Bjarni Þór Bjarnason

Um Bjarna Þór Bjarnason

Bjarni Þór Bjarnason fæddist á Akranesi árið 1948 og ólst þar upp. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Friðriksdóttur og Bjarna Eggertssonar frá Kringlu, en það hús stendur enn, að nokkru breytt, við Mánabraut á Akranesi. Bjarni var bæjarlistamaður Akraness árið 1997. Bjarni stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands en einnig stundaði hann nám erlendis. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á verkum sínum á Akranesi og víðar. Á Suðurflös við Breið, landmegin við Gamla vita, er verk unnið úr ryðfríu stáli og gert í minningu um Hafmeyjarslysið sem varð árið 1905, rétt fyrir utan flösina. Bjarni Þór er einnig samhöfundur að útskurðarverkinu Skvísurnar við Skólabraut ásamt Guðna Hannessyni í Lykkju en verkið stendur á milli húsa þeirra. Á Elínarhöfða er verkið Tálbeita eftir Bjarna Þór Bjarnason en það var reist árið 2000 í tengslum við Reykjavík sem var þá menningarborg Evrópu. [Akranes]

Brákin

Brák Borgarnesi

Brákin (1997)

Minnisvarði um Þorgerði brák, ambátt Skalla-Gríms og fóstru Egils.

Talið er að Þorgerður brák hafi fengið viðurnefni sitt af áhaldi sem notað var til að elta skinn, en það var hringur eða bogi úr horni og nefndist brák.

Minnisvarðinn – listaverkið – stendur við Brákarsund í Borgarnesi

Hafmeyjarslysið
Hafmeyjarslysið

Hafmeyjarslysið

Þar fórust 11 manns er sexæringurinn Hafmeyjan strandaði á Suðurflös 16. september 1905.

Minnismerkið um Hafmeyjarslysið stendur á Suðurflös, skammt frá vitanum á Breiðinni. Það var reist til minningar um þau 11 sem fórust á þessum stað, en fólkið var vertíðarfólk að koma frá Reykjavík. Á meðal þeirra sem fórust voru 5 systkini frá bænum Kringlu og þrír bræður frá Innsta-Vogi. Nöfn þeirra allra eru á minnisvarðanum.

Minnisvarðinn – listaverkið – var reistur árið 1998 að tilstuðlan Kiwanisklúbbsins Þyrils.

Kóngur um stund
Gunnar Bjarnason Hvanneyri

Frumkvöðull í þágu íslenska hestsins

Minnisvarðinn um Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunaut og rithöfund var afhjúpaður á Hvanneyri 22. júní 2012. Minnisvarðinn er eftir Bjarna Þór Bjarnason og stöpulinn undir verkið hlóð hleðslumeistarinn Unnsteinn Elíasson.

Tálbeita
Tálbeita

Tálbeita

Reist árið 2000 í tilefni þess að Reykjavík var útnefnd ein af  menningarborgum Evrópu.

Listaverkið stendur á Elínarhöfða á Akranesi