Gönguhópurinn "Lífsins lystisemdir"
Í
gönguhópnum eru gamlir Víkingar og áhangendur
þeirra. Hópurinn hefur haldið saman frá árinu
1996 og ávallt farið í a.m.k. eina dagsgöngu á
ári en auk þess hefur hópurinn gengið stuttar ferðir
saman innanbæjar allt árið ef því er að
skipta og skiptast hjón á að ákveða hvar á
að ganga. Gjarnan er svo farið í kaffi á eftir hjá
einhverjum úr hópnum.
Á undanförnum árum höfum við t.d. gengið yfir Fimmvörðuháls; niður með Stóru-Laxá; hálfhring frá Lakavegi, inn á línuveg og niður í Holtsdal að Fjaðrárgljúfri; kringum Hvalfell í Hvalfirði; skemmtilega gönguleið í Borgarfirði sem endar við Hreðavatn; kringum Hítarvatn; á Eldborg á Mýrum og árið 2005 gengum við upp frá Steig í Mýrdal hring upp á Dalsheiði og enduðum aftur í Steig. Sú gönguferð endaði á golfmóti á Selfossi. Golfmót var aftur haldið sumarið 2006 á golfvellinum í Borgarnesi. Síðan hafa nokkrar göngur bæst við og er listi yfir þær með myndum hér fyrir neðan. Á árinu 2006 var ákveðið að ganga 10 ára afmælisgönguna á Spáni í heila viku í júní og fara síðan í hvíld á strönd/golfvelli á eftir. Til þess að þetta mætti gerast var fjölgað í hópnum og erum við nú 16 sem göngum saman - ekki alltaf allir í einu, en fastur kjarni hefur verið með í flestum göngunum. Sjálfkjörinn formaður hópsins er Anna Gísladóttir og hefur hún stjórnað honum af mikilli röggsemi. |
Hluti gönguhópsins á Helgafelli |
Lagað
28. júlí 2014. |
|
Gönguferð yfir Fimmvörðuháls árið 1996 | |
Gengið kring um Hvalfell 1997 | Christabel |
Gönguferð í Mýrdal árið 2005 | Snæfellsnes 2013 |
Prestastígur 2006, Helgafell 2006 Esja 2006 Hengill 2006 Brúarárskörð 2006 Rauðsgil-2006 | Sandakravegur 2014 |
Spánarferðin 2006 Grein í Morgunblaðinu um Spánarferðina | |
Ármúli 2007 | |
Þórsmörk 2008 | |
Esjan 2009 Aðalvík 2009 | |
Tenerife 2010 Vatnsnes 2010 | |
Hellishólar 2011 | |
Reykjadalur 2012 |
Meðlimir hópsins eru:
Anna Gísladóttir sjálfskipaður formaður |
Eirikur Þ. Einarsson ljósmyndari hópsins |
|
Örn Henningsson |
Hrönn Einarsdóttir |
Sigfús Sigurhjartarson |
Iðunn Valgarðsdóttir |
Jakob Már Gunnarsson |
Sigríður Káradóttir |
Guðjón Guðmundsson |
Alma Möller |
Ólafur Valur Ólafsson |
Sigrún Valgarðsdóttir |
Þórólfur Jónsson |
Fanný Guðjónsdóttir |
Þorsteinn Höskuldsson |