Minnisvarðar í Vestmannaeyjum
Ási í Bæ (1914-1985)
Ási í Bæ var skáld, veiðimaður, tónlistarmaður og einn af fremstu listamönnum Vestmannaeyja.
Bæjarinn Ástgeir Kristinn Ólafsson, eins og Litlabæingar voru kallaðir, fæddist í Eyjum 17. ferbrúar 1914, og lést 1. maí 1985.
Höggmyndina gerði Eyjamaðurinn Áki Gräns listmálari og myndhöggvari að beiðni Árna Johnsen. Ísfélagið annaðist uppsteypu verksins í kopar og frágang. Verkið stendur við höfnina í Vestmannaeyjum.
Brynjúlfur Sigfússon (1883-1951)
Brynjúlfur Sigfússon f. 1.3.1883 d. 27.2.1951
organleikari, söngstjóri, tónskáld.
Með vinsemd og þökk
Sóknarnefnd Landakirkju—
Meira var ekki læsilegt á þessum steini sem er utan á Helgafelli, húsinu sem hann byggði við Kirkjuveg 21.
Einar Sigurðsson (1906-1977) – Svava Ágústsdóttir (1921-1978)
Afkomendur Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum og Svövu Ágústsdóttur, konu hans, gáfu listaverkið “Í minningu foreldra minna” eftir Gerði Helgadóttur, myndhöggvara í minningu þeirra hjóna. Verkið var afhjúpað hinn 7. febrúar 2006 er 100 ár voru liðin frá fæðingu Einars. Verkið stendur austan við Hringskershafnargarðinn á nýju landi sem myndaðist við eldgosið 1973.
Guðlaugur Friðþórsson (1962-
Guðlaugssund
“Sunnudaginn 11. mars 1984, um kl. 21:40 fórst Hellisey VE 503, 75 bt., er veiðarfæri festust í botni við Ledd, um 3 sjómílur (5,7 km) suðsuðaustur af Heimaey. Fimm voru í áhöfn. Tveir, Engilbert Eiðsson, annar vélstjóri, og Valur Smári Geirsson matsveinn, fórust þegar bátnum hvolfdi. Þrír komust á kjöl, Hjörtur Jónsson skipstjóri, Guðlaugur Friðþórsson stýrimaður og Pétur Sigurðsson vélstjóri. Hjörtur kafaði niður að björgunarbátnum en tókst ekki að losa hann. Sjálfvirkur sjósetningarbúnaður Sigmunds fyrir bátinn beið tilbúinn í höfn. Þeir álitu að hann hefði bjargað þeim öllum.
Á kili báðust þeir fyrir og hughreystu hver annan. Þegar báturinn hvarf í djúpið undan þeim freistuðu þeir þess að synda til lands. Fljótt skildi leiðir og misstu þeir hver af öðrum. Guðlaugur stýrimaður, þá 23 ára, þraukaði, staðráðinn að reyna til hlítar. Nokkurt frost var þessa nótt, sjávarhiti um 6 gráður á celcius og talsverður sjór. Múkki, besti vinur sjómannsins, fylgdi honum alla leið. Guðlaugur bað hann að fljúga til lands og segja frá neyð sinni. Stjarna sem skein þessa nótt, Guðlaugi til hughreystingar, hvarf aldrei af festingunni þótt skýjað væri. Talið er að Guðlaugur hafi verið sex klukkustundir á sundi. Er slíkt ótrúlegt afrek í köldum sjó og myrkri. Á leiðinni hafði hann mið af Álsey og Stórhöfða, Elliðaey og Bjarnarey og sá Stórhöfðavitann og ljóskastara á nýja hrauninu,
Guðlaugur tók land syðst á Eldfellshrauni austur af Haugum. Hann varð í fyrstu frá að hverfa en í annarri tilraun heppnaðist landtakan og síðan kleif hann hamarinn upp á brún. Þá gekk hann berfættur yfir grjót og urð leiðina milli Fella til bæjarins, langmest á fótinn og víða bratt. Þegar hann kom að þessu baðkeri braut hann ís, sem var yfir vatninu, með berum höndum og fékk sér að drekka.
