Másvatn

Minnisvarðar á Norðurlandi

StrandirDrangsnes
Húnavatnssýslur
Hvammstangi Blönduós  Skagaströnd
Skagafjörður EyjafjörðurÞingeyjarsýslur

Strandir – Hólmavík

Hermann Jónasson (1896-1976)
Hermann Jónasson
Hermann Jónasson 
 F. 25.12.1896 – d. 22.1.1976

Þingmaður Strandamanna 1934-1959, Vestfirðinga 1959-1967.
Að hugsa ekki í árum, en öldum
Að alheimta ei daglaun að kvöldum
– því svo lengist mannsævin mest.
 St.G.St.

Reist af Strandamönnum 1979 með virðingu og þökk.

Minnisvarðinn stendur rétt utan við Hólmavík.

Hermann Jónasson Hólmavík

Stefán Sigurðsson frá Hvítadal (1887-1933)
Stefán frá Hvítadal

Stefán frá Hvítadal fæddist á Hólmavík 16. október 1887. Hann ólst upp á Stóra-Fjarðarhorni við Kollafjörð nyrðra til 15 ára aldurs, síðan í Hvítadal í Saurbæ í Dölum og kenndi hann sig við þann bæ. Hann lærði prentiðn á Ísafirði og í Reykjavík. Dvaldist 1912-15 í Noregi á heilsuhæli vegna tæringar. Hann komst til heilsu og var síðan bóndi í Dölum frá 1919 til dauðadags, 7. mars 1933.

Ljóðabækur hans urðu 5 sem komu út á árunum 1918-1933.

Stefán frá Hvítadal
Stefán frá Hvítadal

Spánverjavígin 1615
Spánverjavígin

Minnisvarðinn stendur við Galdrasafnið á Hólmavík.

Reist árið 2015 í minningu baskneskra hvalfangara, 31 talsins, sem drepnir voru árið 1615, ,,hverjir sín skip brutu í einum firði nærri Trékyllisvík fyrir ís og veður nóttina fyrir S. Mattheusmessu, 21. september, en síðan eftir það þá voru þeir afslegnir af stríðsfólki bóndans Ara Magnússonar í [Ögri], sem staddir voru fimm í Æðey en 13 á Sandeyri, en áður nokkru fyrri voru menn af öðrum tveimur bátum sama skips afslegnir í Dýrafirði, utan einn skyldi þar hafa afkomizt […]. Hlýði nú þeir sem vilja, en hinir gangi frá sem ekki girnast.”

(Jón lærði Guðmundsson: Sönn frásaga af spanskra manna skipbrotum og slagi).


Drangsnes

Minnisvarði um sjómenn úr Kaldrananeshreppi
Drangsnes
Drangsnes

Minnisvarði um sjómenn úr Kaldrananeshreppi.

Vígður á Sjómannadaginn 2. júní 1985.

Í virðingu og þökk.

Slysavanardeildin Björg, Drangsnesi.

Sjómannasálmur

Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum beytinga kenni.
Mér stefnu Felsarinn góður gaf,
ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrlegum, ljósum löndum,
þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum
við sumaril og sólardýrð.

Lát akker falla! Ég er í höfn
Ég er með Frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi, dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í ægi falla,
ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urður hingað heim.

Norskur sjómannasálmur

Drangsnes
Drangsnes
Drangsnes

Húnavatnssýslur

Hjaltabakki
Hjaltabakki

Kirkju er fyrst getið á Hjaltabakka um 1318 og var hér prestssetur um aldir.
Ný kirkja var vígð á Blönduósi 1895 og grafreitur árið 1900. Gamla kirkjan var þá rifin en sléttað yfir grafreitinn um miðja 20. öld.

Minnisvarðinn var reistur árið 2011 og stendur í túninu á Hjaltabakka þar sem gamla kirkjan og kirkjugarðurinn voru.


Þorvaldur víðförli og Friðrik biskup
Fyrstu kristniboðarnir Stóra-Giljá

Friðrik biskup, Þorvaldur víðförli 981. Kristniboð 1981.

Þeir voru kjörnir til samvinnu. Hreysti Þorvalds og hugprýði vakti virðingu heiðingja fyrir kristniboðinu, en Friðrik biskup var það höfuð og höndin, sem stýrði og má þakka viturleik hans og þolinmæði að þeir gátu verið hér úti í full 5 ár. Við trúnni var tekið af lýði innan 15 ára frá burtför þeirra úr Húnaþingi. 

