Brák Borgarnesi

Minnisvarðar á Vesturlandi


Akranes

Landnám Íra
Landnám Akranes

Minnisvarði um Landnám Íra á Akranesi

Til góðs vinar liggja gagnvegir
þótt hann sé firr farinn

(Hávamál)

Gjöf frá írsku þjóðinni 1974. (Texti á gelisku á bakhlið minnisvarðans)
Steinninn stendur við Byggðasafnið og kirkjugarðinn í Görðum á Akranesi


Sjómaðurinn
Minnisvarði um drukknaða
Akranes

Sjómannslíf í herrans hendi
helgast fósturjörð.

Minnisvarðinn um drukknaða er eftir Martein Guðmundsson (1905-1952) og stendur á Akratorgi á Akranesi.

Listaverkið var afhjúpað árið 1967 af Lilju Pálsdóttur, eiginkonu séra Jóns M. Guðjónssonar prests og prófasts á Akranesi, og er reist til minningar um drukknaða sjómenn. Á undirstöðunni er hending úr kvæðinu Sjómannasöngur eftir Steingrím Thorsteinsson.


Hafmeyjarslysið
Hafmeyjan Akranes

Þau fórust er sexæringurinn Hafmeyjan strandaði á Suðurflös 16. september 1905:

Systkinin frá Kringlu:
Jón Helgason 12 ára
Helgi Helgason 26 ára
Gunnar Helgason 23 ára
Valgerður Helgadóttir 21 árs
Ólafur Helgason 19 ára.

Bræðurnir frá Innsta-Vogi:
Jóhann Björnsson 23 ára
Björn Björnsson 20 ára
Ingvar Björnsson 15 ára

Aðrir:
Arndís Kristjánsdóttir 19 ára
Bjarni Kristinn Ívarsson 19 ára
Guðmundur Pétursson 16 ára

Minnisvarðinn var reistur árið 1998 að tilstuðlan Kiwanisklúbbsins Þyrils.

Minnisvarðinn er eftir listamanninn Bjarna Þór Bjarnason frá Akranesi og stendur á Suðurflös á Akranesi. Það var reist til minningar um þau 11 sem fórust á þessum stað, en fólkið var vertíðarfólk að koma frá Reykjavík. 


Ívarshús
Ívarshús
Minnismerki um Ívarshús

Hér voru Ívarshús
Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup lét byggja hús og verbúðir hér og hafði umfangsmikla útgerð um 1650.
Síðustu eigendur og ábúendur í Ívarshúsum voru hjónin Guðbjarni Sigmundsson (1897-1990) og Guðný Magnúsdóttir (1902-1984). [Skilti á steininum.]

Ívarshús

Guðmundur Jónsson (1906-1988)
Guðmundur Jónsson Akranes

Í minningu Guðmundar Jónssonar 
f. 19.03.1906 – d. 31.05.1988
frumkvöðuls skógræktar á Akranesi.

,,Þú gróðursetur agnarlítinn anga,
með aðeins fjögur pínulítil blöð,
svo rót hans verði sæl í sinni moldu
og sál þín glöð”
. (Guðmundur Böðvarsson)

Verkið er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli.
Hann stendur í skógrækt Akurnesinga, Garðalundi og var reistur af bæjarstjórn Akranes árið 1997.


Haraldur Böðvarsson (1889-1967) – Ingunn Sveinsdóttir (1887-1969)
Haraldur Böðvarsson Akranes

Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdóttir

Haraldur var einn þekkasti athafna- og útgerðarmaður landsins á síðustu öld. Hann gerði út opin skip til þorskveiða frá Vörum í Garði 1908-14, vélbát frá Vogavík á Vatnsleysuströnd 1909-16, rak útgerð og verslun í Sandgerði 1914-41, heildverslun og skipaafgreiðslu í Bergen 1916-24, heildverslun, útgerð og skipamiðlun í Reykjavík 1915-24 og síldarsöltun og útgerð á Siglufirði um árabil.

