Jarlhettur

Minnisvarðar á Suðurlandi

Reykjanes Árnessýsla Rangárvallasýsla Skaftafellssýslur Vestmannaeyjar

Reykjanes, Reykjanesbær, Suðurnesjabær

Árni Vigfús Árnason (1942-1991)
Árni Vigfús Árnason
Minningarreitur um Árna Vigfús Árnason
gildismeistara sem lést í bílslysi 16.10.1991.

Blessuð sé minning hans!
St. Georgsgildið í Keflavík.

Árni Vigfús Árnason

Minnisvarðinn stendur austan við Reykjanesbrautina, rétt sunnan Vogaafleggjara.


Eggert Gíslason (1927-2015)
Eggert Gíslason Garði
Hann gerði Garðinn frægann
Eggert Gíslason skipstjóri

Eggert fæddist 12. maí 1927 í Kothúsum í Garði. Foreldrar hans voru Gísli Árni Eggertsson skipstjóri og Hrefna Þorsteinsdóttir kona hans.
Eggert lauk fullnaðarprófi frá Gerðaskóla 1940 og fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949.
Hann hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1964. Aflakóngur árið 1952 á Víði GK-510. Varð aflakóngur 1957 á Víði II og margfaldur aflakóngur í heimaverstöð og á landsvísu árin 1955-1959.
Eggert var frumkvöðull í notkun ýmissa tækninýjunga. Hann notaði dýptarmæli til að finna síldina og kastaði síðan nótinni eftir skrúfuvatninu. Þá varð Eggert fyrstur íslenskra skipstjóra til að ná verulegum árangri í notkun ASDIC-fiskileiktartækis, en með asdicinu var hið fullkomna fiskileitartæki komið til sögunnar. Þá var Eggert í hópi frumherja við notkun kraftblakka á síldveiðum.

Minnisvarðinn stendur við Byggðasafnið í Garði við Reykjanesvita


Þormóðsslysið 1943
Þormóðsslysið
Þormóðsslysið 18. febrúar 1943

Vélskipið Þormóður BA 291 frá Bíldudal fórst við Garðskaga 18. febrúar 1943 eftir langa og stranga baráttu í óveðri á utanverðum Faxaflóa. Með skipinu fórst þrjátíu og einn, tuttugu og fjórir farþegar og sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn.

Skipverjar á Þormóði BA 291:

Gísli Guðmundsson, skipstjóri
Bárður Bjarnason, stýrimaðu
Lárus Ágústsson, 1. vélstjóri
Jóhann Kr. Guðmundsson, 2. vélstjóri
Gunnlaugur Jóhannsson, matsveinn
Björn Pétursson, háseti
Ólafur Ögmundsson, háseti.

Farþegar úr Dalahreppi:

Benedikta Jensdóttir
Guðbjörg Elíasdóttir

Farþegar frá Patreksfirði:

Séra Þorsteinn Kristjánsson
Þórður Þorsteinsson

Farþegi frá Hvammstanga:

Guðmundur Pétursson

Farþegar frá Bíldudal

Ágúst Sigurðsson
Jakobína Pálsdóttir
Áslaug Jensdóttir
Bjarni Pétursson
Fjóla Ásgeirsdóttir
Gísli Kristjánsson
Séra Jón Jakobsson
Jón Þ. Jónsson
Karl Eiríksson
Kristján Guðmundsson
Indíana Jónsdóttir
Loftur Jónsson
Málfríður Jónsdóttir
Óskar Jónsson
Salóme Kristjánsdóttir
Þorkell Jónsson
Sigríður Eyjólfsdóttir
Bjarni 7 ára sonur Sigríðar og Þorkels
Þorvaldur Friðfinnsson

Þormóðsslysið

Minnisvarðinn er á Garðskaga, skammt frá vitanum og var afhjúpaður árið 2023.
Annar minnisvarði um Þormóðsslysið er á Bíldudal


Guðmundur Kr. Guðmundsson (1897-1946) skipstjóri
Guðmundur Kr. Guðmundsson
Til minningar um Guðmund Kr. Guðmundsson, skipstjóra, f. 14. janúar 1897
og þá sem með honum fórust 9. febrúar 1946.

Pál Sigurðsson, f. 29. okt. 1915,
Ólaf Guðmundsson, f. 12. nóv. 1925,
Kristinn Ragnarsson, f. 23. okt. 1924,
Marías Þorsteinsson, f. 25. mars 1906.
Blessuð sé minning þeirra.

Guðmundur Kr. Guðmundsson

Geir frá Keflavík ferst.
Síðastliðinn föstudag fóru Keflavíkurbátar almennt á sjó, og var veðurspá góð, en þó sneru þrír bátar aftur. Í birtingu fór að hvessa og um hádegi á laugardag var komið fárvirðri.
Um kl. 4 á laugardag fóru fyrstu bátarnir að koma að landi og um miðnætti voru allir Keflavíkurbátar komnir að nema v.b. Geir.
Strax morguninn eftir var hafin leit úr flugvél en hún reyndist árangurslaus, en fyrri hluta sunnudags bárust fregnir af Miðnesi að farið væri að reka brak, sem reyndist vera úr v.b. Geir.
Fimm menn voru á bátnum, Eigandi hans og skipstjóri var Guðmundur Kr. Guðmundsson, 49 ára, alþekktur afla- og dugnaðarmaður, hann lætur eftir sig konu og tvo uppkomna syni og unga fósturdóttur. Vélstjóri var Páll Sigurðsson, 30 ára, kvæntur og átti tvö börn. Aðrir skipverjar voru Kristinn Ragnarsson 21 árs, kvæntur en barnlaus, Ólafur Guðmundsson 20 ára, ókvæntur og Marías Þorsteinsson frá Ísafirði, 39 ára og ókvæntur.

V.b. Geir var 22 smálestir að stærð, smíðaður í Reykjavík 1938 og var mjög traustur bátur. [Mbl. 12. febr. 1946]

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum í Keflavík.


Hallgrímur Pétursson (1614-1674)
Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson
Prestur og sálmaskáld, hann var þekktastur fyrir Passíusálmana.

Hallgrímur fæddist árið 1614 í Gröf á Höfðaströnd, en ólst upp á Hólum. Hann fór til iðnnáms til Danmerkur og Þýskalands um 1630. Hann lærði járnsmíði og steinsmíði en kom síðar til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám í Frúarskóla. Í Kaupmannahöfn kynntist hann Guðríði Símonardóttur sem kom til Kaupmannahafnar ásamt fleirum sem rænt var í Tyrkjaráninu 1627. Þau felldu hugi saman og komu til Íslands 1637 og settust þau að á Bolafæti í Njarðvík.
Hallgrímur varð prestur í Hvalsnesi árið 1644 og bjó þar til 1651 og líkaði Hallgrími þunglega vistin þar. Honum fæddist dóttir þar, Steinunni, en hún dó ung og varð föður sínum mikill harmdauði. Hallgrímur gerði legstein yfir gröf Steinunnar og er steinninn nú í Hvalneskirkju. Lengi vel var steinninn týndur en fannst um miðja 20. öld í kirkjustéttinni á Hvalnesi. 
Árið 1651 fékk Hallgrímur veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar líkaði honum visitin vel og þar bjó hann og þjónaði til dauðadags. Í Saurbæ orti hann Passíusálmana og aðra sálma sem enn eru sungnir.

Steinunn Hallgrímsdóttir

Minnisvarðann, sem er við Hvalsneskirkju, gerði Páll Guðmundsson á Húsafelli.


Bolafótur
Hallgrímur Pétursson Keflavík
Hallgrímur Pétursson (1614-1674)

Upp, upp mín sál og allt mitt geð
upp mitt hjarta og rómur með.
Hugur og tunga hjálpi til
herrans pínu ég minnast vil.

Svo hljóðar upphaf Passíusálma Hallgríms Péturssonar, eins mesta sálmaskálds allra tíma á Íslandi. Ævi skáldsins var viðburðarrík, hann ólst upp á biskupssetrinu á Hólum en rúmlega tvítugur var hann við nám í Kaupmannahöfn þegar hópur Íslendinga kom þangað frá Alsírborg. Hann var hluti hóps sem sjóræningjar höfðu rænt í Tyrkjaráninu um áratug fyrr og selt í ánauð til Norður-Afríku.

Í hópnum var Guðríður Símonardóttir og tókust með þeim heitar ástir. Vorið 1637 birtust þau í Keflavík og var hún þá langt gengin með fyrsta barn þeirra, Eyjólf. Framundan var ótrúlega erfiður tími fyrir þetta langt að komna par. Hér á þessu túni hefur kotbýlið Bolafótur verið, þar sem þau hjón bjuggu um einhvern tíma á fyrstu búskaparárum  sínum.

Á Suðurnesjum bjuggu þau líklega í um 14 ár. Hallgrímur vann við það sem til féll, m.a. fyrir kaupmenn í Keflavík og við sjósókn. Þrátt fyrir mikla erfiðleika kom náungakærleikurinn þeim til hjálpar. Grímur Bergsson í Njarðvík, lagði á sig að aðstoða þau með því að borga sektargjöld vegna þess að barnið þeirra fæddist utan hjónabands.

Hallgrímur gerðist prestur á Hvalsnesi. Hagurinn vænkaðist en þó var harmurinn ekki langt undan. Dóttir þeirra, Steinunn dó aðeins nokkra ára gömul. Á Hvalsnesi er legsteinn hennar sem talið er að Hallgrímur hafi sjálfur gert og er hann einn mesti dýrgripur í eigu kirkna á Suðurnesjum..

Prestsembættið á Hvalsnesi var upphaf á farsælum ferli Hallgríms í prestastétt en lengst þjónaði hann í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Þar samdi hann Passíusálmana. Um miðjan aldur veiktist Hallgrímur af holdsveiki eða líkþrá og dó árið 1674 sextugur að aldri en Guðríður lifði mann sinn og lést í hárri elli árið 1682. [Skilti]

Minnisvarðinn stendur við höfnina í Njarðvík þar sem álitið að býlið Bolafótur hafi staðið.


Hafsteinn Guðmundsson (1923-2012)
Hafsteinn Guðmundsson Keflavík

Hafsteinn Guðmundsson
1.10.1923 – 29.4.2012

Hafsteinn var hvalreki fyrir æskulýðs- og íþróttastarf í Keflavík. Hann var aðalhvatamaður þess að Íþróttabandalag Keflavíkur var stofnað árið 1956 og gegndi formennsku þess frá upphafi til 1975. Hann var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins á árinum 1958-1960. Í formannstíð Hafsteins var ÍBK fórum sinnum Íslandsmeistari á mesta blómaskeiði knattspyrnunnar í Keflavík, fyrst 1964 og síðan 1969, 1971 og 1973 og ÍBK var einnig bikarmeistgari 1975. 
Hafsteinn er emð réttu nefndur faðir knattspyrnunnar í Keflavík. Hann var formaður Ungmennafélags Keflavíkur 1978-1981, sat í stjórn KSÍ og var landsliðseinvaldur 1969-1973.

Hafsteinn var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, heiðurskrossi ÍSÍ, heiðurskrossi KSÍ, gullmerki ÍBK, heiðursgullmerki Keflavíkur, gullmerki Knattspyrnudeildar Keflavíkur og hann var heiðursfélagi UMFK.

Þetta minnismerki var reist með stuðningi Íslandsmeistara Keflavíkur 1964, 1969, 1971 og 1973 og bikarmeistara 1975.

Nöfn 36 leikmanna eru á skildinum.

Einnig styrktu þessir aðilar verkið,
Reykjanesbær, Kaupfélag Suðurnesja, KSÍ, Samfylkingin, K. Steinarsson, Steinar Sigtryggsson, Knattspyrnudeild Keflavíkur.

Minnisvarðinn stendur á knattspyrnuvellinum í Keflavík

Hermann Guðmundsson
Hermann Guðmundsson
Fótbolti - Hermann Guðmundsson

Helgi S. Jónsson (1910-1982)
Helgi S. Jónsson Keflavík
Helgi S. Jónsson,
f. 21. ág. 1910, d. 18. des. 1982.

Minnisvarði reistur honum til heiðurs af samherjum og vinum.

Helgi S. Jónsson var fæddur 1910 í Hattardal í Álftafirði en flutti til Keflavíkur árið 1935 og stóð í fylkingarbrjósti ótrúlega margra félaga og málefna sem hann sinnti af miklum dugnaði og trúmennsku. Helgi var oft í fararbroddi, kveikti eldinn en fól hann svo öðrum er nýjar hugmyndir kölluðu hann til annarra verka. Hann var fjölhæfur listamaður, leikari, listmálari, myndskeri, vel ritfær og mjög mælskur. [Listasafn Reykjanesbæjar]

Minnisvarðinn stendur við Skátaheimilið í Keflavík.

Helgi S. Jónsson

Hólmfastur Guðmundsson (1647-1698)

Minning  Hólmfastur Guðmundsson  Hólmfastskoti
fæddur 1647 – dæmdur 1698
Hólmfastur var dæmdur á einokunartímabilinu fyrir það að selja í Keflavík þrjár löngur, tíu ýsur og tvö sundmagabönd, sem Hafnarfjarðarkaupmaður, Knútur Storm, hafði ekki viljað veita viðtöku. 
Hann var dæmdur í átta marka sekt, en hlíft við þrælkun fyrir bænastað dómsmanna.
Þegar í ljós kom, að hann átti ekkert upp í sektina, nema gamalt og ónýtt bátsskrifli, var refsingunni breytt í sextán vandarhögg.
Var Hólmfastur færður í tóft eina og hendur hans bundnar við tré, er lagt hafði verið um þvera tóftina, og hann síðan hýddur í viðurvist Knúts kaupmanns og Mullers amtmanns.

Þjóðinni ofbauð þessi málsmeðferð, en í kjölfarið var einokuninni aflétt.

Minnisvarðinn stendur við Innri-Njarðvíkurkirkju.

Hólmfastur Guðmundsson

Jón Þorkelsson Thorchillius (1697-1759)
Jón Þorkelsson Thorchillius

Jón Þorkelsson Thorchillius
skólameistari í Skálholti
1697-1759.
1959

Jón Þorkelsson (1697 – 5. maí 1759), sem nefndi sig Thorcillius eða Thorchillius, var skólameistari í Skálholti á 18. öld, helsti menntafrömuður Íslendinga á sínum tíma og líklega fyrsti boðberi upplýsingarstefnunnar á Íslandi.