Gullsteinn og minnisvarðinn standa við Stóru-Giljá í V-Húnavatnssýslu.

Minnisvarðinn er eftir Ragnar Kjartansson

Gullsteinn

Ásdís Bárðardóttir á Bjargi í Miðfirði
Ásdís á Bjargi

Ásdís Bárðardóttir á Bjargi í Miðfirði

Lágmyndir eru eftir Halldór Pétursson.

Tilvitnanir í Grettissögu eru á lágmyndunum,

Minnisvarðinn stendur við Bjarg í Miðfirði

Ásdís á Bjargi

,,Sverð þetta átti Jökull föðurfaðir minn, ok inir fyrri Vatnsdælar, og var þeim sigrsælt. Vil ek nú gefa þér sverðit, og njót vel”.

Ásdís á Bjargi

,,Mundut síðr en sauðir, sýrar graps, fyri dýri. Komit es norðr af Njörðum nýtt skaup, á sjá hlaupa, ef styrviðir stæði, stála Freyr í eyju. Verit hefk lofs of lýði létt, ósjúkan Gretti.” 

Ásdís á Bjargi

,,Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin”

Ásdís á Bjargi

,,Nú fari þit synir mínir tveir, og mun ykkarr samdauði tegask, og má engi renna undan því sem honum er skapat. Mun ek hvárigan ykkar sjá sinni síðan. Látið nú eitt yfir ykkr ganga.”


Rósa Guðmundsdóttir eða Skáld-Rósa eða Vatnsenda-Rósa (1785-1855)
Skáld-Rósa

Rósa Guðmundsdóttir
skáldkona frá Vatnsenda

Fædd 23. des. 1785
dáin 28. sept. 1855

Steinn þessi var settur á leiði Vatnsedna-Rósu að frumkvæði Kvennabandsins í Vestur-Húnavatnssýslu 1965.

Minningarsteinninn er í Stóra-Núps kirkjugarði.


Guðmundur Hannesson (1866-1946)
Guðmundur Hannesson

Leitaði hugur
læknaði mund
athöfn var helguð
hver ævinnar stund.
Páll V.G. Kolka

Minningarlundur Guðmundar Hannessonar prófessors
f. 9.9.1866
d. 1.10.1946

Myndin merkt GE 1962


Jón S. Bergmann (1874-1927)
Jón S. Bergmann
Jón S. Bergmann
Jón S. Bergmann

Jón S. Bergmann (30. ágúst 1874 – 9. september 1927) var íslenskt skáld. Hann fæddist að Króksstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigfús Bergmann Guðmundsson og fyrri kona hans Jóhanna Jónsdóttir. Kona Jóns var Helga Málmfríður Magnúsdóttir (f. 1880) frá Miðhúsum í Garði en þau slitu samvistir. Jón og Helga áttu saman eina dóttur, Guðrúnu Jóhönnu (f. 1904).

Jón stundaði nám í Flensborg. Var hann síðan 3 ár í Englandi, þá barnakennari í Njarðvíkum og Keflavík og lögregluþjónn í Hafnarfirði um hríð frá 1906. Fór þá til Englands og var í siglingum frá Fleetwood til Ameríku í 7 ár. Kom þá enn heim, var víða og stundaði ýmis störf, einkum skrifstofustörf. Hann var hestamaður mikill.

Þegar Jón var til sjós þá mun skipskista hans hafa glatast í einni ferðinni og þar með allur skáldskapur hans í bundnu máli.

Jón varð snemma kunnur af ýmsum lausavísum og kvæðum enda hagmæltur mjög og fljótur að yrkja og er talinn einn af snjöllustu hagyrðingum landsins. Eftir Jón liggja fjölmargar lausavísur og tvær ljóðabækur Ferskeytlur (1922) og Farmannsljóð (1925). Saman hafa þessar bækur verið gefnar út sem Ferskeytlur og farmannsljóð (1949). Útgefandi Ferskeytlna og farmannsljóða var dóttir Jóns, Guðrún Jóhanna. [Wikipedia]

Jón S. Bergmann

Á 140 ára afmælisdegi Jóns S. Bergmann, laugardaginn 30. ágúst 2014 var afhjúpaður minnisvarði um skáldið á fæðingarstað hans, Króksstöðum í Miðfirði. Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson, myndhöggvari í Osló, að tilhlutan tveggja dótturbarna Jóns. 

