Mosfellsbær

Minnisvarðar í Mosfellsbæ – Mosfellssveit

Gosminning
Gosminning

Varði þessi er reistur sem þakklætisvottur fyrir mikla hjálp finnsku þjóðarinnar við uppbyggingu Vestmannaeyja eftir gosið á Heimaey 1973.
Uhro Kekkonen forseti Finnlands afhjúpaði hann í ágúst 1977.

Minnisvarðinn stendur innst í botnlanga í götunni Arnartanga í Mosfellsbæ


UMF Afturelding
Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding

Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.

Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni páskamessu í Lágafellskirkju.

Mosfellsbær lét gera 11. apríl 2009.

Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju


Ungmennafélag Íslands
Mosfellsbær
UMFÍ

Mosfellingar

Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd
20. landsmóts UMFÍ
11.-15. júlí 1990.

Ungmennafélag Íslands


Árni Yngvi Einarsson (1907-1979)
Árni Yngvi Einarsson
Árni Yngvi Einarsson

Minning 

Árni Yngvi Einarsson

Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 1948-1977. 

Óðinshrafn eftir Ásmund Sveinsson

Minnisvarðinn stendur við Reykjalund.


Magnús Grímsson (1825-1860)
Magnús Grímsson


Magnús Grímsson,  f. 3.6.1825  d. 18.1.1860

Nihil tetigit quod non ornavit.

Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, í hlíðinni ofan við kirkjuna


Oddur Ólafsson (1909-1990)
Ólafur Oddsson
Ólafur Oddsson

Reist til minningar um Odd Ólafsson
yfirlækni á Reykjalundi 1945-1970

Listaverkið heitir Lífslöngun 
eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.

Verkið stendur við Reykjalund í Mosfellsbæ


Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
Ólafía Jóhannsdóttir

Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli 22. október 1863.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.
Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Hugsjónakona og mannvinur.
Ólafía lést í Osló 1924 og reistu vinir hennar minnisvarða þar í borg með þessari áletrun:

Vinur hinna ógæfusömu

Brjóstmyndin er eftir Krist-Thor Pjétursson (1926) og minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal
Minnisvarði um Ólafíu stendur í Vaterlandsparken í Oslo


Runólfur Jónsson (1927-1991)
Runólfur Jónsson Reykjalundi
Runólfur Jónsson


Runólfur Jónsson

Vistmaður og starfsmaður 1951-1991.
SÍBS-deildin Reykjalundi.

Runólfur óx úr grasi í Böðvarsdal. Hann naut almennrar barnaskólafræðslu hjá föður sínum og gekk með vexti til almennra verka á bænum. Hann fór í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal þegar hann hafði aldur til og lauk þar námi árið 1948. Enda þótt hann hefði ávallt verið vel hraustur og við bestu heilsu, eins og hann sagði síðar frá, veiktist hann illa snemma sumars 1948 og lá heima hjá sér mest allt sumarið með hita og verk undir síðu. Í ljós kom að þarna var um brjósthimnubólgu að ræða og reyndist hún berklakyns. Hann fór á Kristneshælið um haustið. Upphófst þar með 5 ára barátta Runólfs við berklaveikina. Það er til happs komandi kynslóðum að Runólfur skráði ágrip þeirrar baráttusögu sem birtist í ársriti SÍBS 1981 og ber heitið “Níu rif – og örlítið meir.” Frásaga Runólfs af baráttunni við berkla er lífandi og sönn, án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni og eftirköstum hennar.
Hugur Runólfs stóð til búskapar í Vopnafirði, en sökum berklanna var hann ekki til stórræða. Haustið 1951 fór hann að Reykjalundi þar sem hann hóf störf við trésmiðju sem þar var starfrækt. Hann útskrifaðist af Reykjalundi árið 1953. Sama ár keypti Reykjalundur plastverkstæði í Reykjavík sem flutt var að Reykjalundi og kom Runólfur þá aftur þangað. Starfaði hann eftir það við plaststeypuna og síðar sem verkstjóri á Reykjalundi. Starfsævi hans þar varð 37 ár.

Árið 1958 giftist Runólfur Steinunni Júlísdóttur. Hún átti son sem þá var 12 ára og gekk Runólfur honum í föðurstað. Dóttir hans, Erla bjó á Vopnafirði. Þau Runólfur og Steinunn byggðu sér hús, sem þau kölluðu Gerði, á skjólgóðum stað stutt frá Reykjalundi. Þar ræktuðu þau tré og ýmsan annan gróður. [Úr minningargrein eftir Hauk Þórðarson í Mbl. 15/2/1991]

Minnisvarðinn stendur í trjálundi við Reykjalund.


Sigurjón Pétursson (1888-1955)
Sigurður Pétursson
Sigurjón Pétursson

Sigurjón Pétursson á Álafossi
Hann var glímukapppi og síðar stofnandi  ullarverksmiðjunnar Álafoss í Álafosskvos í Mosfellsbæ og rak hana í mörg ár og famleiddi alls kyns varning úr íslenskri ull.

Brjóstmyndin er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í Álafosskvos. Minnisvarðinn var afhjúpaður á fánadaginn, 12. júní 1957.


Stefán Þorláksson (1895-1959)
Stefán Þorláksson

Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal, 1895-1959.

Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.