Jón var fæddur í Innri-Njarðvík í Vatnsleysustrandarhreppi, einkasonur Þorkels Jónssonar bónda og lögréttumanns þar og konu hans, Ljótunnar Sigurðardóttur. Hann nam við Skálholtsskóla og fór síðan í Kaupmannahafnarháskóla. Jón varð skólameistari í Skálholti 1728. Hann þótti strangur kennari en var vel að sér og mjög áhugasamur um bætta menntun. Hann var líka óánægður með aðbúnað og mataræði skólasveina og átti í útistöðum við Jón Árnason biskup, bæði um það og um kennslutilhögun.

Jón Thorcillius lagði meðal annars til að settur yrði á stofn sérstakur prestaskóli og þegar séra Jón Halldórsson í Hítardal lést haustið 1736 vildi Jón fá Hítardal og koma þar á prestaskóla. Ekki fékkst það samþykkt og sagði Jón þá af sér skólameistaraembætti og hélt til Kaupmannahafnar til að reyna að fá stjórnvöld til að gera umbætur í menntamálum Íslendinga. Hann taldi að kirkjustjórn á Íslandi væri betur borgið ef biskuparnir væru danskir eða norskir. Honum varð á endanum ágengt með erindi sitt og varð úr að Jón og danski presturinn Ludvig Harboe voru sendir til Íslands til að kanna fræðslumál og menntunarástand þjóðarinnar og gera tillögur um úrbætur.

Jón og Harboe ferðuðust um allt landið og könnuðu meðal an nars lestrarkunnáttu og menntun barna í hverri sveit, athuguðu kunnáttu presta, bókaeign og margt fleira. Fyrst í stað virðist samstarf þeirra hafa verið stirt því þeir voru ólíkir menn, Jón var strangur og harður en Harboe þótti mildur og alúðlegur og aflaði sér fljótt vinsælda, en samvinna þeirra varð þó mjög góð er frá leið. Þeir luku störfum sínum sumarið 1745 og héldu þá til Danmerkur og settu fram margar tillögur um úrbætur. Sumar þeirra komust fljótt í framkvæmd, aðrar ekki.

Jón settist að í Kaupmannahöfn og bjó þar til æviloka 1759. Hann var vel stæður en var ókvæntur og barnlaus og átti enga nána ættingja á lífi. Skömmu fyrir andlát sitt gerði hann erfðaskrá þar sem kveðið var á um að allar eigur hans skyldu renna til stofnunar skóla þar sem fátækustu börn í Kjalarnesþingi hlytu kristilegt uppeldi með húsnæði, klæðum og fæði uns þau gætu unnið fyrir sér sjálf. Ekki varð af því strax en stofnaður var sjóður, Thorcilli-sjóðurinn (eða Thorkelli-sjóðurinn), og árið 1792 var loks reistur barnaskóli á Hausastöðum á Álftanesi á kostnað sjóðsins og var það annar fyrsti barnaskóli á Íslandi. Allt fram á 20. öld fengu börn við barnaskóla Reykjavíkur styrk úr Thorkellisjóðnum til náms.

Minnisvarði um Jón, gerður af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara, var reistur í Innri-Njarðvík 1965.

Jón Þorkelsson Thorchillius

Jón H. Jörundsson
Jón H. Jörundsson

Stuðlabergsslysið er sjóslys sem varð að kvöldi 17. febrúar eða aðfaranótt 18. febrúar 1962. Síldarbátur frá Seyðisfirði Stuðlaberg NS 102 með 11 manna áhöfn fórst þá út af Stafnesi að talið er og rak brak úr bátnum á fjörur milli Garðskaga og Sandgerðis. Meðal þess sem rak á land var bjarghringur með nafni bátsins sem fannst hjá Þóroddstöðum. Stuðlaberg var á síldveiðum fyrir Suðurlandi. Síðast heyrðist í bátnum þar sem hann var staddur út af Selvogi á leið til Keflavíkur til löndunar og voru mörg skip á þeirri siglingaleið. Stuðlaberg kom hins vegar aldrei til Keflavíkur og var talið þar að báturinn hefði haldið til Hafnarfjarðar þar sem hann hafði áður landað. Vegna þessa varð bátsins ekki saknað fyrr en 21. febrúar er Slysavarnafélagi Íslands var gert viðvart. Eins og áður segir rak talsvert brak úr bátnum á fjörur milli Hafna og Garðskaga og fannst lík eins skipverja rekið undan bænum Fuglavík. Stuðlaberg NS 102 var 152 lesta stálbátur sem gerður var út frá Suðurnesjum. [Wikipedia; https://timarit.is/page/4234550#page/n5/mode/2up]

Til minningar um
Jón H. Jörundsson, f. 21. mars 1929,
Pétur Þorfinnsson f. 20. mars 1931,
Kristján Jörundsson, f. 9. nóv. 1927,
Karl G. Jónsson, f. 7. ágúst 1933,
Birgi Guðmundsson, f. 19. maí 1922,
Guðmund Ólason, f. 5. ágúst 1923,
Gunnar L. Hávarðarson, f. 5. júlí 1944,
Ingimund Sigmarsson, f. 23. maí 1930,
Kristmund Benjamínsson, f sept.
Stefán Elíasson, f. .. okt. 1924
Örn S. Ólafsson f. 12. febr. 1940
Fórust með mb. Stuðlabergi, 17. febr. 1962.

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum í Keflavík.


Ólafur B. Ólafsson (1945-1999)
Ólafur B. Ólafsson Keflavík

Til minningar um
Ólaf B. Ólafsson f. 10.7.1945 – d. 19.12.1999

Gefið af eiginkonu hans str. Hildi Guðmundsdóttur

Ólafur B. Ólafsson Keflavík

Minnisvarðinn stendur við Oddfellowhúsið í Keflavík.


Ólafur Jónsson (1853-1920) – Einar Ólafsson (1877-1925)
Ólafur Jónsson

Til minningar um
Ólaf Jónsson (stóra) frá Kotvogi í Höfnum f. 19.10.1853, d. 31.12.1920.

Makar: Sólveig Einarsdóttir Kötluhóli Leiru og Ingibjörg Tómasdóttir Naustakoti Hvalsnesi.

Einar Ólafsson frá Klapparkoti Miðneshreppi f. 8.9.1877 d. 30.7.1925.
Maki: Ágústa Jónsdóttir Réttarholti Skagaströnd.

Blessuð sé minning þeirra.

Minnisvarðinn stendur í Hvalneskirkjugarði 


Ólafur Thors (1892-1964)
Ólafur Thors
Ólafur Thors 
19.1.1892 – 31.12.1964

Forsætisráðherra
Formaður Sjálfstæðisflokksins

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjaneskjördæmis 1926-1964

Eftirfarandi aðilar stóðu að fegrun svæðis og lýsingu á styttu Ólafs Thors í október 2001:
Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ, Sparisjóðurinn í Keflavík, Hitaveita Suðurnesja, IAV hf., Saltver, Nesprýði, Áki Gräns og niðjar Ólafs Thors.

Styttan er eftir Áka Gränz og stendur á opnu svæði í Keflavík

Ólafur Thors Keflavík

Magnús Magnússon (1915-1994)
Magnús Magnússon Bræðraborg

29. ágúst 2005

Til minningar um Magnús Magnúson Bræðraborg.
f. 29. ágúst 1915 – d. 26. 4. 1994
Garður þessi er gefinn bæjarfélaginu Garði á 90 ára árstíð Magnúsar sem var mikill áhugamaður um ræktun og umhverfi.

Gefendur eru: Unnur Björk Gísladóttir og afkomendur þeirra hjóna.

Magnús Magnússon Bræðaborg

Sigurður B. Sivertsen (1808-1887)
Sigurður B. Sivertsen

Sigurður B. Sivertsen
Sóknarprestur á Útskálum f. 2.11.1808 – d. 24.5.1887
Stofnandi Gerðaskóla 1872.

Sveitarstoð og styrkur 
stöðugt reyndist hann
landiog lýð til heilla
lífsstarf fagurt vann.

Sigurður B. Sívertsen (f. 2. nóvember 1808 í Seli í Reykjavík, d. 24. maí 1887 á Útskálum í Garði) var prestur á Útskálum.

Hann var sonur hjónanna Brynjólfs Sívertsens (Sigurðssonar) prests á Útskálum (áður dómkirkjuprests í Reykjavík og prests í Holti undir Eyjafjöllum) og Steinunnar Helgadóttur konu hans. Sigurður var vígður aðstoðarprestur föður síns með konungsundanþágu vegna aldurs þann 18. september 1831. Hann bjó á Gufuskálum í Leiru 1833 en tók við Útskálum af föður sínum 1. mars 1837 og var prestur þar til ársins 1886, þá orðinn blindur. Kona hans var Helga Helgadóttir (1809-1882) og komust 3 barna þeirra upp. Hálfbróðir Sigurðar var Helgi G. Thordersen biskup, en þeir voru sammæðra.

Séra Sigurður var mikill og góður búmaður og hlaut verðlaun bæði frá Búnaðarfélagi Suðuramts og frá danska landbúnaðarfélaginu. Hann var forgöngumaður um stofnun barnaskóla í Garði, sem hefur starfað þar óslitið frá árinu 1872. Hann varð riddari af Dannebrog árið 1874. Sigurður var ötull og vel metinn og góður kennimaður. Hann stundaði ritstörf alla tíð á meðan hann hélt sjón og eftir að hann varð blindur lét hann skrifa fyrir sig. Eftir hann liggja æviminningar, greinar í blöðum, Suðurnesjaannáll og Bæjaannáll í Útskálaprestakalli auk fleiri rita sem ekki hafa verið gefin út. [Wikipedia]

Minnisvarðinn stendur við Gerðaskóla.

Sigurður B. Sivertsen Garði
Sigurður B. Sivertsen Garði

Sveinbjörn Egilsson (1791-1852)
Sveinbjörn Egilsson
Sveinbjörn Egilsson
Fyrsti rektor Lærða skólans, ljóðaþýðandi og skáld.
F. 24. febr. 1791 í Innri-Njarðvík – d. 17. ágúst 1852,

Tveggja alda minning 1991.

Sveinbjörn Egilsson (24. febrúar 1791 í Innri-Njarðvík í Gullbringusýslu á Íslandi – 17. ágúst 1852) var íslenskur guðfræðingur, kennari, þýðandi og skáld. Hann er einna best þekktur sem fyrsti rektor Menntaskólans í Reykjavík (sem þá hét Lærði skólinn) og sem þýðandi Hómers.

Faðir hans, Egill Sveinbjarnarson, var lítið þekktur en þó efnaður bóndi. Sveinbjörn var í fóstri hjá Magnúsi Stephensen og hlaut menntun sína frá ýmsum aðilum. Hann gekk aldrei í latínuskóla, en þess í stað brautskráðist hann úr heimaskóla Árna Helgasonar 1810. Hann komst ekki í háskóla strax vegna ófriðar, en hóf 1814 guðfræðinám við Hafnarháskóla, sem hann lauk árið 1819. Við komu sína aftur til Íslands fékk hann kennarastöðu við Bessastaðaskóla, en þegar skólinn flutti til Reykjavíkur var hann gerður rektor. Hann var því fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík. Aðalkennslugrein hans var forngríska. Sveinbjörn var giftur Helgu Gröndal, dóttur Benedikts Gröndals eldra, yfirréttardómara.

Á meðan hann gegndi kennara- og rektorsembætti vann hann mikið að ýmiss konar þýðingum, oft fyrir skólann (t.d. skólaþýðingu á Menón eftir Platón), en einnig á öðrum vettvangi. Frægastar eru sennilega þýðingar hans á kviðum Hómers, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Fyrir Fornfræðafélagið, sem hann var stofnfélagi að, þýddi hann Íslendingasögurnar á latínu (Scripta historica Islandorum). Hann tók saman orðabók yfir íslenskt skáldamál Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis sem varð grundvallar-uppsláttarrit fyrir allar framtíðarrannsóknir á fornum íslenskum kveðskap síðar meir. Hann þýddi einnig Snorra-Eddu á latínu og gaf út með frumtexta og vísnaskýringum. Hann samdi að auki nokkuð af ljóðum, meðal annars sálminn Heims um ból og tvo aðra sálma í sálmabókinni. Þegar hann dó var hann enn að vinna að þýðingu Ilíonskviðu í bundnu máli, en sonur hans, Benedikt Gröndal yngri, lauk við verkið.

Veturinn 1849-50 gerðist í Lærða skólanum atburður sá, sem kallaðist Pereat. Forsagan var sú Sveinbjörn vildi þröngva skólapilta að ganga í bindindisfélag skólans. Þeir gengu þó flestir fljótlega úr félaginu, en við það reiddist Sveinbjörn mjög og flutti þeim harða skammaræðu 17. janúar 1850. Skólapiltar brugðust við með því að heimsækja rektor og hrópa pereat, sem er latneskt afhróp og þýðir niður með hann! Sveinbjörn fór þá til Kaupmannahafnar að leita liðsinnis danskra skólayfirvalda, sem kváðust styðja hann. Hann lét þó af störfum 1851 og lést rúmu ári síðar. [Wikipedia]

Minnisvarðinn stendur við Innri-Njarðvíkurkirkju

Sveinbjörn Egilsson
Sveinbjörn Egilsson

Valgerður Halldórsdóttir (1929-2000) – Kristján Sigurðsson (1924-1997)
Valgerður Halldórsdóttir

Til minningar um hjónin Valgerði Halldórsdóttur og Kristján Sigurðsson yfirlækni 1971-1992.

18.11.2004 Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. 

Valgerður var ætíð virkur þátttakandi í félagsmálum og lét sér annt um hag annarra. Hún var einn af stofnendum Lionessuklúbbs Keflavíkur, starfaði mjög lengi í kvenfélagahreyfingunni og var fyrsti formaður Styrktarfélags Sjúkrahúss Keflavíkurhéraðs, nú Styrktarfélags Sjúkrahúss Suðurnesja. Einnig tók hún virkan þátt í félagsskap burtfluttra Patreksfirðinga.

