Minnisvarðar á Vestfjörðum
Vestfirðir
Barnaskólinn á Látrum í Aðalvík

Minnisvarðinn stendur á Látrum í Aðalvík.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
(1915-2012)

Sigurður Bjarnason frá Vigur
Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1942-1959, Vestfirðinga 1963-1970.
Stúdentspróf MA 1936. Lögfræðipróf HÍ 1941. Framhaldsnám í Cambridge í Englandi 1945.
Blaðamaður og ritstjóri í Reykjavík 1941–1969. Skip. 1970 sendiherra í Danmörku, Írlandi og Tyrklandi og 1973 sendiherra í Kína. Skipaður 1976 sendiherra í Englandi, Hollandi og Nígeríu. Starfaði í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982–1985, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og í Túnis og Indlandi frá 1984 með aðsetur í Reykjavík.
Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946–1950. Stjórnarformaður menningarsjóðs blaðamanna 1946–1962. Skipaður 1947 í undirbúningsnefnd löggjafar um þjóðleikhús. Í útvarpsráði 1947–1970, formaður þess 1959. Skipaður 1951 í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga. Í Norðurlandaráði 1953–1959 og 1963–1970, formaður Íslandsdeildar og einn af forsetum ráðsins 1953–1956, 1958–1959 og 1963–1970. Kosinn 1956 í milliliðagróðanefnd. Formaður Blaðamannafélags Íslands 1957–1958 og formaður Norræna blaðamannasambandsins sömu ár. Í Þingvallanefnd 1957–1970 og í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959–1960. Í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961–1966. Í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962–1970. Skip. 1962 í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi og 1966 í endurskoðunarnefnd hafnalaga. Kosinn 1966 í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis. Skipaður 1968 í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960–1962. Formaður Norræna félagsins 1965–1970.
Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1942–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1963–1970 (Sjálfstæðisflokkurinn).
Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar— júní og desember 1960, janúar–febrúar og febrúar 1961, mars–apríl 1962 og febrúar–mars 1963, landskjörinn varaþingmaður (Vestfirðinga) október–nóvember 1962, apríl 1963.
Forseti neðri deildar 1949–1956 og 1963–1970. 2. varaforseti neðri deildar 1946–1949, 1. varaforseti efri deildar 1959.
Ritstjóri: Vesturland (1942–1959). Morgunblaðið (1947–1969). Stefnir (1950–1954). Ísafold og Vörður (1953–1968). [Alþ.]
Reist af vinum við Ísafjarðardjúp. Minnisvarðinn stendur í Vigur. Höfundur Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari
Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

Sigvaldi Kaldalóns (Stefánsson) (13. janúar 1881- 28. júlí 1946) var íslenskt tónskáld og læknir.
Sigvaldi nam læknisfræði við Læknaskólann í Reykjavík og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen. Þegar heim kom starfaði hann vetrarlangt sem læknir á Hólmavík en fékk síðan veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni vorið 1911. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns árið 1916. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað árið 1926 og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng Eggert Stefánsson óperusöngvari, bróðir hans það fyrst opinberlega. Í Flatey var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík. Dvöl hans þar hefur verið líkt við “menningarlega vígslu” í héraðinu. Þar dvöldu löngum hjá honum eða í návist hans þjóðkunnir listamenn eins og Gunnlaugur Scheving, Halldór Laxness, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr o.fl.
Sigvaldi Kaldalóns var yfirleitt mjög hógvær í garð laga sinna en um Ísland ögrum skorið, sem er eitt þekktasta lag hans, sagði hann þó að það ætti e.t.v. eftir að verða þjóðsöngur Íslands. Meðal annara þekktustu laga hans sem allir landsmenn þekkja má nefna: Ave maria, Fjallið eina, Hamraborgin, Kirkjan ómar öll, Nóttin var sú ágæt ein, Á Sprengisandi, Suðurnesjamenn, Svanasöngur á heiði. [Wikipedia]
Minnisvarði um Sigvalda er við Menningarmiðstöð Grindavíkur en Sigvaldi bjó og starfaði í Grindavík í 16 ár frá 1929 -1945. Einnig eru minnisvarðar um Sigvalda í Reykjavík og í Flatey. Hann er eitthvert ástsælasta tónskáld Íslendinga. Minnisvarðinn í Kaldalóni er gerður af Páli Guðmundssyni á Húsafelli
Minnisvarði um Álftfirðinga sem hvíla í votri gröf

