Minnisvarðar í Kópavogi
Systkinin frá Hvammkoti


Til minningar um systkinin frá Hvammkoti
Sunnudaginn 1. mars 1874 voru þrjú systkin á heimleið frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þau þurftu að fara yfir lækinn á vaði nálægt þessum stað. Lækurinn var bólginn vegna leysinga og hættulegur yfirferðar.
Tvö systkinanna drukknðu í læknum.
Þau hétu Þórunn Árnadóttir, 18 ára
Árni Árnason 15 ára.
Sigríður Elísabet Árnadóttir 17 ára komst lífs af.
Blessuð sé minning þeirra.
Gert á 140. ártíð, 1. mars 2014,
Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs
Minnisvarðinn stendur í Kópavogsdal, móts við Digraneskirkju
Guðmundur H. Jónsson (1923-1999)

Guðmundur H. Jónsson
forstjóri BYKÓ
f. 1.8.1923 – d. 22.11.1999.
Var mikill áhugamaður um nýtingu og ræktun lands og tók þátt í að ryðja braut skógræktar á Íslandi.
Hann ræktaði þennan lund og gaf Skógræktarfélagi Kópavogs árið 1997.
Brjóstmyndin er eftir rússneskan listamann.
Minnisvarðinn stendur í Guðmundarlundi.
Sr. Gunnar Árnason (1901-1985)


Hér stóð hús
Sigríðar Stefánsdóttur og sr. Gunnars Árnasonar
sem var fyrsti sóknarprestur í Kópavogi (1952-1971)
Sr. Gunnar Árnason þjónaði Bústaðaprestakalli frá 1952 en hafði aðsetur í Kópavogi. Árið 1964 var Kópavogsprestakall skipt út úr Bústaðaprestakalli og varð sr. Gunnar fyrsti prestur prestakallsins, alltaf með aðsetur í Kópavogi. Minnisvarðinn er á grunni húss hans rétt ofan Vogatungu í Kópavogi.
Minnisvarði um Ólaf Kárason


Um Ólaf Kárason
Hjá lygnri móðu í geislaslóð
við græna kofann
hann sá hvar hún stóð hið fríða fljóð
fráhneppt að ofan.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.
Á hann leit hún æskuteitu
auga forðum
það var kvöld í sveit og hún kvaddi hann veit ég kærleiksorðum.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.
Inst í hjarta augað bjarta
og orðið góða
hann geymir sem skart uns grafarhúm svart
mun gestum bjóða.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.
H.K.L.