Kristján lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Hann las svo samfara vinnu utanskóla við máladeild Menntaskólans í Reykjavík og varð stúdent þaðan árið 1946. Hann lagði eftir það stund á læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan læknaprófi árið 1954 og hlaut almennt lækningaleyfi árið 1956. Frá 1956­/58 var hann læknir á Hvammstanga (6 mán.) og í Blönduóshéraði. Kristján hélt síðan til Svíþjóðar og stundaði framhaldsnám í skurðlækningum árin 1958 til 1961. Eftir heimkomu varð hann héraðslæknir í Patreksfjarðarhéraði frá 1961­-1966, en þá var einungis einn læknir þar. Hann starfaði síðan við Landspítalann árin 1966­-1971, lengst af við handlækningadeild spítalans. Árið 1971 var hann ráðinn yfirlæknir við Sjúkrahúsið í Keflavík og starfaði þar, þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1992. Kristján var alla sína starfsævi virkur félagi í Lionshreyfingunni. Hann hafði yndi af söng og var einn af stofnendum Karlakórs Patreksfjarðar. Einnig var hann um langt skeið félagi í Stangaveiðifélagi Keflavíkur.

Kristján Sigurðsson

17. júní flaggstöngin
!7. júní Keflavík

17. júní flaggstöngin í Keflavík

Á fyrsta ári lýðveldisins var ákveðið að gera myndarlega fánastöng í Skrúðgarði Keflavíkur til minningar um lýðveldistökuna 17. júní 1944.

Séra Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum vígði svo stöng á þjóðhátíðardaginn 1945 sem síðan var lengd og settur undir hana hærri fótstallur. Nú er heildarlengd stangarinnar með fótstalli um 17,5 metrar. Hönnuður fótstallsins var Helgi S. Jónsson og Sævar Helgason gerði landvættirnar eftir teikningum Helga. Framan á miðjum stöplinum sem snýr að Suðurgötu eru stafirnir 17. júní 1944 og á þeirri hlið sem snýr inn í garðinn er lágmynd af Jóni Sigurðssyni, gerð af Ríkarði Jónssyni. Á hverju horni eru súlur sem gnæfa upp fyrir stöpulinn og eiga að minna okkur á festu og óbilandi hugrekki þjóðarinnar og einnig tákna þær keflin sem staðurinn Keflavík heitir eftir. Út frá hverjum stöpli rísa svo landvættir Íslands.

Umhverfis stöpulinn er steypt blómaker sem táknar fósturjörðina og þar skal plantað hreinblárri íslenskri fjólu með umgjörð úr hreinhvítum lágum kantblómum; tákn hreinleikans og bláhvíta íslenska fánans í upphafi aldarinnar. Á þessa stöng skal þjóðfáninn dreginn að húni 17. júní ár hvert og ekki við önnur tækifæri. Þessi regla hefur þó verið brotin í þrjú skipti, eða þegar forsetar lýðveldisins hafa komið í opinbera heimsókn til Keflavíkur. [Reykjanesbær]

Á steinsúlunum tveim er skrá yfir þá sem hafa dregið fánann að húni á 17. júní í Keflavík

Jón Sigurðsson
17. júní Keflavík
17. júní

Hvorki fugl né fiskur
Hvorki fugl né fiskur

Heiðurslistamenn Reykjanesbæjar

Erlingur Jónsson var fyrstur til að fá útnefninguna Listamaður Keflavíkur og var það árið 1991.

Af því tilefni var ákveðið að reisa listaverk á stöpli í miðbæ Keflavíkur, þar sem ígreipt skyldu nöfn þeirra sem valdir eru listamenn bæjarins á hverju kjörtímabili. Listaverkið var svo sett upp sumarið 1992 í skrúðgarði Keflavíkur. Hugleiðing höfundar að verkinu er:

,,Þrívíð hugleiðing til heiðurs listafólki Keflavíkur. “
,,Áttvís á tvennar álfustrendur,
einbýl, jafnvíg á báðar hendur,
situr hún hafsins höfuðmið.” 
— Einar Benediktsson – Sóley —

,,Listafólk Keflavíkur hvorki sitji né standi stjarft í viðjum vanans, heldur leiti sem víðast jákvæðra fanga.”

Verkið stendur í Skrúðgarðinum í Keflavík við Sólvallagötu og er eftir Erling Jónsson.


Paradís
Paradís

Paradís

Minningareitur um látna Lionsfélaga.
Árið 1984 hófu Lionsmenn í Njarðvík að gróðursetja tré í Paradís.

Lionsklúbbur Njarðvíkur

Paradís

Minningarskildir í Hafnarstræti í Keflavík

Hljómar 1963 – 2003
Hljómar 2003
Hljómar 1963-2003

Þeir komu bítlabænum á kortið.

Hljómar 1963-2003
40 ára hljómlistarafmæli.

Afhjúpað á Ljósanótt 2003.


Gullaldarlið 1964 – 1973
Gullaldarliðið
Gullaldarlið 1964-1973

Knattspyrnulið Keflavíkur 1064-1973

Plattinn var afhjúpaður á Ljósanótt 2004.


Clint Eastwood
Clint Eastwood 2005
Academy-Award Winner
Clint Eastwood

Flags of our Fathers
Movie filmed in Town of Reykjanes summer 2005.

Afhjúpað á Ljósanótt 2005.


Vilhjálmur og Ellý
Vilhjálmur og Ellý 2007

Dægurlagasystkinin
Vilhjálmur Vilhjálmsson (1945-1978) og Ellý Vilhjálmsdóttir (1935-1995)

Skjöldurinn var afhjúpaður á Ljósanótt 2006.


Guðrún Bjarnadóttir
Guðrún Bjarnadóttir 2006
Alheimsfegurðardrottningin
Guðrún Bjarnadóttir

Miss International 1963

Afhjúpað á Ljósanótt 2006.


Gunnar Eyjólfsson
Gunnar Eyjólfsson 2007

100 ára afmæli skátahreyfingarinnar
Skátafélagið Heiðarbúar 70 ára

Gunnar Eyjólfsson
stórleikari og skátahöfðingi

Afhjúpað á Ljósanótt 2007.


Sparisjóðurinn í Keflavík
Sparisjóðurinn 2007

Virk þátttaka í menningu, mannlífi og atvinnulífi Suðurnesja í 100 ár.

Sparisjóðurinn í Keflavík

Afhjúpað framan við húsnæði Sparisjóðsins á Ljósanótt 2007


Keflavíkurstöðin
Keflavíkurstöðin 2009

Söguspor til heiðurs öllum þeim sem störfuðu hjá Varnarliðinu

Keflavíkurstöðin

Áhrif á mannlíf og menningu

Afhjúpað á Ljósanótt 2009


Skjöldur
Skjöldur

Hér stóð samkomuhúsið
Skjöldur, byggt 1906
Eyddist í eldsvoða 30. desember 1935.

Í bruna þessum og af völdum hans fórust 10 manns fjölmargir hlutu meiri og minni brunasár.

Minnisvarðinn stendur gegnt Keflavíkurkirkju, þar sem samkomuhúsið Skjöldur stóð.

Skjöldur

Minnisvarði horfinna
Horfnir í Keflavík

Minnisvarði horfinna
Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.
Filippi 4:13.

Á hliðarsúlunum eru minningarskildir um horfna.

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum í Keflavík


Minnisvarði til minningar um drukknaða sjómenn
Útskálakirkjugarður
Útskálakirkjugarður

Leiði óþekkta sjómannsins í Útskálakirkjugarði

Árið 1946 fannst sjórekið lík í Lambastaðavör í Garðahreppi.
Lík þetta var þannig á sig komið að það var með öllu óþekkjanlegt.
Við kistulagningu atvikaðist það svo að ekki náðist til prests, en Þorlákur Benediktsson í Akurhúsum flutti þar hugnæma bæn.
Var líkið svo jarðsett í Útskálakirkjugarði og hefur leiði þess síðan verið leiði hins óþekkta sjómanns.
Þessi frásögn birtist í jólablaði Faxa árið 1960.


Jón Forseti RE 108
Jón forseti RE 108

28. febrúar 1928 strandaði togarinn Jón Forseti RE 108.

Togarinn strandaði á skerinu Kolaflúð sem er beint framunan Stafnesvita.
15 manns fórust og 10 menn björguðust við illan leik.
Strandið varð til þess að flýta stofnun Slysavarnafélags Íslands.
23. júní sama ár var Slysavarnasveitin Sigurvon stofnuð í Sandgerði og er hún elsa sveit innan SVFÍ.
Jón Forseti var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.

Blessuð sé minning þeirra sem fórust í þessu slysi.

Minnisvarðinn stendur skammt frá Stafnesvita og var upphaflega afhjúpaður árið 2009. Við minnisvarðann eru 15 stórir steinar sem tákna þá 15 sem fórust við strandið.

Jón forseti

Skipinu á minnisvarðanum var stolið en nýr settur upp árið 2017. [RUV]


Sjóslys í Stokkavör
Minnisvarði um slys

Til minningar um þá sem fórust 
í lendingu við Stokkavör 6. apríl 1930

Stefán Jóhannesson 35 ára
Skafti Guðmundsson 25 ára
Guðjón Sigurðsson 25 ára
Júlíus Hannesson 19 ára

Minnisvarðinn stendur við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík


Minnisvarði um drukknaða sjómenn
Horfnir sjómenn Hvalnesi

Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Þegar brotnar bylgjan þunga
brimið heyrist yfir fjöll.
Þegar hendir sorg við sjóinn
syrgir tregar þjóðin öll.  J. Magnússon

Minnisvarðinn var reistur á Sjómannadaginn 1999  og stendur í Hvalsneskirkjugarði.
Varðinn er verk systkinanna Írisar Jónsdóttur og Þorsteins Jónssonar og var reistur að frumkvæði Axels Arndal Vilhjálmssonar, formanns sjómannadagsráðs Sandgerðis.


Álög – Minnisvarði um drukknaða
Horfnir sjómenn Sandgerði

Álög

Minnisvarði um drukknaða í Sandgerði. 
Minnisvarðinn er eftir Steinunni Þórarinsdóttur og var afhjúpaður á Sjómannadaginn 1986 í tilefni af 100 ára afmæli Miðneshrepps. 
Þrjár rústfríar öldur tákna að hafið sé eilíft, en maðurinn er úr pottstáli og ryðgar, sem táknar að maðurinn sé forgengilegur.

Minnisvarðinn stendur við innaksturinn í Sandgerði


Til minningar um drukknaða sjómenn
Drukknaðir í Njarðvík

Til minningar um drukknaða sjómenn

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík. Það eru einnig minningarsteinar með nöfnum þeirra sem hafa farist í seinni tíð.

Minnisvarðinn var reistur árið 1990.


B24 – Liberator – Hot Stuff
Hot Stuff við Grindavíkurveg

Bandaríska B-24 Liberator –  sprengjuflugvélin Hot Stuff, var fyrst flugvéla 8. flughersins til að ljúka 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandaríkjaher.
Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, hafði verið boðaður til skrafs og ráðagerða í Washington, óskaði eftir því við vin sinn Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjudeildar, að fá far með Robert ,,Shine” Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff, en Andrews var einnig kunnugur Shannon. Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni.
Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar, nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Methodistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar.
Hot Stuff lagði upp frá Bovington flugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwick í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf. Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar komið var upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og splundraðist.
Við slysið fórust allir um borð nema stélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en klemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið. [Skilti]

Minnisvarði þessi er reistur í minningu bandarískra hermanna sem fórust með B-24 Liberator – sprengjuflugvélinni Hot Stuff í Fagradalsfjalli 3. maí 1943

Lt. General Frank Maxwell Andrews 
Commander of the European Theatre of Operations

Capt. Robert H. Shannon –  Pilot
Lt.Gen. Frank M. Andrews – Copilot
Capt. James E. Gott – Navigator
Sgt. Kenneth A. Jeffers – Radio Operator
Sgt. Lloyd C. Weir – Crew Chief
Sgt. Paul H. McQueen – Gunner

Passengers – Farþegar:
Adna W. Leonard – Methodist Bishop and Chairman of the Corps of Chaplains
Brig.Gen. Charles H. Barth – Andrews Chief of Staff
Col. Morrow Krum – Andrews Aide
Col., Frank L. Miller – U.S. Army Chief of Chaplains
Lt. Col. Fred A. Chapman – Andrews Aide
Maj. Theodore Totman – Andrews Secretary
Maj. Robert H. Humphrey – U.S. Army Chaplain
Capt. Joseph T. Johnson – Andrews Aide

Surviving Crewmember:
Sgt. George A. Eisel – Tail Gunner.

Dedicated May 3, 2018
Through their effort, an idea became reality.
Þorsteinn Marteinsson – Keflavík, Iceland
Ólafur Marteinsson – Reykjavik, Iceland
James C. Lux – Austin, Texas, U.S.A.

Minnisvarðinn var upphaflega reistur við Grindavíkurveg, en var síðar færður og stendur nú í hlíðinni við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar.

Hot Stuff við Grindavíkurveg
Hot stuff

F-4E Phantom II
Herflugvél Keflaví´k

Síðasta Phantom F-4E sem staðsett var á Íslandi.

Þessi orrustuþota af gerðinni F-4E Phantom II ber merki 57. orrustuflugsveitar bandaríska flughersins, ,,Svörtu Riddaranna í Keflavík” til merkis um árangursríkt hlutverk flugbækistöðvarinnar og annarra liðssveita bandaríska varnarliðsins í kalda stríðinu. Flugvirkjanemar í Flugakademíu Keilis sjá um viðhald hennar.


Grímsvarða
Grímsvarða

Grímsvarða endurreist 2014

Til minningar um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Vörðurnar voru tvær.

Grímsvarða við Sandgerðisveg hefur verið endurreist og er nú minnisvarði um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Það var fyrir tilstuðlan þeirra Guðmundar Sigurbergssonar og Sigurðar Eiríkssonar í Norðurkoti að varðan var endurreist.

Þeir Guðmundur og Sigurður eru áhugamenn um sögu Miðnesheiðar og hafa m.a. endurhlaðið vörður á þjóðleiðinni yfir heiðina.

