Menntaskólinn á Akureyri

Þetta merka rit kom út á bekkjarkvöldi 1970 árgangsins þann 15. júní 2010. Ritið er mikið myndskreytt og sett saman af Eiríki Þ. Einarssyni og Sölva Sveinssyni. Allur ágóði af sölunni rennur í bekkjarsjóðinn. Við höfum ákveðið að ef keypt er eitt eintak kostar það kr. 1.000.-, þrjú eintök kosta kr. 2.000.- og fimm eintök kr. 3.000.-. Við stefnum að því að selja 170 eintök til að ævintýrið standi undir kostnaði og eitthvað komi í sjóðinn.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast ritið vinsamlega hafið samband við Eirík á netfanginu eirikur@eirikur.is.

Úr ritinu:
Þorrablót 6.C í Menntaskólanum á Akureyri var haldið 7. febrúar 1970 og um þessar mundir eru því liðin fjörutíu ár síðan samkvæmið fór fram og er enn í minni manna – og þó ekki svo sem síðar verður rakið …
… Enginn man lengur, svo vitað sé, hvernig hugmyndin að blótinu kviknaði. 6.C hafði aðsetur á Norðursal og líklegt er talið að einhver sem átti sæti í aftari röðum bekkjarins hafi stungið upp á þessu í lok sögutíma fremur en frönsku- og verið tekinn á orðinu.

Listi eftir bekkjum yfir þá sem útskrifuðust árið 1970 ásamt tölvupóstföngum þeirra sem vitað er um. Einhverja af þeim sem eru erlendis vantar þó inn á listann. Það væri gott og gaman að fá heimilisföng/netföng þeirra líka. Einnig tók ég saman lista yfir afmælisdaga.
Hér eru líka myndasíða fyrir C-bekkinn og ein fyrir U-bekkinn.

Þorrablót:

Þorrablótsnefndin 2024 er þannig skipuð:
Sölvi Sveinsson, Gunnar Ari Guðmundsson, Elín Rögnvaldsdóttir, Anna M. Helgadóttir .

Þorrablótið verður 27. janúar 2024 í safnaðarheimili Kópavogskirkju

Fyrirlestur Pétur Péturssonar um rússneska íkona

Grein Péturs Péturssonar um speglana í Andrej Rublev