Frá aldamótunum 1900 til 2018 fórust tólf bátar frá Súðavík. Þrír af þessum bátum fórust á árunum 1967, 1968 og 1969. Tveir þessara báta fórust með allri áhöfn, með minna en eins árs millibili, en áhöfn eins báts bjargaðist. Frá aldamótunum 1900 til 2018 hafa 43 menn frá Álftafirði farist á sjó, ýmist með skipum frá Súðavík eða öðrum verstöðvum. Á þessum tíma bjuggu að meðaltali færri en 300 manns í Súðavík. Hvert sjóslys var því mikið og þungt áfall fyrir þorpið.
Sigríður Sigurgeirsdóttir, sem missti eiginmann sinn og son þegar Freyja fórst 1967, hafði frumkvæðið að því að reistur yrði minnisvarði í Súðavík um þá sem farist hafa á sjó.
Hönnuður minnisvarðans er Guðmundur Lúðvík Grétarsson og svona skýrir hann verkið:
Minnisvarðinn er hendur sem reyna að halda vatni og ætlað sýna þá nánu tengingu sem er milli sjómanns og náttúruaflana. Hendurnar eru hlutlausar og tákn fyrir manneskjuna, á meðan vatnið er tákn náttúruaflana – hafsins. Þegar sjómenn sigla út á haf, þá leggja þeir líf sitt í hendur náttúruöflunum, eru á valdi náttúrunnar. [Skilti við minnisvarðann]
Minnisvarðinn stendur við Súðavíkurkirkju

Minningarlundur um fórnarlömb snjóflóðs 1995

Þessi minningarlundur er tileinkaður þeim er fórust í snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar 1995.
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna
meðal bræðra minna
mín þú leitar Guð. S.E.
Minnisvarðinn stendur í rás snjóflóðsins í Súðavík. Minningarsteinar með nöfnum þeirra sem fórust eru í lundinum.
Ísafjörður
Skipalestin QP-13

Til minningar um sjómenn úr skipalestinni QP-13
sem fórst við Íslandsstrendur 5. júlí 1942.
Minnisvarðinn stendur í Neðstakaupstað á Ísafirði
Snjóflóðin í Hnífsdal 1910

Nöfn þeirra 18 sem fórust eru letruð á steininn í forgrunni.
Á legsteininum stendur:
Hjer hvíla jarðneskar leyfar 18 þeirra er líf ljetu í snjóflóðinu mikla í Hnífsdal 18.2.1910.
Steinarnir eru í Ísafjarðarkirkjugarði.

Minnisvarði um horfna sjómenn

Minnisvarði ísfirskra sjómanna 1974
Til heiðurs þeim sem horfnir eru
Til heilla þeim sem halda á miðin
Minnisvarðinn stendur á Sjúkrahússtúninu á Ísafirði
Ásgeir Ásgeirsson (1852-1902)

Meislet Ind
Staar Virket Dit
i Folkets Sind
Du Faar Saa Vist
Som Bautaen Her
Paa Klippen Staar
Hannes Hafstein (1861-1922)

4. desember 1861 – 13. desembr 1922
Sýslumaður Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896-1904
Þingmaður Ísfirðinga 1900-1901
Fyrsti ráðherra Íslands 1. febrúar 1904 – 31. mars 1909 og 25. júlí 1912 – 21. júlí 1914.
Haf eilífa þökk fyhrir störf þín í þágu Íslands.
Minnisvarðinn var afhjúpaður 17. janúar 2004.
Hannes Hafstein var skipaður sýslumaður Ísafjarðarsýslu1895 en kom til Ísafjarðar 1896. Þá keypti hann hús það er nú er Mánagata 1, en var kallað Fischershús á þeim tíma. Þar bjó hann öll sín sýslumannsár á Ísafirði og var þar með skrifstofu sína. Þetta hús stendur enn, en töluvert breytt. Á lóð þess var minningarskjöldur afhjúpaður þann 17. janúar 2004 um Hannes Hafstein sýslumann á Ísafirði og fyrsta ráðherra Íslands. [Mbl. 19/1/2004]
Minnisvarðinn stendur við Mánagötu 1 á Ísafirði
Ragnar H. Ragnar 1896-1987