Haraldur var búsettur í Reykjavík 1915-24 en síðan á Akranesi, enda starfrækti hann þar umsvifamikla útgerð, verslun, iðnað og skipaafgreiðslu frá 1906.

Haraldur var auk þessa mikill félagsmálamaður, var stjórnarformaður Andakílsvirkjunar, sat í hreppsnefnd, hafnarnefnd og bæjarstjórn á Akranesi og sinnti mjög æskulýðs- og mannúðarmálum.

Haraldur og kona hans, Ingunn Sveinsdóttir, gáfu Akraneskaupstað Bíóhöllina þar 1943, ásamt öllum búnaði, en ágóðinn af bíórekstrinum rann til byggingar Sjúkrahúss Akraness. (Mbl. 7. maí 2012.)

Minnisvarðinn stendur við hús þeirra hjóna á Akranesi. Hef ekki fundið hvenær hann var afhjúpaður.

Haraldur Böðvarsson - legsteinn

Legsteinn í Akraneskirkjugarði um hjónin Harald Böðvarsson og Ingunni Sveinsdóttur.
Lágmyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara


Jón M. Guðjónsson (1905-1994)
Jón M. Guðjónsson Akranes

Jón M. Guðjónsson (1905-1994)
Sóknarprestur á Akranesi 1946-1974, prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1972-1974; hugsjónamaður – frumkvöðull að slysavörnum, byggðasafni og mörgum öðrum menningarmálum. 

Sjómannslíf í herrans hendi
helgast fósturjörð.
 

Það fagra sem var skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.

Að fortíð skal hyggja er frumlegt skal byggja.
Án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.
 [E.B.]

Jón M. Guðjónsson Akranes

Texti þessi er á minnisvarðanum sem stendur við Byggðasafnið í Görðum


Pálmi Þórisson 1979-2002
Pálmi Þórisson
Pálmi Þórisson

fæddur á Akanesi 19.2.1979, fórst í Hvítá 2.8.2002.

Fjölskylda Pálma lét reisa þennan stein til minningar um þann góða dreng.
Far vel um eilífðarveg, kæri vinur!

Pálmi Þórisson

Minnisvarðinn stendur í Akraneskirkjugarði


Emilía Þorsteinsdóttir (1886-1960) – Þórður Ásmundsson (1884-1943)
Emilía Þorsteinsdóttir Akranes

Til minningar um hjónin frá Grund,
Emilíu Þorsteinsdóttur f. 17.2.1886, d. 30.7.1960 og Þórð Ásmundsson, f. 7.6.1884, d. 3.5.1943.

Frá niðjum þeirra.

Emilía Þorsteinsdóttir
Akranesi

Minnisvarðinn stendur við safnaðarheimilið, á móti kirkjunni á Akranesi.


Þorgeir Jósefsson (1902-1992)
Þorgeir Jósefsson Akranesi

Þorgeir Jósefsson
vélvirkjameistari og forstjóri
f. 12. júlí 1902 – d. 21. júní 1992.

Sat í hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps 1935-1941.
Sat í bæjarstjórn Akraness 1942-1958 og 1962-1966.
Sat m.a. í stjórn Sjúkrahúss Akraness 1950-1982.
Heiðursborgari Akraneskaupstaðar 1982.
Stofnaði Þorgeir og Ellert 1928.

Brjóstmynd þessi er gjörð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara og var Þorgeiri gefin myndin af starfsmönnum Þorgeirs & Ellerts hf þegar hann varð 60 ára.

Þorgeir Jósefsson Akranes

Minningarsteinn um látin fóstur
Minnisvarði um látin fóstur
Lýs milda ljós

Minningarsteinn um látin fóstur.

Gefin af Rbst. nr. 5, Ásgerður IOOF 22. okt. 2011

Steinninn stendur í Akraneskirkjugarði.


Minnisvarði um horfna
Minnisvarði um horfna - Akranesi
Minnisvarði um horfna

Jesús sagði: Ég lifi og þér munuð lifa. (Jóh. 14:19)

Miniosvarðinn stendur í kirkjugarðinum á Akranesi.