Að fyrsta húsinu sem Guðlaugur kom eftir landtöku eru um 3 km. Þar knúði hann dyra kl. 7 að morgni 12. mars, 9 klukkustundum eftir að Hellisey sökk. Hann var strax fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að miklum sárum þem hann hafði fengið á báða fætur.
Með Þessu minnismerki vilja skipstjórar og stýrimenn í Vestmannaeyjum heiðra minningu sjómannanna sem fórust með Hellisey og þakka af alhug björgun Guðlaugs Friðþórssonar.”
(Textinn er á veggspjaldinu).
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Til minningar um Guðmund Inga Guðmundsson,
(Inga á Huginn)
Félagi í GV til margra ára.
Huginn VE 55.
Guðríður Símonardóttir (1598-1682)
Guðríður Símonardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1598,
rænt í Tyrkjaráninu 1627. Hún kom heim eftir 9 ára ánauð í Alsír.
Kona Hallgríms Péturssonar
dáin í Saurbæ 1682.
Höggmyndin sem er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, stendur á Stakkagerðistúni
Gunnar A. Ragnarsson (1922-1954)
Í minningu Gunnars A. Ragnarssonar
frá Kirkjubæ f. 19.9.1922
sem hrapaði við lundaveiðar í Stórurð 10.7.1954.
Minnisvarðinn stendur ofan við Stórurð í austanverðum Stórhöfða.
Jón Þorsteinsson (um 1570-1627)
Mitt hold hvilist i voninne Psalm XVI V 9
S. Jon Þorsteinsson
O.CCIS VS:17 IVLII 1627
Ég fel nú bæði eyna og land
í Drottins náðarhendur.
Þeim kann enginn að gjöra grand,
sem Guðs vernd yfir stendur.
þó margt hvað vilji þjaka oss
með þolinmæði berum kross.
Hann verður í gleði vendur.
Hér er Kirkjubær um 100 metra undir hrauni. Þar sat síra Jón Þorsteinsson frá 1612, líflátinn í Tyrkjaráni 17. júlí 1627.. Andlátsorð hans voru ,,Herra minn Jesú, meðtak þú minn anda”.
Stein þennan (í miðju), sem bjargað var undan jarðeldinum 1973, endurreisti söfnuður Landakirkju yfir gröf hans 17. júlí 1977. Hann er endurgerð á steini (t.h.) sem nú er í þjóðminjasafninu.
Lárus H. Jakobsson (1958-1994)
Lárus H. Jakobsson (1958-1994)
Með eldmóði sínum, framkvæmdagleði og þrautsegju lagði hann grunn að fyrsta stórmótinu fyrir ungt knattspyrnufólk á Íslandi árið 1984.
Lífsstarf Lárusar er samferðamönnum innblástur til góðra verka í þágu samfélags síns og íþróttahreyfingarinnar.
Stein þennan reistu vinir Lárusar.
Verkið studdu Vestmannaeyjabær, Knattspyrnusamband Íslands, Skeljungur, Ísfélag Vestmannaeyja, Eimskip.
Minnisvarðinn sem stendur við Knatthöllina í Vestmannaeyjum var reistur árið 2016.
Oddgeir Kristjánsson (1911-1966) tónskáld
Tónninn
Oddgeir Kristjánsson vann verslunarstörf í Vestmannaeyjum ásamt því að vera forstjóri Bifreiðarstöðvar Vestmannaeyja til ársins 1940. Þá sneri hann sér að söng- og tónlistarkennslu við Barnaskóla Vestmannaeyja. Þar starfaði hann til æviloka. Oddgeir stjórnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja frá stofnun (1939) og þar til hann lést. Hann var eitt af höfuðskáldum Vestmannaeyja ásamt Ása í Bæ og Árna úr Eyjum. Mörg af fallegustu lögum Eyjanna hafa orðið til á nótnaborði Oddgeirs og nægir að nefna perlu eins og ,,Ég veit þú kemur“. Oddgeir samdi fyrsta þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1933, ,,Setjumst hér að sumbli“, en þjóðhátíðarlögunum áttu eftir að fjölga mjög.
Kona Oddgeirs var Svava Guðjónsdóttir. [Heimaslóð] Minnisvarðinn Tónninn var reistur árið 1982 af Vestmannaeyingum og velunnurum og stendur á Stakkagerðistúni og þjónar einnig þeim tilgangi að vera svið fyrir uppákomur á túninu.
