Minnisvarðar í Þingeyjarsýslum
Gilsbakki, Öxarfirði
Gilsbakki
Minningarreitur um hjónin Sigurlaugu Jósefsdóttur f. 13.2.1874 – d. 20.11.1959 og
Sigvalda E. Sigurgeirsson f. 3.7.1871 – d. 7.10.1922.
Reistur 1999 að tilhlutan Sigurðar Óskars Sigvaldasonar og afhjúpaður haustið 2000.
Sigurlaug og Sigvaldi fluttu að Gilsbakka vorið 1901 og bjuggu þar til æviloka. Gilsbakki hefur síðan verið í ábúð afkomenda þeirra hjóna.
Börn þeirra voru:
Benjamín, f. 1895, Sigurður f. 1897, Friðgeir f. 1899, Sigrún f. 1900, Halldór f. 1902, Ásfríður, f. 1904, Kristín f. 1906, Sigurður Óskar, f. 1908, Rakel, f. 1910, Guðný Ingibjörg f. 19011, Sesselja, f. 1913, Guðbjörg, f. 1915. Fósturdóttir, Margrét f. 1923.
Jóhanna Sigfúsdóttir (1881-1925) – Aðalsteinn Jónasson (1875-1958)
Hvammur í Þistilfirði
Jóhanna Sigfúsdóttir,
f. 20.5.1881 – 22.6.1925
Aðalsteinn Jónasson
f. 21.6.1875 – 4.5.1958.
Niðjar
Minnisvarðinn var reistur af niðjum og stendur á Krummahól, en undir honum stóð bærinn Hvammur áður.
Skúli Magnússon (1711-1794)
Skúli Magnússon landfógeti fæddist í Keldunesi 12.12.1711
Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1959 og stendur við Skúlagarð í Kelduhverfi. Aðrir minnisvarðar um Skúla Magnússon eru í Reykjavík og Stóru-Ökrum, Skagafirði.
Jóhann Sigurjónsson (1880-1919)
Jóhann Sigurjónsson skáld frá Laxamýri.
Minnisvarðinn var afhjúpaður á 100 ára afmæli skáldsins og var valinn staður á Heiðarendanum, nesi sem skilur að Laxá og Reykjakvísl við bæinn Laxamýri.
“Á hvítum hestum hleyptum við
upp á bláan himinbogann
og lékum að gylltum knöttum.”
Minnisvarðinn var afhjúpaður á afmæli skáldsins, 19. júní 1980.
Minnisvarðann gerði Einar Hákonarson.
Mývatnssveit
Minnisvarði um slys
Til minningar um
Böðvar Björgvinsson fæddur 1942 starfsmaður Símans
Jón Kjartansson fæddur 1945 starfsmaður Símans
Sigurgeir Stefánsson fæddur 1962 starfsmaður Kísiliðjunnar
sem drukknuðu í Mývatni við lagningu ljósleiðara þann 26. október 1999.
Blessuð sé minning þeirra.
Reist af Félagi íslenskra símamanna og
Rafiðnaðarsambandi Íslands 2003
Minnisvarðinn sem er úr stáli er hannaður af þeim Þresti Ármannssyni og Jóni Aðalsteinssyni en smíðaður af Daða Gráns. Áletrun steypt í málmsteypunni Hellu. Hann er staðsettur á Grímsstaðaöxl í landi Grímsstaða á gatnamótum. Þaðan gefur einstaklega fagra sýn yfir Ytri-Flóa þar sem sá sorgaratburður gerðist sem minnst er.
Einarsætt í Reykjahlíð
Minnisvarðinn stendur á bökkum Mývatns við Reykjahlíð
1995
Búsetuafmæli Einarsættar
Innkomnir í Reykjahlíð 1895 frá Svartárkoti:
Hjónin
Einar Friðriksson 55 ára
Guðrún Jónsdóttir 49 ára
Börn þeirra:
Jón Frímann 24 ára
Illugi Arinbjörn 22 ára
Guðrún Friðrika 19 ára
Ingólfur Ísfeld 16 ára
Þuríður 12 ára
Sigurður 11 ára
Anna Sigríður 8 ára
María 6 ára
Jónas 4 ára
Vinnufólk:
Björg Júlíana Friðriksdóttir 47 ára
Gerður Jónsdóttir 12 ára
Guðfinna Þorláksdóttir 26 ára
Sigurður Jónsson 20 ára
Sólveig Stefánsdóttir (1891-1967) og Sigfús Hallgrímsson (1883-1966)
Gefið á gullbrúðkaupsdegi
Sólveigar Stefánsdóttur og Sigfúsar Hallgrímssonar
21. júní 1962 af börnum þeirra.
Stendur við Voga í Mývatnssveit.
