Jónína Eiríksdóttir
Útgáfa frá 30. jan. 2002.
1l Jónína Eiríksdóttir,
f. 6. nóv. 1847 í Hrauni á Ingjaldssandi,
d. 1898.
Fór 1877 frá Alviðru að Mýrum í Breiðadal. Bústýra á Brekku á Ingjaldssandi 1883. Er í Álfadal 1890 og lifir á handafla. Er skráð kominn úr Sæbólssókn að Kirkjubóli í Dal (Valþjófsdal) 1891. Barnlaus.
[Ársr. Söguf. Ísf., 1975-76, 86; Kb. Sæbóls; Kb. Holts; Arn., 2:417.]
– M. 14. okt. 1883,
Magnús Benónýsson,
f. 29. júní 1845 á Álfadal á Ingjaldssandi, [25. júní 1839 mannt. 1910],
d. 26. apríl 1914.
Bóndi á Brekku – ekkjumaður. Hann flytur árið 1871 frá Sæbóli að Bæ í Súgandafirði. Er á Ísafirði 1910, sagður ekkill og á tvö börn á lífi en 3 dáin. Veit ekki til að Jónína eigi þau.
For.: Benóný Gunnarsson,
f. 1813 í Neðri-Miðvík,
d. 1854 – drukknaði þegar hákarlaskipið Lovísa fórst.
Hann var stjúpfaðir barnsmóður sinnar.
og Ólöf Árnadóttir,
f. 10. des. 1825,
d. 30. maí 1897 á Klukkulandi í Dýrafirði.