Sigurbjörn Sveinsson (1878-1950)
Lesandi drengur
Til minningar um
Sigurbjörn Sveinsson, rithöfund barnanna
f. 19.10.1878 – d. 2.2.1950.
Sigurbjörn Sveinsson ( 19. október 1878 – 2. febrúar 1950) var barnakennari og barnabókahöfundur. Hann var fæddur og uppalinn í Kóngsgarði í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Hann samdi fyrstu frumsömdu íslensku barnabókina en það var bókin Bernskan sem kom út árið 1907. Hann samdi margar barna- og unglingabækur, leikrit og ljóð og meðan þeirra eru Bernskan, Geislar, Margföldunartaflan og Æskudraumar.
Sigurbjörn samdi barnaleikritið Glókollur sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1972. Hann þýddi einnig marga sálma og ljóð. Sigurbjörn starfaði hjá Hjálpræðishernum á Ísafirði eftir aldamótin 1900 en stundaði skósmíði á Akureyri á árunum fyrir 1908. Hann var svo barnakennari í Reykjavík til ársins 1919 en þá fluttist hann til Vestmannaeyja. Sigurbjörn var barnakennari í Vestmannaeyjum frá 1919 til 1932. Hann kenndi einnig ensku og hljóðfæraleik í einkatímum.
Sigurbjörn hefur verið nefndur skáld Hjálpræðishersins. Hann samdi sálminn Þú vínviður hreini en sá sálmur er titill fyrstu bókar um stúlkuna Sölku Völku eftir Halldór Laxness. [Wikipedia]
Höggmyndin er eftir Magnús Á. Árnason og stendur minnisvarðinn í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum. Sams konar höggmynd er í Bókasafni Kópavogs.
Stefán Erlendsson (1965-2000)
Stefán Erlendsson
f. 5.9.1965 – d. 31.12.2000
Minningarsjóður um Stefán Erlendsson gaf áhöldin í knattspyrnuhöllina sem notuð eru til knattspyrnuiðkunar.
Stefán Erlendsson var mikilláhugamaður um fótbolta og sat meðal annarfs í stjórn Knattspyrnudeildar IBV.
Blessuð sé minning hans.
Blátindur
Íbúðarhúsið Blátindur, við Heimagötu 12 b, var byggt 1941-42 af Þorsteini Sigurðssyni (1913-1997), og Önnu Ó. Jónsdóttur (1917-2007), konu hans. Húsið var stækkað 1959 og var þá samtals 290 fermetrar á tveimur hæðum auk kjallara. Þorsteinn, Anna og Guðrún Sigurðardóttir (1912-1998), uppeldissystir Önnu, bjuggu í húsinu þegar eldgos hófst í Heimaey 22. janúar 1973.
Húsið fór að mestu undir hraun í lok mars 1973, á sama tíma og mörg hús í austurbænum. Hluti stofunnar stóð eftir og varð brátt táknmynd þeirrar byggðar sem fór undir hraun og ösku í eldgosinu.Síðasti hluti hússins hrundi 24. júní 2013.
Bæjaryfirvöld samþykktu árið 2016 að endurbyggja gluggahlið viðbyggingar Blátinds og var hún vígð á goslokahátið 7. júlí 2017.
Starfshópur sem kom að verkefninu Húsin í hrauninu 2012-13, vann að verkefninu í samstarfi við bæjaryfirvöld sem kostuðu allar framkvæmdir.
Fánastangir
Fánastangirnar ásamt skildi á steini standa á Skansinum. Fánastangirnar eru gjöf til Vestmannaeyjabæjar í tilefni þess að 3. júlí 1998 voru liðin 25 ár frá lokum eldgossins á Heimaey 1973.
Sparisjóður Vestmannaeyja.
Fánastangirnar standa á Skansinum.
Gamla gatan
Gamla gatan
Þessi steinn er reistur til minningar um slóðina sem varð til við umferð manna og hesta að Stórhöfðavita frá 1906. Núverandi akvegur var lagður að vitanum upp úr 1920.
