Reykhólasveit
Valgerður Bjarnadóttir (1869-1965) og Sveinn Sveinsson (1859-1945) Gillastöðum

Valgerður Bjarnadóttir og Sveinn Sveinsson bjuggu á Gillastöðum árin 1892-1935.
Gillastaðir eru í Reykhólasveit. Þar brenndu synir Hrafns Sveinbjarnarsonar á Hrafnseyri inni einn mesta höfðingja sinnar tíðar á Íslandi, Þorvald Vatnsfirðing, en hann hafði áður tekið föður þeirra af lífi á níðingslegan hátt. Segir í Sturlungu að Þorvaldur hafi gengið inn í eldhús þegar bærinn tók að loga, lagðist hann yfir eldstó og lagði hendur frá sér í kross og þannig fannst lík hans í bæjarrústunum. (Landið þitt Ísland).
Jens Guðmundsson flutti ávarp við afhjúpun minnisvarðans og spurði m.a. þeirrar spurningar: Hvers vegna skal þeim Gillastaðahjónum reistur minnisvarði, þessum þegnum þagnarinnar? Hann svaraði þessari spurningu þannig: ,,Meðan einhver ber þroska til að skynja uppruna sinn og gefa gaum þeim nafnlausu hetjum er með þrotlausri elju og ekki síður bjargföstu trú á möguleika þjóðarinnar og mold jarðar, er vel við hæfi að minna á þær með þessumj hætti og enginn betur að bautasteini kominn. Verðugir fulltrúar þeirra eru þau Gillastaðahjón.” (Breiðfirðingur, 46(1988):158-165).
Minnisvarðinn var afhjúpaður á niðjamóti Gillastaðahjóna sumarið 1987.

Minnisvarðinn stendur á hæð ofan bæjarins, skammt frá þjóðveginum.
Gestur Pálsson (1852-1891)

Gestur Pálsson skáld
Minnisvarðinn er reistur af Barðstrendingafélaginu,
Rithöfundasambandi Íslands og Reykhólahreppi á 100. ártíð skáldsins 19.8.1991.
Minnisvarðinn er eftir Þóri Barðdal og stendur á Miðhúsum við Reykhóla
Jón Thoroddsen (1818-1868)

Skáldið Jón Thoroddsen fæddist á Reykhólum í Reykhólasveit.
Jón telst brautryðjandi í íslenskri skáldsagnagerð en hann er meðal annars höfundur bókanna Piltur og stúlka og Maður og kona. Hann lauk laganámi frá Kaupmannahöfn og var um tíma sýslumaður Barðastrandarsýslu. Eitt af hans fegurstu ljóðum er Barmahlíð sem ort er um Barmahlíð undir Reykjanesfjalli og hefst á orðunum ,,Hlíðin mín fríða”. Önnur þekkt ljóð eftir hann eru Vorvísa með ljóðlínunum ,,Vorið er komið og grundirnar gróa” og Ísland þar sem hann lofsyngur ættjörðina með orðunum ..Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga”.
Finnur Arnar Arnarson hannaði minnismerkið og Ari Jóhannesson hlóð fótstallinn. Lionsklúbbur Búðardals, Reykhóladeild stóð að uppsetningu verksins, sem stendur skammt frá Reykhólakirkju. Verkið var afhjúpað 23. júlí 2006.
Barmahlíð
Hlíðin mín fríða hjalla meður græna
og blágresið blíða og berjalautu væna,
á þér ástaraugu ungur réð eg festa,
blómmóðir besta!
Sá eg sól roða síð um þína hjalla
og birtu boða brúnum snemma fjalla.
Skuggi skaust úr lautu, skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir besta, bestu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig, sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði, af þér svo að kali,
vetur vindsvali!

Matthías Jochumsson (1835-1920)

Þjóðskáldið
Matthías Jochumsson
f. í Skógum 11. nóv. 1835
d. á Akueyri 18. nóv. 1920
Ég man það betur en margt í gær
þá morgunsólin mig vakti skær
og tvö við stóðum í túni:
Þú bentir mér yfir byggðarhring,
þar brosti við dýrðin allt í kring
og fjörðurinn bláöldum búni.
Lágmynd gerði Helgi Gíslason.
Bautasteinn er tekinn í Vaðalfjöllum.
Reykhólahreppur, ættingjar og aðdáendur reistu 1985.




Minnisvarðinn stendur við Skóga í Þorskafirði. Annar Minnisvarði um Matthías er í Lystigarðinum á Akureyri.
Kollabúðafundir

Kollabúðir
Vorþingstaður fyrir Vestfirði var að fornu hér á Kollabúðaeyrum við Músará. Í lok 16. aldar versluðu Þjóðverjar á Kollabúðum og höfðu jafnvel vetursetu en verslun þeirra lagðist niður er einokunarverslun hófst 1602. Á 19. öld voru haldnir hér hinir svonefndu Kollabúðafundir árin 1849-1895 til endurvakningar sjálfstæðis þjóðarinnar. Sóttu þá Breiðfirðingar og Vestfirðingar og rædd voru mörg aðkallandi landsmál og tillögur sendar Alþingi. Flestar búðarústir sem nú sjást, einkun hinar stærstu, munu frá Kollabúðafundum, en hinar minni eru taldar frá hinu forna Þorskafjarðarþingi. Búðaveggir voru hlaðnir úr torfi og grjóti og tjaldað voðum yfir timburgrind. Talið er að 140 manns hafi sótt Kollabúðafund árið 1850. [Skilti á staðnum.]

Minnisvarðinn stendur á Kollabúðareyrum.
Barðaströnd
Hrafna Flóki

Hrafna Flóki
– og nefndi landið Ísland.
Stein þennan reistu Vestfirðingar sumarið 1974 til minningar um Flóka Vilgerðarson og menn hans
Steinninn stendur við Flókalund í Vatnsfirði.
Minnisvarðar um Hrafna-Flóka eru einnig í Fljótum og í Hafnarfirði
Sigríður Einarsdóttir (1880-1941) – Guðríður Ásgeirsdóttir (1883-1961) – Lilja Kristófersdóttir (1904-1987)

Haukaberg – Brekkuvellir
Sigríður Einarsdóttir, Haukabergi f. 13.12.1880
Guðríður Ásgeirsdóttir, Brekkuvöllum f. 20.01.1883
Lilja Kristófersdóttir, Brekkuvöllum f. 12.08.1904.
Þær má kalla afrekskonur fyrir að taka á móti, oft þreyttum, köldum og svöngum ferðamönnum af Kleifaheiði á kreppuárunum sem voru mesta fátæktartímabil 20. aldar.
Minnisvarðinn stendur við bæinn Haukaberg við veginn á Kleifaheiði.

Júlíus Óskar Þórðarson (1921-2010)

Júlíus Óskar Þórðarson
frá Innri-Múla á Barðaströnd ók fyrstur bíl, Willys árgerð 1946
yfir Kleifaheiði sumarið 1947.
Skjöldur á steini við Kleifabúann á Kleifaheiði

Gísli Marteinsson (1887-1969) – Guðný Gestsdóttir (1891-1954)

Siglunes
Síðustu hjón sem hér bjuggu voru:
Gísli Marteinsson
f. 1887 – d. 1969
Guðný Gestsdóttir
f. 1891 – d. 1954.
Guð blessi minningu þeirra
og afkomendur alla.
Drottinn þú hefur verið oss athvarf
frá kyni til kyns [Sálm. nr. 90]
Héðan var róið um aldir og sagt er:
,,Sá sem frá Siglunesi rær – landi nær”.

Gert 12.4.2025