Kuml
Minnisvarði um Ragnar H. Ragnar, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar. Frumkvæði að verkinu höfðu Pétur Kr. Hafstein, Jón Páll Halldórsson og Kristján Haraldsson.
Verkið var afhjúpað árið 1988 og stendur á Spítalatúninu. Höfundur verksins er Jón Sigurpálsson myndhöggvari
Hnífsdalur
Minnisvarði um drukknaða sjómenn í Hnífsdal

Minnisvarði um drukknaða sjómenn í Hnífsdal reistur árið 1974.
,,Í hafinu hafið þér þrenging,
en verið þér hughraustir
ég hef sigrað heiminn.” Jóh. 16:33.
Slysavarnardeildin Hnífsdal. [Texti á skilti]
Verkið er eftir Sigurlinna Pétursson.
Heimild: [Ketill Kristinsson: Stríð, stolt, sorg og sprengja].
Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum i Hnífsdal

Bolungarvík
Óshlíð

Minnisvarði í Óshlíð við Bolungarvík
Góður Guð verndi vegfarendur
Minnisvarðinn stendur við Bolungarvíkurenda Óshlíðar
Í minningu ástvina

Í minningu ástvina
Hlustaðu á ljósið
Hlustaðu á ljósið
sem logar kyrrlátt í brjóstinu
hvernig sem viðrar
Rödd þess er mjúklega björt
og bylgjast um þig
í mjúkri þögn.
Og því verður að hlusta vandlega
Einungis þögn nemur þögn
og þá fyrst andar ljósið
lifandi birtu. Njörður P. Njarðvík.
Minnisvarði um ástvini sem farist hafa af slysförum var afhjúpaður við Skarfasker í Hnífsdal á laugardaginn 25. se3ptemb er 2010. Afhjúpun hans var liður í dagskrá vegna opnunar Bolungarvíkurganga en ráðist var í uppsetningu minnisvarðans að tillögu Albertu Gullveigar Guðbjartsdóttur, þáverandi formanns Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði. „Ég lagði þetta til sem fulltrúi unga fólksins þegar slegið var í gegn í göngunum.
Mjög vel var tekið í tillöguna og allir sem komu að þessu sýndu
mikinn samhug og voru mjög hjálpsamir við að láta þetta verða
að veruleika,“ segir Alberta.
Fjöldi manns var saman kominn er minnisvarðinn var afhjúpaður með viðhöfn. Þrjár ungar stúlkur úr MÍ sungu Sofðu unga ástin mín og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fór með ávarp. Að því loknu afhjúpaði Alberta minnisvarðann og fór með ljóðið sem letrað er á hann en það er Hlustaðu á ljósið eftir Njörð P. Njarðvík. Þá lagði Daði Már Guðmundarson, núverandi formaður NMÍ, blómsveig við varðann. Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði blessaði varðann. Jón Sigurpálsson listamaður á Ísafirði hannaði minnisvarðann. [Bæjarins besta]
Minnisvarðinn stendur við Skarfasker, við gangamunna Bolungarvíkurganga

Minningarreitur um horfna, drukknaða og látna ástvini í fjarlægð

Minningarreitur um horfna, drukknaða og látna ástvini í fjarlægð
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna. H.P.
Minningarsteinar um horfna eru umhverfis listaverkið sem gefið var til minningar um Guðfinn Einarsson. Gefendur María K. Haraldsdóttir og börn.
Minningarreitur í kirkjugarðinum á Grundarhóli í Bolungarvík. Listaverkið er eftir Elísabetu Haraldsdóttur.
Guðmundur Pétursson,
Ólafur Pétursson,
Runólfur Hjálmarsson,
Óskar Halldórsson

Þakklát minning um skipverja af m/b Baldur er fórst 30.1.1941
Guðmund Pétursson, Ólaf Pétursson, Runólf Hjálmarsson, Óskar Halldórsson.
Þegar öflugir ungir falla
sem sígi í ægi sól á dagmálum.
Blómsveigur er lagður að þessum minnisvarða sem er annar af tveimur í kirkjugarðinum helgaður drukknuðum og þeim sem horfið hafa. Minnisvarðinn var afhjúpaður af afkomendum þeirra látnu árið 1942 og er í Grundarhólskirkjugarði.