Mýrar

Þursstaðakapella
Þursstaðakapella
Þursstaðakapella

vígð 16. júlí 2022 af séra Kristjáni Björnssyni víglubiskupi, Skálholti og séra Þornirni Hlyni Árnasyni prófasti, Borg.

Yfirsmiður Gísli Rúnar Magnússon
Trésmíði: Reinhold Jung, Kristján Ingi Þórðarson
Grjóthleðsla: Ari Óskar Jóhannesson, Grétar Jónsson
Þökulagning: Tryggvi Þór Svansson, Haraldur Baldursson
Jarðvinna: Micheal Hoppe (Sleggju-Mikki)

Kapellan stendur við bæinn Þursstaði á Rauðanesi á Mýrum.

Þursstaðakapella
Þursstaðakapella

Jean Charcot
Jean Charcot M'yrum

Heiður og ættjörð En souvenir du Commandant Charcot et de ses compagnons
disparus dans le naufrage du “Pourquoi pas?”le 16. Septembre 1936. 
Inauguration le 20 Juillet 1997. 

Þessi minnisvarði stendur við Straumfjörð á Mýrum var afhjúpaður 20. júlí 1997.

Jean Charcot Mýrum

Vigfús Jónsson – Leirulækjar-Fúsi (1648-1728)
Leirulækjar-Fúsi

Minnisvarði um Vigfús Jónsson, er nefndur var Leirulækjar-Fúsi f. 1648 d. 1728.
Vigfús var bóndi á Leirulæk og talinn af ýmsum fjölkunnugur. Mynduðust um hann þjóðsagnakenndar frásögur. Hann var talinn vera meðal betri skálda á sinni tíð og orti m.a. eftirfarandi erindi:

Lofgjörðarsálmur
” … Abba helgist þitt æðsta nafn
oss nálægist þitt ríkis safn,
vilji þinn verði á jörðu.
Fær oss í dag þitt fræðslubrauð 

fyrir gef oss ó herra guð
sem vér þeim grand oss gjörðu,
guð minn guð minn.

Þinni kristni forða freistni er flekkar heiminn
frelsa oss heldur frá illu, amen”. 

Leirulækjar-Fúsi

Minnsvarðinn stendur við bæinn Leirulæk á  Mýrum 


Borgarfjörður

Bær í Borgarfirði
Bæjarkirkja,
vígð 2. júlí 1967

Að þessum stað, Bæ í Borgarfirði, stofnaði Hróðólfur biskup til fyrsta klausturs og skólahalds á Íslandi meðan hann dvaldi hér á árunum 1030 til 1049.
Varð það góðu heilli gjört. 

Skjöldurinn er festur á kirkjuvegg í Bæ.

Bæjarkirkja Borgarfirði

Daníel Kristjánsson (1908-1982)
Daníel Kristjánsson
Daníelslundur

Til heiðurs fyrir Daníel Kristjánsson skógarvörð á 70 ára afmælinu 25. ágúst 1978.
Þökkum 40 ára starf.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar.

Stendur í skógræktinni við Svignaskarð í Borgarfirði

Daníel Kristjánsson

Eskiholt
Eskiholt

Minnisvarði um fjölskylduna frá Kolsstöðum, Miðdölum Dalasýslu.
Helga Eysteinsdóttir – Sveinn Finnsson
Þórdís Sveinsdóttir, Eysteinn Sveinsson, Finnur Sveinsson, Bjarni Sveinsson, Ásmundur Sveinsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Benedikt Sveinsson, Anna Sveinsdóttir, Hallsteinn Sveinsson, Sigurður Sveinsson, Þorgerður Sveinsdóttir.
Þau fluttu að Eskiholti, Borgarhreppi, Mýrasýslu árið 1925.

Helga Eysteinsdóttir Eskiholt

Minnisvarðinn stendur við Eskiholt og er gerður af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara.