Vogar, Mývatnssveit
Í tilefni búsetu Hallgríms og Ólafar í Vogum
og niðja þeirra í 100 ár – 1890-1990.
Hallgrímur Pétursson (1848-1926) og Ólöf Valgerður Jónasdóttir (1848-1908) bændur í Vogum í Mývatnssveit.
Minningarplatan er fest á klett við Voga í Mývatnssveit.
Miðkvíslarstífla
Miðkvíslarstífla reist 1960.
Heimamenn sprengdu stífluna 25. ágúst 1970 til að mótmæla stórvirkjun við Brúar. Tímamót í náttúruvernd á Íslandi.
Minnisvarðinn sendur við Miðkvísl í Laxá í Aðaldal
Minnisvarði um Böðvar Jónsson frá Gautlöndum
Minnisvarðinn var reistur af sonum Böðvars Jónssonar fyrrum bónda á Gautlöndum til minningar um hann. Hann var mjög mikill áhugamaður um landgræðslu og gróðurvernd, nánast hugsjónamaður. Minnisvarðinn stendur á Sandfelli þaðan sem einkar fallegt útsýni er yfir Mývatnssveit. Sandfell mun hafa verið nánast örfoka melur hér áður fyrr en er nú vel gróið, ekki síst fyrir tilstilli Böðvars.
Laugar í Reykjadal
Minningarlundur
Þennan lund gerðu Laugamenn árið 1970
til minningar um:
Þórólf Arnkelsson,
f. 14.2.1952, d.1.6.1971
Tryggva Ingason
f. 18.10.1963
d. 1.8.1984
Hilmar Hermóðsson
f. 30.8.1953
d. 1.6.1999
Ingi Tryggvason 1921-2018
Ingi Tryggvason ferðaþjónustubóndi á Narafstöðum í Reykjadal.
,,Gróðri enn hann gefur skjól og gegstum býður næturból”
Ingi Tryggvason ferðaþjónustubóndi
heill þér níræðum
Ferðaþjónustubændur á Íslandi
Halldóra Sigurjónsdóttir skólastjóri Húsmæðraskólans á Laugum
Til minningar um ævistarf Halldóru Sigurjónsdóttur 1905-1994, sem var kennari við Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum 1930-1966 og jafnframt skólastjóri frá 1946.
Ásmundur Sveinson 1893-1982
Ljóðið við rokkinn (1962)
Frá Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga, Menningarsjóði Þingeyskra kvenna, samstarfsfólki og nemendum.
Aðaldalur
Hermóður Guðmundsson bóndi í Árnesi 1915-1977
Hermóður Guðmundsson bóndi í Árnesi
f. 3. maí 1915 – d. 8. mars 1977
Forystumaður i íslenskri bændastétt
Sverð og skjöldur Landeigendafélags Laxár og Mývatns
Það félag reisti honum þennan minnisvarða árið 1980 fyrir unnin afrek við verndun Laxár og Mývatnssvæðisins 1966-77
Sú barátta skapaði tímamót í náttúruvernd á Íslandi
Minnisvarðinn stendur gegnt Ýdölum í Aðaldal
Húsavík
Einar Benediktsson 1864-1940
Minnisvarði um Einar Benediktsson skáld sem lengi bjó á Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem minnisvarðinn stendur.
Vangamyndina gerði Ríkarður Jónsson og Jóhann Björnsson teiknaði minnisvarðann sem var afhjúpaður árið 1972.
…“Hjá þér eru yngstu
óskir míns hjarta skírðar.”
…”Mín léttustu spor
eru grafin í þína sanda.”
[Útsær]
Skógræktarfélag Húsavíkur
Skógræktarfélag Húsavíkur
stofnað 1943.
Þórir Friðgeirsson – Sigurður Gunnarsson
Einar J. Reynis – Jón Haukur Jónsson
Einar J. Guðjohnsen.
Þökkum ykkur framsýnina og þrautsegjuna
1995.
Minnisvarðinn stendur við Botnavatn ofan Húsavíkur
Sigurjón Benediktsson, Snædís Gunnlaugsdóttir
Sigurjón Benediktsson og Snædís Gunnlaugsdóttir
Innilegar þakkir fyrir ykkar fórnfúsa starf í þágu skógræktar á Húsavík.
Án ykkar væri umgjörð Húsavíkur önnur.
Vinir
Minnisvarðinn stendur við bæinn Kaldbak, skammt frá veginum til Húsavíkur
Nikulás A.P. Buch 1755-1805
Minnisvarði
Nikulásar A.P. Buch
f. 1755 – d. 1805
Hann stofnaði fyrsta skíðaskóla í heimi á Húsavík 1777
Þórður S. Guðjohnsen (1844-1926)
Reist til minningar um Þórð Sveinbjörnsson Guðjohnsen 1844-1926
af afkomendum hans.
Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur á bakkanum ofan við höfnina, fyrir framan Húsavíkurkirkju.
Garðar Svavarsson – Farfuglar
Minnisvarði
Garðars Svavarssonar
Farfuglar
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari 1976
Verkið er á auðu svæði í miðri Húsavík
Ægir – til minningar um látna sjómenn á Húavík
Ægir
Til minningar um látna sjómenn á Húsavík.
Jesús sagði:
Ég lifi og þér munuð lifa.
Minnisvarðinn er eftir Hallstein Sigurðsson og stendur við Húsavíkurkirkju
Bjarnabúð
Bjarnabúð
Húsið byggði Bjarni Benediktsson athafnamaður (1877-1964), árið 1907.
Húsið var miðstöð umsvifa hjónanna Bjarna og konu hans Þórdísar Ásgeirsdóttur (1889-1965) árin 1907 til 1955 er þau fluttu til Reykjavíkur. Bjarni var póstmeistari og rak pósthús í húsinu árin 1907 til ársloka 1954.
Hjónin ráku verslun, útgerð, fiskverkun, umboð fyrir olíufélag og skipafélag, kúabú og hótel.
Æfingar Apollo geimfara á Íslandi
Minnisvarðinn stendur ofan hafnarinnar á Húsavík
Apollo astronaut training in Iceland
Geology field trips 1965 & 1967
Jarðfræðiferðir 1965 og 1967
William Anders – Joseph P. Kerwin
Neil Armstrong – Don L. Lind
Charles Bassett – Jack R. Lousma
Alan Bean – Thomas Ken Mattingly
Vance D. Brand – Bruce McCandless
Gerald P. Carr – Frank Curtis Michel
Eugene Cernan – Edgar Mitchel
Roger B. Chaffe – William Pouge
Walter Cunningham – Stuart Roosa
Charles Duke – Garrison Schmitt
Donn F. Eisele – Russell Schweickart
Joseph Engele – David Scott
Ronald Evans – John L. Swigert
Owen Garriott – Paul J. Weitz
Edweard Gibson – Clifton Williams
Fred Haise – Alfred Worden
Sigurjón Ármannsson (1896-1958)
Strandfuglar eftir Sigurjón Pálsson.
Tileinkað afa hans, Sigurjóni Ármannssyni (1896-1958), kennara og bæjargjaldkera á Húsavík.
Laxárdalur
Jón J. Víðis 1894 – 1975
Jón J. Víðis fæddist á Þverá 1894 – lést 1975
Hann var ættarhöfðingi
Hann mældi hafnir bæi og vegi um land allt
Hann teiknaði útsýnisskífur og hús
Reist af frændfólki, Ingólfsbræðrum og Vegagerðinni 2009
Minnisvarðinn stendur neðan við bæinn Þverá í Laxárdal
Unnur Benediktsdóttir Bjarklind 1881 – 1946
Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) fæddist á Auðnum í Laxárdal 6. júní 1881. Hún lést 10. apríl 1946.
Hulda bjó á Húsavík og í Reykjavík og gaf út fjölda bóka með ljóðum og smásögum. Hún fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um lýðveldisljóð (Hver á sér fegra föðurland) ásamt Jóhannesi úr Kötlum. Hulda ritaði endurminningar sínar ,,Úr minningablöðum” sem gefnar voru út árið 1965.
Minnisvarðinn stendur í Huldulundi í Laxárdal í landi Auðna
Um Huldu skáldkonu er mikill fróðleikur á skáldavefnum
Raufarhöfn
Síldarstúlkan
Síldarstúlkan
Gjöf til Raufarhafnar frá Hrútadagsnefnd 2012.
Hún stendur við ysta haf.
Miðnætur sólin gefur henni auka orku til að standa aðeins lengur á planinu.
Kvöldroðinn setur dreymandi blik í augu hennar.
Hún er síldarstúlka
– það er rómantískt, gaman og göfugt.
Er það ekki?!
Standa í hvaða veðri sem er, kannsli slorug upp fyrir haus og salta síld í tunnu.
Keppast við …
– meira salt!
– nýja tunnu!
Vinna hratt, lengi … allt of lengi … sárir fingur, verkir í baki og aumir fætur
Vera ræst út með banki á glugga um miðja nótt .. sofa í bragga .. jafnvel standandi á planinu.
Kannski hefur hún augastað á menntaskólapilti úr verksmiðjunni, eða hraustum sjómanni.
Kannski á hún mann sem vinnur líka á planinu og börn sem bíða heima.
Hún er ung, hraust, dugleg, ósérhlífin og rösk
Hún er þreytt, úrvinda.