Jón S. Bergmann
Jón S. Bergmann
Jón S. Bergmann

Staðarbakki
Staðarbakki
Staðarbakki

Staðarbakkakirkja er inn af botni Miðfjarðar. Þar er bændakirkja (útkirkja) sem þjónað hefur verið frá næsta bæ, Melstað, frá árinu 1907. Núverandi kirkja þar var reist árið 1890 og tekur 120 manns í sæti. Hún er úr timbri en altaristöfluna gaf Björn Guðmundur Björnsson kenndur við Torfustahús þar sem hann átti heima á meðan hann stundaði búskap eða Hvammstanga þar sem hann bjó síðari hluta æfinnar, altaristöfluna gaf hann til minningar um son sinn sem lést mjög ungur (heimild úr ljóðabókinni “Glæðum” eftir Björn). Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist. [Wikipedia].


Einar, Friðrik og Guðmundur M. Björnssynir, Svartárdal

Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu var stofnaður fyrir tilstilli bræðranna Einars, Friðriks og Guðmundar M. Björnssona.
Markmið sjóðsins er að rækta skóg í Húnavatnssýslum, “… menning vex í skjóli nýrra skóga”. (Hannes Hafstein)

Minnisvarðinn stendur í skógarlundi í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu

Svartárdalur

Bergstaðakirkjugarður í Svartárdal
Bergstaðir

Minnisvarðinn um Bergstaðakirkjugarð er gamall leiðiskross. Krossinn var yfir
“Hildur húsfrú Friðriksdóttir,
fæddist 18. sept. 1808, dó 6. ap. 1879.
Giptist tvisvar, eignaðist 10 börn.”

Bergstaðir eru í Svartárdal framanverðum austan Svartár. Kirkjan stendur nokkuð ofan vegar sem liggur fram dalinn að austanverðu. Ekki er ljóst hvenær kirkja reis á Bergsstöðum. Fyrst er getið um hana í Auðunarmáldaga frá um 1318. Var hún helguð Ólafi helga Noregskonungi og Þorláki biskupi Þórhallssyni í kaþólskum sið. Á Bergstöðum var prestsetur um langan aldur, eða allt til 1920.
Núverandi Bergstaðakirkja var reist árið 1883. Hún er timburhús með krossreistu mænisþaki. Sökklar eru hlaðnir úr grjóti og hafa verið það frá upphafi. Altaristafla frá 17. öld, olíumálverk á tré er sýnir Krist í Emmaus. Aðrir dýrmætir forngripir eru í kirkjunni. 

Á stein í vörðunni er letrað: Bergstaðakirkjugarður – 14. öld til 1882

Bergstaðir

Skagaströnd

Minnisvarði um drukknaða
Skagaströnd
Skagaströnd

Minnisvarði drukknkaðra sjómanna frá Skagaströnd.

Reistur 1971

Drottinn minn, gef þú dánum ró og hinum líkn sem lifa.


Jón Árnason (1819-1888)
Jón Árnason
Jón Árnason

Minnisvarði um Jón Árnason var reistur við Spákonufellshöfða á Skagaströnd en Jón var fæddur á Hofi á Skagaströnd.

Minnisvarðinn var reistur í tilefni af tveggja alda ártíð Jóns árið 2019.

Jón Árnason var lengst af kennari og bókavörður við Landsbókasafn. Hann sinnti ýmsum öðrum störfum og félagsmálum á sinni tíð. Hann er þó þekktastur fyrir söfnun íslenskra þjóðsagna fyrst með Magnúsi Grímssyni en síðar einn. Hann gaf út þjóðsagnasafn í tveim bindum, prentað í Leipzig, en löngu síðar var þjóðsagnasafn hans gefið út í Reykjavík í 6 bindum og hafa þjóðsögurnar haldið nafni hans lofti.


Skafti Fanndal Jónsson og Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir
Skafti Fanndal Jónasson

Minnisvarði um heiðurshjónin frá Dagsbrún,
Skafta Fanndal Jónsson
f. 25.5.1915 – d. 2.9.2006 og
Jónu Guðrúnu Vilhjálmsdóttur,
f. 15.7.1918 – d. 13.7.2003

Blessuð sértu sveitin mín

Minnisvarðinn stendur við kirkjuna á Skagaströnd

Skafti Fanndal

Magnús Björnsson (1889-1963)
Magnús Björnsson

Minnisvarði um Magnús var afhjúpaður á Syðra-Hóli á aldarafmæli hans 30. júlí 1989.