Stórhöfði
Stórhöfði er 122 metrar að hæð og myndaðist í gosi í sjó fyrir 6000 árum. Á höfðanum var reistur viti 1906 sem er hæsti viti landsins með 125 metra ljóshæð yfir sjó. Vitinn var í upphafi lýstur með olíulampa en 27. október 1945 var kveikt rafljós þar í fyrsta sinn. Peran var aðeins 60w en sú sem nú er í notkun er 1000w.
Annað helsta einkenni Stórhöfða er hin mikla lundabyggð en talið er að um 30.000 lundapör byggi höfðann.
Vitaverðir í Stórhöfða
Guðmundur Ögmundsson 1906-1910.
Jónathan Jónsson 1910-1935.
Sigurður Valdimar, sonur Jónathans 1935-1965.
Óskar Jakob, sonur Sigurðar 1965 – 1. desember 2007 er staðan var lögð niður.
Veðurmet í Stórhöfða
Hámarkshiti: 21,6 stig, 30. júlí 2008.
Lágmarkshiti: 16,9 stig 1. apríl 1968.
Mesti meðalvindur: 110 hnútar (57 m/s), 3. febrúar 1991.
Mesta sólarhringsúrkoma: 145,9 mm, 16. nóvewmber 1999.
Lægsti loftþrýstingur: 919,7 hpa, 2. desembver 1929.
Mesta snjódýpt: 100 sm, 21. mars 1968.
Minnisvarðinn er reistur að ósk Óskars í Höfðanum en Marinó Sigursteinsson kom verkinu í framkvæmd. Hlynur Ólafsson skar út merkinguna á steininum.
Hraunhitaveitan
Frumkvöðlar að hraunhitaveitu í Vestmannaeyjum voru Hlöðver Johnsen, Sveinbjörn Jónsson, Sigmund Jóhannsson og Þorbjörn Sigurgeirsson.
Nokkur hús voru tengd hitaveitunni árið 1976 og fljótlega var allur bærinn tengdur. Hraunhitinn dugði hitaveitunni til ársins 1988 en þá þótti of dýrt að halda hitaveitunni gangandi vegna þess að hraunið kólnaði jafnt og þétt. Allar lagnir komu þó að fullum notum þó að skipt væri um uppruna orkunnar. Kyndistöð tók við árið 1988 og hefur starfað síðan og hitað upp hús bæjarbúa.
Minnismerki um hrapaða og drukknaða
Minnismerki um hrapaða og drukknaða
Árið 1935 kom Páll Oddgeirsson með þá hugmynd að stofnaður yrði sjóður til styrktar byggingar minnismerkis um drukknaða sjómenn. Sjóðurinn var stofnaður og vann Páll í 16 ár að söfnun fjár og byggingu minnismerkisins. Sunnudaginn 21. október 1951 var minnismerkið afhjúpað og er það til minningar um drukknaða við Vestmannaeyjar, hrapaða í björgum Eyja og þeirra sem látið hafa lífið í flugferðum. Merkið er staðsett við Landakirkju. Það er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, táknrænt merki sem sýnir sjómann og bát. Fyrst var ætlunin að koma því fyrir á Skansinum en sem betur fer var það sett á fyrrnefndan stað.
Minnisvarði um Mormóna
Minnisvarði um Mormóna
Til minningar um Íslendingana sem hlýddu kallinu um að byggja upp Síon og fluttust til Utah 1854-1914.
,,Afkomendur íslenskra vesturfara í Utah reistu þetta minnismerki
A. Kent Christensen, Chris Coffey and Krege B. Christensen “In loving memory of Louis Bowen Christensen, Granddaughter of Gísli Einarsson and Halldóra Árnadóttir”
The Dedrickson Family Þórður Diðriksson family
Leifson Family, Juren Victor Leifson family
Clark Thorstenson – Guðmundur Þorsteinsson and Ágústína Einarsdóttir Family
Reah Jean Hancock – Willis Hebe Johnson Family
Á minnisvarðanum eru nöfn þeirra um 200 Vestmannaeyinga sem fluttu til Utah”.
,,Og ég mun flytja yður frá þjóðunum og safna yður úr löndunum, þangað sem yður var tvístrað, með sterkri hendi, útréttum armlegg og fossandi heift …”
Minnisvarðinn stendur í Torfmýri, vestur á Hamri, skammt frá Mormónalóni.