Sturlureykir
Sturlureykir
Sturlureykir
Erlendur Gunnarsson
Brautryðjandi

Erlendur Gunnarsson var fyrstur Íslendinga á 20. öld að nýta hveragufu til upphitunar híbýla sinna og matseldar. Árið 1908 steypti hann yfir sjóðandi hverinn sem lá 6 metrum neðar en bærinn. Lagði þaðan pípur og leiddi heim orku og yl.

Erlendur Gunnarsson (1853-1919) 
Hugvitsmaður góður, verkhygginn bóndi, hagur smiður á járn og tré.
Andrea Jóhannesdóttir (1865-1911) 
Höfðingskona, raungóð, annáluð fyrir hannyrðir, móðir tólf barna.

Minnisvarðarnir tveir standa við vegamótin inn í Reykholsdal rétt neðan og utan við bæinn Sturlureyki.


Friðrik Friðriksson (1868-1961)
Friðrik Friðriksson Vatnaskógur
Friðrik Friðriksson

Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins.

Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson, myndhöggvari

Minnisvarðinn er í Vatnaskógi (myndin tekin 1962).


Heimagrafreitur á Kastalahól við Svignaskarð
Heimagrafreitur Svignaskarði

Guðmundur Daníelsson óðalsbóndi
f. 2.7.1873 – d. 27.3.1939
og kona hans
Guðbjörg Sæmundsdóttir
f. 29.8.1873 – d. 29.9.1958

Grafreiturinn stendur á Kastala eða Kastalahól við Svignaskarð


Höskuldur Eyjólfsson (1893-1994)
Höskuldur Eyjólfsson Reykholti
Höskuldur Eyjólfsson Hofsstöðum
1893-1994.

Einhvern finn ég innri frið
þó æði vindar svalir
þegar bjartir blasa við

Borgarfjarðardalir.  (HE).

Sveitungar og vinir reistu MMXI (2011)

Höskuldur Eyjólfsson Reykholt
Höskuldur Eyjólfsson

Minnisvarðinn stendur í Reykholti í Borgarfirði og er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli.


Jóhanna Katrín Kristjana Briem (1872-1962) – Einar Pálsson (1868-1951)
Einar Pálsson
Triarchy II (1992)
Jóhann Eyfells

Römm er sú taug …
Í minningu prestshjónanna Jóhönnu Katrínar Kristjönu Briem og séra Einars Pálssonar.

Einar Pálsson Reykholt

Verkið stendur í kirkjugarðinum í Reykholti í Borgarfirði


Ragnar Pálsson (1911-1983)
Ragnar Pálsson

Ragnar Pálsson frá Arnarholti 1911-1983.
Litla-Skarð var keypt fyrir dánargjöf hans.
Skógrækt ríkisins reisti þennan stein til minningar um dreng góðan.

Stendur við bæinn Litla-Skarð í Norðurárdal, Borgarfirði, sem er í eigu Skógræktarinnar


Sigurlaug Daníelsdóttir (1877-1974) – Kristján Gestsson (1880-1949)
Kristján Gestsson

Í minningu Hreðavatnshjónanna Sigurlaugar Daníelsdóttur og Kristjáns Gestssonar
Með þökk íslenskra samvinnumanna fyrir land Samvinnuskólans á Bifröst. 

Kristján Gestsson Bifröst

Minnisvarðinn stendur við Bifröst í Borgarfirði


Jónas Jónsson frá Hriflu 1885-1968
Jónas Jónsson frá Hriflu Bifröst

Jónas Jónsson frá Hriflu
skólastjóri 1918-1956.

Listamaður: Einar Jónsson.

Minnisvarðinn stendur við Háskólann á Bifröst

Jónas Jónsson frá Hriflu Bifröst

Guðmundur Sveinsson (1921-1997)
Guðmundur Sveinsson Bifröst
Guðmundur Sveinsson 
skólastjóri 1955-1974.

Listamaður: Ragnar Kjartansson

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhenti Viðskiptaháskólanum á Bifröst brjóstmyndina að gjöf árið 2008.

