Menntaskólinn á Akureyri

Þetta merka rit kom út á bekkjarkvöldi 1970 árgangsins þann 15. júní 2010. Ritið er mikið myndskreytt og sett saman af Eiríki Þ. Einarssyni og Sölva Sveinssyni. Allur ágóði af sölunni rennur í bekkjarsjóðinn. Við höfum ákveðið að ef keypt er eitt eintak kostar það kr. 1.000.-, þrjú eintök kosta kr. 2.000.- og fimm eintök kr. 3.000.-. Við stefnum að því að selja 170 eintök til að ævintýrið standi undir kostnaði og eitthvað komi í sjóðinn.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast ritið vinsamlega hafið samband við Eirík á netfanginu eirikur@eirikur.is.

Úr ritinu:
Þorrablót 6.C í Menntaskólanum á Akureyri var haldið 7. febrúar 1970 og um þessar mundir eru því liðin fjörutíu ár síðan samkvæmið fór fram og er enn í minni manna – og þó ekki svo sem síðar verður rakið …
… Enginn man lengur, svo vitað sé, hvernig hugmyndin að blótinu kviknaði. 6.C hafði aðsetur á Norðursal og líklegt er talið að einhver sem átti sæti í aftari röðum bekkjarins hafi stungið upp á þessu í lok sögutíma fremur en frönsku- og verið tekinn á orðinu.

Listi eftir bekkjum yfir þá sem útskrifuðust árið 1970 ásamt tölvupóstföngum þeirra sem vitað er um. Einhverja af þeim sem eru erlendis vantar þó inn á listann. Það væri gott og gaman að fá heimilisföng/netföng þeirra líka. Einnig tók ég saman lista yfir afmælisdaga.
Hér eru líka myndasíða fyrir C-bekkinn og ein fyrir U-bekkinn.

Þorrablót:
Myndir úr Þorrablótinu 2006
Myndir úr Dísablótinu 2007
Myndir úr Þorrablótinu 2008
Myndir úr Dísablótinu 2010
Myndir úr Þorrablótinu 2011
Myndir úr Þorrablótinu 2012
Myndir úr Þorrablótinu 2013
Myndir úr Þorrablótinu 2014
Myndir úr Þorrablótinu 2015
Myndir úr Þorrablótinu 2016
Myndir úr Þorrablótinu 2017
Myndir úr Þorrablótinu 2018
Myndir úr Þorrablótinu 2019
Myndir úr Þorrablótinu 2020

Þorrablótsnefndin 2021 var þannig skipuð og verður áfram fyrir árið 2023:
Bessi Gíslason, Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir, Helgi Jensson, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Vilmundur Jósefsson.

Þorrablótið verður 28. janúar 2023 í safnaðarheimili Kópavogskirkju

Fyrirlestur Pétur Péturssonar um rússneska íkona

Grein Péturs Péturssonar um speglana í Andrej Rublev