Miðnesheiði er mannskæðasta heiði landsins og í kirkjubókum á Útskálum eru nafngreindir næstum 60 einstaklingar sem orðið hafa úti á heiðinni í aldanna rás. Talið er að þeir séu mun fleiri. Nú er Miðnesheiði sakleysisleg á að horfa en ástæða þess að svo margir hafa orðið úti þar er að heiðin veitir lítið skjól og þar eru fá kennileiti og því var auðvelt að villast þar á árum áður þegar hvergi sást til ljósa. [Vf]


Kúagerði
Kúagerði

Varða þessi var hlaðin að frumkvæði Áhugamanna um bætta umferðarmenningu í byrjun sumars 1990 til minningar um þá sem látist höfðu eða slasast í umferðinni á Reykjanesbrautinni. Þessi kafli brautarinnar hafði sérstaklega háa slysatíðni og þess vegna var ákveðið að hlaða vörðuna þarna, bæði til minningar um þá látnu og jafnframt öðrum vegfarendum til áminningar um að fara gætilega.
Það var hleðslumaður úr Hafnarfirði sem hlóð mannvirkið. [Ferlir.is]

Varðan stendur við Vatnsleysuvík í Kúagerði


Vogar

Íslands Hrafnistumenn

Íslands Hrafnistumenn

Horfnir sjómenn Vogar

Íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknar leið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn selgprúði knörr,
eftir selgskipið vélknúin skreið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt –
eins og ætlunarverkið,
er sjómannsins beið.
 — Örn Arnarson

Verkið gerði Erlingur Jónsson 2009. [Texti á skildi].


Jón Daníelsson (1771-1865)
Jón Daníelsson Vogum
Aflraunasteinn 450 kg

Til minningar um Jón Daníelsson frá Stóru-Vogum f. 21. mars 1771 – d. 16.11.1865.
Sæmdur Dannebrogsorðunni 1848.

Hér var Egils afl og áræði
fræknleiki Gunnars, framsýn i Njáls
hyggni Snorra, lagvirkni Þórðar
Áskels friðsemi, ígrundum Mána.

Steinninn stendur nálægt höfninni í Vogum.

Sjá grein á Ferlir.is


Grindavík

Ingibjörg Jónsdóttir (1879-1969)
Ingibjörg Jónsdóttir Grindavík

Grindvíkingar reistu minnisvarðann til heiðurs
Ingibjörgu Jónsdóttur skólastjóra
fyrir félags- og menningarstörf 1879-1969.
Ingibjargarstígur er til heiðurs Ingibjörgu Jónsdóttur, eins stofnanda og síðar formanns Kvenfélags Grindavíkur til áratuga og brautryðjanda í skógrækt í Grindavík. Hún hafði forgöngu um að tré yrðu gróðursett norðan við Þorbjörn. Hún gerði það eftir sextugsafmæli sitt en þá stofnuðu kvenfélagskonur í Grindavík sjóð henni til heiðurs og mátti hún ráðstafa honum að vild. Skógrækt varð fyrir valinu. Fyrstu trjáplönturnar gróðursetti Ingibjörg 29. maí 1957. Af því tilefni fór Ingbjörg með eftirfarandi erindi úr kvæði eftir Jónas Hallgrímsson:

,,Veit þá enginn að eyjan hvíta
á sér enn vor ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista
hlýða réttu, góðs að bíða?
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa, en þessu trúið!”

Ingibjörg Jónsdóttir - Grindavík

,,Voru 1200 plöntur gróðursettar næstu daga; birki, greni og bergfura. Margir unnu að þessari fyrstu gróðursetningu, konur karlar og börn” segir meðal annars í Sögu Grindavíkur. Ingibjörg nefndi skóginn Selskóg, en gamlar seltóftir voru á svæðinu. Síðan þá hefur skógurinn vaxið og dafnað enda hafa skólabörn sett þar niður trjáplöntur í gegnum árin. Nú er þar myndarlegur skógur og fallegt útivistarsvæði. Í Selskógi er minnisvarði um Ingibjörgu. [Texti á skilti í Selskógi]


Oddur V. Gíslason (1836-1911)
Oddur V. Gíslason
Oddur V. Gíslason
Fæddur 8.4.1936
Kvæntist Önnu Vilhjálmsdóttur úr Kotvogi í Höfnum 31.12.1870
Lauk embættisprófi í guðfræði 1860.

Fyrst prestur að Lundi í Borgarfirði 1875-1878
Sóknarprestur að Stað í Grindavík og Höfnum 1878-1894
Fluttist þá til Vesturheims og andaðist þar 10.1.1911.
Hann var hugsjóna- og framkvæmdamaður, brautryðjandi um slysavarnir á Íslandi. 
Lagði grunninn að barnafræðslunni í Grindavík árið 1889. [Texti á minnisvarðanum].

Minnismerkið er reist af söfnuðunum í Grindavík og Höfnum ásamt ættingjum og
Slysavarnarfélagi Íslands árið 1990. 

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum á Stað í Grindavík og er eftir Gest Þorgrímsson (1990).


Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)
Sigvaldi Kaldalóns
Sigvaldi Kaldalóns, læknir og tónskáld
f. 13.1.1881 – d. 28.7.1946.

Bjó og starfaði í Grindavík 1929-1945 og samdi þar mörg sín þekktustu sönglög

Sigvaldi Kaldalóns

Minnisvarðinn stendur við Kvennó, Kvenfélagshúsið í Grindavík.
Aðrir minnisvarðar um Sigvalda Kaldalóns eru í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp og í Flatey á Breiðafirði.


Minnisvarði um týnda menn
Minnisvarði um týnda Grindavík

,,Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, 
hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt,
né nokkuð annað skapað, muni geta gert oss viðskilja við
kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú drottni vorum
. Róm 8:38-39.” 

Á minnisvarðann eru festir skildir með nöfnum þeirra sem týnst hafa.
Minnisvarðann reistu samtök sjómanna og útvegsmanna í Grindavík
á Sjómannadaginn 10. júní 1990 og stendur hann í kirkjugarðinum á Stað. 
[Letrað á minnisvarðann].


Minnisvarði um drukknaða
Um drukknaða
Vonin

Minnisvarði um drukknaða menn í Grindavík.

,,Í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera”.  Jes 30.15.

Um drukknaða Grindavík

Vonin er listaverk sem stendur á háum stalli í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Ragnar Kjartansson (1923-1988), myndhöggvari og leirlistamaður, vann listaverkið fyrir kvenfélag Grindavíkur og var það steypt í brons í London 1979.

Kvenfélagið í Grindavík hóf söfnun fyrir verkinu 1952 en tilefni hennar var hörmulegt sjóslys það ár þegar bátur fórst með fimm mönnum við Hópsnes. Ragnar lagði fram þrjár tillögur að listaverkinu á sínum tíma og voru þær sýndar í Félagsheimilinu Festi á sjómannadaginn 1977. Ein þeirra var valin og það er sú sem styttan sýnir. Grindvíkingar voru mjög ánægðir með verkið.

Listaverkið er helgað minningu drukknaðra í Grindavík.

Verk Ragnars er kröftugt og reisulegt. Það talar mjög skýrt til þess er virðir það fyrir sér. Yfir því er kyrrð og festa, þolgæði og æðruleysi. Tregafull andlit en þó er vonin enn til staðar því horft er fram. Sjómannskona einbeitt og alvörufull á svip með barn í fangi og annað sér við hlið. Hún horfir til hafs og við hægri hlið hennar er bjarghringur sem hún heldur um. Stúlkubarnið í fangi móðurinnar horfir öruggum augum til himins en drengurinn starir fram harmi lostinn og heldur á vænum fiski í vinstri hönd.

Vonin hefur ekki látið undan.

Í þolinmæði og trausti liggur styrkur Grindvíkinga. [Hreinn S. Hákonason, Kirkjubladid.is]

Minnisvarðinn er eftir Ragnar Kjartansson og gerður árin 1978-79 og stendur í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík.


Tyrkjaránið
Tyrkjaránið

Árásin á Grindavík

Í júní mánuði á því herrans árið 1627 lá dönsk kaupmannsdugga í höfn í Grindavík og verslun var í fullum gangi. Bar þá svo við að óvænt birtist þar annað skip, sýnu stærra. Af því komu í heimsókn í dugguna menn sem mæltu á þýska tungu og sögðust vera menn Danakonungs og í birgðaleit. Ekki brást kaupmaður vel við því og fóru þeir þýðversku aftur til skips síns.
Nokkrir Grindvíkingar réru út í hið stærra skipið fyrir forvitni sakir en þegar um borð kom blasti við hópur manna, klæddir litskrúðugum fötum, þeldökkir flestir og gráir fyrir járnum.
Heimamönnum varð fljótt ljóst að Hund-Tyrkinn frá Afríkuströndum var kominn og það ekki í neinni kurteisisheimsókn. Aðkomumenn sendu bát að duggunni og létu þar greipar sópa áður en þeir héldu í land og fóru um plássið eins og logi yfir akur.
Á bænum Járngerðarstöðum beið húsfreyjan með öðrum milli vonar og ótta eftir heimsókn sjóræningjanna Sumir heimamanna földu eigur sínar eða leituðu í fylgsni en húsfreyjan beið þess sem verða vildi. Vágestirnir rændu bæinn og hófu svo að reka fólkið til strandar. Húsfreyja sýndi mikinn mótþróa en var tekin og borin af stað. Bræður hennar þrír reyndu að koma henni til hjálpar en þeim var öllum misþyrmt illa. 
Erlendu hrottarnir héldu svo til skips með bæði ránsfeng sinn og fólk það sem þeir höfðu hertekið. Tveimur mönnum var snúið aftur til lands fyrir aldurs sakir en 15 manna hópur var hrakinn niður í lestar skipsins.
Að því búnu hugðust illmennin halda burt en sáu þá til ferða annars danks kaupfars. Þeir sýnu á ný klækindi sín með því að draga að húni danska hornveifu sem þeir höfðu rænt í landi.
Þannig ginntu þeir skipið til sín og reyndist þeim auðvelt að hremma þessa nýju bráð, bæði farm og áhöfn.
Grindvíkingar urðu illa fyrir barðinu á þessum ránsmönnum en komu þó skilaboðum til annarra byggðarlaga sem reyndu af veikum mætti að búa sig undir komu vágestanna. Þeir fundir fóru ýmislega en sú saga verður ekki rakin hér  frekar.
Í Grindavík hefur síðan gengið sú munnmælasaga að þar sem ræningjarnir og heimamenn börðust og blóð þeirra blandast hafi sprottið upp þyrnijurt. Þessa jurt má enn þann dag í dag finna á þrem stöðum í Grindavík.

Matthías Kristensen tók saman á grundvelli bókar Jóns Helasonar um Tyrkjaránið, sem Setberg gaf út 1963.

Þessi steindi gluggi stendur við hlið Grindavíkurkirkju.


Kolbeinn Grímsson (1927-2006)
Kolbeinn Grímsson
Kolbeinn Grímsson
1927-2006
Ertu að fá hann?


Við Hlíðarvatn í Selvogi hafa menn löngum veitt silung á stöng. Einn af þessum veiðimönnum var Kolbeinn Grímsson. Hann veiddi gjarnan á flugu, sem hann hnýtti sjálfur og kallaði peacock, á veiðistað sem kallaður er Innranef við norðurströnd Hlíðarvatns.

Sagan segir að ef einhver var við veiðar á veiðistaðnum á Innranefi þá settist Kolbeinn á stein við ströndina og ávarpaði veiðimanninn: ,,Eru að fá’an?”
Þegar veiðimaðurinn gafst upp á veiðum á þessum stað hnýtti Kolbeinn fluguna peacock á tauminn og hóf veiðar og leið ekki á löngu þangað til fiskurinn tók.

Á þessum steini er nú skjöldur með nafni Kolbeins og áletruninni Ertu að fá hann?

Kolbeinn Grímsson lést árið 2006. Stefán Hjaltested lét gera minningarskjöld
um Kolbein. Skildinum var komið fyrir á Innranefi og snýr hann út að Urðarvík.

Kolbeinn Grímsson

Árnessýsla

Þingvellir
Bjarni Benediktsson (1908-1970) – Sigríður Björnsdóttir (1919-1970)
Bjarni Benediktsson Þingvellir

Hér stóð ráðherrabústaðurinn sem brann 10. júlí 1970.
Þar létust Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir kona hans, og Benedikt Vilmundarson dóttursonur þeirra.

Íslenska þjóðin reisti þennan minnisvarða. 

Minnisvarðinn stendur undir Hallanum  sunnan við Valhöll á Þingvöllum þar sem Ráðherrabústaðurinn eða Konungshúsið stóð. Konungshúsið var byggt á Efri-Völlum 1907 áður en von var á Friðriki VIII konungi til landsins, en var flutt fyrir Alþingishátíðina 1930 á þann stað sem hann var síðan og kallaður Ráðherrabústaður eftir það því ráðherrar nýttu hann.

Bjarni Benediktsson
Unnsteinn Ólafsson

Arnarbæliskirkja
Arnarbæliskirkja

Hér stóð Arnarbæliskirkja.

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 en var lögð niður 1909.

Þessi minnisvarði stendur í gamla kirkjugarðinum í Arnarbæli


Konungssteinn C IX
Kristján IX

Konungssteinn Kristjáns IX Danakonungs sem reistur var honum til heiðurs við konungskomuna 1874.

Letrið á steininum 1874 er verk Sverris Runólfssonar sem var íslenskur brautryðjandi í steinhöggi og hafði lært þá iðn í Danmörku. Letrið var endurnýjað árið 2007 að tilhlutan Dansk-Íslenska verslunarfélagsins.

Steinninn stendur i hlíðinni rétt austan við Geysi.


Konungssteinn Friðrik VIII
Friðrik VIII

Konungssteinn Friðriks 8. Danakonungs sem reistur var honum til heiðurs við konungskomuna 1907.
Nú var Sverrir Runólfsson ekki lengur viðlátinn og þá valdist til verksins annar steinhöggvari, Júlíus Schou. Hann var upprunninn í Borgundarhólmi en fluttist til Íslands í fyrstu ásamt tveim öðrum steinsmiðum til að reisa Alþingishúsið. Letrið á steininum var endurnýjað árið 2007 að tilhlutan Dansk-Íslenska verslunarfélagsins.

Steinninn stendur í hlíðinni rétt austan við Geysi


Konungssteinn C X
Konungssteinn

Konungssteinn Kristjáns X Danakonungs sem reistur var honum til heiðurs við konungskomuna 1921.Það kom einnig í hlut Júlíusar Schou að höggva fangamark Kristjáns X. á steininn við komu hans til Íslands 1921. Letrið á steininum var endurnýjað árið 2007 að tilhlutan Dansk-Íslenska verslunarfélagsins. Steinninn stendur í hlíðinni rétt austan við Geysi


Haukadalur Kristian Kirk
Kristján Kirk
Konungssteinn Haukadal

Á 26. stjórnarári Christians X keypti danskur Íslandsvinur, Direktör, Cand. polit.
Kristian Kirk hið forna höfuðból Haukadal.
Girti, græddi, hefti sandfok, endurbyggði kirkju, og gaf
Skógrækt ríkisins jörðina.


