Minnisvarðar á Íslandi

Fyrir nokkrum árum datt mér í hug að taka myndir af þeim minnisvörðum sem ég sá á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður. Ég komst þá að því að þeir voru fleiri og á fleiri stöðum en ég hafði hugmynd um áður. Á þessum síðum ætla ég að gera tilraun til að skrásetja þessa minnisvarða og kannski kemur þessi skrá að gagni fyrir einhverja.

MormónarMinnisvarðarnir eru margskonar, allt frá styttum sem við sjáum allvíða og til minningarskjalda á klettaveggjum eða stuðlabergsdröngum eða bara steinum úti í náttúrunni. Ég geri lítinn greinarmun á listaverki og minnisvarða, því oft eru listaverk gerð til að minnast atburða eða einstaklinga og eru því hvort tveggja í senn, listaverk og minnisvarð. Dæmi eru styttur af Jóni Sigurðssyni, Jónasi Hallgrímssyni og fleirum sem eru minnisvarðar jafnframt því að vera listaverk. Oft eru listaverk á minnisvörðum, t.d. brjóstmyndir. 

Ég flokka minnisvarðana eftir landshlutum þar sem þeir standa og eru þeir mjög misjafnlega margir í hverjum landshluta, en sennilega flestir í Skagafirði.

Minningamörk í klirkjugörðum eru ekki talin hér, en minningarreitir um skipskaða eða hernað, stakir minnisvarðar um horfna, drukknaða eða þá sem jarðsettir hafa verið utan heimabyggðar og eru í kirkjugörðum eru hafðir með.

Til að skoða minnisvarðana eftir landshlutum smellið þið á landshlutakrækjurnar hér að neðan. Síðurnar koma inn smám saman eftir því hvernig mér vinnst verkið.

Vona ég að þeir sem skoða hafi gagn og gaman að.