Útilistaverk á Íslandi

Vestmannaeyjar
Guðgeir Matthíasson

Á þessum síðum ætla ég að gera tilraun til að skrásetja þessi útilistaverk og kannski kemur þessi skrá að gagni fyrir einhverja.

Listaverkin eru margskonar, allt frá styttum sem við sjáum víða og til veggjalistar. Oft þurfti ég að velja: hvað er list og hvað ekki. Skoðanir á því eru margar og kannski engin rétt – eða allar. Listaverkin eru sem sagt alls konar. Einnig er erfitt að gera greinarmun á listaverki og minnisvarða, en ef minnisvarðinn var annað en steindrangur með skildi eða skjöldur á staur var það flokkað einnig sem listaverk. Oft eru listaverk á steindröngum t.d. brjóstmyndir, en ég læt duga að hafa þau með minnisvörðum. Einnig eru brjóstmyndir á mörgum minningamörkum í kirkjugörðum, en ég set þau verk ekki hér.

Ég flokka listaverkin eftir höfundum. Afsteypur sumra verka eru á mörgum stöðum og er því sennilega skynsamlegast að raða þeim eftir höfundum í stafrófsröð. Verkin eru mjög misjafnlega mörg eftir listamennina og í hverjum landshluta, en útilistaverk eru langflest í Reykjavík eins og gefur að skilja. Þar eru til dæmis þrír listaverkagarðar, þar sem listaverk Einars Jónssonar, Ásmundar Sveinssonar og Sigurjóns Ólafssonar eru sýnd. Reynar eru tveir aðrir slíkir garðar með verkum Hallsteins Sigurðssonar, annar í Grafarvogi og hinn við Ystasel í Reykjavík. Útilistaverk eru ótrúlega víða og eftir ótrúlega marga listamenn.

Hér eru útilistaverk í Vestmannaeyjum

Höfundar:

Árdís Sigmundsdóttir

Ármann Gunnarsson

Árni Johnsen

Bjarni Jónsson

Bjarni Þór Bjarnason

Björgvin Sigurgeir Haraldsson

Grímur Marinó Steindórsson