Dynjandi

Arnarfjörður – Bíldudalur

Dynjandi

Dynjandi

Dynjandi

Börn náttúrunnar
kvikmyndataka 18.8.1990


Hrafn Sveinbjarnarson (d. 1213)
Hrafn Sveinbjarnarson

Til minningar um Hrafn Sveinbjarnarson
goðorðsmann á Eyri, d. 4. mars 1213

Minnisvarðinn stendur á Hrafnseyri við Arnarfjörð


Jón Sigurðsson (1811-1879)
Jón Sigurðsson

Á Hrafnseyri

Minnisvarði um Jón Sigurðsson á fæðingarstað hans á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Lágmyndin gæti verið eftir norska myndhöggvarann Brynjulf Bergslien

Stúdent 1829 úr heimaskóla hjá séra Gunnlaugi Oddssyni. Lagði stund á málfræði og sögu, síðar stjórnfræði og hagfræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi.

Við verslunarstörf í Reykjavík 1829–1830. Skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi 1830–1833. Varð 1835 styrkþegi Árnasafns, skrifari í stjórnarnefnd þess frá 1848 til æviloka. Vann samtímis hjá Bókmenntafélaginu, Vísindafélagi Dana (Det kgl. danske Videnskabernes Selskab), Fornfræðafélaginu (Det kgl. nordiske Oldskriftselskab), var skjalavörður þess félags 1845–1849, er staðan var lögð niður, naut síðan biðlauna um hríð og styrks úr sjóði J. L. Smidts, uns hann fékk fastan styrk úr ríkissjóði Dana til þess að gefa út fornbréfasafn.

Stofnaði Ný félagsrit og gaf út 1841–1873. Forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins frá 1851 til æviloka, hlaut af því forsetanafnið. Forseti Þjóðvinafélagsins frá stofnun þess 1871 til æviloka. Átti sæti í fornritanefnd Fornfræðafélagsins frá 1847 til æviloka, skrifari í stjórn þess 1863–1864. Erindreki í fjárkláðamálinu 1859. Var í fjárhagsnefnd Íslendinga og Dana 1861–1862 og í póstmálanefnd 1871. Hafði laun frá Þjóðvinafélaginu 1873–1874, en síðan heiðurslaun frá Alþingi. Átti heima í Kaupmannahöfn alla tíð frá 1833.

Alþingismaður Ísfirðinga 1845–1879. Þjóðfundarmaður 1851. Sat ekki þing 1855, 1861, 1863 og sagði af sér fyrir þing 1879. Konungkjörinn fulltrúi Íslands á stjórnlagaþinginu í Danmörku 1848–1849.

Forseti Alþingis 1849, 1853, 1857 og 1865–1873, forseti sameinaðs þings 1875–1877, forseti neðri deildar 1875–1877. [Alþ.]

Minnisvarðinn stendur á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Annar minnisvarði um Jón Sigurðsson er í miðborg Reykjavíkur, gegnt Alþingishúsinu og á leiði hans í Hólavallagarði í Reykjavík.

Jón Sigurðsson

Gísli Jónsson (1899-1970)
Gísli Jónsson
Hinn mikli athafna – og forystumaður
Gísli Jónsson alþingismaður
1899-1970

Eigandi Bíldudalseigna 1938-1948. [Texti á skilti]

Minnisvarðinn er eftir þýska konu sem dvaldi á Bíldudal um skeið. 
Minnisvarðinn stendur skammt frá kirkjunni.

Bíldudalur

Guðmundur Thorsteinsson Muggur (1891-1924) 
Muggur Bíldudal

Guðmundur Thorsteinsson, listmálari
Muggur 1891-1924
Vangamynd eftir Guðmund Elíasson (1981).

Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal og minningamörkin eru í Hólavallagarði í Reykjavík.

Muggugr Bíldudal

Jón Kr. Ísfeld  (1908-1991) – Auður H. Ísfeld (1917-1996)
Jón Kr. Ísfeld Bíldudalur

Til minningar um prófastshjónin
Jón Kr. Ísfeld og Auði H. Ísfeld
þjónandi á Bíldudal 1944-1961.

Minnisvarðinn stendur við Bíldudalskirkju.

Jón Kr. Ísfeld

Þormóðsslysið 1943
Bíldudal

Til minningar um þá sem drukknuðu með Þormóði 1943 og aðra sem farist hafa á sjó frá Arnarfirði í tímans rás.

Þegar brotnar bylgjan þunga
brimið heyrist yfir fjöll
þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll,
vertu ljós og leiðarstjarna,
lægðu storm og boðaföll,
líknargjafinn þjáðra þjóða,
þegar lokast sundin öll.  [J.M.]

Minnisvarðinn stendur við Bíldudalskirkju.

Annar minnisvarði um Þormóðsslysið er í Garði við Garðskagavita á Reykjanesi.

Þormóðsslysið Bíldudal
Þormóðsslysið Bíldudal

Margrét Júlíusdóttir (1913-1940)
Margrét Júlíusdóttir

Þessi tré voru gefin af Wilhelm Jónssyni frá Ísafirði  til minningar um Margréti Júlíusdóttur f. 13.2.1913 – d. 26.9.1940
Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal – en ekki var mikið um tré í námunda við steininn.

Margrét Júlíusdóttir

Ólafur J. Kristjánsson (1898-1943)
Ólafur J. Kristjánsson Bíldudal

Til minningar um Ólaf J. Kristjánsson frá Flatey,
f. 1898, fórst í Arnarfirði 1943

Þegar hendir sorg við sjóinn
syrgir tregar þjóðinn öll. J.M. 