Minnisvarði um frið
,,Upphaf friðar”
,,Dagana 11. og 12. október 1986 var haldinn fundur þjóðhöfðingja stórveldanna tveggja, Bandaríkja Norður-Ameríku og Sovétríkjanna, að Höfða í Reykjavík.
Þessi fundur þeirra Mikhails Gorbatsjovs og Ronalds Regans var upphafið að lokum kalda stríðsins: Þjóðir fengu frelsi, tjáskipti urðu frjáls og einstaklingar fengu loks ráðið högum sínum. Lýðræði er nú víðar viðurkennt sem grundvöllur stjórnskipunar en áður og milljónir manna fögnuðu nýfengnu frelsi og auknu lýðræði.”
Minnisvarðinn er eftir Grím Marinó Steindórsson og stendur við flugstöðina í Vestmannaeyjum.
Friðarstólpi
May peace prevail on earth
Reistur í ágúst 1998 af alþjóðlegum bænasamtökum heimsfriðar. Einn af 200 stöplum sem reistir voru víðs vegar um heim, þar af fjórir á Íslandi. Stólpinn var reistur þegar 25 ár voru liðin frá Heimaeyjargosinu. Við afhendingu sagði fulltrúi samtakanna að með uppsetningu hans vonaðist hún til að koma mætti á friði milli manna og náttúruafla í Vestmannaeyjum. [Helga Hallb.]
Stendur úti á Skansi
Helliseyjarslysið 1984
Að kvöldi 13. mars 1984 sökk Hellisey VE 503 þrjár sjómílur í austur frá Stórhöfða.
Með bátnum fórust fjórir ungir sjómenn. Einn skipverji, Guðlaugur Friðþórsson,
þá 22 ára, vann það ótrúlega þrekvirki að synda um 6 km leið í ísköldum sjónum.
Hann náði landi hér við ströndina eftir 5 klst. sund og þurfti síðan að ganga berfættur
yfir úfið hraunið áður en hann náði til byggða.Vestmannaeyjabær lét reisa þennan minnisvarða á Sjómannadaginn 1996. Minnisvarðinn stendur austur á Haugum.
Krossinn í gígnum
Krossmark reist á botni eldgígsins frá 1973 í tilefni af goslokum 2. júlí 1973 – og til minningar um Jón Trausta Úranusson, f. 19.6.1952 í Vestmannaeyjum, d. 28.6.1993 af slysförum við uppgræðslustörf í hlíðum Eldfells. Krossinn var reistur á goslokum árið 1993
Magnúsarbakarí
Tunga – Hótel Berg – Magnúsarbakarí
Magnús Bergsson keypti Tungu 1923 og bjó þar með konu sinni Halldóru Valdimarsdóttur og börnum þeirra. Hann stofnaði Magnúsarbakari 23. janúar 1923. Bakaríið var í Tungu til 1966. Magnús rak Hótel Berg á efti hæð hússins en útibú Íslandsbanka (eldri) var á neðri hæðinni frá desember 1923 – janúar 1930.
Húsið að Heimagötu 4, Tunga, var byggt árið 1913 sem brauðgerðarhús, íbúðarhús og hótel.
Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður í Tungu 1938.
Taflfélag Vestmannaeyja, sem var stofnað 1926, var endurreist þar 1936.
Sigmundur Andrésson og Dóra Hanna Magnúsdóttir keyptu Tungu og Magnúsarbaklarí 1957. Þau bjuggu þar til 1963 ásamt börnum sínum.
Eldgos á Heimaey hófst 3. janúar 1973 á 50 ára afmæli Magnúsarbakarís. Tunga fór undir hraun 27. mars 1973. Rústir hússins eru um 15 metrum undir yfirborði hraunsins.
Í tilefni af 100 árum frá stofnun Magnúsarbakarís lét fjölskyldan reisa þewnnan minnisvarða yfir Heimagötu 4 þar sem Tunga stóð. Hann var vígður á 50 ára afmæli gosloka í júlí 2023.