Hákon Bjarnason (1907-1989)
Hákon Bjarnason
Minningarsúla um Hákon Bjarnason 

Súla þessi var reist til minningar um Hákon Bjarnason skógræktarstjóra á 100 ára afmæli skógræktar á Íslandi og 60 ára afmæli skógræktar í Haukadal 1999.

Hákon Bjarnason var skógræktarstjóri frá 1. mars 1935 til 30. júní 1977, eða í 42 ár. Hann hafði víðtæka þekkingu á náttúru Íslands og sögu þess, ásamt mikilli yfirsýn um skóga á norðurhveli jarðar.

Með eldmóði brautryðjandans beitti hann þessari þekkingu til að fegra og bæta gróður á Íslandi. Hann barðist gegn úreltum hugsunarhætti hjarðmannaþjóðfélagsins á Íslandi og var brautryðjandi í að auðga gróður landsins með innflutningi trjátegunda og jurta. Barátta hans breytti í þessu tilliti hugunarhætti mikils hluta íslensku þjóðarinnar.

Myndmál súlunnar

Súluna skar Guðjón Kristinsson, Árbæ í Ölfusi. Súlan hefur fjölbreytt myndmál. Hún er fyrst og fremst norræn að gerð en áhrifa gæti frá myndsúlugerð indána í Ameríku, sem Hákon hreyfst af. 

Fótur súlunnar með eldtungunum á að tákna hugsjónaeldinn og kraftinn sem einkenndi störf Hákonar. Súlan lýsir gróðurframvindu á Íslandi með lauftáknum víðis og birkis, baráttunni við erkifjandann, sauðkindina, árangri og lokamarkmiði skógræktarinnar, sem eru afurðirnar efst á súlunni. Ýmis tákn um tengsl við hina ýmsu heimshluta, hvaðan íslendingar hafa aflað sér fanga við skógræktina, má finna á súlunni: t.d. elg frá Noregi, skallaörn frá Alaska og rússneska björninn. Einni er þar að finna andlit indíana frá Ameríku sem er einkennandi fyrir ,,totemsúlur” frumbyggjanna.
Norrænu áhrifin birtast í landvættum Íslands: Sunnlenski bergrisinn trónir á toppi og hlutar hinna landvættanna birtst víðsvegar um súluna. Fjaðurpenninn er tákn áróðursmeistarans fyrir málstað skóga og skjóls, í nöktu og tötrum klæddu landi.

Hákonarlundur

Til lundarins var stofnað 1939 en þá var ráðist á móana sem hér voru þá, með þeim stærsta plógi sem völ var á. Síðan var herfað með diskaherfi. Flagið var látið liggja óhreyft þar ti lí apríl 1941, að Hákon Bjarnason og Pálmi Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal, sáðu birkifræi, sem ættað far úr Bæjarstaðaskógi, í randir eftir öllu flaginu norðan heimreiðarinnar en breiðsáð var sunnan hennar. Lítið bar á birki næstu árin og 1943 var flagið orðið fallegsta túnslétta. Sigurði Greipssyni á Geysi var því leyft að slá sléttuna og fékkst þokkalegur heyfengur af ilmandi töðu. Sléttan var svo enn slegin sumarið 1944, edn þá kom mikið af birkilaufi í heyið, svo hún var ekki slegin oftar.
Birkið óx svo smám saman upp úr grasinu og um 1960, 16 árum eftir að vart varð við laufið í heyinu voru hér orðin hin álitlegustu skjólbelti. Einar Sæmundsen, sem þá var skógarvörður í Haukadal, lét planta talsverðu af sitkagreni og dálitlu af fjallaþin og rauðgreni í skjóli við birkið. Þau tré eru nú mest áberandi.

Hér hefur gróðurframvinda orðið nokkuð á sama veg og í heimkynnum sitkagrenisins í Alaska. Nakið lan dið klæðist með lauftrjám: Birki, elri, víði og ösp, en sitkagrenið kemur inn á síðari stigum og verður smám saman drottnandi tegund, enda langtum langlífari en lauftrén.


Arbonne International
Arbonne International Haukadalur

Arbonne International pure Swiss skin care.
This cairn erected and 10,000 trees planted today by proud representative and their families from Iceland, Norway and USA.
This plaque recognizes all with special thanks to those who made it possible:
Skógrækt ríkisins, Inga Holdö and Gísli Sigurðsson.

Haukadalur 9th day of June, 1990

Stendur í Haukadalsskógi


Sandgræðsla
Sandgræðsla

Hér hófst sandgræsla á vegum ríkisins 8. júlí 1907.

Minnisvarðinn var reistur 8. júlí 2007 við Reyki á Skeiðum [sjá Bændablaðið, 15. janúar 2008]


Þór / Ísleifur
Þór - Ísleifur biskup Skálholt

Þór / Ísleifur biskup

Verk eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli í tilefni af 1000 ára kristni á Íslandi. Steinninn var klofinn í tvennt og merkir heiðni og kristni sem komin eru af sama meiði.

Verkið stendur í Skálholti


Skaftholtsréttir
Skaftholtsrétt

Elstu heimildir um réttina eru frá 13. öld.
Endurgerð réttarinnar 2000-2009

Vinir Skaftholtsrétta

Stendur við Skaftholtsréttir


Skaftholtsréttir – Fjallkóngar
Fjallkóngar Skaftholtsréttir

Skaftholtsréttir
Elstu réttir landsins
Fjallkóngar á Gnúpverjaafrétti á síðustu öld og síðan:
Erlendur Loftsson 1893-1906 Hamarsheiði
Ólafur Bergsson 1907-1927 SkriðufelliJóhann Kolbeinsson 1928-1961 Hamarsheiði
Sigurgeir Runólfsson 1962-1976 Skáldabúðum
Sveinn Eiríksson 1977-1984 Steinsholti
Árni Ísleifsson 1985-2000, 2003 Þjórsárholt
Már Haraldsson 2000-2001 Háholti
Lilja Loftsdóttir 2004-     Brúnum

Stendur við Skaftholtsréttir


Þjórsárdalsskógur
Hjálmar R. Bárðarson

Til minningar um hjónin 
Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra (1918-2009)
Else Sörensen Bárðarson (1920-2008)Þau gáfu skerf af eigum sínum til landgræðsluskógræktar og hluta hefur verið varið til að endurheimta skóga í Þjórsárdal.
Með vinsemd og virðingu
Landgræðslusjóður 2012.

Stendur við Hjálparfoss í Þjórsárdal


Ásgrímur Jónsson (1876-1958)
Ásgrímur Jónsson

Ásgrímur Jónsson listmálari

fæddist í Rútsstaðahjáleigu árið 1876

Minnisvarði stendur við Timburhóla, ekki langt frá fæðingarstað listamannsins.

Ásgrímur Jónsson

Ríkisstjórn Íslands reisti Ásgrími bautastein í kirkjugarði Gaulverjabæjarkirkju.


Bergþór úr Bláfelli
Bergþór úr Bláfelli

Minnisvarði um Bergþór úr Bláfelli, sem jarðsettur var þar sem heyrðist í kirkjuklukkum og nið Tungufljótsins, sbr. þjóðsöguna um Bergþór úr Bláfelli.


Einar Einarsson (1909-1994)
Einar Einarsson Urriðafossi

Einar Einarsson (f. 12.5.1909 – d. 26.8.1994) var fæddur og uppalinn á Urriðafossi. Hann stundaði alla ævi laxveiðar í Þjórsá. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur dvaldi hann öll sumur ásamt fjölskyldu sinni við veiðar hér í ánni.
Þjórsá og veiðiskapurinn var líf hans og yndi. Hann þekkti hvern hyl og látur við Urriðafoss. VIð veiðarnar var hann eðlilegur hluti náttúrunnar. Maðurinn og áin voru sem eitt. 

Ég stóð við ána og starði 
í straumlygnu rétt við klöpp
og hugsun mín lék sér við laxinn
sem leitaði móti straum – 

Ég vaknaði upp við að áin
rann inn í mitt ljóð, og minn draum.  MJ

Til minningar um Einar Einarsson frá Urriðafossi, 12. maí 2009. [Texti á skildi].

Einar Einarsson

Steinninn stendur við fossinn Urriðafoss í Þjórsá.


Freysteinn Gunnarsson (1892-1976)
Freysteinn Gunnarsson
Freysteinn Gunnarsson skólastjóri

Kennaraskóla Íslands 1929-1962

f. að Vola 18. ágúst 1892
ólst upp í Hróarsholti
d. 27. júní 1976.

Öllum kom hann til nokkurs þroska.

Nemendur, sveitungar og aðrir vinir þakka

Freysteinn Gunnarsson
Freysteinn Gunnarsson

Dr. Helgi Pjeturss (1872-1949)
Helgi Pjeturs

Dr. Helgi Pjeturss jarðfræðingur

,,Starfsævi hans var á sviði jarðvísinda og heimsfræði.

Það sem þúsundir milljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða góðheimi, er lífið á öðrum hnöttum.

Á nálægum slóðum urðu honum ljósar jökulminjar, sem leiddu hann til þeirrar meginuppgötvunar að ísöld skiptist í jökulskeið og hlýskeið.

Hér í Hlíð átti hann athvarf og mótaði ýmsar merkustu hugmynda sinna.” [Texti á minnisvarða]

Vangamynd gerði Ívar Valgarðsson eftir ljósmynd Jóns Kaldal.
Minnisvarðinn sem var afhjúpaður árið 2010 stendur við bæinn Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Aðrir minnisvarðar eru um dr. Helga í Hellisholtum og í Reykjavík.

Helgi Péturss
Helgi Péturss

Dr. Helgi Pjeturss (1872-1949)
Helgi Pjeturss

Dr. Helgi Pjeturss jarðfræðingur
,,Sumarið 1899 fann Helgi Pjeturss hér í Nónási berglag sem hann sá að mjög líktist jökulruðningi. Það er á milli basaltlaga í snarhallandi berggrunni Hreppanna. Sama sumar fann hann slík berglög víðar í Hreppum. Hann sá að á ísöld höfðu skipst á jökulskeið og hlýskeið löngu áður en landslagið mótaðist sem nú sjáum við. 
Hann fylgdi þessari uppgötvun eftir á rannsóknarferðum um Vestur- og Norðurland og fann einnig þar harðnaðan jökulruðning á milli basaltlaga í blágrýtisfjöllum.
Uppgötvun hans leiddi til nýs skilnings á jarðsögu Íslands.
Nú er vitað að bergið í Nónási er tæplega tveggja milljón ára gamalt.Minningarskjöldur reistur árið 2010 að frumkvæði Garðars Olgeirssonar og Önnu E. Ipsen í Hellisholtum, Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss og Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings.”

(Texti á íslensku og ensku.)

Minnisvarðinn er festur á klettavegg Nónáss við Hellisholt í Hreppum. Vangamynd eftir Ívar Valgarðsson eftir ljósmynd Jóns Kaldal.

Aðrir minnisvarðar eru um dr. Helga í Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og í Reykjavík.-


Jón Arason biskup (1484-1550)
Jón Arason

Jón Arason byskup ljet hér lífið fyrir trú sína og ættjörð 7. nóvember 1550.
Prestur og síðar biskup á Hólum í Hjaltadal 1522 til dauðadags. 

Minnisvarði um aftöku stendur í Skálholti


Jón Ólafsson (1920-2001)
Jón Ólafsson

Í minningu Jóns Ólafssonar (1920-2001)gaf fjölskylda hans Skaftholtsréttum þessa fánastöng árið 2007.
Jón var bóndi i Eystra-Geldingaholti og fjallmaður Gnúpverja í áratugi.

Minnisvarðinn stendur við Skaftholtsréttir


Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720)
Jón Þorkelsson Vídalín Skálholtsbiskup
f. 21. mars 1666 – d. 30. ágúst 1720

Við Hallbjarnarvörður eru volgrur og þar var lengi sæluhús, sem rústir sjást af rétt fyrir vestan vörðurnar. Þar í sæluhúsinu lést meistari Jón Vídalín biskup aðfararnótt  30. ágúst 1720 er hann var á leið vestur á Snæfellsnes til að jarðsyngja mág sinn séra Þórð Jónsson á Staðarstað.

Skálholtsfélagið hið nýja lét reisa minnismerki þetta á 300. ártíð Jóns Vídalín hinn 30. ágúst 2020.
Unnið af Páli Guðmundssyni á Húsafelli.

Herra Guð í himnasal
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal
kvelda tekur núna.


Magnús Helgason (1857-1940) frá Birtingaholti

Séra Magnús Helgason frá Birtingaholti
Skólastjóri Kennaraskóla Íslands 1908-1929.

Minnisvarðinn stendur á Flúðum.


Páll Bjarnason (1884-1968)

Pálslundur

Til minningar um Pál Bjarnason formann Umf. Samhygðar
f. 30.7.1884 – d. 27.2.1968 og konu hans
Elínu Guðmundsdóttur, f. 6.4.1891 – d. 9.3.1915.
Þau bjuggu í Gerðum
Ingibjörg Pálsdóttir gaf trén hér í kring.

Minnisvarðinn og Pálslundur eru í Timburhólum


Sigríður Tómasdóttir (1871-1957)

Sigríður Tómasdóttir var fædd í Brattholti 24. febrúar 1871 og bjó þar alla ævi. Hún var næstelst af 13 börnum Margrétar Þórðardóttur húsfreyju og Tómasar Tómassonar bónda í Brattholti. Sjö af börnunum komust til fullorðinsára. Sigríður varð fljótlega leiðtoginn í systkinahópnum, þar sem eldri systir hennar og eini bróðirinn fluttu snemma að heiman. Systrunum sem eftir voru þótti Sigríður oft heldur ströng.

Sigríður í Brattholti var meðalkona á hæð og nokkuð þrekin. Hún þótti fríð sýnum á yngri árum og hafði mikið og fagurt ljóst hár. Hún var víkingur til verka og vann framanaf að mestu við útistörf.