Einar Guðfinnsson (1898-1985)
Elísabet Hjaltadóttir (1900-1981)

Minnisvarfðinn stendur við aðalgötuna í Bolungarvík
Pétur Oddsson (1862-1931)
Guðný Bjarnadóttir (1861-1922)

Pétur Oddsson og Guðný Bjarnadóttir
Minnisvarðinn stendur við Sparisjóð Bolungarvíkur.
Suðureyri - Súgandafjörður
Magnús Hj. Magnússon (1873-1916)


Magnús Hj. Magnússon 1873-1916
Magnús var fæddur að Tröð í Súðavíkurhreppi, en uppalinn í Önundarfirði. Hann var þreklítill og heilsuveill í æsku, en bráðgjör að gáfum, húslestrarfær 6 vetra og byrjaður að búa til vísur. Hann las hverja bók, sem hann náði í og safnaði sér þannig ýmsum fróðleik. Rímum og alþýðukveðskap varð hann snemma handgenginn og tók jafnframt að stunda skáldskap og vísnagjörð, siðar fleiri ritstörf, og hélt dagbók í mörg ár.
Magnús unni ritstörfum og lagði kapp á þau, að hætti fræðimanna fyrri tíma. Þau voru honum hvíld frá erfiði, skemmtun í tómstundum, fróun í sjúkdómi og armæðu. Hann ritaði því og las þegar hann komst höndunum undir „sér til hugarhægðar en hvorki sér til lofs né frægðar”. Hann hélt sér lítt á lofti; bældi örbyrgð og lasleiki hann niður, enda var honum allt yfirlæti fjarri skapi.
Magnús bjó með Guðrúnu Önnu Magnúsdóttur en gat ekki gifst henni þar sem hann hafði þegið sveitarstyrk og þurfti að greiða hann upp til að mega ganga í hjónaband. Það tókst honum aldrei og voru þau í óvígðri sambúð til æviloka og áttu saman sex börn en aðeins tvö komust á legg. Magnús stundaði barnakennslu öðru hverju. Árið 1910 var hann dæmdur í eins árs fangelsi fyrir nauðgun, en hann hafði misnotað stúlkubarn sem var nemandi hans, og sat hann dóminn af sér í fangelsinu í Reykjavík.
Magnús var helsta fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í Heimsljósi eftir Halldór Laxness, sem nýtti sér dagbækur Magnúsar. Árið 1956 gaf Gunnar M. Magnúss út ævisögu Magnúsar og kallaði hana Skáldið á Þröm. Og árið 1998 komu dagbækur Magnúsar út undir heitinu Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. [Wikipedia]
Minnisvarðinn stendur í hlíðinni ofan við bæinn

Önundarfjörður
Halldór Kristjánsson (1910-2000)

frá Kirkjubóli í Bjarnardal, f. 2.10.2010, d. 26.8.2000.
,,Verjum land og verndum börn frá vímu og neyð”.
Stúkan Eining nr. 14.
Minnisvarðinn var afhjúpaður 9. ágúst 2003 og stendur við Kirkjuból í Bjarnardal, Önundarfirði
Jóhanna Kristjánsdóttir (1908-2008)


Og enn er vorið tími fyrir ást og von og þrá.
Minnisvarðinn stendur í Stjörnulundi við Kirkjuból í Bjarnardal, Önundarfirði.
Stjörnulundur er helgaður tungumálinu Esperanto, sem þýðir sá sem vonar, en merki tungumálsins er stjarnan.
Minnisvarðinn er við Kirkjuból í Bjarnardal í Onundarfirði
Dýrafjörður
Minnisvarði um breska sjómenn