Guðmundur Sveinsson

Frummynd gefin af nemendum Samvinnuskólans á Bifröst árið 1967 og stendur við núverandi Háskóla á Bifröst


Snorri Sturluson (1178-1241)
Snorri Sturluson Bifröst

Snorri Sturluson 1183-1241

Styttan af Snorra Sturlusyni eftir Gustav Vigeland hefur lengi verið eins konar kennimark Reykholts. Styttuna gáfu Norðmenn Íslendingum, upphaflega til að minnast 700. ártíðar skáldsins 1941, en vegna heimsstyrjaldarinnar var ekki hægt að afhenda styttuna þá. Það var hins vegar gert við hátíðlega viðhöfn nokkru eftir stríðið að viðstöddu miklu fjölmenni, árið 1947. Snorrahátíðir voru haldnar nokkrum sinnum eftir þetta – síðast árið 1979.

Minnisvarðinn stendur í Reykholti


Hvanneyri

Sveinn Sveinsson (1849-1892)
Sveinn Sveinsson Hvanneyri
Sveinn Sveinsson
Fyrsti skólastjóri á Hvanneyri, 1889-1892.

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson.

Minnisvarðinn stendur í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri

Sveinn Sveinsson hét hann, Aust­firðingur, fæddur á Ormsstöðum í Norðfirði 21. janúar 1849. Hann braust til búnaðarnáms á Norðurlöndum, ekki síst fyrir atbeina og með dyggum stuðningi Jóns Sigurðssonar forseta.

Sveinn nam við Búnaðarskólann á Steini við Bergen í Noregi árin 1869-1872, en bætti síðan við sig námi við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Sveinn var enda talinn lærðasti íslenski búfræðingur sinnar tíðar. Um árabil starfaði hann sem farandbúfræðingur (ráðunautur) hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins (sem var forveri Búnaðarfélags Íslands, síðar Bændasamtaka Íslands), m.a. með stuðningi Landbúnaðarfélagsins danska. Í því starfi ferðaðist Sveinn víða um sveitir landsins og sagði fyrir um nýja búhætti.

Á þeim árum fólst starf búnaðarráðunauta í því að vinna verkin sjálfir með bændum og fyrir þá. Starfið var því öðrum þræði verkleg kennsla í nýjum og endurbættum vinnubrögðum, einkum varðandi áveitur, gerð vörslugarða og -skurða sem og túnasléttun. Þá hafði Sveinn lært mjólkurvinnslu, smjör- og ostagerð, svo hann leiðbeindi einnig á þeim sviðum. Loks má nefna að Sveinn skrifaði afar efnismiklar fræðslugreinar um öll þessi viðfangsefni, greinar sem hver um sig mátti kalla tímamótaverk. Landmælingar hafði Sveinn búfræðingur, eins og hann var jafnan nefndur, lært og hann gerði m.a. kort af Reykjavík 1876 og 1887, sem nú teljast vera stórmerkar heimildir um byggð vaxandi höfuðstaðar. Merka bók um búverkfæri, raunar þá fyrstu á íslensku, skrifaði Sveinn, en hún kom út árið 1875.

Svo kom það í hlut Sveins að stýra Búnaðarskólanum á Hvanneyri í gegnum stofnun hans árið 1889 og fyrstu starfsárin. Þótt hann væri líklega sá Íslendingur sem þá var faglega hæfastur til þess að móta og kenna við skóla fyrir bændur lenti hann í mótvindi, sem mjög reyndi á hann. Á hann sótti alvarlegt þunglyndi, segja samtímaheimildir, og hann féll frá með voveiflegum hætti eftir aðeins þriggja ára starf við skólann, vorið 1892. [Bbl]


Hjörtur Snorrason (1859-1925)
Hjörtur Snorrason
Hjörtur Snorrason
skólastjóri 1894-1907.

Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson myndhöggvari árið 1940. Varðinn stendur í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri.