Minningarsteinninn er í kirkjugarðinum á Bíldudal

Ólafur J. Kristjánsson

Pétur Thorsteinsson (1854-1929) – Ásthildur Thorsteinsson (1857-1938)
Pétur Thorsteinsson

Pétur og Ásthildur Thorsteinsson
Ríkarður Jónsson gerði brjóstmyndirnar. Minnisvarðinn var reistur árið 1951 og stendur í Tungunni á Bíldudal


Seglskipið Gyða
Gyða Bíldudal
Seglskipið ,,Gyða” eigandi Pétur J. Thorsteinsson, Bíldudal.

Skipið fórst með allri áhöfn 10. april 1910.

Skipverjar voru þessir:
Þorkell Kristján Magnússon frá Bíldudal, f. 22. ágúst 1864, skipstjóri; Magnús Þorkelsson frá Bíldudal, f. 7. júlí 1891, stýrimaður; Einar Jóhannesson frá Hallsteinsnesi, f. 22.júlí 1877, háseti; Ingimundur Loftsson frá Fossi, f. 26. apríl 1850, háseti; Jóhannes Leopold Sæmundsson frá Vaðli, Brjánslæk, f. 15. nóv. 1879, háseti; Jón Jónsson frá Bíldudal, f. 19. okt. 1890, háseti; Jón Jónsson frá Hokinsdal, f. 23. ágúst 1855, háseti; Páll Jónsson frá Bíldudal, f. 2. ágúst 1893, háseti.

Skipsmastur þetta kom upp í rækjutroll hjá m.b. Frigg í nóv. 1953. – Er það talið vera úr seglskipinu ,,Gyðu”. Mastur þetta var reist sumarið 1954. [Texti á skildi].

Minnisvarðinn stendur í Tungunni á Bíldudal.

Seglskipið Gyða á Bíldudal

Járnhúsklukkan
Járnhúsklukkan

Klukka þessi er steypt árið 1592

Klukkan var fyrst notuð í Otradalskirkju, síðan fékk hún það hlutverk að boða fólk til vinnu á fiskreitunum.
Klukkan hékk þá á svokölluðu ,,Járnhúsi” en það brann árið 1930. Hún var það eina sem bjargaðist úr brunanum.
Eftir brunann gaf Ágúst Sigurðsson Bíldudalskirkju klukkuna og var hún notuð þar til hún brast.

Klukkan stendur núna í Tungunni á Bíldudal.

Járnhúsklukkan

Samúel Jónsson (1884-1969)
Samúel Jónsson

Hér bjó listamaðurinn með barnshjartað Samúel Jónsson (15. september 1884 – 5. janúar 1969) var bóndi í Brautarholti í Selárdal í Ketildalahreppi í Arnarfirði. Hann er oftast nefndur Samúel Jónsson í Selárdal eða Listamaðurinn með barnshjartað og er einn frægasti alþýðulistamaður sem upp hefur komið á Íslandi í seinni tíð.

Samúel málaði mikið sem ungur maður, en ferill stærri verka hans hófst þegar hann reisti sér kirkju með laukturni á landareign sinni. Það gerði hann þegar sóknarnefndin vildi ekki hafa altaristöfluna sem hann hafði málað í Selárdalskirkju, en kirkjan átti gamla altaristöflu og hún fékk að vera. Samúel gerði einnig frægt líkan af Péturskirkjunni sem og líkan af indversku musteri, sem listasafn ASÍ tók að sér eftir andlát hans. Hann gerði einnig styttu af Leifi heppna og steypti upp eftirmynd af frægum gosbrunni sem er í Ljónagarðinum (Patio de los Leones) í Alhambra á Spáni. Mörg af þessum stærri verkum hans er enn að finna í Selárdal, en hafa legið undir skemmdum frá andláti hans. Í kringum 1998 var stofnað félag um endurreisn og viðhald á listaverkum hans. Sumrin 2004-2008 var farið í miklar endurbætur á listaverkunum.
Samúel eignaðist 3 börn með konu sinni, Salóme Samúelsdóttur. Þau létust öll á unga aldri.

Minnisvarðinn er á sýningarsvæði húsa Samúels í Selárdal

Samúel Jónsson

Legsteinn Samúels Jónssonar í Kirkjugarðinum í Selárdal


Til minningar um sjómenn úr Ketildalahreppi
Drukknaðir i Selárdal

Reist til minningar um þá menn úr Ketildalahreppi sem fórust 20. september 1900 og gistu hina votu gröf. 
11 konur urðu ekkjur og 24 börn föðurlaus.

Blessuð sé minning þeirra
100 ára minning árið 2000.

Hallur, Selárdal
Jóhannes Þórarinsson Selárdal 39 ára
Elías Oddsson Uppsölum 42 ára
Jón Elíasson Uppsölum 14 ára
Finnur Magnússon Selárdal 44 ára
Guðmundur I. Guðmundsson Selárdal 14 ára

Feigsdalsbáturinn
Jón G.E. Jónsson Feigsdal 25 ára
Jón Jónsson  Feigsdal 71 árs
Guðmundur Egilsson Feigsdal 27 ára

Skeiðisbáturinn
Ólafur J. Jónsson Skeiði 21 árs
Ólafur H. Helgason Skeiði 45 ára
Þórður Davíðsson Skeiði 30 ára
Andrés Þorgeirsson Rima 57 ára
Gísli Þórarinsson Bíldudal 21 árs

Andvari, Selárdal
Ólafur Kristjánsson Króki 41 árs
Bjarni Jónsson Selárdal 63 ára
Guðmundur Einarsson Selárdal 18 ára
Jón Sumarliðason Tóftum 50 ára
Páll Einarsson Húsum 35 ára

Minnisvarði um drukknaða Selárdal

Minnisvarðinn var reistur að frumkvæði Grétars Jóns Guðmundssonar árið 2004 og stendur í Selárdal


Gert 12.4.2025