Magnús Björnsson

Lágmyndin á varðanum er eftir Erling Jónsson myndhöggvara.

Magnús Björnsson var að mestu sjálfmenntaður og nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín sem fræðimaður og sagnaritari. Eru bækur hans og sagnaþættir taldir með því betra sem út hefur komið af slíku efni. Voru þrjár bækur gefnar út með þáttum Magnúsar; Mannaferðir og fornar slóðir (1957), Hrakhólar og höfuðból (1959) og Feðraspor og fjörusprek (1965). Alls 64 þættir. Ellefu þættir til viðbótar voru gefnir út í húnvetnska ritsafninu en 20 prentaðir þættir til viðbótar hafa komið út í ýmsum ritum.


Kvennaskólinn á Ytri-Ey 1883-1901
Ytri-Ey

Brjóstmynd af Elínu Briem er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Lágmyndin af skólanum er eftir Jónas S. Jakobsson mynd-höggvara. Minnisvarðinn stendur við Ytri-Ey á Skaga.

Ytri-Ey
Elín Briem
Frú Elín Briem sjötug 18. október 1926

Í sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna
og hvað er menning manna 
ef menntun vantar snót.  [MJ]

Ytri-Ey

Varða þennan reistu konur á 100 ára afmæli Kvennaskóla Húnvetninga árið 1979.

Kvennaskóli Húnvetninga, stofnaður árið 1879 á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu. Árið 1883 voru kvennaskólar Húnvetninga og Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur á Ytri-Ey, og var Elín Briem fyrir honum í tólf ár, eða til 1895.
Hinn nýi skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að Ytri-Ey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á Ytri-Ey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðingar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn hans að hálfu. 


Staðarskáli, Hrútafirði
Landpóstar

Minnisvarðinn stendur við Staðarskála í Hrútafirði og var afhjúpaður árið 1993, fyrst við gamla Staðarskála, en var fluttur þegar nýi Staðarskáli var opnaður.

Grímur Marinó Steindórsson myndhöggvari var síðan fenginn til þess að gera hugmyndina að veruleika. 

Landpóstar

Staður í Hrútafirði var um árabil stærsta póstmiðstöð í sveit á Íslandi og var minnismerkið reist að áeggjan Staðarbræðra, Magnúsar og Eiríks Gíslasona, í samvinnu við Póst og símamálastofnun.

Minnisvarði um landpóstana svokölluðu var afhjúpaður á Stað í Hrútafirði 13. maí 1993 að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin hófst með ávarpi póst- og símamálastjóra, í kjölfarið fylgdu ræður og ljóðalestur, frumflutt var tónverk og loks afhjúpaði Halldór Blöndal samgönguráðherra minnisvarðann.

Samkvæmt heimildum póst- og símamálastofnunar var reglugerð um póstsamgöngur á Íslandi fyrst gefin út árið 1776 og hófust slíkar samgöngur milli Norður- og Suðurlands árið 1783. Til póstferðanna völdust einbeittir menn og hraustir og voru þeir jafnt þekktir fyrir skyldurækni sem dugnað. Fluttu þeir bæði bréf og peninga. Spunnust margar sagnir af hreysti þeirra en aldrei fór sögum af eiginlegum póstræningjum. Eina kunnuga dæmið er frá 1809 og segir frá viðskiptum Hallgríms Jónssonar, sem þá átti leið suður, og Jörundar Hundadagakonungs sem kvað hafa rænt Hallgrím.


Hvammstangi – Vatnsnes

Til minningar drukknaða sjómenn
Minnisvarði Hvammstanga

Hönnun og smíði: Árni Jóhannesson frá Syðri Þverá

Drukknaðir Hvammstanga

Öll eru gengin ævispor
dauði vill oss granda
mildur Drottinn minnstu vor
meðtak þú vorn anda.

Agnar Jónsson Illugastöðum
17.3.1848 – 16.10.1875

Gefið af kvenfélagasambandinu og fleirum í Húnaþingi vestra til minningar um drukknaða sjómenn.


