem hann hlaut af völdum lömunarveiki innan við tvítugt. Um tvítugt flyst hann til Reykjavíkur.
Hugur hans beindist snemma til skáldskapar, jafnvel strax á barnsaldri, þótt hann síðar teldi sig ekkert hafa ort fyrr en á þrítugsaldri.
Fyrstu kvæði Steins birtust árið 1931 og næstu árin birtast mörg ljóða hans í blöðum og tímaritum. Skömmu fyrir jól 1934 kemur fyrsta ljóðabók hans Þar rauður loginn brann og vakti strax nokkra athygli. Önnur bók Steins, Ljóð kom út 1937 og síðan hver af annarri, Spor í sandi 1940, Ferð án fyrirheits. Ljóð 1934-1954.
Steinn naut skáldastyrks frá 1936 og létti það mjög undir með honum, hann gat farið til útlanda og kynnst erlendum menningarstraumum, bæði á Norðurlöndum og í Suður-Evrópu. Steinn unni mjög bernskuheimkynnum sínum og má segja að fáir hafi lýst þeim á feguri hátt en hann bæði í ljóðum og lausu máli. Öllum ber saman um snilld Steins og áhrifamátt en eru ósammála um í hverju ljóðagaldur hans sé fólginn. Menn nefna ýmist háð, fyndni, ádeilu, djúphygli, tómhyggju eða tæra fegurð. Hann er tvímælalaust eitt vinsælasta skáld 20. aldar og í fáa er oftar vitnað.
Kona Steins var Ásthildur Björnsdóttir, sem reyndist honum einstakur lífsförunautur allt til enda. Steinn dó á hvítasunnudag, 25. maí 1958, tæplega fimmtugur. [Skilti]
Torfi Bjarnason (1838-1915)
Guðlaug Sakaríasdóttir (1835-1937)

Torfi Bjarnason – Guðlaug Sakaríasdóttir Ólafsdal
Akrar voru frjóir og aldingarðar
gladdist arður í grænum sverði. [EG.ÓL]
Minnisvarðinn er gerður af Ríkarði Jónssyni og stendur neðan við bæinn í Ólafsdal. Ljóðlínur eftir Eggert Ólafsson