May God bless their memory.
Stendur i kirkjugarðinum á Þingeyri
Þingeyri – Dýrafjörður

Minnisvarði
um horfna, drukknaða og látna sjómenn.
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.
Gefinn í minningu þeirra sem fórust með Hilmi ÍS39 og Fjölni ÍS7
í tilefni af 100 ára afmæli Páls Jónssonar skipstjóra.
Gjöf frá Páli H. Pálssyni og fjölskyldu hans.
Páll á Húsafelli 2003.
Minnisvarðinn stendur við Þingeyrarkirkju og þar eru steinar með ágröfnum nöfnum skipa og skipverja sem hafa farist.

Guðmundur Jónsson (1881-1899)
Jóhannes Guðmundsson (1862-1899)
Jón Þórðarson (1854-1899)

Kaleikur
Til minningar um Dýrfirðingana þrjá sem fórust við tilraun Hannesar Hafstein sýslumanns til uppgöngu í landhelgisbrjótinn Royalist frá Hull í Haukadalsbót þann 10. október 1899.
Guðmundur Jónsson háseti, Bakka; Jóhannes Guðmundsson formaður, Bessastöðum; Jón Þórðarson háseti, Meira-Garði.
,,Þá munu bætast harmsár þess horfna, hugsanir rætast. Þá mun aftur morgna.” H.H.
Afkomendur Jóhannesar Guðmundssonar og Sólveigar Þórðardóttur Bessastöðum létu reisa þennann varða. Hann var afhjúpaður 10. október 1999. Minnisvarðinn er eftir Jón Sigurpálsson, myndhöggvara.
Stendur við Mýri í Dýrafirði

Þingeyrarflugvöllur

Þingeyrarflugvöllur
Endurbyggður árin 2005-2006.Flugbraut lengd og lögð bundnu slitlagi settur upp ljósabúnaður og öryggissvæði stækkuð.
Yfirumsjón: Flugmálastjórn Reykjavík.
Aðalverktaki: KNH Ísafirði
Framkvæmdaeftirlit: VST Ísafirði.
Megi mannverki þetta verða öllum til heilla og blessunar.
Stendur við Þingeyrarflugvöll

Hjaltlína Guðjónsdóttir (1880- 1981)
Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959)

Hjaltlína Guðjónsdóttir (1880- 1981) og
Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959)
Vangamyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara og minnisvarðinn er gefinn af nemendum Núpsskóla 1907-1929.
Minnisvarðinn stendur í Skrúðgarðinum Skrúð sem þau Hjaltlína ræktuðu. Hún hafði lært hjá Einari Helgasyni í Garðyrkjustöðinni í Reykjavík. Sigtryggur hafði hafið ræktun í Skrúði 1906 og hún aðstoðaði hann eftir að þau giftust 1918. Skrúður hefur hlotið eina virtustu viðurkenningu sem veitt er á sviði menningarlandslags, garðlistar og landslagsarkitektúrs, Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Gardiano, 2013.
Sjá einnig Mbl.

Stefán Eggertsson (1919-1978)

Stefáns Eggertssonar sóknarprests á Þingeyri 1950-1978.
Minnisvarðinn eftir Steinþór Sigurðsson myndlistarmaður. Stendur við flugvöllinn á Þingeyri.
Arnarfjörður - Bíldudalur
Gísli Jónsson (1899-1970)

Gísli Jónsson alþingismaður
1899-1970
Eigandi Bíldudalseigna 1938-1948. [Texti á skilti]
Minnisvarðinn er eftir Þýska konu sem dvaldi á Bíldudal um skeið.
Minnisvarðinn stendur skammt frá kirkjunni.
Guðmundur Thorsteinsson Muggur (1891-1924)

1891-1924
Vangamynd eftir Guðmund Elíasson (1981).
Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal

Hrafn Sveinbjarnarson (d. 1213)

goðorðsmann á Eyri, d. 4. mas 1213
Minnisvarðinn stendur á Hrafnseyri við Arnarfjörð
Jón Kr. Ísfeld (1908-1991)
Auður H. Ísfeld (1917-1996)

Jón Kr. Ísfeld og Auði H. Ísfeld
Minnisvarðinn stendur við Bíldudalskirkju.