Það var í kringum 1875 sem ferðamenn fóru almennt að venja komur sínar að Gullfossi. Fram að þeim tíma var ekki auðvelt að komast að fossinum, enda yfir vegleysur og óbrúaðar ár að fara. Sigríður í Brattholti og systur hennar fylgdu oft gestum að Gullfossi og þær lögðu fyrsta stíginn niður að fossinum. 

Sigríður í Brattholti lést haustið 1957 á 87. aldursári.
Minnisvarðinn sem hér stendur (við Gullfoss) var reistur árið 1978 og er vangamyndin á honum eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.


Sigurður Greipsson (1897-1985)

Hér í Haukdal fæddist Sigurður Greipsson 22. ágúst 1897. Á Söndunum við Geysi reisti hann hús og stofnaði íþróttaskóla 1927.
Íþróttaskólinn í Haukdal var síðan starfræktur samfellt til 1970. Skóladvalar nutu 823 piltar.
Sigurður Greipsson var Glímukappi Íslands samfellt í 5 ár, 1922 til 1927.
Formaður Héraðssambandsins Skarphéðinn í 44 ár, 1922 til 1966.
Eiginkona Sigurðar var Sigrún Bjarnadóttir frá Bóli í Biskupstungum, f. 1903 d. 1979. 
Sigurður lést 19. júlí 1985.

Minnisvarðinn sendur í Haukdalsskógi


Valdimar Briem (1848-1930)

Valdimar Briem sálmaskáld
f. 1.2.1848 – d. 3.5.1930

Prestur á Stóra-Núpi

Einn geisli lýst upp getur myrkan klefa.
einn neisti kveikt í heilum birkilundi,
einn dropi vatns sér dreift um víðan geiminn.

Ein hugsun getur burt rýmt öllum efa,
eitt orð í tíma vakið sál af blundi,
einn dropi líknar drottins frelsað heiminn.

Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason og stendur á hlaðinu á Stóra-Núpi.


Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn

Íslandsklukka.


Óskar Pétursson (1906-1989)

Til minningar um Óskar Pétursson skátaforingja
Skátar reistu

Óskar var skáti og starfaði sem slíkur í 73 ár og hefur varla nokkur maður verið skáti jafn lengi.

Minnisvarðinn stendur á hlaðinu á skátabúðunum á Úlfljótsvatni


Grímsnes

Skógræktarfélag Árnesinga stofnað 2. nóvember 1940

Framkvæmdastjórar 1940-2010
Óskar Þór Sigurðsson, skólastjóri á Selfossi, verkstjórn á Snæfoksstöðum sumurin 1958-1970Garðar Jónsson, framkvæmdastjóri 1963-78,
Böðvar Guðmundsson, skógarvörður á Selfossi, framkvæmdastjóri 1978-Félagið keypti Snæfoksstaði 4. apríl 1954 og reisti minnisvarðann sumarið 2010 á 70. afmælisári félagsins.
Formenn félagsins 1940-2010Jón Ingvarsson, vegaverkstjóri á Selfossi, formaður 1940-1946;Ólafur Jónsson, kaupmaður í Hlöðum, formaður 1946-1974;Sigurður Ingi Sigurðsson, oddviti á Selfossi, formaður 1974-1981;Kjartan Ólafsson, alþingismaður í Hlöðutúni, formaður 1981-1995, 2009-Óskar Þór Sigurðsson, skólastjóri á Selfossi, 1996-2009Einnig eru allir stjórnarmenn á 70 árum taldir upp á einum skildi, en þeir eru 24 talsins
Félagsdeildir:
Skógræktarfélag Árnesinga tók upp deildarskiptingu á aðalfundi 14. apríl 1951.Félagsdeildir hafa verið starfandi í flestum hinna fornu hreppa í Árnessýslu og gróðursett er í heimalönd.
Taldar eru upp 16 deildir Skógræktarfélagsins í Árnessýslu. 

Minnisvarðinn stendur á Snæfoksstöðum


Tómas Guðmundsson (1901-1983)

Tómas Guðmundsson skáld
F. á Efri-Brú 1901
D. í Reykjavík 1983.

Minnisvarðinn stendur við Efri-Brú í Grímsnesi

Fljótið helga

Að haustnóttum einn ég að heiman geng
því harms míns og gleði bíður
hið myrka fljót, sem við flúð og streng
svo fallþungum niði líður.
Það kom hingað forðum á móti mér
hvern morgun í sóldýrð vafið.
Í kvöld á það sefandi söng, sem ber
minn síðasta vordag í hafið. …

Og geiglausum huga ég held til móts
við haustið, sem allra bíður.
Og sefandi harmljóð hins helga fljóts
úr húminu til mín líður.
Eins veit ég og finn að það fylgir mér
um firð hinna bláu vega,
er hníg eitt síðkvöld að hjarta þér,


Sólheimar

Pétur Sveinbjarnarson (1945-2019)

Pétur Sveinbjarnarson f. 23. ágúst 1945 – hann lést á Kanaríeyjum 23. desember 2019.
Stjórnarformaður Sólheima 1979-2017.
Frumkvöðull, eldhugi og hamhleypa til verka.

Minnisvarðinn stendur á Sólheimum.

Pét­ur kom víða við í ís­lensku þjóðlífi og var sæmd­ur fálka­orðu árið 2007 fyr­ir starf sitt fyr­ir Sól­heima í Gríms­nesi. Þar gegndi hann stjórn­ar­for­mennsku í 38 ár.

Pét­ur var kjör­inn í stjórn Camp­hill Villa­ge Trust, sjóðs sem á og rek­ur fjölda byggðahverfa og miðstöðva í Bretlandi sem veita fólki með sérþarf­ir þjón­ustu á sviði bú­setu, at­vinnu og fé­lags­starfs, árið 2006. Pét­ur var fyrsti er­lendi rík­is­borg­ar­inn sem kos­inn var inn í stjórn sjóðsins.
Pétur var heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Vals.
Pét­ur var virk­ur í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins og var formaður Heimdall­ar, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna.
Pét­ur gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra nefnd­ar­inn­ar sem bar ábyrgð á upp­töku hægri um­ferðar hér­lend­is árið 1968.
Pét­ur var fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­fé­lags mið­borg­ar Reykja­vík­ur á tí­unda ára­tugn­um. Hann átti og rak um ára­bil veit­inga­staðinn Ask, Veit­inga­mann­inn og fleiri fyr­ir­tæki.


Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir (1902-1974)

Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 5. júlí 1902. Foreldrar hennar voru Kristín Símonardóttir og Sigmundur Sveinsson. Systkini Sesselju voru sjö; Steinunn, Sigríður, Gróa, Þórarinn, Kristinn, Lúðvik og Símon. Sesselja fluttist tveggja ára að Brúsastöðum í Þingvallasveit er faðir hennar tók við rekstri veitingahússins Valhallar. Árið 1919 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Sesselja stundaði nám í sex ár í Danmörku, Sviss og Þýskalandi, m.a. í uppeldisfræði, barnahjúkrun og rekstri barnaheimila og var fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra.Á námsárunum í Þýskalandi kynntist Sesselja kenningum dr. Rudolf Steiner (1861 – 1925 ) – ”anthroposophy” eða mannspeki. Sesselja stundaði einnig nám í garðyrkju, blómarækt og meðferð alifugla.

Sesselja leigði jörðina Hverakot af barnaheimilisnefnd Þjóðkirkjunnar og stofnaði Sólheima 28 ára gömul, á afmælisdegi sínum, þann 5. júlí 1930. Hún ól upp fjölmörg fósturbörn og var brautryðjandi í uppeldismálum og umönnun þroskaheftra á Íslandi. Sesselja var frumkvöðull í lífrænni ræktun, ekki aðeins á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og er í raun fyrsti íslenski umhverfissinninn.

Eftir að Sesselja flutti til Íslands 1930 stóð hún í bréfaskriftum við fjölda fólks í Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Englandi og Sviss, m.a. um lífeflda ræktun (bio-dynamics) og mannspeki og ferðaðist hún reglulega til þessara landa. Meðal þeirra sem hún átti í bréfaviðskiptum voru dr. Karl König, stofnandi Camphill-hreyfingarinnar í Bretlandi, Sólveig Nagel frá Noregi og Caritu Stenback frá Finnlandi en þær voru frumkvöðlar í málefnum þroskaheftra í sínum heimalöndum.

Sesselja ættleiddi tvö börn: Hólmfríði og Elvar og ól upp 14 fósturbörn. Elvar lést 27. nóvember 1963. Sesselja giftist Rudolf Richard Walter Noah 17. mars 1949. Noah var þýskur tónlistarmaður og kennari, sem kom til Íslands 1935 en var handtekinn af breska hernum 5. júlí 1940 og fluttur í fangabúðir til Englands. Noah fékk ekki leyfi til að koma til Íslands fyrr en 1949 eftir níu ára fjarveru. Hann fór aftur til Þýskalands 7. mars 1953 án þess að Sesselja og hann skildu formlega. Noah lést í Þýskalandi 1967.
Sesselja lést á Landakotsspítala í Reykjavík 8. nóvember 1974, 72 ára gömul. Jónína Michaelsdóttir rithöfundur skrifaði bókina ‘Mér leggst eitthvað til – sagan um Sesselju Sigmundsdóttur og Sólheima”. Bókin var gefin út af Styrktarsjóði Sólheima árið 1990. 

Stendur framan við Sesseljubúð á Sólheimum.


Minnisvarði

Minnisvarði um látna íbúa sem hvíla fjarri Sólheimum
Blessuð sé minning þeirra.
Jesú Kristur sagði: Ég lifi og þér munuð lifa!  Jóh. 14:19.

Stendur í kirkjugarðinum á Sólheimum


Þorlákshöfn

Egill Thorarensen (1897-1961)

Hann breytti verstöðinni Þorlákshöfn í nútíma bæ.

Minnisvarðinn stendur í miðbæ Þorlákshafnar og er eftir Gunnstein Gíslason

Annar minnisvarði um Egil er á Selfossi.


Hveragerði

Elna Ólafsson (1912-1998) – Unnsteinn Ólafsson (1913-1966)

Hjónin Elna Ólafsson og Unnsteinn Ólafsson
skólastjóri 1939-1966.

Unnsteinn var skólastjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi.
Nemendur og vinir reistu honum þennan minnisvarða sem stendur í Unnsteinslundi ofan við garðyrkjuskólann. Helgi Gíslason myndhöggvari gerði minnisvarðann.


Gísli Sigurbjörnsson 1907-1994

Gísli Sigurbjörnsson fæddist 29. okt. 1907 í Reykjavík. Hann lést 7. janúar 1994.
Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1927. Hann stofnaði Elli- og hjúkrunarheimilið Grund árið 1938 og var forstjóri þess frá stofnun og jafnframt forstjóri Áss í Hveragerði frá 1952. Auk þess að vinna brautryðjendastarf í þágu aldraðra sinnti Gísli mikið íþróttamálum, bindindismálum og ferðamálum alla tíð. Hann var einn af stofnendum Krabbameinsfélags Íslands og formaður Knattspyrnufélagsins Víkings um skeið. Hann gegndi auk þess fjölda trúnaðar- og áyrgðarstarfa á ýmsum vettvangi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður 3. sept. 1995. Hann stendur á lóð Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði. Brjóstmyndina gerði Helgi Gíslason myndhöggvari.


Gunnar Björnsson

Trjálundur þessi er til minningar um
Gunnar Björnsson
garðyrkjubónda í Álfafelli 1913-1977.


Lárus J. Rist (1879-1964)

Munit, at léð er lýði land fyrir kraft og anda. [M. Joch.]

Árið 1936 kom Lárus J. Rist sundkennari frá Akureyri til Hveragerðis.  Hann hafði stundað nám við lýðháskólann Askov í Danmörku og lokið prófi frá fimleikaskólanum í Kaupmannahöfn árið 1906.  Lárus hafði um árabil unnið við sundkennslu á Akureyri og 6. janúar 1907 vann hann það afrek að synda yfir Eyjafjörð.  Lárus gekk í Ungmennafélag Ölfusinga og varð fljótlega mikilvirkur í félagsstarfinu.  Hann var stórhuga og setti sér það markmið að í Hveragerði skyldi byggð vegleg sundlaug, stærsta sundlaug landsins.  Lárus tók forystu í sundlaugarnefnd og valdi sundlauginni stað í gilinu fyrir neðan gróðurskálana á Reykjum.  Þar seytlaði volgur lækur milli grasigróinna bakka og hjálpaði hann til að grafið var fyrir lauginni á þessum stað.

Í ágústmánuði árið 1959 var afhjúpaður minnisvarði um Lárus J. Rist í Laugaskarði í tilefni áttræðisafmæli hans.  Þetta var brjóstmynd gerð af listamanninum Ríkharði Jónssyni. 

Það var hátíðarblær yfir staðnum þennan dag og hundrað börn og unglingar steyptu sér til sunds í laugina.  Jóhannes úr Kötlum flutti frumsamið kvæði að fornum hætti.  Gunnar Benediktsson rithöfundur las kvæði Matthíasar Jochumssonar í tilefni af Eyjarfjarðarsundi Lárusar árið 1907. [Af vef Hveragerðis]

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Mynnisvarðinn stendur í Laugarskarði við sundlaug Hveragerðis.

Lárus Rist - sundlaugin Hveragerði
Lárus Rist

Unnsteinslundur

Árið 1943 átti Unnsteinn Ólafsson skólastjóri frumkvæði að gerð grasagarðs hér í hlíðinni, sem nú er við hann kenndur.

Á sumardaginn fyrsta 1998
Garðyrkjuskóli ríkisins


Blóm í bæ 2010

Blóm í bæ 2010

Þessi silfurreynir er gjöf frá Garðyrkjufélagi Íslands til Hveragerðisbæjar í tilefni af 125 ára afmæli félagsins.
Hann er beinn afkomandi elsta trés landsins sem talið er að hafi verið gróðursett 1884 við hús Schierbech landlæknis við Suðurgötu í Reykjavík.


Árborg (Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri)

Egill Gr. Thorarensen (1897-1961)
Egill Thorarensen

,,Með eins manns anda ávannst oft stórvirki þúsund handa” (EB)

Egill Gr. Thorarensen –  Jarlinn í Sigtúnum ,,haukskyggn, hamrammur og munamildur” (K.f.D)

Egill (1897-1961) var kaupmaður í Sigtúnum á Selfossi 1918-1930. Hann stýrði Kaupfélagi Árnesinga frá 1930, tók við formennsku í Mjólkurbúi Flóamanna ári síðar og gegndi báðum störfum til æviloka. Hann var óumdeilanlenga fremsta athafnaskáld Sunnlendinga í áratugi og ruddi Selfossi braut sem höfuðstað Suðurlands og Þorlákshöfn sem hafnarbæ.