Hjörtur var búfræðingur að mennt, útskrifaðist frá Ólafsdal 1887.  Stundaði jarðyrkjustörf í Dölum 1887–1892. Kennari við búnaðarskólann í Ólafsdal 1892–1894. Skólastjóri búnaðarskólans á Hvanneyri 1894–1907, kennari þar 1907–1911. Bóndi á Ytri-Skeljabrekku í Andakíl 1907–1915, í Arnarholti í Stafholtstungum frá 1915 til æviloka. Alþingismaður Borgfirðinga 1914–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1925 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri). [Alþ.]


Halldór Vilhjálmsson (1875-1936)
Halldór Vilhjálmsson
Halldór Vilhjálmsson
skólastjóri 1907-1936.

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson, gerð árið 1939.

Halldór var fræðimaður og frumkvöðull og hafði gríðarleg áhrif á búskaparhætti hér á landi. Hann var skólastjóri á Hvanneyri í tæp 30 ár og átti sér þann draum stærstan að til yrði menntuð bændastétt hér á landi og vildi að þeir sem stunduðu nám á Hvanneyri yrðu sómi sinnar sveitar. Halldór var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri 1907-1936.
Hvanneyringar reistu minnisvarðann 1930. Hann stendur í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri


Runólfur Sveinsson (1909-1954)
Runólfur Sveinsson Hvanneyri
Runólfur Sveinsson
skólastjóri 1936-1947.

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri 

Runólfur Sveinsson lauk ungur námi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, varð skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri aðeins 26 ára gamall og átti þar 11 ára giftusamlegan feril. Hann hafði svo ógleymanleg áhrif á nemendur sína að flestum fannst þeir eiga honum að þakka þroska og velgengni sína síðar á ævinni. Á næstum eins árs námsferðalagi sínu um Bandaríkin 1944-1945 kynntist hann ýmsum nýjungum á sviði búvísinda og svo heillaður varð hann af starfi Bandaríkjamanna á sviði landgræðslu að stuttu eftir heimkomuna söðlaði hann um og gerðist sandgræðslustjóri. Hann var frumkvöðull í landgræðslu og á ýmsum sviðum landbúnaðar. Meðal annars átti hann mikinn þátt í vélvæðingu landbúnaðarins um miðja síðustu öld. Runólfur féll frá langt fyrir aldur fram árið 1954, aðeins 44 ára gamall, en hafði afkastað ótúlega miklu.

Tveir aðrir minnisvarðar um Runólf Sveinsson eru í Gunnarsholti


Guðmundur Jónsson (1902-2002)
Guðmundur Jónsson Hvanneyri
Guðmundur Jónsson
skólastjóri 1947-1972.

Guðmundur var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri 1947-1972.

Minnisvarðinn stendur í garði Skólastjórahússins á Hvanneyri.
Brjóstmyndin er eftir Ríkeyju Ingimundardóttur og gerð 1999.


Gunnar Bjarnason (1915-1998)
Gunnar Bjarnason Hvanneyri

Kóngur um stund

Gunnar Bjarnason 1915-1998.

Frumkvöðull í þágu íslenska hestsins.

Minnisvarðinn um Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunaut og rithöfund var afhjúpaður á Hvanneyri 22. júní 2012.

Minnisvarðinn er eftir Bjarna Þór Bjarnason og stöpulinn undir verkið hlóð hleðslumeistarinn Unnsteinn Elíasson.

Gunnar Bjarnason Hvanneyri
Gunnar Bjarnason

Annar minnisvarði um Gunnar Bjarnason er í Víðidal í Reykjavík.


Borgarnes

Brákin
Brák Borgarnesi
Brákin (1997)

Minnisvarði um Þorgerði brák, ambátt Skalla-Gríms og fóstru Egils.

Talið er að Þorgerður brák hafi fengið viðurnefni sitt af áhaldi sem notað var til að elta skinn, en það var hringur eða bogi úr horni og nefndist brák.

Minnisvarðinn – listaverkið – er eftir Bjarna Þór Bjarnason og stendur við Brákarsund í Borgarnesi.


Egill Skallagrímsson
Egill Skallagrímsson

Egill Skallagrímsson reiðir lík Böðvars sonar síns til haugs Skallagríms. Myndina gerði Anne Marie Carl-Nielsen.