En það skiptir ekki máli .. það þarf að salta aflann, búa til verðmæti, efla sjálfstæða þjóð.
– það skiptir ekki máli …
– því stígvélin eru full af merkjum!
Merki fyrir hverja tunnu.
Merki um dugnað hennar og þrautsegju, merki um von, um tækifæri, um sjálfstæði …
fjárhagslegt sjálfstæði stúlku.
Hún er síldarstúlkan.
Höf.: Ingibjörg Guðmundsdóttir
Langanesbyggð
Russell W. Sims, jr.
On July 25, 1969 command pilot Commander Russell W. Sims, jr. and co-pilot Lt. Daniel A. Blycker, crash landed this United States Navy R4D-6 cargo aircraft on a supply mission in support of the US Air Force 667 Aircraft Control and Warning Squadron located at the Langanes Air Station. The plane remains at the original site of the crash and the former Þórshöfn runway.
Árið 2023 var flak flugvélarinnar selt suður á land og fjarlægt frá Sauðanesi.
Það er nú við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum. Skjöldurinn er því miður ekki á sínum stað.
Russell W. Sims, jr.
CDR USN
Flugvélin á nýjum stað við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum.
Grein um Russell W. Sims, jr. í Reykjavik Grapevine
Kristján Einarsson frá Djúpalæk (1916-1994)
Mitt faðirvor
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Þar einn leit naktar auðnir
sér annar blómaskrúð.
Það verður sem þú væntir.
Það vex sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt
og búast við því besta
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður –
mitt faðirvor.
Strengir
Steinarnir eru strengir,
strengina vatnið knýr.
Gaman það væri´ að vita
hvað í vatnsins huga býr.
Hvaðan skyldi það koma
hvert er heitið þess ferð!
Síðar á öldum söngsins
samferða því ég verð.
Lyngið á líka strengi,
leikur blærinn á þá
söngva sorgar og gleði
er í sálum kveikja þrá.
Vorljóð draums og vonar
veröldin syngur öll.
Berast vil ég með blænum
burt yfir hæstu fjöll.
Bærinn Djúpilækur er nú eyðibýli er á Langanesströndinni í Bakkafirði. Við bæinn stendur minnisvarði um Kristján skáld frá Djúpalæk (1916-1994) en hann fæddist þar og ólst upp, í torfbænum sem var við hliðina á steinhúsinu. Kristján var í hópi þekktustu ljóðskálda Íslands á sinni tíð, óvenjulegur persónuleiki, margslunginn og dáður. Hann samdi ljóð, dægurlagatexta og þýddi ljóðin úr leikritum eins og Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi. Dægurlagatexti eftir Kristján sem margir kannast eflaust við er t.d. textinn við Vor í Vaglaskógi.
Áningarstaður og minnisvarði um Kristján er við Djúpalæk. Þar eru borð og bekkir og huggulegt að setjast niður, einnig er fallegt að ganga niður að ósi. Steinarnir þrír í minnisvarðanum tákna “fegurð, gleði og frið” sem eru lokaorðin í ljóðinu Mitt faðirvor eftir Kristján. Ljóðin sem eru á minnisvarðanum er einmitt Mitt faðirvor og Strengir úr barnasögunni um músina Pílu Pínu. [langanesbyggd.is]
Minnisvarðinn stendur við þjóðveginn í Bakkafirði á móti Djúpalæk.
Krosshæð
Hér hvíla 11 enskir menn
Krossinn stendur á Krosshæð við Skoruvík á Langanesi
Talið er að þarna hvíli enskir sjómenn sem einhvern tíma hafa komist að landi eftir skipsstrand og ekki náð til bæja.
Arnljótr Ólafsson (1823-1904)
Arnljótr Ólafsson prestur og rithöfundur
fæddur 21-11-1823
dáinn 29-10-1904
Þ. Hólmfríður Þorsteinsdóttir
kona hans
fædd 22.-10-1839
dáin 8-3-1904.
Minnisvarðinn stendur við kirkjuna.
Minnisvarði um norska sjómenn af “D/S Frithjof”
Disse nordmenn omkom ved Langanes da “D/S Frithjof” av Tromsö forliste, 5. oktober 1907.
Rest av Arktisk forening og Tromsö Skipperforening.
Minnisvarðinn er í kirkjugarðinum á Sauðanesi á Langanesi.
Johannes Larsen
Sigurd Steinarsen – Gregus Larsen
Bernhard Isaksen – Gerhard Krane
Joh. Johansen – Johan Johanessen
Edvin Mortensen – Anders Knutsen
Henrik Andreassen – Theodor Pettersen
Karl Pettersen – Jens Nilsen
Anton Lindquist – Daniel Johansen
Jakob Jakobsen – Petter Pederrsen