Björgvin Sigurgeir Haraldsson

Björgvin Sigurgeir Haraldsson er fæddur að Haukabergi í Dýrafirði 1936. Hann er málari, skúlptúristi og myndlistarkennari og einnig þekktur fyrir skrif sín um listir. Björgvin Sigurgeir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1958-60, Myndlistarskólann í Reykjavík 1959-61 og Staatliche Hochschule für bildende Künste í Hamburg 1961 og 1962. Þá nam hann við Statens Håndverks- og Kunstindustrieskolen og Statens lærerskole í Ósló 1970-71. Björgvin var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1971. Hann hélt einkasýningar í Unuhúsi, Reykjavík 1968, Norræna húsinu 1975 og Kjarvalsstöðum 1986. (Vefsíða LÍ)

Landnám
Landnám (1975)

Verkið er staðsett við Háaleitisbraut. Verkið Landnám eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson er stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýnir tvo landnámsmenn, víkinga, sem standa í stafni og horfa einbeittir á ónumið land. Verkinu sem er um fimm metra hátt var komið fyrir nærri Austurveri við Háaleitisbraut árið 1975, um það leyti sem hverfið var að byggjast upp.