Jón Sigurðsson (1811-1879)

Minnisvarði um Jón Sigurðsson á fæðingarstað hans á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Lágmyndin gæti verið eftir norska myndhöggvarann Brynjulf Bergslien.
Stúdent 1829 úr heimaskóla hjá séra Gunnlaugi Oddssyni. Lagði stund á málfræði og sögu, síðar stjórnfræði og hagfræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi.
Við verslunarstörf í Reykjavík 1829–1830. Skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi 1830–1833. Varð 1835 styrkþegi Árnasafns, skrifari í stjórnarnefnd þess frá 1848 til æviloka. Vann samtímis hjá Bókmenntafélaginu, Vísindafélagi Dana (Det kgl. danske Videnskabernes Selskab), Fornfræðafélaginu (Det kgl. nordiske Oldskriftselskab), var skjalavörður þess félags 1845–1849, er staðan var lögð niður, naut síðan biðlauna um hríð og styrks úr sjóði J. L. Smidts, uns hann fékk fastan styrk úr ríkissjóði Dana til þess að gefa út fornbréfasafn.
Stofnaði Ný félagsrit og gaf út 1841–1873. Forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins frá 1851 til æviloka, hlaut af því forsetanafnið. Forseti Þjóðvinafélagsins frá stofnun þess 1871 til æviloka. Átti sæti í fornritanefnd Fornfræðafélagsins frá 1847 til æviloka, skrifari í stjórn þess 1863–1864. Erindreki í fjárkláðamálinu 1859. Var í fjárhagsnefnd Íslendinga og Dana 1861–1862 og í póstmálanefnd 1871. Hafði laun frá Þjóðvinafélaginu 1873–1874, en síðan heiðurslaun frá Alþingi. Átti heima í Kaupmannahöfn alla tíð frá 1833.
Alþingismaður Ísfirðinga 1845–1879. Þjóðfundarmaður 1851. Sat ekki þing 1855, 1861, 1863 og sagði af sér fyrir þing 1879. Konungkjörinn fulltrúi Íslands á stjórnlagaþinginu í Danmörku 1848–1849.
Forseti Alþingis 1849, 1853, 1857 og 1865–1873, forseti sameinaðs þings 1875–1877, forseti neðri deildar 1875–1877. [Alþ.]

Margrét Júlíusdóttir (1913-1940)

Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal

Ólafur J. Kristjánsson (1898-1943)

f. 1898, fórst í Arnarfirði 1943
Þegar hendir sorg við sjóinn
Minningarsteinninn er í kirkjugarðinum á Bíldudal

Pétur Thorsteinsson (1854-1929)
Ásthildur Thorsteinsson (1857-1938)

Ríkarður Jónsson gerði brjóstmyndirnar.
Samúel Jónsson (1884-1969)

Hér bjó listamaðurinn með barnshjartað Samúel Jónsson (15. september 1884 – 5. janúar 1969) var bóndi í Brautarholti í Selárdal í Ketildalahreppi í Arnarfirði. Hann er oftast nefndur Samúel Jónsson í Selárdal eða Listamaðurinn með barnshjartað og er einn frægasti alþýðulistamaður sem upp hefur komið á Íslandi í seinni tíð.
Samúel málaði mikið sem ungur maður, en ferill stærri verka hans hófst þegar hann reisti sér kirkju með laukturni á landareign sinni. Það gerði hann þegar sóknarnefndin vildi ekki hafa altaristöfluna sem hann hafði málað í Selárdalskirkju, en kirkjan átti gamla altaristöflu og hún fékk að vera. Samúel gerði einnig frægt líkan af Péturskirkjunni sem og líkan af indversku musteri, sem listasafn ASÍ tók að sér eftir andlát hans. Hann gerði einnig styttu af Leifi heppna og steypti upp eftirmynd af frægum gosbrunni sem er í Ljónagarðinum (Patio de los Leones) í Alhambra á Spáni. Mörg af þessum stærri verkum hans er enn að finna í Selárdal, en hafa legið undir skemmdum frá andláti hans. Í kringum 1998 var stofnað félag um endurreisn og viðhald á listaverkum hans. Sumrin 2004-2008 var farið í miklar endurbætur á listaverkunum.
Samúel eignaðist 3 börn með konu sinni, Salóme Samúelsdóttur. Þau létust öll á unga aldri.
Minnisvarðinn er á sýningarsvæði húsa Samúels í Selárdal

