Önundarfjörður – Flateyri

Snjóflóðið 26. október 1995
Þann 26. október 1995 féll stórt snjóflóð á byggðina á Flateyri með þeim afleiðingum að 20 manns fórust. Á áfallasvæðinu voru 74 skráðir íbúar og voru 54 þeirra heima við þegar snjóflóðið féll, um kl. 4 að morgni. Í flóðinu skemmdust og eyðilögðust 32 hús á Flateyri og Sólbakka.
Minning þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri þann 26. október 1995.
Benjamín G. Oddsson, f. 23.6.1936
Þórður Júlíusson, f. 6.8.1937
Kristinn Jónsson, f. 21.1.1953
Halldór Svavar Ólafsson, f. 18.5.1971
Svana Eiríksdóttir, f. 12.4.1976
Sólrún Ása Gunnarsdóttir, f. 2.11.1980
Gunnlaugur P. Kristjánsson, f. 13.1.1923
Geirþrúður S. Friðriksdóttir, f. 5.10.1926

Sigurður Þorsteinsson f. 18.1.1956
Þorsteinn Sigurðsson, f. 11.8.1977
Þorleifur Ingvason, f. 29.8.1957
Lilja Ósk Ásgeirsdóttir, f. 20.8.1961
Magnús E. Karlsson, f. 2.10.1942
Fjóla Aðalsteinsdóttir, f. 4.4 1945
Linda Björk Magnúsdóttir, f. 28.4.1971
Haraldur Eggertsson, f. 18.1.1965
Svanhildur Hlöðversdóttir, f. 23.3.1965
Haraldur Jón Haraldsson f. 4.6.1991
Ástrós Birna Haraldsdóttir, f. 21.10.1992
Rebekka Rut Haraldsdóttir, f. 27.6.1994
Í minningu allra þeirra er féllu frá
er flóðið mikla rann með dauðann hjá
og reistur þessi steinn sem stendur hér
og staðfestir hve djúpstæð sorgin er.
Guðmundur Ingi Kristjánsson
Holtskirkjugarður

Guð blessi minningu þeirra sem hvíla hér í Holtskirkjugarði í ómerktum leiðum
Brynjólfur Sveinsson 1605-1675

Brynjólfur Sveinsson
biskup
f. 14. sept. 1605 að Holti í Önundarfirði
d. 5. ágúst 1675
Minnisvarðinn stendur við Holt í Önundarfirði

Einar Oddur Kristjánsson 1942-2007

Einar Oddur Kristjánsson
f. 26. desember 1942 – d. 14. júlí 2007.
Með þakklæti fyrir framlag hans til þjóðarsáttarsamninganna árið 1990.
Samtök atvinnulífsins
Alþýðusamband Íslands
Fæddur á Flateyri 26. desember 1942, dáinn 14. júlí 2007. Foreldrar: Kristján Ebenezersson (fæddur 18. október 1897, dáinn 30. mars 1947) skipstjóri þar og kona hans María Jóhannsdóttir (fædd 25. maí 1907, dáin 5. desember 2003) símstöðvarstjóri. Maki (7. október 1971) Sigrún Gerða Gísladóttir (fædd 20. nóvember 1943) hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Gísli Þorleifsson og kona hans Brynhildur Pálsdóttir. Börn: Brynhildur (1973), Kristján Torfi (1977), Teitur Björn (1980).
Nám við MA 1959–1961.
Skrifstofumaður 1961–1965. Póstafgreiðslumaður 1965–1968. Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf. 1968–2007. Stjórnarformaður Hjálms hf., Vestfirsks skelfisks hf. og Kambs hf.
Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1970–1982. Í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða 1974–2007. Í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1983–1989, í aðalstjórn 1989–1994. Stjórnarformaður Vélbátaútgerðarfélags Ísfirðinga 1984–2007. Í stjórn Icelandic Freezing Plant Ltd. í Grimsby 1987–1989. Í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva 1981–1996. Formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1968–1979. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979–1990. Formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1990–1992. Formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar 1988. Formaður Vinnuveitendasambands Íslands 1989–1992. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1995. Í stjórn Grænlandssjóðs 2001–2004.
Alþingismaður Vestfirðinga 1995–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).
Efnahags- og viðskiptanefnd 1995–1999, sjávarútvegsnefnd 1995–1999, umhverfisnefnd 1995–1996, fjárlaganefnd 1999–2007 (varaformaður 1999–2007), landbúnaðarnefnd 1999–2005, heilbrigðis- og trygginganefnd 2002–2003, iðnaðarnefnd 2003–2006, félagsmálanefnd 2006–2007, samgöngunefnd 2007.
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1999–2004 (formaður 2001–2003), Íslandsdeild NATO-þingsins 2004–2007 (formaður 2004–2005), Íslandsdeild VES-þingsins 2007. [Alþ.]
Minnisvarðinn stendur við hús Einars Odds, Sólbakka við Flateyri, Önundarfirði

Halldór Kristjánsson (1910-2000)

Til minningar um félaga okkar Halldór Kristjánsson bónda, skáld og bindindisfrömuð frá Kirkjubóli í Bjarnardal, f. 2.10.2010, d. 26.8.2000.
,,Verjum land og verndum börn frá vímu og neyð”.Með virðingu og þökk, í trú von og kærleika.
Stúkan Eining nr. 14.
Minnisvarðinn var afhjúpaður 9. ágúst 2003 og stendur við Kirkjuból í Bjarnardal í Önundarfirði

Jóhanna Kristjánsdóttir (1908-2008)

Minningarlundur Jóhönnu Kristjánsdóttur á Kirkjubóli 1908-2008
Og enn er vorið tími fyrir ást og von og þrá.Það er umhyggjan og gleðin sem mestu ræður þá að hjálpa tré og blómi við að fegra garð og grundog gleðjast yfir vexti þeirra um hjarta hlýja stund. J.K. 1985
Minnisvarðinn stendur í Stjörnulundi við Kirkjuból í Bjarnardal, Önundarfirði.
Stjörnulundur er helgaður tungumálinu Esperanto, sem þýðir sá sem vonar, en merki tungumálsins er stjarnan.Hliðið að lundinum prýða tvær stjörnur.
Minnisvarðinn er í Stjörnulundi við Kirkjuból í Bjarnardal í Önundarfirði


Sæunnarhaugur

Sæunnarhaugur
Saga kýrinnar Hörpu sem flýði þegar átti að slátra henni og synti yfir Önundarfjörð þar sem bóndinn á Valþjófsstað bjargaði henni og ól í nokkur ár. Kýrin fékk þá nafnið Sæunn. Á efsta degi var hún heygð í fjörunni þar sem hún kom að landi. Minnisvarði með nafni hennar var reistur á haugnum.
Árið 2022 kom út barnabókin Sundkýrin Sæunn, eftir Eyþór Jóvinsson og Freydísi Kristjánsdóttur, sem segir sögu kýrinnar.
Gert 12.4.2025