Guðmundur Bergþórsson (1657-1705) rímnaskáld
Guðmundur Bergþórsson 1657

Páll Guðmundsson á Húsafelli hjó í steininn sem tekinn var í fjörunni hér fyrir neðan. Á skiltinu sést skrift Guðmundar Bergþórssonar á Olgeirs rímum Danska í handritinu ÍB 190 4to sem varðveitt er á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Guðmundur Bergþórsson

Minnisvarðinn stendur við Stapa á Vatnsnesi.
Annar minnisvarði um Guðmund Bergþórsson er á Arnarstapa á Snæfellsnesi

Guðmundur Bergþórsson (1657-1705) rímnaskáld, fæddur á Stöpum á Vatnsnesi.

Með þessum minnisvarða er minnst þeirra alþýðuskálda sem með rímnakveðskap sínum studdu drjúgt að áhuga almennings á skáldskap og fróðleik. Guðmundur Bergþórsson er góður fulltrúi þessa hóps sem mikilvirkasta rímnaskáld sinnar tíðar, en eftir hann hefur varðveist fjöldi rímna-flokka og kvæða um margvísleg efni.

Minnisvarðinn er reistur árið 2010 af þremur kvæðamannafélögum, Gefjunni á Akureyri, Iðunni í Reykjavík og Vatnsnesingi á Vatnsnesi, og á einnig að minna á að kvæðahefð hefur lengi verið við lýði á Vatnsnesi. Einn þekktasti kvæðamaður lands, Jón Lárusson (1873-1959) bjó að Hlíð á Vatnsnesi og margir merkir kvæðamenn og -konur sem teljast með brautryðjendum í Kvæðamannafélaginu Iðunni voru einmitt upprunnir á Vatnsnesi.


Lagaritun
Lagaritun

Minnisvarðinn stendur við Breiðabólstað í Vesturhópi

Lagaritun

Á Breiðabólstað í Vesturhópi að Hafliða Mássonar voru fyrst skráð lög á Íslandi.

Lögmannafélag Íslands reisti minnisvarða þennan á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. 


Blönduós

Grímur Gíslason (1912-2027)
Veðurspámaðurinn
Grímur Gíslason

Styttan stendur framan við skólahúsið á Blönduósi.

Veðurspámaður

eftir Ásmund Sveinsson (1893-1982) myndhöggvara. Afsteypa.

Grímur Gíslason var heiðraður með afhjúpun styttunnar fyrsta vetrardag, 21. október 2006.

Bæjarstjórn Blönduósbæjar, vinir og vandamenn.

Grímur Gíslason 
Heiðursborgari Blönduósbæjar, bóndi og ættarhöfðingi, var félagsmálamaður, fræðimaður, veðurathugunarmaður og fréttaritari Ríkisútvarpsins.

Víðfræg var kveðja hans í lok fréttapistils í útvarpi:
,,Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi”


Sigurður Jónasson (1863-1887)
Sigurður Jónasson

Minningarstöpull reistur á Blönduósi árið 2015 á aldarafmæli kosningaréttar kvenna.

Sigurður Jónasson

Sigurður Jónasson 1863-1887 frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal íslenskaði ,,On the Subjection of Women” Kúgun kvenna grundvallarrit í sögu kvenréttindabaráttunnar eftir enska heimspekinginn John Stuart Mill.


Thomas J. Thomsen
Thomas J. Thomsen

Minnisvarðinn stendur við Blöndu á Blönduósi

Thomas J. Thomsen

Thomas J. Thomsen
sá sem fyrstur byggði við Blönduós árið 1876.

Thomsen var kaupmaður og byggði íbúðarhús og verslunarhús á Blönduósi. 

Upphaf er til alls fyrst.

Thomsen var talinn norskur, því hann kom frá Bergen og flutti með sér fyrsta húsið sem byggt var á Blönduósi. Árið eftir lést hann af slysförum


Vatnsdalur

Ingimundur gamli
Ingimundur gamli

Til minningar um Ingimund gamla fyrsta landnámsmann Húnvetninga – 895-1995

Minnisvarðinn stendur við Hof í Vatnsdal, ofan vegar.


Þórdís Ingimundardóttir 895
Þórdís Ingimundardóttir

Þórdís dóttir Ingimundar gamla 
fæddist hér á Hörpu 895.

Húnvetningafélagið í Reykjavík græddi lund og reisti varða 1962.