Myndin stendur við haug Skallagríms í Skallagrímsgarði í Borgarnesi.

Gefið Íslenska ríkinu 1963 af dætrum hennar Anne Marie Telmanyi listmálara og Irmelin Eggert og eiginmanni hennar dr. med. Eggert Möller prófessor.


Friðrik Þorvaldsson (1897-1983)
Friðrik Þorvaldsson Borgarnesi

Aldarminning Friðriks Þorvaldssonar.
Frumherji og styrktarmaður framfaramála í Borgarnesi meðan hann bjó þar.

Upphafsmaður Skallagrímsgarðs.

Niðjar hjónanna Helgu Ólafsdóttur, f. 3.5.1890 d. 19.10.1984 og
Friðriks Þorvaldssonar. f. 10.12.1896 d. 18.1.1983.
og bæjarstjórn Borgarbyggðar reistu þennan stein 6.7.1996.

Steinninn stendur  í Skallagrímsgarði umkringdur 5 bekkjum sem merktir eru börnum hjónanna, en þau voru Eðvarð Friðriksson (1918-2002),  Guðmundur Trausti Friðriksson (1920-1997), Þorvaldur Friðriksson (1921-2001), Ólafur Helgi Friðriksson (1930-2015), Jónas Gunnar Friðriksson (1932-2018).

Skallagrímsgarður

Minnisvarðinn og bekkirnir eru í Skallagrímsgarði í Borgarnesi.


Skallagrímsgarður
Geirlaug Jónsdóttir Borgarnesi

Kvenfélagskonur ræktuðu Skallagrímsgarð á árinum 1938-1989 undir stjórn Geirlaugar Jónsdóttur.

Gosbrunnurinn, Stúlka með fisk, er eftir Guðmund frá Miðdal

Minnisvarðinn stendur við tjörnina í miðjum garðinum.

Skallagrímsgarður
Skallagrímsgarður

Skorradalur

Fitjahlíð

Heiðursfélagar Fitjahlíðar

Þessi minnisvarði stendur á samkomuflöt Fitjahlíðar.

Nöfnin á varðanum: 
Jón Hannesson og Elísa G. Jónsdóttir 2018
Rúnar Sigurjónsson 2023


Guðmundur Ólafsson (1825-1889)
Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson, jarðyrkjumaður f. 1825, d. 1889.

Búfræðingur frá Danmörku 1851. Bóndi á Fitjum 1867-1889 og þingmaður Borgfirðinga 1875-1879. Ritaði greinar og kennsluefni um búnaðarmál 1849-1876.Jarðræktarfrömuður af lífi og sál – áratugum á undan samtíð sinni og frumkvöðull, m.a. í notkun plógs hér á landi.”Hversu mikið hefðu menn ekki getað útrétt síðan ég flutti hingað plóginn 1851, hefðu þeir þá þegar tekið nokkurn veginn vel á móti báðum og farið að nota hvorutveggja?” (GÓ. í Bréf til Jóns Sigurðssonar forseta).

Skrif Guðmundar bregða skýru ljósi á aldarhátt og erfiðar aðstæður forfeðra og -mæðra, sem unnu að framfara og þjóðfrelsismálum á 19. öld.

Af virðingu og þökk, 10. ágúst 2014. Afkomendur. [Texti á minnisvarða]

Minnisvarðinn stendur við bæinn á Fitjum í Skorradal.

Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson Skorradalur

Stálpastaðir
Stálpastaðir

Sofia og Haukur Thors gáfu Skógrækt ríkisins jörðina árið 1951.

Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.
Hannes Hafstein.

Minnisvarðinn stendur við Svartaklett í landi Stálpastaða í Skorradal.


Braathens steinn
Braathens steinn

Marja og Ludvig G. Braathen
skipaeigandi í Oslo
létu gróðursetja þennan skóg.”

Steinninn liggur í skógarbotni á móts við Svartaklett ofan vegar og erfitt að finna hann. Steinninn liggur á hvolfi í skógarbotninum og enginn sómi sýndur.