En orðstír deyr aldrigi hveim sér góðan getur. (Úr Hávamálum)
Pelagus slysið 1982
Í minningu þeirra sem fórust þegar belgíski togarinn Pelagus O202 strandaði 21. janúar 1982.
Hannes Kr. Óskarsson sveitarforingi HSV f. 19.12.1957
Kristján Víkingsson, læknir, f. 26.6.1949
Gilbert Stevelinck skipverji, f. 14.1.1965
Patrick Maes skipverji f. 20.2.1962.
Minnisvarðinn stendur við Pelagusfjöru og var reistur árið 2022.
Sigríðarslysið 1928
Minnisvarði um Sigríðarslysið.
Að kvöldi 13. febr. 1928 fórst Sigríður VE 240 hér við Ofanleitishamar.
Áhöfnin komst upp í Hamarinn og hafðist þar við á klettasyllu um nóttina. Vélstjórinn á bátnum, Jón Vigfússon frá Holti, þá tvítugur, vann það ótrúlega afrek að klífa hamarinn við mjög erfiðar aðstæður og ganga til byggða eftir hjálp til bjargar fjórum skipsfélögum sínum.
Vestmannaeyjabær lét reisa þennan minnisvarða á Sjómannadaginn 1996.
Minnisvarðinn stendur við Ofanleitishamar á móts við slysstaðinn.
Síminn
Eyjamenn lögðu eigin síma með sæstreng og vígðu 1911.
Síminn h.f. minnist þessa á aldarafmæli síma á Íslandi 2006.
Minnisvarðinn var vígður 9. september 2006 á 95 ára afmæli símans í Vestmannaeyjum. Minnisvarðinn stendur á Eiðinu í Vestmannaeyjum.
Veit ekki hver listamaðurinn er.
Björgunarskipið Þór
Þór – Fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga.
Til minningar um Þór, fyrsta björgunar og varðskip Íslendinga.
Björgunarfélag Vestmannaeyja keypti skipið 1920 og hafði til björgunar og gæslustarfa við Vestmannaeyjar.
1926 eignaðist Ríkissjóður skipið sem varð þar með fyrsta varðskip í eigu íslensku Landhelgisgæslunnar.
Skrúfan á minnisvarðanum er af Þór.
Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1979 og stendur hann inni í Botni
Seglskipið Jamestown
Akkeriskeðja þessi er úr bandaríska seglskipinu Jamestown frá Boston sem var eitt af stærstu seglskipum heims, yfir 100 metrar að lengd. Skipið fór frá Ameríku í byrjun árs 1881 og lenti í miklu óveðri á leiðinni til Liverpool á Englandi. Urðu miklar skemmdir á skipinu, meðal annars laskaðist stýrisbúnaður þess, og þann 22. febrúar yfirgaf áhöfnin skipið. Það var þá skilið eftir á reki eftir að allar tilraunir til að bjarga því mistókust. Skipið rak um Norður-Atlantshaf allt upp að strönd Íslands, fyrir Reykjanesið og inn í Hafnarvog austur af Sandgerði. Þar strandaði skipið loks þann 26. júní 1881 og hafði þá verið stjórnlaust á reki í fjóra mánuði.
Akkeriskeðjur skipsins voru á strandstað til 1919 eða í 38 ár en voru þá keyptar af Eyjamönnum og fluttar á tveim vélbátum til Vestmannaeyja vorið 1920. Keðjurnar úr Jamestown voru mun þyngri en þær sem fyrir voru í höfninni og vegur hver hlekkur liðlega 7 kg. Fiskiskipin höfðu þá stækkað og eldri og léttari keðjurnar dugðu ekki lengur. Var keðjunum úr Jamestown komið fyrir í þremur lengjum í höfninni með endafestingum í Hörgeyrargarði og inni í Botni vestan hafnarinnar. Voru þær notaðar sem botnfestingar, bólfæri fyrir fiskibáta. Mjög dró úr notkun þeirra eftir að bryggjupláss jókst í höfninni með tilkomu Friðarhafnar- og Nausthamarsbryggju á árinum 1955-1960.
Minnisvarði þessi var gerður árið 2018 að frumkvæði Theódórs Snorra Ólafssonar, vélstjóra og áhugamanns um Jamestown. Starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja og Vélaverkstæðisins Þórs komu að uppsetningu.