,, … allharður undir brún að líta, en ef betur er að gætt, bros undir hvarmi og blik gáfna og góðmennsku í augum.” (Á.Þ.)

Egill Thorarensen

Verkið gerði Ragnhildur Stefánsdóttir og stendur það gegnt Ölfusárbrú í nýja miðbænum á Selfossi.

Annar minnisvarði um Egil er í Þorlákshöfn


Júlíus Steingrímsson (1910-2003)
Júlíus Steingrímsson
,,Hornsteinn og aðrir steinar á og við horn”

Til minningar um Júlíus Steingrímsson velunnara Skógræktarfélags Selfoss.

Júlíus Steingrímsson

Verkið er eftir Þór Sigmundsson og stendur í Hellisskógi á Selfossi


Páll Ísólfsson (1893-1974)
Páll Ísólfsson Stokkseyri

Páll Ísólfsson tónskáld 1893-1974

Páll fæddist á Stokkseyri. Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni. Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet. Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur. Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967. [Wikipedia]


Ragnar Jónsson (1904-1984)
Ragnar í Smára

Kría

Minnisvarði um Ragnar Jónsson í Smára.

Minnisvarðinn stendur í trjálundi milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og er eftir Sigurjón Ólafsson


Stefanía Gissurardóttir (1909-1989) – Sigurður Pálsson (1901-1987)
Sigurður Pálsson Selfoss

Minnisvarði um heiðurshjónin Stefaníu Gissurardóttur og Sigurð Pálsson vígslubiskup. 
Fyrsti prestur á Selfossi 1952-1971
Heiðursborgari Selfossbæjar 1981.

Sr. Sigurður var einnig vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi 1966-1983.

Að lokinni messu í morgun, 22.3.2009, var vígður veglegur minnisvarði um heiðurshjónin sr. Sigurð Pálsson og frú Stefaníu Gissurardóttur sem voru burðarásar Selfosskirkju frá upphafi. Sólin skein og athöfnin sem var utandyra, var falleg þar sem Sigurður vígslubiskup Sigurðarsson sonur þeirra hjóna flutti predikun.

Frumkvæði að þessu kom frá Birni I. Gíslasyni sóknarnefndarmanni en sveitarfélagið Árborg styrkti þetta framtak.  Þorvaldur Guðmundsson afhjúpaði svo minnisvarðan ásamt Eysteini Ó. Jónassyni formanni sóknarnefndar.

Þetta framtak var öllum hlutaðeigandi til mikils sóma. [ELA]

Sigurður Pálsson Selfoss

Minnisvarðinn stendur við Selfosskirkju.


Tryggvagarður
Tryggvagarður

Skógræktarfélag Árnesinga hóf ræktun Tryggvagarðs 1941 í tilefni 50 ára afmælis fyrstu brúar yfir Ölfusá og til að minnast Tryggva Gunnarssonar brúarsmiðs. Tryggvagarður var fyrsta verkefni félagsins, sem stofnað var 2. nóvember 1940.
Skógræktarfélag Árnesinga gaf Selfosshreppi Tryggvagarð 10. apríl 1954
og reisti þennan minnisvarða 2010. Minnisvarðinn stendur í Tryggvagarði.

Annar minnisvarði um Tryggva er í alþingisgarðinum í Reykjavík.


Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri
Minnisvarði um drukknaða Eyrarbakka

Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri

Minnisvarðinn stendur á Kirkjutorgi við Stokkseyrarkirkju. 
Varðann teiknaði Elfar Þórðarson. Varðann afhjúpaði Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir á Sjómannadaginn, 5. júní 1998.


Laugarvatn

Bjarni Bjarnason (1889-1970)
Bjarni Bjarnason Laugavatn

Bjarni Bjarnason skólastjóri
1929-1959.
Alþingismaður 1934-1942.

Bjarni Bjarnason

Brjóstmynd eftir Ásmund Sveinsson. Minnisvarðinn stendur við Héraðsskólann á Laugarvatni


Húnbogi Hafliðason (1891-1977)
Húnbogi Hafliðason

Minningarreitur Húnboga Hafliðasonar
frá Hjálmsstöðum
f. 27.11.1891 – d. 12.2.1977

Húnbogi Hafliðason

Reiturinn er rétt vestan við byggðina á Laugarvatni


Jónas Jónsson (1885-1968) frá Hriflu

Gagnfræðapróf Akureyri 1905. Nám í lýðháskólanum í Askov á Jótlandi 1906–1907, í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1907–1908. Kynnti sér skólamál í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi 1908–1909 með styrk úr landssjóði, dvaldist þá m.a. eitt missiri á Ruskin College í Oxford.

Kennari við unglingaskólann á Ljósavatni 1905–1906. Kennari við Kennaraskólann í Reykjavík 1909–1918. Skólastjóri Samvinnuskólans frá stofnun hans haustið 1919–1927 og 1932–1955. Skipaður 28. ágúst 1927 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 20. apríl 1931, skipaður 20. ágúst 1931 dóms- og kirkjumálaráðherra að nýju, lausn 28. maí 1932, en gegndi störfum til 3. júní.

Kosinn 1925 í bankamálanefnd, 1926 í alþingishátíðarnefnd. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1926–1939. Í Þingvallanefnd 1928–1946. Í menntamálaráði 1934–1946. Tók sæti í bankaráði Landsbankans 1927 og 1936, í orðunefnd 1935–1944. Forseti Þjóðvinafélagsins 1940–1941. Í skipulagsnefnd atvinnumála 1934. Formaður Framsóknarflokksins 1934–1944. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1938–1942. Í skipulagsnefnd bygginga við Lækjargötu 1943.

Landskjörinn alþingismaður 1922–1934, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1934–1949 (Framsóknarflokkur).

Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927–1931 og 1931–1932.

Milliþingaforseti efri deildar 1932 og 1933.

Afkastamikill rithöfundur, skrifaði bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit. Samdi kennslubækur, oft endurprentaðar, og skrifaði greinar um menn og málefni: skólamál, samvinnumál, þjóðfélagsmál o. fl. — Jónas Kristjánsson annaðist útgáfu bókarinnar: Jónas Jónsson frá Hriflu. Ævi hans og störf (1965). Indriði G. Þorsteinsson skrifaði: Samtöl við Jónas (1977). Guðjón Friðriksson skrifaði ævisögu Jónasar Jónssonar í þremur bindum: Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. Dómsmálaráðherrann. Ljónið öskrar (1991–1993).

Ritstjóri: Skinfaxi (1911–1917). Tímarit íslenskra samvinnufélaga (1917–1925). Samvinnan (1926– 1928 og 1931–1946). Ófeigur (1944–1956). Landvörn (1946). Landvörn (1948–1953). [Alþ.]

Minnisvarðinn með brjóstmynd eftir Einar Jónsson stendur í skógarlundi á Laugarvatni.
Annar minnisvarði um Jónas er við Sambandshúsið við Sölvhólsgötu í Reykjavík.


Laugarvatnshjónin
Böðvar Magnússon (1877-1966) – Ingunn Eyjólfsdóttir (1873-1969)

Þau tengdust Laugarvatni sterkum böndum. Forfeður Ingunnar höfðu búið á Laugarvatni óslitið í margar aldir en Böðvar flutti þangað 10 ára gamall með föður sínum Magnúsi Magnússyni, sem var seinni maður Ragnheiðar Guðmundsdóttur, móður Ingunnar.Böðvar og Ingunn hófu búskap í Útey í Laugardal árið 1900 en árið 1907 tóku þau við búi á Laugarvatni eftir foreldra sína og bjuggu þar stórbúi í tvo áratugi. Þau eignuðust tólf börn, sem komust til fullorðinsára, 11 dætur og einn son. Afkomendur þeirra voru hátt á sjötta hundrað árið 2014.Stofnun héraðsskóla á Suðurlandi og staðarval átti sér langan aðdraganda. Talið er að ákvörðun Laugarvatnshjónanna um að láta ættaróðal sitt af höndum undir skólasetur hafi skipt sköpum um endanlegt staðarval og flýtt fyrir byggingu skólans sem tók til starfa árið 1928. Héraðsskólinn hefur síðan verið tákn Laugarvatns og minnisvarði um hugsjón Böðvars og Ingunnar um að staðurinn yrði mennta- og menningarsetur.Böðvar var snemma landsþekktur vegna baráttu sinnar fyrir stofnun héraðsskólans og ritstarfa. Hann var formaður byggingarnefndar skólans, fyrsti formaður skólanefndar og sat í skólanefnd um árabil. Böðvar var hreppstjóri Laugarvatnshrepps í 58 ár frá 1902-1960. Eftir hann liggja m.a. bækurnar Undir tindum, ævisöguþættir og sagnir og Dýrasögur auk fjölda tímarits- og blaðagreina. [Texti á upplýsingaskilti á staðnum]

Laugarvatnshjónin
Laugarvatnshjónin

Minnisvarðinn stendur sunnan við Menntaskólann á Laugarvatni í litlum trjálundi.


Ungmennafélag Íslands
UMFÍ Laugarvatn

Ungmennafélag Íslands óskar skólunum að Laugarvatni og Laugdælingum til hamingju með glæsilegan íþróttaleikvang. Þökkum fyrir góða aðstöðu og veitta aðstoð við framkvæmd 21. landsmóts UMFÍ 14.-17. júlí 1994.
Ungmennafélag Íslands.

UMFÍ Laugarvatn

Rangárvallasýsla

Ido Keinan
Ido Keinan (1979-2004)

In loving memory of Ido Keinan who passed away in a blizzard
so close to the safe hut nearby yet so far at only 25 years old.
June 27th 2004. 

Varðan er við Hrafntinnusker, innan við 30 mínútna gang frá sæluhúsinu


Bormenn Íslands
Bormenn Íslands

Reist af Bormönnum Íslands 
(Starfsmönnum Jarðborana ríkisins) 1968

Bormenn
Bormenn

Minnisvarðinn stendur skammt frá Sigölduvirkjun


Gunnarsholt

Gunnlaugur Kristmundsson (1880-1949)
Gunnlaugur Kristmundsson

Gunnlaugur fæddist 26. júní 1880 á Þverá í Núpsdal, V-Hún., hann lést 19. nóvember 1949.

Gunnlaugur Kristmundsson var sandgræðslustjóri árin 1907-1947.
Þegar hann tók til starfa var öflugasta leiðin til að hindra framrás sandsins að hlaða grjótgarða eða sandvarnargarða og melgresi var síðan sáð í skjóli garðanna til að binda sandinn.
Stofnunin hefur nú starfað frá 1907, hét fyrst Sandgræðsla Íslands, svo Landgræðsla ríkisins og nú Landgræðslan. 

Brjóstmyndina og minnisvarðann sjálfan gerði Ríkarður Jónsson og stendur hann í Gunnarsholti. Varðinn var afhjúpaður í Gunnarsholti 26. júlí 1951. Vinir Gunnlaugs úr Hafnarfirði, nokkrir Rangæinga o. fl. fluttu þar ávörp. 
Gunnlaugur Kristmundsson mun ávallt verða talinn einn mesti og bezti sonur Íslands í ræktunarmálum þjóðarinnar. [Sandgræðslan 50 ára; Sveinn Runólfsson].
Minnisvarði um Gunnlaug og systkini hans er í Systkinalundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.


Páll Sveinsson (1919-1972)
Páll Sveinsson

Páll Sveinsson var sandgræðslustjóri og síðar landgræðslustjóri frá 1954 til 1972. Hann tók við af Runólfi bróður sínum og gegndi starfinu til æviloka. 

Vart var stingandi strá í Gunnarsholti er þeir bræður, Runólfur og Páll, hófu þar ræktun og uppbyggingu árið 1947. Þeir breyttu þar örfoka hraunbreiðum og svörtum söndum í iðgræn tún og langstærsta holdanauta- og fjárbú sem nokkurn tíma hefur verið starfrækt á Íslandi.

Þá vann Páll í samvinnu við bændur að uppgræðslu á Skógasandi, Sólheimasandi og víða í Austur-Skaftafellssýslu. Hann hóf einnig notkun flugvéla við dreifingu fræs og áburðar í góðri samvinnu við flugmenn sem gáfu vinnu sína við þessi störf. Þegar landgræðsluvélin, Douglas DC 3, var tekin í notkun, 1973, þótti því við hæfi að hún bæri nafn hans. {Friðrik G. Olgeirsson: Ræktun fólks og foldar. Rv. 2009.]

Ragnar Kjartansson gerði brjóstmyndina. Minnisvarðinn stendur í Gunnarsholti


Runólfur Sveinsson (1909-1954)
Runólfur Sveinsson

Runólfur Sveinsson var sandgræðslustjóri frá vori 1947 til 4. febrúar 1954. Runólfur var fæddur að Ásum í Skaftártungu 27. desember 1909, sonur hjónanna Sveins Sveinssonar bónda og Jóhönnu M. Sigurðardóttur. Hann lést af slysförum 4. febrúar 1954. 

Ríkarður Jónsson gerði brjóstmyndina. Minnisvarðinn stendur í Gunnarholti


Runólfur Sveinsson (1909-1954) – Valgerður Halldórsdóttir
Runólfur Sveinsson

Minningarlundur um Runólf Sveinsson landgræðslustjóra og Valgerði Halldórsdóttur frá Hvanneyri, ræktaður af niðjum þeirra og vandamönnum. Júní 1990.

Runólfur Sveinsson
Sveinn Sveinsson
Jóhanna M. Sigurðardóttir – f. 21. 10. 1879 – d. 2. 6. 1968
Sveinn Sveinsson – f. 5. 12. 1875 – d. 4. 1. 1965

Þessir minnisvarðar eru í gróðurlundi austan við Gunnarsholt.


Kirkja í Gunnarsholti
Gunnarsholt Kirkja

Péturskirkja stóð í Gunnarsholti frá öndverðri kristni á Íslandi til ársins 1837.

Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi, grasið skrælnar og blómið fellur en orð Drottins varir að eilífu. 1. Pétursbréf, 1:24-25. [Áletrun á steininum]


Oddi

 Í minningu þeirra sem hvíla fjarri þessum grafreit.