Seglskipið Gyða

Þorkell Kristján Magnússon frá Bíldudal, f. 22. ágúst 1864, skipstjóri; Magnús Þorkelsson frá Bíldudal, f. 7. júlí 1891, stýrimaður; Einar Jóhannesson frá Hallsteinsnesi, f. 22.júlí 1877, háseti; Ingimundur Loftsson frá Fossi, f. 26. apríl 1850, háseti; Jóhannes Leopold Sæmundsson frá Vaðli, Brjánslæk, f. 15. nóv. 1879, háseti; Jón Jónsson frá Bíldudal, f. 19. okt. 1890, háseti; Jón Jónsson frá Hokinsdal, f. 23. ágúst 1855, háseti; Páll Jónsson frá Bíldudal, f. 2. ágúst 1893, háseti.
Skipsmastur þetta kom upp í rækjutroll hjá m.b. Frigg í nóv. 1953. – Er það talið vera úr seglskipinu ,,Gyðu”. Mastur þetta var reist sumarið 1954. [Texti á skildi].
Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal.
Járnhúsklukkan

Klukkan hékk þá á svokölluðu ,,Járnhúsi” en það brann árið 1930. Hún var það eina sem bjargaðist úr brunanum.
Eftir brunann gaf Ágúst Sigurðsson Bíldudalskirkju klukkuna og var hún notuð þar til hún brast.
Klukkan stendur núna í Tungunni á Bíldudal.
Patreksfjörður
Björn Halldórsson (1724-1794)

Björn Halldórsson (1724-1794) í Sauðlauksdal
Minnisvarðinn stendur í Arnbjörgu, matjurtagarði Björns í Sauðlauksdal

Björgunarafrek

Björgunarafrek
Ríkisstjórn Íslands lét reisa þennan minnisvarða 1998 til að minnast afreka íslenskra björgunarmanna við björgun innlendra og erlendra sjómanna úr sjávarháska og til minningar um þá sem ekki varð bjargað. Minnisvarðinn var afhjúpaður af Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra þann 3. október 1998. Varðann gerði Bjarni Jónsson myndhöggvari.
Umhverfis minnisvarðann eru minningarskildir á steinum um skip sem fórust við Látrabjarg og sunnanverða Vestfirði og áhafnir sem bjargað var, öllum eða að hluta. Skipin eru: Óþekkti togarinn (1918) áhöfnin fórst; British Empire (1913) mannbjörg; Groupier (1921) 12 fórust; Euripides (1921) 3 fórust; Jeria (1935) 13 fórust; Dhoon (1947) 3 fórust; Sargon (1948) 11 fórust.
,,Á þessum ströndum mættust líf og dauði og örlög manna af ólíkum þjóðernum fléttuðust saman.
Hugrakkir menn buðu náttúruöflunum byrgin og hættu lífi sínu til að bjarga lífi annarra og aðrir íbúar lögðu sitt af mörkum til að hlynna að skipbrotsmönnum og koma þeim heilum á húfi í faðm ástvina.
Slysavarnarfélag Íslands þakkar Björgunarsveitinni Bræðrabandinu, Rauðasandshreppi.”
Minnisvarðinn er á Hnjóti í Örlygshöfn

Egill Ólafsson (1925-1999)

Minisvarðinn stendur við Minjasafnið á Hnjóti
Örlygur Hrappsson

Örlygur Hrappsson hafði með sér kirkjuvið, járnklukku, Plenarium (biblíutextabók) og mold vígða á leið til Íslands.
Hann fékk útivist harða.
,,Þá hét Örlygur á Patrek byskup til landtöku sér, að hann skyldi af hans nafni gefa örnefni, þar sem hann tæki land ….
Þeir tóku þar sem heitir Örlygshöfn, en fjörðinn inn frá kölluðu þeir Patreksfjörð.” (Landnáma.)
Steinninn sem Egill Ólafsson fann að Hnjóti og taldi vera festarhald Örlygs Hrappsonar. Hugmynd Egils útfærð af Bjarna Jónssyni listmálara.