Sunnan undir Vatnsdalshólum, vestan vegar, er Þórdísarlundur, skógarreitur sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur ræktað og girt. Í Þórdísarlundi er minnisvarði um fyrsta innfædda Húnvetninginn, Þórdísi, dóttur Ingimundar gamla að Hofi. Enn þekkjast örnefni sem við hana eru kennd, Þórdísarholt þar sem hún fæddist að sögn Vatnsdæla sögu og Þórdísarlækur. 

Þórdís fæddist í sunnanverðum Vatnsdalshólum, þar sem nú er Þórdísarlundur, rétt eftir að skip föður hennar komu að landi og er hún því talin fyrsti Húnvetningurinn. Sonur Þórdísar var Þorgrímur Kornsárgoði og átti hann son einn, Þorkel kröflu, við ambáttinni Neireiði af ætt Orkneyjajarla. Þorgrímur lét bera sveininn út en Þorsteinn mágur hans á Hofi bjargaði barninu og kom því í fóstur. Þegar Þorkell krafla var tólf vetra var fundur sá er Vatnsdælir héldu til þess að velja sér goðorðsmann og þar vó Þorkell krafla nafna sinn, Þorkel silfra, og tryggði föðurnum sem hafði látið bera hann út, goðorðið. Fyrir það verk gekkst Þorgrímur Kornsárgoði við faðerninu.

Minnisvarðinn stendur í Þórdísarlundi í Vatnsdal.


Þórdísarlundur
Þórdísarlundur
Þórdísarlundur

1952  Þórdísarlundur  2002

Minnisvarðinn stendur í Þórdísarlundi í Vatnsdal

Kristján Vigfússon og fjölskylda á Vatnsdalshólum gáfu Húnvetningafélaginu í Reykjavík þetta land til skógræktar. Þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn í 50 ár eru þökkuð vel unnin störf.

,,Ok er þeir kómu at Vatnsdalsá þá mælti Vigdís, kona Ingimundar: ,,Hér mun ek eiga dvöl nokkurra, því at ek kenni mér sóttar.” Ingimundur svarar: ,,Verði þat at góðu.” Þá fæddi Vigdís meybarn. Hon var Þórdís kölluð. Ingimundur m ælti: ,,Hér sklal Þórdísarholt heita”. [Vatnsdæla saga]

Þarna leit hinn fyrsti innfæddi Vatnsdælingur dagsljósið.


Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940)
Briet Bjarnhéðinsdóttir

Minnisvarðinn stendur við bæinn Haukagil í Vatnsdal

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Hér fæddist Bríet Bjarnhéðinsdóttir 27. september 1856. Stofnandi og fyrsti formaður Kvenréttindafélags Íslands og brautryðjandi í kvennabaráttu á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands. 


Elínborg M. Jónsdóttir (1921-2007)
Másstaðir
Másstaðir

Minnisvarðinn stendur við Másstaði í Vatnsdal, ofan vegar.

Aldarminning 1921-2021
Elínborg M. Jónsdóttir frá Másstöðum
30. júní 1921 – d. 7. janúar 2007

Hún unni þessum stað.


Þrístapar
Þrístapar

Þrístapar í Vatnsdal

Legstaður Agnesar og Friðriks í Tjarnarkirkjugarði á Vatnsnesi

Minnisvarðinn er á toppi eins hólsins.

Aftökutækin eru geymd í Þjóðminjasafninu

Síðasta aftakan á Íslandi fór hér fram, er tekin voru af lífi Friðrik Sigurðsson frá Katadal og Agnes Magnúsdóttir, bústýra Natans Ketilssonar bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi 12. janúar 1830. Þau voru dæmd fyrir morðið á Natan og Pétri Jónssyni, er þar var staddur en lent hafði í fjárdrápsmáli svonefndu og beið dóms. Natan var þekktur fyrir lækningar en þótti blendinn og af því spratt afbrýðisemi sem leiddi til illvirkisins. Friðrik og Agnes voru dæmd til að hálshöggvast, og gerði það Guðmundur Ketilsson bróðir Natans. Aðrir aðildarmenn illvirkisins voru dæmdir til refsivistar í Kaupmannahöfn. Fjöldi bænda var skipað að vera viðstaddir attökuna og skyldi enginn undan líta. Lík hinna afteknu voru dysjuð hér við aftökustaðinn og höfuðin sett á stöng öðrum til viðvörunar. Síðar voru líkin grafin upp og jarðsett í kirkjugarði að Tjörn á Vatnsnesi. [Upplýsingaspjald á staðnum]