Ljós er þar yfir
sem látinn hvílir.
 – Matthías Jochumsson 

Steinninn er í kirkjugarðinum í Odda


Landsveit

Skarð á Landi

Þessi steinn stendur við Skarð í Landsveit. Á steininum er skjöldur og á honum stendur:

“Með vinsemd og virðingu til handa húsbændunum
Skarð, Landsveit
Með þökk fyrir allt 
Vinnufólkið 1950-1999.”


Eyjólfur Guðmundsson (1857-1940)
Eyjólfur Guðmundsson Brúarland

Eyjólfur Guðmundsson landshöfðingi,
bóndi í Hvammi á Landi
1857-1940.

Oddviti Landmannahrepps í 56 ár.
Baráttumaður fyrir uppgræðslu og stöðvun landfoks.
Forgöngumaður um nýtingu fallvatna til raforkuframleiðslu.

Minnisvarði reistur á 150 ára afmæli Eyjólfs hinn 3. desember 2007 af
Rangárþingi ytra, Landgræslu ríkisins í Gunnarsholti, Landsvirkjun og
Heklusetrina Leirubakka.
Lágmyndin er eftir Ríkarð Jónsson.

Minnisvarðinn stendur við Brúarlund á Landi.


Guðni Jónsson 1901-1974
Guðni Jónsson
Guðni Jónsson Prófessor 1901 – 1974

Dr. Guðni Jónsson var einn áhrifamesti og mikilvirkasti sagnfræðingur og útgefandi íslenskra fræða á 20. öld. Hann ólst upp á Leirubakka þar sem hann kynntist þjóðfræði og fornri menningu Íslendinga. Það mótaði líf hans og lagði grunninn að ævistarfinu.

Minnisvarðinn stendur í hlaðinu á Leirubakka í Landsveit.

Guðni Jónsson

Guðmundur Guðmundsson 1874-1919
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld

frá Hrólfsskála í Landsveit.
f. 5.9.1874 – d. 19.3.1919

Vormenn Íslands yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið grænum skógi að skrýða
skriður berar sendna strönd.

Minnisvarðinn stendur við Laugaland á Landi

Guðmundur Guðmundsson skólaskáld

Áshildarmýri
Áshildarmýri
Áshildarmýri

Áshildarmýri er gróðurfláki og í jaðri hans að norðan er hraunhóll sem heitir Áshildarhóll. Örnefni eru dregin af nafni Áshildar á Ólafsvöllum, konu Ólafs tvennumbrúna landnámsmanns. Áshildur og Ólafur bjuggu á Ólafsvöllum og synir þeirra voru Ólafur og Þórður.
Ólafur tvennumbrúni sigldi frá Lofoten í Noregi, hann nam Skeið öll milli Þjórsár og Hvítár niður til Sandlækjar. “Hann var hamrammur mjög” segir Landnámabók. Hann liggur í Brúnahaugi undir Vörðufelli.

Áshildarmýrarsamþykkt.
Á Áshildarhól var þing- eða fundarstaður. Árið 1496 söfnuðust bændur úr Árnesþingi þar saman til að mótmæla ánauð og kúgun danskra yfirvalda. Þeir komu sér saman um samþykkt kennda við Áshildarmýri. Í skjalinu er þess krafist að forn réttindi frá 1262 séu virt, lagaleysi og ofsóknum erlendara valdsmanna mótmælt og krafist að helstu landsstjórnendur séu íslenskir. Þessi mótmæli gegn erlendu valdi voru talin mjög mikilvæg og vitnað til samþykktarinnar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar löngu seinna.

Bræðurnir Þórður og Valdimar Guðmundssynir gáfu Árnesingafélaginu í Reykjavík landspildu við Áshildrmýri til að reisa þar minnismerki og til friðunar sumarið 1945. Þórður Guðmundsson frá Kílhrauni gaf félaginu landspildu til viðbótar við reitinn 201(?) í minningu föður síns og upphaflegra gefenda, afa síns og afabróður. Félagið reisti hér minnisvarða sem vígður var árið 1948. Árnesingafélagið gróðursetti hér trjáplöntur á hverju ári um áratuga skeið. Reiturinn var afhentur Héraðsnefnd Árnesinga til varðveislu og viðhalds árið 2017. [Texti á upplýsingaskiltum.]


Hella

Ingólfur Jónsson (1909-1984) á Hellu
Ingólfur Jónsson

Ingólfur Jónsson
Kaupfélagsstjóri, alþingismaður og ráðherra

Verkið er eftir Helga Gíslason.

Stendur á Hellu við Ytri-Rangá. 


Sigurður Haraldsson (1919-1998)
Sigurður Haraldsson

Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund
kórónulaus á hann ríki og álfur.

Sigurður Haraldsson bóndi í Kirkjubæ.

Sunnlenskir hestamenn minnast með þökk og virðingu verka þinna í þágu hestamennskunnar, með því að reisa þennan minnisvarða hér á Gaddstaðaflötum árið 2004. 

Minnisvarðinn stendur á Gaddstaðaflötum við Hellu.


Þorsteinn Björnsson (1886-1973)
Þorsteinn Björnsson Hellu
Þorsteinn Björnsson Hellu

Þorsteinn Björnsson, f. 10.12.1886  
Reisti fyrstur hús á Hellu 1927.

Stendur á Hellu við Ytri-Rangá.


Búnaðarbanki Íslands
Búnaðarbankinn

Búnaðarbanki Íslands
Útibúið Hellu opnað 21. mars 1964 Skjöldur á stöpli framan við húsið.


Hvolsvöllur

Þeir sem fjarri hvíla
Hella
Kirkjugarðurinn á Hellu

Í minningu þeirra sem hvíla fjarri þessum grafreit

Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans
og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig
og hægri hönd þín leiða mig.

Davíðssálmur 139

Minnisvarðinn stendur í nýja kirkjugarðinum á Hvolsvelli.

Hella

Elías Tómasson 1922-2002
Elías Tómasson
Elías Tómasson frá Uppsölum

Til minningar um Elías Tómasson frá Uppsölum.
F. 14.3.1922 – d. 16.10.2002

Elías gaf hönnun og framkvæmd þessa garðs við Kirkjuhvol í minningu foreldra sinna.

Garðurinn var vígður í ágúst 2005.

Steininn stendur í garðinum við Kirkjuhvol, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli.

Elías Tómasson

Markús Runólfsson 1928-2002
Markús Runólfsson
Markús Runólfsson, Langagerði

Aðalhvatamaður og rekstrarstjóri Kirkjuhvols frá 1985-1998.
F. 25.6.1928 – d. 9.3.2002.

Þann 14. júní 2015 var aðstandendadagur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þar var Markúsar Runólfssonar frá Langagerði minnst sérstaklega.

Dagurinn var sérstaklega hátíðlegur en Kirkjuhvoll fagnar 30 ára starfsafmæli í ár og í tilefni þess var dagurinn með afmælisívafi. Gestum og íbúum Kirkjuhvols var m.a. boðið upp á kaffi og tertur og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Rangæinga og var margt um manninn.

Einn af hápunktum dagsins var þegar gestir minntust Markúsar Runólfssonar frá Langagerði en hann var mikill brautryðjandi þegar hann lagði grunn að heimilinu og rak það fyrstu árin.

Í tilefni af 30 ára afmælinu, 14. júní 2015, var minningarsteinn um Markús afhjúpaður.
[Sunnlenska, 27.6.2015.]

Minningarsteinninn stendur við Kirkjuhvol, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli.

Markús Runólfsson

Pálmi Eyjólfsson (1920-2005)
Pálmi Eyjólfsson
Pálmalundur
Pálmalundur

Trjánum í þennan lund var plantað í tilefni af 70 ára afmæli
Pálma Eyjólfssonar, 22. júlí 1990.

Þar sem æskan vill byggja og búa
bjartsýn framtíð er niðjunum tryggð.
Með þeim vorhug skal vinna og trúa,
vera samtaka, efla okkar byggð. (PE)

Aðalhvatamaður að stofnun Pálmalundar var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir f.v. verkalýðsleiðtogi og alþingismaður.

Pálmi Eyjólfsson
Pálmalundur

Fljótshlíð

Guðbjörg A. Þorleifsdóttir (1870-1958)
Guðbjörg A. Þorleifsdóttir Múlakoti

Guðbjörg A. Þorleifsdóttir
Múlakoti, 
gerði garðinn 1897

Minnisvarðinn stendur í garðinum við Múlakot í Fljótshlíð


Tómas Sæmundsson (1807-1841)

Tómas Sæmundsson

Tómas Sæmundsson (1807-1841)

Fjölnismaður.

Minnisvarðinn er í Breiðabólstaðarkirkjugarði í Fljótshlíð.

Minnisvarðinn er um 1,4 tonn að þyngd og var honum komið fyrir í kirkjugarðinum árið 1855 og hefur verið töluverð vinna að koma honum þangað.

Nánar er sagt frá minnisvarðanum í dagbók Björns Bjarnasonar

Tómas Sæmundsson
Tómas Sæmundsson
Tóms Sæmundsson
Tómas Sæmundsson

Þorsteinn Erlingsson (1858-1914)
Þorsteinn Erlingsson

Þorsteinn Erlingsson 
1858-1914

Mig langar að sá enga lýgi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minni.

Reist að tilhlutan Rangæingafélagsins í Reykjavík 1958
Brjóstmyndin er eftir Nínu Sæmundsson myndhöggvara.

Minnisvarðinn stendur við fossinn Drífanda í Fljótshlíð.


Óskar Sigurjónsson (1925-2012)
Óskar Sigurjónsson Þórsmörk

Til minningar um Óskar Sigurjónsson
f. 16.8.1925 – d. 10.10.2012

forstjóra Austurleiðar h/f og frumkvöðul í ferðaþjónustu.

Þann 16. ágúst sl. var afhjúpaður minnisvarði um Óskar Sigurjónsson í Húsadal í Þórsmörk. Það var fjölskylda Óskars og gamlir starfsmenn Austurleiðar sem komu saman til að fagna þessum viðburði og eiga saman stund í náttúrufegurðinni í Þórsmörk. 

Óskar Sigurjónsson Þórsmörk

Skógar

Jón Jósep Jóhannesson (1921-1981)
Jón Jósep Jóhannesson
Til minningar um Jón Jósep Jóhannesson
f. 11.3.1921  d. 5.5 1981.

Kennari og skógræktarfrömuður.
Jón var aðal hvatamaður að skógrækt í hlíðunum ofan við Skógaskóla.
Vorið 1950 hófu nemendur að gróðursetja tré undir stjórn Jóns Jóseps.
“Hvað ungur nemur gamall temur.”
Nemendur 1949-1950. 

Minnisvarðinn stendur í skóginum í hlíðunum ofan við Skógaskóla


Sigurður Einarsson (1899-1967)
Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson

Séra Sigurður Einarsson skáld í Holti
f. 29.10.1899, d. 23.2.1967 

Komið heil, komið heil til Skóga
hér heilsa störfin tvenn og þrenn,
 – og börn á gamla Ísland enn,
sem ætla sér að verða menn.

Vangamyndin eftir Ragnhildi Stefánsdóttur (RS1988).

Minnisvarðinn stendur í hlíðunum ofan við Skógaskóla.


Þorsteinn Erlingsson (1858-1914)
Þorsteinn Erlingsson

Þorsteinn Erlingsson fæddur að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1858 – d. 1914.

Jeg trúi því sannleiki
að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni.

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson (1960)
Minnisvarðinn stendur í hlíðunum ofan við Skógaskóla


Halldór Jón Stefánsson (1831-1901) – Geirlaug Einarsdóttir (1835-1910)
Eyvindarhólar
Skjöldur

Minning: Rauðafellshjónin
Halldór Jón Stefánsson f. 1.6.1831 – d. 16.5.1901
Geirlaug Einarsdóttir, f. 16.7.1835 – d. 22.5.1910.

Leiðið er týnt. Finnst ekki.

Björgvin Árni Ólafsson fæddur að Álftarhóli í Austur-Landeyjum 9.3.1917 gerði töflu þessa um afa og ömmu úr föðurætt sinni 1994.

Minningarskjöldurinn stendur í Eyvindarhólakirkjugarði


Kirkja í Holti undir Eyjafjöllum
Holt undir Eyjafjöllum

Minnismerki um Holtskirkju reist af sóknarbörnum Ásólfsskálasóknar árið 1939.

Kirkja var lögð niður í Holti árið 1889 og flutt að Ásólfsskála. Í stað kirkjunnar var reist minnismerki til minningar um Holtskirkju. Kirkjan skekktist á grunni í óveðri árið 1888 og þess vegna var ákveðið að byggja hana frekar að Ásólfsskála en endurbyggja að Holti. Á Ásólfsskála hafði verið kirkja í kaþólsku.

,,Merkið er 4.25 m á hæð, fjórstallað með með stöplum og súlum á hliðum og krossi efst. Múrhúðað með silfurbergi og kvarzi og hrafntinnu neðst.”

,,Hinn gamli kirkjugarður í Holti er vel hirtur og er nú unnið að því að gera hann að skrúðgarði. Og nú er minnismerkið risið í miðjum garðinum. Annaðist Kornelíus Sigmundsson múrarameistari byggingu þess eftir fyrirsögn sóknarprestsins og er verk hans prýðilega af hendi leyst. Sunnudaginn 8. [okt. 1939] fór svo fram merkileg og sérstæð guðsþjónusta í Holti. For hún fram við merkið í garðinum. Afhjúpaði sóknarprestur minnismerkið og kom þá í ljós þessi áletrun á neðsta stalli merkisins: Til minningar um Holtskirkju og þá sem í þessum reit eru grafnir. Reist af sóknarfólki í Ásólfsskálasókn 1939.” [Úr grein eftir Sigurgeir Sigurðsson. Kirkjuritið, 5(9):408.]

Holtskirkja
Holtskirkja

Eins og sjá má af lýsingunni í Kirkjuritinu og myndunum hefur minnismerkinu verið breytt nokkuð en hæðin og lagið er það sama. Þó virðist hafa verið fyllt upp í bil á milli fjögurra súlna sem stóðu frítt við miðju merkisins. Þannig að því hefur verið nokkuð breytt frá upphaflegu útliti.

Minnismerkið hefur verið málað og áletrunin á skildinum er ekki sú sama og upphaflega lýsingin gefur til kynna. Hvar upphaflegi skjöldurinn er veit ég ekki.