Flugvél C-117

Flugvél tegund C-117 Skrásetningarnr. 17191
C-117 er herflugvélargerð af þeirri frægu flugvél Douglas DC-3 sem varf fyrst framleidd 1935. Flugvélin hérna var smíðuð árið 1944.
Á 33 ára tímabili í þjónustu flota og landgönguliðs Bandaríkja Norður-Ameríku var henni flogið um meginland Norður-Ameríku, Atlantshaf- og Kyrrahafssvæði, allt frá Suður-Heimskautssvæðinu til norðurhafa. Vélin kom til Íslands 1973. C-117 voru mest notaðar hér til vöru- og fólksflutninga milli stöðvanna í Keflavík og á Stokksnesi Höfn í Hornafirði. Þær áttu þátt í neyðarflutningum frá Vestmannaeyjum í eldgosinu.
Þessi C-117 skrásetn. nr. 17191 lauk þjónustuhlutverki sínu fyrir flotann 29. apríl 1977. Flugtíminn varð meiri en 20.000 klukkustundir.
Minnismerkið var reist 1978 á minningadegi Bandaríkjanna um fallna hermenn til heiðurs þeim mönnum flota- og landgönguliðs Bandaríkjanna Norður-Ameríku sem gegnt hafa herþjónustu á Íslandi.

Egill Árnason (1860-1932)
Jónína Helga Gísladóttir (1862-1930)

Sjöundá
Gjört 1999 – Afkomendur

Guðmundur B. Ólafsson (1889-1926)
Haraldur Ólafsson (1893-1926)

Til minningar um bræðurna
Guðmund Bjarna Ólafsson, f. 23.12.1889 og
Harald Ólafsson, f. 29.4.1893 frá Breiðavík.
Drukknuðu við Vestmannaeyjar 9.1.1926
Minnisvarðinn stendur í Breiðavík

Barðaströnd - Reykhólasveit
Gestur Pálsson (1852-1891)

skáld
Rithöfundasambandi Íslands og Reykhólahreppi
á 100. ártíð skáldsins 19.8.1991
Minnisvarðinn stendur við Reykhóla
Hrafna Flóki

Hrafna Flóki
til minningar um Flóka Vilgerðarson og menn hans
Steinninn stendur við Flókalund í Vatnsfirði
Jón Thoroddsen (1818-1868)

Skáldið Jón Thoroddsen fæddist á Reykhólum í Reykhólasveit. Jón telst brautryðjandi í íslenskri skáldsagnagerð en hann er meðal annars höfundur bókanna Piltur og stúlka og Maður og kona. Hann lauk laganámi frá Kaupmannahöfn og var um tíma sýslumaður Barðastrandarsýslu. Eitt af hans fegurstu ljóðum er Barmahlíð sem ort er um Barmahlíð undir Reykjanesfjalli og hefst á orðunum ,,Hlíðin mín fríða”. Önnur þekkt ljóð eftir hann eru Vorvísa með ljóðlínunum ,,Vorið er komið og grundirnar gróa” og Ísland þar sem hann lofsyngur ættjörðina með orðunum ..Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga”.
Lionsklúbbur Búðardals, Reykhóladeild stóð að uppsetningu verksins, sem stendur skammt frá Reykhólakirkju. Verkið var afhjúpað 23. júlí 2006.
Barmahlíð
og blágresið blíða og berjalautu væna,
á þér ástaraugu ungur réð eg festa,
blómmóðir besta!
Sá eg sól roða síð um þína hjalla
og birtu boða brúnum snemma fjalla.
Skuggi skaust úr lautu, skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir besta, bestu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig, sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði, af þér svo að kali,
vetur vindsvali!