Um Bjarna Jónsson listamann

Bjarni Jónsson

Minnismerki um drukknaða og horfna ástvini (2003)

Við hátíðlega athöfn var minnisvarði um drukknaða og horfna var vígður við Þorlákskirkju í Þorlákshöfn.

Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss, greindi frá aðdraganda verkefnisins, en það voru fjórmenningar úr Ölfusinu, þau Kristófer Bjarnason, Eyrún Rannveig Þorláksdóttir, Ásberg Lárentsínusson og Sigurður Helgason, sem stóðu fyrir söfnun fyrir minnisvarðanum og fengu listamanninn Bjarna Jónsson til að hanna listaverkið. Verkið lýsir bátsstefni sem siglir fullum seglum fyrir suðvestanvindinum og stefnir fyrir Lat, stóran stein sem sjómenn notuðu til að miða við er hann var á Berginu, sunnan við bæinn. Latur var fluttur á hverfisverndarsvæðið fyrir austan kirkjuna árið 2004. Þannig var honum forðað frá því að hverfa í sjóinn og því getur báturinn stefnt fyrir Lat.
Listaverkið var smíðað í vélsmiðjunni Orra í Mosfellsbæ. En fyrirtæki, einstaklingar, félagasamtök, stofnanir og ráðuneyti hafa ekki látið sitt eftir liggja og styrkt verkefnið.

Bjarni Jónsson

Sameiningartákn þjóðanna
Minnisvarði um afrek íslenskra björgunarmanna
(1998)

Minnisvarðann gerði Bjarni Jónsson eftir hugmynd Kristins Egilssonar og Sigmundar Hansen.
Ríkisstjórn Íslands lét reisa þennan minnisvarða 1998 til að minnast afreka íslenskra björgunarmanna við björgun innlendra og erlendra sjómanna úr sjávarháska og til minningar um þá sem ekki varð bjargað. Minnisvarðinn stendur að Hnjóti í Örlygshöfn.